Borðiði bara kökur...

Danskir bankar hrynja nú og svo er víðar um versu en þeir íslensku standa, furðu keikir bara. Hversvegna skyldi það nú vera,- það skyldi þó ekki vera af því að hér er ekki evra. Við getum bókað að ef gengið hefði verið sett fast við evru fyrir ári síðan þá væri viðskiptabankarnir allir þrír við það að fara á höfuðið núna og fjölmörg innlend fyrirtæki önnur eftir ágjöf allra síðustu missera. Enda eru bankarnir hér heima bara hættir að tala um nauðsyn þess að taka upp evru,- skrýtið!

Það sem hefur bjargað því að hin alþjóðlega lánsfjárkreppa hefur ekki drepið hér atvinnulífið er sveigjanleikinn í genginu, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Og það er auðvitað ekki hægt að tala um að skipta um gjaldmiðil þegar gengisvísitalan er komin yfir 180 og við fengjum eiginlega ekkert fyrir allar okkar krónur.

En það eru vitaskuld til blindir Evrópusinnar sem segja sem svo að bankar og atvinnulíf megi fara í kolað bara ef kaupmáttur skrifaðra launataxta stendur. Minna í raun svolítið á drottninguna frönsku sem sagði hungruðum brauðlausum almúganum að borða þá bara kökur...

Annars má ég til með að vekja athygli ykkar á frábærri úttekt  Egils Jóhannssonar forstjóra Brimborgar um hvernig hér væri umhorfs í evrulandi...

- en semsagt egill, takk fyrir snöfurmannlega úttekt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Danskir bankar hrynja nú og svo er víðar um versu en þeir íslensku standa, furðu keikir bara. Hversvegna skyldi það nú vera,- það skyldi þó ekki vera af því að hér er ekki evra

Bjarni, common.. þetta er bara hlægilegt.  Danir hafa danska krónu bara svo þú vitir það en EKKI Euro !!  

Óskar Þorkelsson, 23.9.2008 kl. 12:50

2 identicon

Eru íslenskir bankar ekki að falla? Veit ekki betur en sé verið að yfirtaka SPRON, Sparisjóð Mýrasýslu og nú Byr.

Egill (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 13:04

3 Smámynd: Bjarni Harðarson

danir hafa semi-evru;  fastgengisstefnu gagnvart evru með lítilsháttar vikmörkum. ekki fljótandi krónu!

Bjarni Harðarson, 23.9.2008 kl. 13:58

4 identicon

En hvað með 2 billjón króna brúttó skuld okkar erlendis? Ekki hefur hún horfð si svona? Eða hefur hún kannski bara vaxið.

Eitthvað mun það koma við íslensk heimili þegar gera þarf upp vegna útrásarruglsins!

Ljónsmakkinn (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 16:53

5 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Blindir Evrópusinnar segirðu......mér sýnast menn nú álíka blindir í báðar áttir. A.m.k. finnst mér ákveðin blindni í þínum skrifum að undanförnu. En það er auðvitað bara mín skoðun.

Það er auðvitað ekki hægt að setja málin upp á svona einfaldan hátt eins og þú gerir. Menn geta ekki leyft sér að standa í "annaðhvort eða pólítík", ég er t.d. ekki hlynntur því við þessar aðstæður að ganga í ESB, en ég er á því að við værum betur sett ef við hefðum gert það áður en kreppan skall á. Það er mín skoðun og fyrir henni get ég fært fjölmörg góð og gild rök. Og þú eflaust á móti. Það er samt ekki þar með sagt að ég sé blindur Evrópusinni! Ekki frekar en ábyrgðarlaus lýðskrumari.

Þú og Davíð Oddsson eigið greinilega fleira sameiginlegt en góðan húmor, þið mættuð altént báðir temja ykkur meiri kurteisi í umræðunni um Evrópumál. Meðan umræðan er á því plani sem Davíð kýs, og þú virðist aðhyllast æ meir, komumst við aldrei upp úr þessu lágkúrulega fari sem við erum stödd í um þessar mundir. Staðreyndin er sú að fyrirtækin eru að evruvæðast og á meðan versna kjör þess fólks sem ekki hefur kost á slíkum æfingum jafnt og þétt.

Mér finnst menn alltof oft setja málin upp á þann hátt að evrusinnar haldi að það eitt að taka upp evru komi til með að bjarga öllu. Því hefur held ég enginn haldið fram. Menn hafa hinsvegar leyft sér að benda á þá staðreynd að þessi blessaða króna sem bannað er að hallmæla hefur nú fallið um 40-50% gagnvart evrunni. Það er bláköld staðreynd og jafnvel þó þér detti í hug að halda því fram í fúlustu alvöru að þessi "sveigjanleiki" íslensku krónunnar haldi lífinu í íslensku viðskiptalífi, þá er ég alveg klár á því að hann er ekki það sem almenningur óskar eftir. 

Það getur enginn heilvita maður óskað eftir "sveigjanleika" af þessu tagi!  

Heimir Eyvindarson, 23.9.2008 kl. 17:48

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Bankarnir græða á gengisfalli íslensku krónunnar og aukinni verðbólgu á Íslandi, þess vegna eru þeir ekki en farnir á hausinn.Ef sú staða kemur hinsvegar upp að íslenskur almenningur getur ekki staðið í skilum vegna himinnhárra vaxta og verðtryggingar þá bjargar það ekki bönkunum þótt krónan falli og falli og verðbæturnar til bankanna hækki og hækki.Ef sú staða kemur upp að bankarnir þurfi að fara að afskrifa lán í stórum stíl.þá bjargar þeim ekkert, allra síst verðlaus króna.

Sigurgeir Jónsson, 23.9.2008 kl. 17:48

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það er alger óþarfi að velta fyrir sér leiðum til þess að taka upp evruna. Við höfum ekkert með hana að gera enda myndi hún seint taka tillit til hagsmuna og aðstæðna Íslendinga. Annars er í bezta falli óljóst hversu lengi evrusvæðið verður til, sbr.:

http://sveiflan.blog.is/blog/sveiflan/entry/649737/

Ég mæli sérstaklega með skýrslu hinnar Evrópusambandssinnuðu hugveitu Centre for European Reform frá því í september 2006 sem ber heitið "Will the eurozone crack?" þar sem varað er við því að evrusvæðið kunni að líða undir lok verði ekki gripið til róttækra umbóta innan aðildarríkja þess, umbóta sem nákvæmlega ekkert bólar á og ekkert bendir til að verði farið út í.

http://www.cer.org.uk/publications_new/688.html

Hjörtur J. Guðmundsson, 23.9.2008 kl. 21:36

8 identicon

Trúlega eru íslensku bankarnir ekki komnir á gjalddaga Bjarni minn. Væri krónan bundin öðrum gjaldmiðli, eða héti evra, væri ekki svona umhorfs í fjármálaheimum íslands í dag! En svo ættirðu að átta þig á að krísan er ekki bönkunum að kenna, heldur stjórnvöldum. Og flokkurinn þinn stóð við stýrið á óhappafleytunni óráðsíu, þegar það nam land við kreppusker.

Sigfús (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 22:03

9 Smámynd: Landfari

Heimir, hvað kreppu ertu að tala um?

Er það kreppa í þínum huga ef ekki er bullandi þensla. Kemur ekki fyrst stöðnun og svo samdráttur í þjóðfélaginu áður en það kemur kreppa.

Húsnæði hefur lækkað en er enn of hátt. Dagblöðin full af auglýsingum eftri fóki í vinnu. Enn halli á viðskiptum við útlönd. Offita helsta heilbrigðisvandamálið. Yfirfullir sorphaugar eitt af helstu umhverfisvandmálunum og svo mætti lengi telja.

Mér finnst þú vera að gengisfella orðið "kreppa" all verulega.

Landfari, 23.9.2008 kl. 22:17

10 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Landfari: Ég hef það raunar fyrir sið að svara ekki nafnlausum bloggurum, en ég verð þó að játa á mig þann glæp sem þú sakar mig um. Það er auðvitað alveg rétt hjá þér að ég er að gengisfella orðið kreppa. Hitt er svo annað mál að dýfan sem krónan hefur tekið að undanförnu er ekkert grín. Það er háalvarlegt mál að búa við gjaldmiðil sem er svo ónýtur að það þarf ekki nema nokkra lýðskrumara til að súnka henni niður úr öllu valdi!

Fyrir ekki svo mörgum árum var ágæt þumalputtaregla fyrir venjulegt fólk að danska krónan væri andvirði tíkalls. Ef hún var undir því þá var óeðlileg styrking í gangi og ef hún kostaði meira en það, þá var eitthvað að. Í dag kostar dönsk króna 19 krónur íslenskar!

Það er líklega þessi magnaði hæfileiki krónunnar; að geta beygt sig niður úr öllu valdi - nánast í duftið - sem Bjarni Harðarson vill að við séum þakklát fyrir þessa dagana. Og kallar það kinnroðalaust sveigjanleika.

Heimir Eyvindarson, 23.9.2008 kl. 23:02

11 Smámynd: haraldurhar

   Gengisfall ísl. kr. er bara eðlileg leiðrétting á ofmetnum okurvaxta gjaldmiðli, og hún á eftir að falla að 15 til 20 % til viðbótar á næstu vikum.  Evran hefði þó gert það að við hefðum ekki setið uppi með óhæfa stjórn og stjórnendur Seðlabankans, og ekki verið með niðurgreiddan innfluting til margra ára, og falsaða neysluvísitölu.

haraldurhar, 23.9.2008 kl. 23:41

12 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Haraldurhar ætti kannski að kynna sér það álit sem stjórnendur Seðlabanka Evrópusambandsins njóta um þessar mundir á t.d. Írlandi, Spáni og í Frakklandi. Það er ekki upp á marga fiska.

Hjörtur J. Guðmundsson, 24.9.2008 kl. 09:30

13 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hvernig ætli Íslendingum og íslensku atvinnulífi þætti að sitja í 1,3% verðbólgu með 11,5% stýrivexti?? - skammtaðir af þýska seðlabankanum. Ég hef prófað það. Danmörk hefur aldrei jafnað sig síðan.

.

Eða, 15,6% verðbólgu og 4,25% stýrivöxtum?? - Lettland.

.

Svo eru sumir að láta sig dreyma um að upptaka evru myndi þýða það að verðtrygging yrði lögð niður á Íslandi !! Það er sprenghlægilegt. Þessi staða væri matröð fjármagnseigenda, því þá yðri þeim fyrst ljóst að síðustu verðbólgubremsur þjóðfélagsins væru farnar undan bílnum. Þeir myndu aldrei sleppa verðtryggingunni. Aldrei.

.

Þetta myndi þýða fjármagnsþurrð fyrir almenning og fyrirtæki því enginn myndi vilja lána út peninga undir svona aðstæðum - NEMA -> að vextir yðru hækkaðir og hækkaðir og það myndu þeir svo sannalega fá að gera. Langt langt yfir opinberum stýrivöxtum ECB því allir vita hvað neikvæðir vextir þýða:: fjármagnsþurrð = núll hagvöxt því hagvöxtur er afleiða fjármagns. Ekkert fjármagn => engar fjárfestingar => enginn hagvöxtur => 0,00

Já, borðiði bara kökur...

Gunnar Rögnvaldsson, 24.9.2008 kl. 10:44

14 identicon

Það er óábyrgt að slá svona fullyrðingum fram eins og þú gerir hér að ofan Gunnar. Í allflestum tilfellum þurfa þjóðir að taka á sig tímabundna erfiðleika til að mæta og jafna stöðu sína gagnvart öðrum ESB löndum. Svíar feldu raungengið um ca 20% þegar þeir gengu þar inn. En ég heyri hvergi að lönd innan ESB séu óánægð með tilveru sína þar. Og hvergi finnast þessum þjóðum þær missa fullveldi sitt við aðild sína þar. ESB þurfti meira að segja að leiðrétta gengi evrunar um Ca 30% eftir að hún var tekin í notkun, en það leið engin ESB þjóð fyrir það, en íslenska krónan gerði það.

 Það sem meiri hluti íslendinga er orðinn þreittur á, er óstöðugleikinn í þjóðfélaginu. En hann er ekki dauðum hlutum að kenna! Heldur stjórnvöldum sem eru ekki fær um að fara með peningamál þjóðarinnar. Það er von þeirra sem aðhyllast ESB að komið verði á stöðugleika, og stjórnmálamenn  fari að lúta almenum leikreglum í samskiptum sínum við umbjóðendur sína. En það er einmitt það sem Bjarna Harðarsini ásamt fleirum hugnast ekki.

Að kenna bönkunum um hvernig komið er fyrir íslensku krónunni, er lýsandi fyrir þá sem eru að missa niður um sig núna. En bankarnir eru í bissness og ganga eins langt í græðgisvæðingu nýfrjálshyggjunnar og þeir mögulega geta. En gleymum ekki þeim sem setja reglurnar!

Sigfús (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 13:40

15 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Svíar feldu raungengið um ca 20% þegar þeir gengu þar inn.

-------

Nei. Það var markaðurinn sem sprengdi sænsku krónuna út úr bindingu við ERM-I árið 1992 eftir að sænski seðlabankinn hafði reynt að verja bindinguna með hækkun sænskra stýrivaxta upp í 500%. Þrátt fyrir þetta sprengdi markaðurinn bindinguna í tætlur og sænska krónan féll 15% á sekúndubroti.


En ég heyri hvergi að lönd innan ESB séu óánægð með tilveru sína þar.

---------

Ertu viss um að þú hafir hlustað? Það eru mjög mörg lönd mjög óánægð með ESB, og þeim finnst það ESB sem þau gengu í vera orðið allt annað ESB núna. En þau geta ekki farið út aftur. Það er ENGIN leið til baka.


Og hvergi finnast þessum þjóðum þær missa fullveldi sitt við aðild sína þar.

---------

Hér í Danmörku finnst Dönum það mikið áfall að dómstólar ESB skuli ógilda lög ríkisstjórnar Danmerkur. Þetta er mikið áfall fyrir þjóðina, og verður einungis verra og verra. Það var margoft búið af vara alla við hérna í hverri einustu kosningabaráttu. En ESB-sinnar gerðu alltaf lítið úr þessu aðvörunum og töldu þær ekki skipta máli. Núna þyrfti stór hluti Dana á áfallahjálp að halda því vonbrigðin og sárindin eru svo mikil. En það er engin leið til baka, því miður.


ESB þurfti meira að segja að leiðrétta gengi evrunar um Ca 30% eftir að hún var tekin í notkun, en það leið engin ESB þjóð fyrir það, en íslenska krónan gerði það.

---------

Þetta er rangt. Það var markaðurinn sem felldi evru. Bæði seðlabanki evru og seðlabanki Bandaríkjanna reyndu hvað eftir annað að stoppa fallið með stuðningsuppkaupum. En það var eins og að pissa í sjóinn. Hún féll bara og féll. Ertu að segja að ESB sé úr sambandi við umheiminn? Allir sem fluttu inn vörur voru æfir, og almenningur varð æfur.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 24.9.2008 kl. 14:36

16 Smámynd: Landfari

Ég vil nú leifa mér að halda því fram að stór, ef ekki stærsti þáttuinn í gengisfalli íslensku krónunnar sé ekki stjórnvöldum að kenna heldur almenningi.

Ríkissjóður hefur verið rekinn með afgangi undanfarin ár en ekki heimilin. Við eyðum meira en við öflum og það hlýtur að koma að skuldadögum. Að halda annað er hámark bjartsýninnar.

Við höfum tekið nánast öll þau lán sem okkur hafa boðist og það hefur ekki verið neinn hörgull á þeim undanfarin ár. Skuldsett húsnæðið til að geta aukið neysluna.

Ef ekki hefði verið þessi mikli halli á viðskiptum við útlönd undanfarin ár værum við í betri málum í dag varðandi krónuna.

Það að taka upp efruna þýðir ekki að við getum farið að eyða um efni fram sem aldrei fyrr á lágum vöxtum. Það kemur líka að skuldadögum í þeiri mynt eins og öðrum.

Það eina sem ég sé að hægt sé að skamma stjórnvöld fyrir og þá öllu heldur Seðlabankann, er að hafa ekki aukið bindiskylduna þegar ódýr lán flæddu hér yfir allt og alla.

Ef það hefði verið gert hefðu menn þar á bæ sjálfsagt fengið að heyra það frá Samtökum atvinnulífsins að bankinn stæði í vegi fyir frjálsum viðskiptum og ábatasamri útrás íslenskar fyrirtækja.

Landfari, 24.9.2008 kl. 16:45

17 identicon

Krónan verndar bankana.  Evran verndar almenning.  Ætlar þú að vernda hagsmuni banka eða kjósenda þinna?  Það er valið sem þú stendur frammi fyrir í þessu máli.

Guðmundur (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 19:44

18 Smámynd: Bjarni Harðarson

þakka kærlega afar góðar umræður og sé ekki ástæðu til að svara hér í löngu máli - enda enginn allsherjardómari. aðeins varðandi það síðasta og þá um leið athugasemd inga haukssonar sem skilur ekki hvaða erindi kökurnar eiga í þetta blogg... það væri auðvitað mjög gaman ef við gætum bara sagt að atvinnulífið og bankarnir og þjóðarhagurinn allur megi bara eiga sig svo fremi að kauptaxtar á blaði haldi verðgildi sínu - staðreyndin er samt sú að þrátt fyrir meinta einkaeign á atvinnulífinu þá er það almenningur sem borgar gróða þess og tap og blæðir ef því blæðir. græðir ef það græðir. þetta getur því aldrei snúist um að tala um hag almennings og atvinnulífs sem sitthvora stærðina og val milli þess með hvorum maður vill halda. annars hefur gunnar rögnvaldsson svarað þessu efnislega mjög vel...

Bjarni Harðarson, 25.9.2008 kl. 11:08

19 identicon

Því standa íslensku bankarnir ekki jafn illa og þeir dönsku spyrðu. Bíddu eftir næsta fjórðungsuppgjöri bankann og taktu eftir liðnum "gengishagnaður". Dönsku bankarnir hafa ekki skopparabolta til að leika sér með (ísl. krónuna). En hver borgar fyrir skoppið? Jú, almenningur fær reikninginn innum lúguna í formi verðbólgu. Skyldi verðbólgan vera slæm fyrir bankana? Nei, þeir hafa axlabönd sem heitir "verðtrygging" eitthvað sem dönsku bankarnir hafa ekki.

Þú hefur ekki svarað spurninunni um hvort þú (og þá væntanlega xB) sért að gæta hagsmuna alennings EÐA bankanna. Það er alrangt að þessir hagsmunir fari saman, bankarnir hafa bara eitt markmið, þ.e. að græða og auka verðgildi sitt (sem ég hef ekkert við að athuga) en það er almeningur sem borgar þennan gróða bankanna. Þó þú bakkir og kallir bankana "atvinnulíf" er spurningunni enn ósvarað.

sigurvin (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 17:28

20 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sigurvin:

Danska krónan hoppar og skoppar gagnvart öllum gjaldmiðlum heimsins nema einum, alla daga ársins. Evra en ekki ennþá orðinn alheimsgjaldmiðil, nema kanski ef væri í hugum íslenskra ESB-sinna. Viltu frekar frá uppsagnarbréf innum bréfalúguna? Það ER til líf fyrir utan ESB. Og það líf virðist einhverra hluta vegna og í mörgum tilfellum ganga jafnvel mun betur en verandi innan þess.

Gunnar Rögnvaldsson, 25.9.2008 kl. 21:04

21 identicon

Veit ekki Gunnar að danska krónan er í raun evra, en heitir króna? Þetta gætum við líka gert og haldið krónu nafninu. Það er til líf utan ESB! Já og við lifum því! Það er alveg sama hvort það sé atvinnulífið, viðskiptalífið eða launþegar, allir eru búnir að fá nóg af þessum dæmalausa vitleysisgangi, sem landsfeðurnir viðhalda með fáheyrðum stjórnarháttum í efnahagsmálum.

Þegar umræðan er farin að snúast um jafn aumkunarverðar upphrópanir og uppsagnarbréf gegnum blaðalúgur, ef gengið yrði í ESB, er ekki mikið eftir af efnislegum rökum. Þetta minnir mig á hótanir sem hernaðarandstæðingar fengu framan í sig, þegar þeir mótmæltu veru hersins fyrrum, Hvað ætlið þið að gera ef herinn fer? og vísað til atvinnunar sem íslendingar misstu við brottför hersins. Hvað skeði! reykjansskaginn blómstrar sem aldrei fyrr!

Og að lokum, það vill svo til að ég þekki ágætlega til í skandinavíu, enda búið þar í mörg ár! Þó svo að þjóðlönd ESB þurfi að beygja sig undir sameiginlegt regluverk, missa þá aldre fullveldi sitt, heldur trúlega tryggja það! 

Sigfús (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 01:37

22 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Veit ekki Gunnar að danska krónan er í raun evra, en heitir króna?

-----------

Jú, en danska krónan í ERM II bindingu EMU en hoppar og skoppar samt gagnvart öllum gjaldmiðlum heimsins nema einum, alla daga ársins. Evra er nefnilega ekki ennþá orðinn alheimsgjaldmiðil, nema kanski ef væri í hugum íslenskra ESB-sinna. Það fara ekki öll viðskipti Danmerkur fram við einungis 14 lönd lönd heimsins. Það er heimur þar fyrir utan og hagvöxtur er mestur fyrir utan evrusvæði, því sækja Danir vöxtinn þar sem hann fæst bestur.


Þetta gætum við líka gert og haldið krónu nafninu

-----------

Nei/Já, það tók Dani 24 ár að koma bindingunni á og í fastan farverg. Stöðugleiki gjaldmiðla er langhlaup en ekki spretthlaup. Þetta verður ekki gert á einni viku.


Bréfalúgan var ekki mín uppfinning, hún kom fram í innleggi Sigurvins. Valið stendur yfirleitt þarna á milli. Þetta er valið sem Lettland stendur með núna. Aukið atvinnuleysi og 15,6% verðbólgu því nú hafa Lettar ekkert gengi lengur. Því verða Lettar að berja niður verðbólgu með því að auka atvinnuleysið = draga úr þenslu. Þeir hafa nefnilega ekki lengur stjórn á stýrivöxtum sínum eða gengi gjaldmiðils þeirra.

Gunnar Rögnvaldsson, 26.9.2008 kl. 03:17

23 identicon

Mér fannst bara tilvalið að koma hérna með spurningu varðandi upphafs orð þessa Bloggs.

"Danskir bankar hrynja nú og svo er víðar um versu en þeir íslensku standa, furðu keikir bara. Hversvegna skyldi það nú vera,- það skyldi þó ekki vera af því að hér er ekki evra."

Hvað með GLITNIR?!

Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband