Farsældar Frón í búðir í dag

kápa_tillaga_1 copyKiljan sem ég er að senda frá mér fer í búðir í dag og það er gaman að vera komin á kaf í alvöru lífsbaráttu. Geri mér vonir um að selja fyrir prentkostnaði en það þarf svoldið til því þar sem ég er hér að skrifa reikninga þá eru það ekki nema 1203 krónur sem ég hef út úr hverri bók. Rest fer í álagningu og virðisaukaskatt þannig að samtals verður útsöluverðið 1980.

Birti hér til gamans smá kafla - um hina úreltu - og er svo rokinn af stað...

Við feikum ekki veröldina og allt eru þetta hliðar á sama peningi. Þjóðræknin, menningarvarðveislan, tungan, viðhald landbúnaðarins í landinu, byggðastefnan og varðveisla sjálfstæðisins. Við getum hent einu og ógnum þá því næsta. Og leyfum hinum íslenska metrómanni að hrópa að þetta sé allt úrelt og hér sé næsta skref að leyfa hömlulausan innflutning á hráu keti, hvað sem líður hreinleika landsins og atvinnuhagsmunum þúsunda Íslendinga. Við Íslendingar erum reyndar þegar í hópi þeirra þjóða sem mest leyfum af tollalausum matvælainnflutningi.

Allt tal um hvað sé úrelt verður broslegt nú þegar stærstu hagsmunir stjórnmálamanna víðast hvar á Vesturlöndum eru einmitt að viðhalda atvinnunni. Á tímum þegar Doha viðræðurnar sigla í strand undan frekju stórfyrirtækjanna. Þessa sama einokunarkapítalisma og ber nú ábyrgð á verstu heimskreppu í manna minnum.

Í öllu þessu er gaman að hlusta á Bör og aðra talsmenn metrómannsins. Þar bylur svo sannarlega hæst í tómri tunnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér vel  og til hamingju með bókina

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 10:33

2 Smámynd: Diesel

Til hamingju með bókina

Diesel, 26.11.2008 kl. 12:39

3 identicon

Kannski kaupi ég hana næst þegar ég á leið í bókabúðina þína.  Er enn í skýjunum eftir að ég fékk "Veröld sem var" hjá þér.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 13:00

4 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Til  hamingju með bókina Bjarni.  Ertu ekki með bókakaffið?  Kem við hjá þér og kaupi hana og fæ kaffi hjá þér.

Sveinn Ingi Lýðsson, 26.11.2008 kl. 13:07

5 Smámynd: Diesel

Ætla að misnota aðstöðu mína og benda fólki á að lesa nýja færslu á blogginu hjá mér um vaxtaokur

Diesel, 26.11.2008 kl. 13:56

6 identicon

Ágæti Bjarni, 

til hamingju með Farsældar Frón. Sé að þú þarft að' selja 2500 eintök til að ná kennaralaunum FYRIR skatta. Þá miða ég við kennara með langa reynslu o.fl.

En ég treysti þér nú raunar bæði til að lifa af milljón á mánuði og algjörum lágmarkstekjum verkafólks. Og það er mikið hrós úr mínum munni.

Jaaá...Þarna varstu heppinn... og aukinheldur kem ég svo í búðina að fá mér kaffi og kaupa bók, þegar myrkrið verður hvað svartast.

Bestu kveðjur

og allar góðar óskir

 til fjárhags- og félagslífsins.

Helga Ág.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 14:27

7 Smámynd: Héðinn Björnsson

Til hamingju með bókina og mér líst vel á hana en ég verð að segja að ég kann illa við þær hálfkveðnu vísur um spillingu sem hefur verið haft eftir þér í henni. Ég er feginn að hún kemur fram, en það er ekki gott að fá engin nöfn. Án þeirra getum við ekki farið að rekja garnirnar úr umræddum mönnum og þannig komumst við aldrei til botns í hvernig valdastrúktúrinn eiginlega er í þessu landi. Það er soldil Davíðslykt af þessu og sæmir þér ekki.

Héðinn Björnsson, 26.11.2008 kl. 15:02

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með bókina. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.11.2008 kl. 16:54

9 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já Bjarni til hamingju með bókina kem í kaffi og kaupi/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 26.11.2008 kl. 17:09

10 Smámynd: Stefán Bogi Sveinsson

Til hamingju. Gaman að sjá svona útgáfur, hvort sem maður sammála efninu eða ekki.

Stefán Bogi Sveinsson, 26.11.2008 kl. 18:00

11 identicon

Ekki nema 1203 brutto á bók? Hvað er nettó upphæðin? Þurftirðu virkilega að borga prentkostnaðinn sjálfur?  Eigin útgáfa??

Ég er svolítið að spá í jólagjafabókakaup, svo fyrst þú ert að vekja athygli á prentverkinu væri gaman að heyra frá þér "á mannamáli" í örfáum setningum hvaða boðskap bókin flytur og kannski líka hvaða lesenda þú heldur hún höfði sérstaklega til.

Agla (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 18:44

12 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Jæja, þá ertu búin að bjarga jólagjöfinni til tengdapabba. Kíki inn í búð á föstudaginn og kaupi hana. Ég þekki ekki meiri framsóknarmann en tengdapabba, enda er hann ennþá hálf grátandi eftir að þið báðir gengu af þingi, þú og Guðni Ágústsson.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 26.11.2008 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband