Byggðastefna ríkisstjórnarinnar

Byggðastefna ríkisstjórnar Geirs H. Haarde birtist okkur enn á ný með úrskurði umhverfisráðherra vegna álvers á Bakka þar sem ákveðið er þvert á faglega niðurstöðu Skipulagsstofnunar að setja málið allt í heildstætt umhverfismat.

Það ætlast enginn til að framkvæmdir þarna sleppi við mat á umhverfisáhrifum en úrskurður ráðherra sýnir afstöðu ríkisstjórnarinnar til verksins. Samstarfsráðherrar Þórunnar geta auðvitað sent út misvísandi skilaboð og þóst stikkfrí en verða það samt aldrei.

Þetta er sami ráðherra og hafnaði nákvæmlega sömu kröfu varðandi Helguvíkurálver og það hefur engum tekist að skýra muninn á þessum verkefnum með neinum sannfærandi hætti. Mjög sennilega er þetta ávísun á að Helguvík verði á undan og fái þar með gjafalosunarkvóta ríkisins en Bakki verði að kaupa. Allt fyrir það sem ráðherra Þórunn ákveður nú!

Þetta er sami ráðherra og ákvað að höfuðstöðvar Vatnajökulsþjóðgarðs yrðu í miðborg Reykjavíkur og kemst næst landsbyggðarstefnu með því að flytja Náttúrufræðistofnun frá Hlemmi suður í Garðabæ.

Þetta er sami ráðherrann og stendur ráðþrota í alþjóðaviðræðum Íslendinga um mengunarkvóta.

Og þetta er sami ráðherrann og stendur í stríði við sveitarfélögin í landinu um skipulagsvaldið og er af mörgum talsmönnum þeirra talin enn ein tilraun til að flytja valdið suður. Hér gildir ráðherravald en ekki samræðustjórnmál...

Og þetta er sama ríkisstjórnin og hefur staðið slag í slag í meiri niðurskurði fiskveiðikvóta en nokkur glóra er fyrir. Og lofað mótvægisaðgerðum á móti  - en án efnda.

Þetta er sama ríkisstjórnin og hefur skorið niður stofnanir á landsbyggðinni, lagt niður umdæmisskrifstofur t.d. Fasteignamats, hundsað óskir sett umgjörð landbúnaðarins í uppnám með hugmyndum um hrátt kjöt, Doha-aðgerðir þó engir Doha samningar séu á borðinu o.s.frv. o.s.frv.

Þetta er sama ríkisstjórnin og hefur á stóli byggðamálaráðherrann Össur Skarphéðinsson sem hefur lofað landsbyggðinni tugum starfa en ekki fært henni neitt!

Verst er ríkisstjórnin þó stærstu byggð landsins, byggðinni við Faxaflóa sem blæðir nú fyrir óstöðugleika, verðbólgu og okurvexti sem ekkert er unnið á móti. Þó margt megi um neyslufyllerí undanfarinna ára segja þá gerir illt verra að fylgja þeirri heimsku frjálshyggjulínu að aðhafast ekkert í efnahagsmálum. Og kemur verst við þá sem síst skyldi!

Æi - er þetta hægt að vera blogga svona á jafn fallegum degi - og ég að fara í kjólföt til heiðurs Ólafi Ragnari. Leiðist reyndar alltaf á tildursamkomum - en samt til hamingju Ólafur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Stefánsson

Mikið er ég sammála þér Bjarni.

Svona er sannleikurinn í málinu og hvert klúðrið á fætur öðru hjá ríkisstjórninni.

Stefán Stefánsson, 1.8.2008 kl. 14:46

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hugsið ykkur samningsstöðu álfyrirtækjanna sem fylgjast auðvitað grannt með umræðu pólitíkusanna.

Sem sjá enga aðra lausn í atvinnu-og efnagahsmálum en þá að semja, og semja sem fyrst um sölu til þeirra á ódýrustu og hreinustu orku sem völ er á í heiminum.

Og þegar markmiðinu er náð þá eru gefnar undanþágur um besta hreinsibúnaðinn vegna þess að þetta er svo hrein orka!

Það er áreiðanlegt að það horfa mörg erlend stórfyrirtæki öfundaraugum á Río Tinto/Alcoa vegna þessara dæmalausu samningsstöðu við íslensk stjórnvöld.

Árni Gunnarsson, 1.8.2008 kl. 21:06

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bjarni.

Sjálfstæðisflokkurinn mun uppskera eitt það mesta fylgistap sem um getur í næstu kosningum ef heldur fram sem horfir, enda ekki sýnilegur við stjórnvölinn þar sem sýndarmennska stjórnvaldsaðgerða er algjör af hálfu þess flokks sem er samstarfsflokkur við stjórnvöl landsins.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.8.2008 kl. 03:03

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hver er stefna þingflokks Framsóknarflokksins varðandi álver í Helguvík.Á síðastliðnum vetri samþykkti þingflokkurinn að álver á Bakka skyldi hafa forgang umfram Helguvík.Það þýddi að álveri í Helguvík myndi seinka um þrjú ár.Nú myndi sú seinkun þýða fjögur ár.Ekkert hefurheyrst um að þingflokkurinn sem stóð sameinaður að fyrrnefndri samþykkt hafi breytt afstöðu sinni.Bæði Framsóknar flokkurinn og Frjálslyndiflokkurinn eru stefnulausir.Meðan svo er þarf Sjálfstæðisflokkurinn ekki að óttast fylgistap

Sigurgeir Jónsson, 6.8.2008 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband