Hugsað um spillinguna og flokkana

Það sýður á okkur, sagði mætur framsóknarmaður sem gekk hér út úr búðinni hjá mér fyrir stundu og vísaði til þess að okkur öllum svíður hvernig komið er fyrir íslensku hagkerfi og kjörum fólks. Mest fyrir fánahátt stuttbuxnadrengja sem héldu að þeir væru ríkir. Og tókst þetta vegna spillingar í stjórnmálum og viðskiptum.

Og svo ég haldi áfram að vitna í þennan kaffifélaga minn þá brennur á okkur öllum að vekja upp nýtt Ísland þar sem spillingin verður upprætt og stjórnmálamenn starfa á eigin ábyrgð. En auðvitað er skilningur manna á spillingu í stjórnmálum mjög svo allavega og þannig sé ég að Samfylkingarfólk skilur ekki að það sé neitt athugavert við að viðskiptalíf og baktjaldaklíkur stjórni stjórnmálaflokkum. Greinilegt til dæmis af bloggi Bryndísar Ísfoldar sem ég rakst inná.

Þar og í miðlum  Baugsveldisins er talað um að ég hafi gefið út heila bók til að koma höggi á Framsóknarflokkinn. Ekkert er fjær sanni. Þessi bók er mikill óður til þess flokks og þeirra hugsjóna sem hann hefur staðið fyrir. En ekki neinn halelúja - óður. Ég segi hér kost og löst á og mér er annt um að það fari fram endurmat og siðbót í íslenskum stjórnmálum. Þar er enginn flokkur undanskilinn og slík endurskoðun getur aldrei orðið nema allir leggist á eitt. Stjórnmálamenn þori að tala um það sem aflaga hefur farið. Bryndís Ísfold telur sjálfsagt að það sé einfaldlega ekki frá neinu að segja varðandi Samfylkinguna!

Sjálfur lifi ég ekki í þannig heimi. Ég stóð á þeim tímamótum eftir að ég stóð upp af þingi að ég taldi mér einfaldlega skylt að ríða hér á vaðið. Ég hafði til þess betri aðstæður en þeir sem inni sitja. Svo má auðvitað halda því fram að ég hafi ekki sagt nóg. Egill Helgason er einn þeirra sem gagnrýnir mig fyrir að upplýsa ekki hvaða menn þetta eru. Því er fljótsvarað. Ég veit það ekki. Það voru ekki höfuðpaurarnir sem hjóluðu í mig heldur sendisveinar. Ég nefni einn þeirra í bókinni en það hefði kannski betur verið ógert. Og þegar ljóst var að ég léti ekki að stjórn forðuðust margir að vera í sambandi. Það er ekkert skrýtið við það. Ég hef þessvegna sagt eins mikið opinberlega og ég get staðið á. Framhaldsverkefnið er blaðamanna - og þá er svoldið atriði að þeir fái ekki skilaboð um það frá húsbændum sínum að tengsl stjórnmálaflokka við hagsmunaklíkur séu eðlileg og jákvæð og auk þess eitthvað sem ekki megi fjalla um.

Og enn og aftur. Ég held alls ekki að þetta ástand sé vitund verra hjá okkur Framsóknarmönnum en öðrum. Að sumu leyti urðum við frjálsari við andlát SÍS. Svo er þetta aðallega verra eftir því sem flokkar eru stærri og inngrónari í atvinnulífið. Sjálfstæðisflokkurinn á þannig margan djöful að draga í þessum efnum en kannski eru tengsl Samfylkingarinnar við Baugsveldið eitt það hættulegasta og ömurlegasta sem sést hefur í spillingarmálum um áratuga skeið.

Það er engin tilviljun að bæði útrásarvíkingar og allir þeirra kratar sjá ESB sem töfralausn.

(Annars á ekki að vera að þessu spillingar-bloggi núna, þarf að skella bókabúðinni í lás og taka til við viðgerðir á uppþvottavélinni sem tók upp á því í dag að spúa vatni fram á gólf og ég hef fyrir vikið orðið að vaska upp í kúnnana hér í dag í höndunum og verið nokkur handtökin. En samt bara skemmtilegt eins og alltaf þegar það er mikið að gera.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Bjarni minn til hamingju með bókina og gangi þér vel að selja hana, sem ég veit að þú gerir  örugglega. Ég ætla að fá mér eitt eintak við tækifæri.  Þetta með uppþvottavélina... blessaður vertu, ef þú klárar ekki að laga hana þá kem ég bara og hjálpa þér við uppvaskið, þar sem ég veit að það verður nóg að gera hjá þér á morgun annað en að vaska upp.   Og svona í lokin, ég sagði mig úr Framsóknarflokknum sama dag og Guðni sagði af sér. Ég held að það sé í góðu lagi að opinbera aðeins það sem fram fer innan Framsóknarflokksins án þess að almenningur þurfi að túlka það þannig að að það sé verið að tala á móti Framsóknarflokknum. Og enn og aftur, gangi þér vel með bókina.   

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 28.11.2008 kl. 18:42

2 Smámynd: Bogi Jónsson

Sæll Bjarni

Já ástandið er orðið verulega sérkennilegt, og hef ég þó kynnst mörgu sérkennilegu um ævina,

Ástandið hefur leitt mig til þeirra örþrifa ráða að seta burstabæinn, Gullnahliðið og Alsælu spa á Ebay ásamt 1958 Cadillacinum            sjá HÉR

Bogi Jónsson, 28.11.2008 kl. 19:35

3 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Hér eru mínir þankar um þetta:

Aðgerðarlisti fyrir Alþingi

Sigurður Ingi Jónsson, 28.11.2008 kl. 19:54

4 Smámynd: Bogi Jónsson

Sæll Bjarni

Já ástandið er orðið verulega sérkennilegt, og hef ég þó kynnst mörgu sérkennilegu um ævina,

Ástandið hefur leitt mig til þeirra örþrifa ráða að seta burstabæinn, Gullnahliðið og Alsælu spa á Ebay ásamt 1958 Cadillacinum   sjá HÉR

Bogi Jónsson, 28.11.2008 kl. 19:55

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Í mínum huga er fyrirbærið stjórnmálaflokkur vettvangur ákveðinnar hugmyndafræði sem sett er fram í þeim eina tilgangi að bjóða kjósendum upp á að krossa við þá ákveðnu hugmyndafræði í kjörklefanum. 
Þannig er það aldrei flokkurinn sem slíkur sem kemur óorði á hugmyndafræðina.  Það gera hins vegar þeir fulltrúar sem komast til vegs og valda innan flokksins og (mis)nota aðstöðu sína til þess að hygla eigin skinni. 
Það er trúlega ógæfa Framsóknarflokksins að slíkir hafi komist í valdastöður í flokknum.  Framsókn hefur verið einstaklega óheppin hvað þetta snertir - ekki síst hér í höfuðborginni. 

Hugmyndafræði Framsóknarflokksins má endurlífga - þegar rotnu eplin hafa verið fjarlægð. 

Kolbrún Hilmars, 28.11.2008 kl. 20:03

6 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Ég er svo hjartanlega sammála þér Kolbrún.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 28.11.2008 kl. 21:04

7 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Þar sem tveir framsóknarmenn koma saman, þar er spilling. Þetta eru gömul og ný sannindi - því miður.

Það er hjákátlegt að heyra framsóknarmenn býsnast yfir spillingu. Það kemur svo sannarlega úr hörðustu átt - og það veistu vel. Ég er ekki að draga fjöður yfir ástandið í öðrum flokkum, síður en svo, en framsóknarmenn, hvort sem þeir eru nú ekta eða óekta - sem þú einn virðist hafa burði til að dæma um samkvæmt þínum málflutningi undanfarið, ættu að hafa vit á því að halda sig til hlés þegar talið berst að spillingu.

Þið framsóknarmenn eigið gríðarstóran þátt í því hvernig fyrir okkur er nú komið, en ykkur skortir manndóm til að viðurkenna það. Kjósið heldur að benda á annað fólk - og uppnefna það í leiðinni. Stórmannlegt.

Heimir Eyvindarson, 28.11.2008 kl. 22:29

8 Smámynd: HP Foss

Nei, Heimir, þetta er misskilningur hjá þér, það eru menn í Framsóknarfloknum sem bera hér mikla ábyrgð, en þeir eru ekki Framsóknarmenn. Rottur verða ekki hestar þó þær búi í hesthúsi, skilurðu?

HP Foss, 28.11.2008 kl. 23:17

9 Smámynd: Bjarni Harðarson

takk fyrir umræðuna en smá athugasemd, kæri heimir: ég á alltaf jafn erfitt með skilja talsmátann hjá þér - sérstaklega í ljósi þess að ég veit ekki annað en frekar hafi nú verið gott hér millum húsa. það er þér semsagt alvörumál að mér sé ekki sæmandi að tala um spillingu af því að ég sé svo spilltur sjálfur! það er gott að þú segir það þá - eða þá að ég eigi yfirhöfuð að þegja afþví að ég er í sama flokki og einhverjir sem þú telur vera spillta - við erum nú þá líklega ekki ósammála um neitt nema bara þetta hvort ég eigi að hafa málfrelsi, - ég hlýt og nú mega það á minni bloggsíðu. já og þetta með uppnefnin - hvern uppnefndi ég núna?

Bjarni Harðarson, 28.11.2008 kl. 23:38

10 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Samfylkingin er heilbrigðasti vettvangur lýðræðisins, enginn fyrirfram heilagur sannleikur, sem ekki má meitla til og gera betri, engin tengsl við hagsmunaklíkur.

Þessi Baugstengslaklisja er sprottin af þeim rótum að Ingibjörg S benti á að innan Sjálfstæðisflokks og af Davíð O væri fólki og fyrirtækjum mismunað. Góð fyrirtæki og góðir kapítalistar.

Svo reyndust Björgólfsfeðgar, sem voru Flokksins eftirlæti, allra verstir og forhertastir í græðginni. Ég á ekki í neinum vandræðum með Fréttablaðið eða Bónus. 

Mjög ánægður að fá í aðalatriðum vandaðar fréttir án endurgjalds. Ánægður með þá matvöruverslun sem tryggir lægsta matvælaverðið og hefur innleitt hagstætt vöruverð vítt og breitt um land.

En mér er ekkert mútað til að hafa þessar skoðanir og yfir því er engin spilling. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 28.11.2008 kl. 23:47

11 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Nei HP, þetta er enginn misskilningur. Rottur og hestar breyta þar engu um.

Ég kaus t.d. Samfylkinguna í síðustu kosningum. Með því ber ég ákveðna ábyrgð, því það verður að segjast alveg eins og er að frammistaða flokksins í stjórnarsamstarfinu er honum ekki til framdráttar.

Ég mat það svo fyrir kosningar að Samfylkingin væri besti kosturinn. Fyrir næstu kosningar mun ég meta málin á nýjan leik, kannski kýs ég flokkinn aftur - kannski ekki. Ég féll fyrir málefnum flokksins, en því miður hefur þinglið flokksins ekki fylgt þeim eftir.

Þú virðist vera sömu hæfileikum gæddur og Bjarni, þ.e. að geta sagt til um það hverjir eru ekta framsóknarmenn og hverjir ekki. Líklegast geturðu þá, líkt og Bjarni, sagt til um hverjir eru þjóðhollir Íslendingar og hverjir ekki. Eða hvað?

Staðreyndin er sú að framsóknarflokkurinn hefur um langt árabil verið ein helsta táknmynd spillingar á Íslandi. Við þurfum ekki að greina það neitt frekar. Þetta vita allir sem vilja vita. Ég er ekki bara að tala um Finn Ingólfsson, Halldór Ásgrímsson og fleiri þess háttar menn. Spillingin nær miklu lengra aftur. Það trúi ég að þú vitir mæta vel. Eigum við að ræða SÍS eitthvað?

Þessvegna endurtek ég það að framsóknarmenn ættu síst allra að tjá sig um spillingu annarra. Það þýðir ekkert að koma fram núna og segjast allt í einu vera orðinn einhvernveginn allt öðruvísi framsóknarmaður en hinir - og bera ekki nokkra ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut. 

P.s. Þú verður að afsaka þó ég nenni ekki að hrósa þér fyrir þessa annars ágætu líkingu með rotturnar og hestana, en ef það er eitthvað sem ég hef í kreppunni fengið meiri leiða á en framsóknarmenn sem kannast ekki við spillingu þá eru það myndlíkingar og dæmisögur. Það er svo sannarlega komið nóg af hvoru tveggja. Fyrir minn smekk a.m.k.

Góðar stundir. 

Heimir Eyvindarson, 28.11.2008 kl. 23:51

12 identicon

Má ég spyrja?  Hvað er framsóknarmennska?  Hverjar eru hugsjónir framsóknarmanna?

marco (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 00:27

13 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Góða kvöldið ég á frekar erfitt með að hlusta á dilgjur manna um spillingu þegar Bjarni sýndi það hugrekki að segja af sér vegna mistaka, reyndar voru mistökin aldrei neitt sérstaklega rannsökuð af utanað komandi aðila, Bjarni mat þetta atvik þannig að hann gæti ekki annað en sagt af sér, en hvers vegna var ekki farið yfir efni bréfsins sem varð til afsagnarinnar? Ég ætla ekki að svar því en hefði viljað að þar kæmi til aðilar sem kallaðir eru fjölmiðlar sem tækju að sér rannsókn á innihaldinu, því ef innihaldið var ekki rannsókanr virði var þá ekki afsögn Bjarna óþörf.

En að allt öðrum málum sem lúta að þeim breytingum sem við komum til með að sjá á næstu misserum og tökum fyrst þá sem sýna mikla aðndstöðu við þær.

Sálrænar ástæður:

Hræðsla við hið óþekkta (reiði vegna mistaka í stjórnsýslunni.

Röskun á óformlegum tengslum (upplausn í samfélaginu)

Ógnun við núverandi stöðu (valdhafar eru að vernda sína hagsmuni og sína stöðu)

Ótti við aukna ábyrgð (vandinn er það stór að yfirsýnin nær ekki til að sjá fyrir um útkomu þessa ástands eða koma þjóðinni á lignann sjó).

Hagrænar ástæður.

Arðsemissjónarmið ( er það það sem þarf að hafa í huga að arðsemissjónarmiðin verði látin leyða okkur í gegnum þessa aðstæður, ég segi nei við þurfum að horfa á örsökina og afleiðingarnar á þessu ástandi).

Ég vill enn og aftur segja við ykkur að þetta er frekar einföld ástæða, það eru skuldir og eignir sem vandamálið snýst um. Skuldarinn sér ekki fram á að geta greitt af þessum skuldum og lætur þær falla og hann verður eingalaus og um leið gjaldþrota. Eigandi skuldarinnar sem byggir á skuldinni frá skuldaranum þar þá að færa eignir sínar yfir í vanskil og tapar eignunum, slæmt fyrir báða.

Segjum sem svo að eigandi eignarinar gefi eftir það mikin hluta skuldarinnar að skuldarinn nær að greiða sína skuld þá á eigandi eignarinnar enn eignina en þarf að færa þann hluta eignarinnar sem hann gaf eftir til skuldarans til afskrifta, en hann á enn eignir en aðeins minni eignir en áður, báðir tapa en strúktúrinn gengur samt sem áður áfram og það verður ekki stóra stopp í samfélaginu. Ég tel þetta vera lausn á skuldum almennings.

Varðandi eignir bankanna eða ríkisins á að gefa starfsfólki félagana sem eru enn starfhæf kost á að eignast 10% hlut í fyrirtækinu og ríkið á 90% á móti starfsfólkinu meðan þetta ástand varir, við eigum ekki að fara að selja eignir á þessum tíma það er glapræði. Einnig með þessari lausn erum við að tryggja að mjög hæft starfsfólk heldur sinni vinnu og það kemur ekki til eins mikils samdráttar þegar verðbólgan tekur stökkið niður á við á vormánuðum, því það er hlutur sem UK er búið að gera sér grein fyrir að það er mikill vandi sem þarf að vera tilbúin að bregðast við með miklum og stórum aðgerðum.

Hvað veldur verðbólgu og hvað er verðbólga.

Hækkun á verðlagi í ákveðin tíma.

Mælieining á verðlagi á tímaeiningu.

Helsti kvatin að verðbólgu á Íslandi í dag er lágt gengi krónunar, þess vegna er búið að tryggja lán erlendis uppá 750 milljarða króna til að styrkja krónuna þessir fjármunir fara ekki í að byggja brýr eða Tónlistarhús nei eingöngu til að styrkja gjaldmiðilinn. Er þetta á sættanlegt? Var ekki til önnur leið eins og fara á hnjánum til Norge og biðja þá um að leyfa okkur að tengjast Norskukrónuni, þó við hefðum þurft að framselja þó nokkuð af okkar sjálfstæði um leið, mér sýnist hér allt snúast um að tryggja að það verði sama fólkið og sömu aðilarnir sem fái þau fyrirtæki sem hugsanlega verður hægt að halda hér á floti í gegnum þessa kreppu.

Ég held að það sé komið nóg í bili en ég á meira efni sem ég gæti haldið hér áfram lengi í viðbót.

Friðrik Björgvinsson, 29.11.2008 kl. 00:59

14 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Það er góð síða á netinu sem heitir http://vald.org

skoðið þar nokkrar greinar þá kannski sérstaklega greinina um 70 ára lánin, þar er sannleikurinn sennilega hve mestur í dag. Það er verið að fela fyrir okkur sannleikann á svo mörgum sviðum og það er reiknað með því að við höfum Gullfiskaminni í pólitíkinni og verðum búin að gleyma þessu öllu að 6 mánuðum liðnum. Ég veit bara að það fara að koma miklar spengjur út úr skilanefndunum á næstunni þannig að það verðu nægjanlegt efni sem dugar okkur eitthvað fram á vorið þannig að við gleymum þessu tindáttum ekki sem bera fulla ábyrgð á þessu.

Friðrik Björgvinsson, 29.11.2008 kl. 01:09

15 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Sæll Bjarni. Fyrirgefðu tvíverknaðinn, en ég tók ekki eftir svari þínu þegar ég svaraði HP Foss hér áðan.

Víst er gott milli húsa hjá okkur. Það máttu vita. Það hefur hinsvegar komið í ljós að við deilum ekki pólitískum skoðunum. Það held ég að okkur sé báðum orðið fullljóst.

Fyrst aðeins að uppnefnunum: Ég fæ ekki betur séð en að þú segir í upphafi þessarar greinar að ástandið hér á landi nú um stundir sé mest fánahætti stuttbuxnadrengja að kenna. Er það ekki uppnefni? Ekki það að ég ætli mér að verða einhver sérstakur varðmaður slíkra drengja - aldeilis ekki .

Þú segist eiga erfitt með að skilja talsmáta minn og í því finnst mér felast ákveðin skilaboð um að þér finnist ég á einhvern hátt hafa sýnt þér dónaskap. Það hefur ekki verið ætlun mín, enda er mér á engan hátt uppsigað við þig persónulega. Það er hinsvegar æði margt sem þú hefur látið út úr þér í haust sem ég hef leyft mér að tjá mig um.

Við höfum til að mynda tekist á um orðfæri þitt gagnvart evrópusinnum og við það tækifæri sagðirðu eitthvað á þá leið að við Tungnamenn töluðum mannamál og meðan við færðum rök fyrir máli okkar væri okkur meira en óhætt að nota kröftug lýsingarorð og líkingar. Það er mín skoðun að ég hafi ekki náð að toppa þig í slíku og því get ég ekki séð að ég hafi gerst sekur um dónaskap. Sértu ósammála máttu gjarnan benda mér á dæmi því til sönnunar. Ég á hvorki erfitt með að taka ábendingum né rökum - né heldur að biðja aðra afsökunar, sé ástæða til. 

Það var ekki ætlun mín að ganga svo langt að segja að þú sem slíkur værir spilltur. Skiljir þú það á svo persónulegan hátt þykir mér það miður. Hinsvegar stend ég við það að mér finnst það hjákátlegur söngur í ykkur framsóknarmönnum að ástandið sé ekki á nokkurn hátt ykkur sjálfum að kenna. Ég veit það vel að þú telst seint til þess arms innan flokksins sem studdi hvað ötullegast við bakið á Finni og Halldóri, en það læðist að mér sá grunur að þú hafir samt sem áður hjálpað til við að veita þeim brautargengi. Þó ekki væri nema með því að veita flokknum atkvæði þitt og styðja með því marga afleita hluti, t.d. ríkisstjórn framsóknar og sjálfstæðisflokks sem hefur margt misjafnt á samviskunni. Marga hluti sem ég veit að þér hugnast ekkert betur en mér. Stuðningsyfirlýsinguna við innrásina í Írak, gróðabraskið í Finni og Halldóri, einkavæðingu bankanna o.fl. Eða hvað?

Það sem ég er að fara með þessu er það að ég er þeirrar skoðunar að það geti enginn framsóknarmaður sem kominn er til vits og ára, hvort sem hann er alvöru framsóknarmaður eða einhver önnur sort, tekið upp á því allt í einu - nú á 21. öldinni - að kannast ekkert við spillingu af neinu tagi. Bara si svona. Þegar slíkir menn benda í allar aðrar áttir en að sjálfum sér get ég ekki orða bundist. 

Varðandi málfrelsið þá hef ég auðvitað ekkert við það að athuga að þú nýtir þér þann skýlausa rétt þinn að mega tjá þig í ræðu og riti. Að maður tali nú ekki um á þinni eigin bloggsíðu! Skárra væri það nú.

Ég hef hinsvegar í einfeldni minni talið að um mig giltu sömu reglur og um aðra sem rata inn á þessa síðu, þ.e. að ég mætti tjá mig um það sem þú - og aðrir - hafa hér fram að færa. Ég hef lengi haft það fyrir sið að kíkja af og til inn á þessa síðu, enda ertu ljómandi lipur penni. Það var síðan, ef ég man rétt, ekki fyrr en um miðjan september c.a. sem ég byrjaði að kommenta hjá þér.

Þá mærðirðu krónuna svo svakalega hér á síðunni að mér ofbauð. Gekkst meira að segja svo langt að segja að sveigjanleiki hennar væri það sem héldi íslensku viðskiptalífi gangandi um þær mundir! Annað hefur nú aldeilis komið á daginn. Ég leyfði mér að andmæla þessari speki þinni og hef síðan þá furðað mig á því að þú skulir enn halda uppi vörnum fyrir þessa ónýtu mynt - sem hefur valdið okkur óumdeildum vandræðum á síðustu vikum og mánuðum.

Ef þú hinsvegar vilt fá að mæra þína krónu í friði fyrir mér þá virði ég það. Ef þér líkar ekki að ég skilji af og til eftir mig innlegg þegar ég les það sem þú hefur fram að færa, er það mér alveg sársaukalaust að láta af því.

Þú ert hinsvegar ævinlega velkominn á mína síðu - og á mitt heimili.

Með vinsemd og virðingu,

Heimir Eyvindarson 

Heimir Eyvindarson, 29.11.2008 kl. 01:14

16 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég verð að viðurkenna að flest af þessum athugasemdum eru mér illskiljanlegar. Það er eins og margt sé af öðrum heimi frekar en þeim veruleika sem nú við blasir í þjóðlífinu. Ég hef afskaplega takmarkaðan áhuga á að stýra fortíðinni eins og mér finnst skrifarar eyða mestu púðri í.

Hinsvegar er skrifið  þitt Bjarni skemmtilegt eins og þín er von og vísa. Gaman væri að koma í búðina til þín einhverntímann.

Halldór Jónsson, 29.11.2008 kl. 01:17

17 identicon

Veistu ég verð hér að viðurkenna eitt, þér hefur tekist að endurvekja trú mína á íslenskum stjórnmálamönnum. Ég er ungur að árum og aðeins kosið tvisvar í þingkosningum en aldrei hefur það einusinni hvarlað að mér að kjósa Framsókn. En ef það leynist í raun fólk eins og þú innan þeirra raða og ef ég sé t.d. Valgerði hverfa á braut ásamt fleirum þá er aldrei að vita hvar mitt atkvæði lendir.

Eitt veit ég þó, Sjálfstæðisflokkurinn mun aldrei fá það, og líklega ekki Samfylkingin heldur. Það hryggir mig að sjá hvernig komið er fyrir landinu mínu og að þeir sem komu okkur í þessa stöðu ganga óráreittir um götur. Ef ég myndi ræna banka þá væri ég umsvifalaust settur í gæsluvarðhald,  en ef ég ræni heila þjóð með hjálp bankans og í skjóli stjórnmálamanna þá fæ ég að ganga burt með ránsfenginn óáreittur.

Mér líður hræðilega illa þessa dagana, það kemst fátt annað að í mínum huga en ástandið í þjóðfélaginu, og hve langt af leið við erum komin frá því þjóðfélagi sem var hér fyrir ekki meira en 15-20 árum síðan. Það ríkir enginn jöfnuður í þessu landi lengur, hér er orðinn ljót og óréttlát stéttaskipting þar sem minnihluti þjóðfélagsins lifir á því að arðræna fátækari meirihlutann. Og allt þetta gert í skjóli stjórnmálamanna sem við kusum til að vernda okkar hagsmuni. Ekki bara hagsmuni þeirra sem eiga peninga.

Hjálpið okkur stjórnmálamenn!! Ekki leyfa þessu að gerast, snúum þróuninni við núna, notum tækifærið til að breyta þessu og skapa sanngjarnt, heilbrigt, fallegt og réttlátt þjóðfélag sem byggir á jafnræði og jafnrétti, en ekki aðeins fjármagni og græðgi. Því þetta samfélag er ljótt, illt, óréttlátt og alveg ofboðslega ósanngjarnt. Það er ekki þannig að allir hafi jöfn tækifæri, því er fjarri lagi. Börn auðmanna erfa auðævin og eiga mun betra tækifæri til menntunar, hin þurfa að skrimta til að mennta sig og gefast oft á tíðum upp, eins og ég t.d.. 

Gerum breytingar núna, kosningar núna, tækifærið er NÚNA!!

Sölvi Borgar (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 01:48

18 Smámynd: Þórbergur Torfason

Já sæll Bjarni minn. framsóknarmaður og framsóknarmaður. Það er alltaf gaman að sjá skilgreiningu kjósenda á hugtakinu flokksmaður vs. flokksm.... Líklega má ekki birta þvílíkan þankagang. Ég vænti þess að þú verðir vitinu meir næst þegar flökrar að þér að hugleiða stuðning við pólitísk öfl. Lifi VG.

Kv. Frá Hala

Þórbergur Torfason, 29.11.2008 kl. 02:08

19 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Til hamingju með bókina Bjarni. Hlakka til að lesa hana, á það enn eftir.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 29.11.2008 kl. 02:10

20 identicon

Til hamingju með ritverkið Bjarni, það er nú auðvelt að hafa ekki sjálfstæða hugsun og getur maður svo sem séð út þá menn á þessum þræði sem ætla að selja fiskimiðin og olíuna til Evrópu.

Þar ferst mönnum að tala um spillingu sérstaklega við mann sem var að enda við að segja af sér stjórnarandstöðustólnum.

Það þarf ekki mikinn kjark í svona lagað enda ESB lufsur kjarklaus kvikindi.

bestu kveðjur af Kársnesinu,

sandkassi (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 06:47

21 identicon

Jæja Gunnar.  Landráðabrigsl.  Svo sem ekki óþekkt aðferð.  Hverjir eiga að selja fiskimiðin?  Geta það nokkrir aðrir en gæjarnir sem fengu þau gefins?

Engin olía er fundin enn.  Eigum við ekki að selja hana ef hún finnst?  Eða eigum við kannski bara að gefa Samherja hana?

Annars er ég ekki ESB sinni í dag.  Ég var það þegar við áttum krónu sem var einhvers virði.  Tækifærið fór, kannski kemur það aftur.

Upptaka dollars er sjálfsagt skásti kosturinn úr því sem komið er.

Kjarklaus kvikindi!!  Já menn fá heldur betur kjarkinn þegar þeir hafa sullað í sig sprútti heila nótt og brutt, ég skal ekki segja hvað, með því.

Skál í boðinu!

marco (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 08:52

22 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Til fyrirmyndar að gera upp með svo skilvirkum hætti: - - en hefði nú gjarnan viljað sjá þig hafa kjark til að nefna þá menn sem þú veist að starfa neðanjarðar í Framsóknarflokknum - og hafa talið sig geta haft í hótunum við smælingjana.

Benedikt Sigurðarson, 29.11.2008 kl. 09:57

23 identicon

Þegar Jón Baldvin samdi um fjórfrelsið í EES samningunum sagði hann,að svo hefðu Íslendingar gert góða samninga við ESB. að þeir hefðu fengið þar allt fyrir ekkert. Menn geta svo dæmt um það núna í fjármálakreppuni, ár 2008 hvað Íslendingar fengu mikið.

Þorvaldur Gylfason sagði á fundi að rekja mætti fjármálakreppu  Íslendinga allt aftur til frjáls framsals fiskveiðiheimilda                     Ef ég man það rétt var það Ríkisstjórn Daviðs Oddsonar,svokölluð Viðeyjarstjórn sem leyfði framsalið.Var ekki Jón Baldvin í henni?

                                                         Gissur Jóhannesson  

Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 10:02

24 Smámynd: Bergur Thorberg

"Að sumu leyti urðum við frjálsari við andlát SÍS"??? Það er nú gott að heyra Bjarni minn. Að hvaða leyti urðuð "þið" ekki frjálsari?

Bergur Thorberg, 29.11.2008 kl. 10:14

25 identicon

Mér heyrist Heimir Eyvindar þurfi að flytja úr sýslunni í nokkur ár til að öðlast víðsýni, ESB er ekki málið fyrir okkur. Ég hef búið þarna í nokkur ár og mér sýnist að pennastrikin í Brussel sé gerð án mikillar hugsunar og framsýni eins og td þegar þeir ákváðu að skera niður framleiðslu á sykri um helming í ESB (að mig minnir 2003). Þeir töldu vænlegra að flytja inn sykur frá S-Ameríku og settu margan bóndann á hausinn á þessum 3árum sem þeir stunduðu þann gjörning. Þetta er eitt dæmi af mörgum um annarlegar aðgerðir ESB gegn sínum eigin borgurum. Við höfum síðan fengið að kynnas því hvernig þeir líta á Íslendinga eftir að heimskreppan skall á og svo geta þeir ekki staðið saman um aðgerðir til bjargar eigin bönkum og er hver ríkistjórn með sínar eigin aðgerðir og er þeim skísama um hvernig hin esb löndin fara í kreppunni.

Og þetta með spillinguna :)  að halda því fram að framsókn sé spilltari en aðrir flokkar er náttúrulega fáránlegt, þeir hafa staðið sig vel að úthluta bitlingum til fyrrverandi pólitíkusa eins og er orðin hefð fyrir í pólítíkinni hér á landi hjá öllum flokkum. En við horfum á Ingibjörgu frá Haugi draga saman í utanríkisþjónusunni og ráða vinkonu sína sem sendiherra á sama tíma, og svo ver samfylkingin baugsmenn með kjafti og klóm, reynir að láta Jón fá skuldlausa 365miðla fyrir lítið(þeir björguðu honum þegar fjölmiðlafrumvarpið var fellt) og tekur þátt í árásum á seðlabankastjóran á fullu, allt eftir Bónus uppskrift. Ætli svilarnir Björgvin G og Sigurður Guðjóns (fyrrveradi 365 forstjóri og einka ráðgjafi Baugs) ræði þetta í barna afmælunum ?? Heimir minn  þú ert með klárari mönnum sem ég hef kynnst(laumu framsóknarmaður) og veist að spillingin er alstaðar. Ef þú ætlar að vera trúr sanfæringunni þá kýstu Kolbrúnu Harðardóttir VG næst, og klæðir þig í bleik undirföt :).  Bless í bili vinur.

Baldur M Róbertsson (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 11:08

26 Smámynd: Arnar Hólm Ármannsson

Bjarni þú ert náttúrulega bara snillingur.. kær kveðja að norðan

Arnar Hólm Ármannsson, 29.11.2008 kl. 11:15

27 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Baldur M.: Ég veit ekki hvað fær þig til að halda að ég sé sérstakur ESB-sinni. Ég er það í sjálfu sér ekki, ég hef hinsvegar bent á það að það sé engin skynsemi í því að ræða ESB-málin ekki af fullri alvöru. Án gífuryrða um að með því gerist maður sjálfkrafa draumóramaður eða andstæðingur þjóðarinnar á nokkurn hátt. Ég hef líka bent á þá einföldu staðreynd að ef við hefðum verið innan ESB og búin að taka upp evru þegar kreppan skall á væri staða okkar ekki í líkingu við það sem hún er núna. Þetta sjá allir - þú líka.

Í þessum orðum mínum felst engin sérstök aðdáun á ESB. Í prinsippinu er ég raunar á móti stórum valdablokkum af þessu tagi, en það hlýtur alltaf að koma að því að maður þurfi að vega og meta á yfirvegaðan hátt hvort manni sé betur komið innan eða utan slíkra samtaka.  

Varðandi spillinguna þá bendi ég nú á það í kommenti hér að ég sé ekki ánægður með framgöngu míns flokks. Ég hef tjáð mig um spillinguna þar á bæ einnig. En svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað pólitíkin sem Bjarni og fleiri - eiginlega allir pólitíkusar á Íslandi - ástunda um þessar mundir, hugnast mér einfaldlega ekki.

Ég skrifa t.d. á minni síðu um skort á auðmýkt í íslenskum stjórnmálum http://www.latur.blog.is/blog/latur/entry/727543/ Hvet þig til að lesa þann pistil. 

Það er m.a. vegna þess að enginn íslenskur stjórnmálamaður er til í að stíga fram og segja að hann hafi gert mistök og aðrir séu betur til þess fallnir að sjá um viðreisn þjóðfélagsins að ég er ekki spenntur fyir því að ganga til kosninga núna, eða á næstu mánuðum. Hvað ætti maður svosem að kjósa? Ég vil frekar að þjóðstjórn taki við og reyni að koma okkur á sem farsælastan hátt út úr því ástandi sem stjórnvöld hafa komið okkur í. Síðan má fara að huga að kosningum.

Kolbrúnu Harðardóttur þekki ég því miður ekki, en kannski á ég bleik undirföt einhversstaðar. Mér finnst altént líklegra að ég klæðist þeim, en ég kjósi VG. 

Sæll að sinni.

Heimir Eyvindarson, 29.11.2008 kl. 12:03

28 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Bjarni:

Góður pistill hjá þér og það er auðvitað rétt hjá þér að spillingin er í öllum flokkum og sennilega mest í kringum þessar Baugstengingar Samfylkingarinnar.

Mínir menn í Sjálfstæðisflokknum eru heldur ekki barnanna bestir. Það verður að fara fram ein allsherjar "hundahreinsun" í öllum flokkum.

Aðeins þannig verður trúverðugleiki stjórnmálaflokkanna endurreistur!

Hvort það er hægt með núverandi þingmönnum - hvar í flokki sem þeir eru - leyfi ég mér að stórefast um!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 29.11.2008 kl. 12:47

29 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Var það ekki Framsóknarflokkurinn sem setti á verðtryggingu lána og kvótakerfið fræga?

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 29.11.2008 kl. 13:02

30 identicon

Marco,

Þótt athugsemd berist kl. 06.47 á laugardagsmorgni þá þíðir það einfaldlega að strákur er vakandi.

Sullað í mig sprútti, hvaða bull er þetta?

Kemur úr hörðustu átt frá einhverjum aðila sem kallar sig "Marco" og talar undir dulnefni. Gleymdu ekki að skeina þér góði minn.

sandkassi (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 13:18

31 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kostulegt þetta jarm samfylkingarsauðsins Gunnlaugs. Samfylkingin hefur engin tengsl við hagsmunaklíkur?? Af hvaða plánetu er hann að koma? Samfylkingin er ein allsherjar hagsmunaklíka sjálfmiðaðra framapotara.  Hvernig væri að rifja upp lofsöng og hatramma varnarbaráttu sem ISG og fylkingin hafði með Baugsveldinu.

Maður ætti kannski að grafa það upp, svo þessi leiðinlegi söngur hætti nú. Hvað er svo Efnahagsbandalag Evrópu annað en risastór hagsmunaklíka?  Samfylkingin þrifist ekki án tengsla við hagsmunaklíkur. Það er hreinlega staðreynd.

Annars flökrar mér við hvert orð, sem frá þessum umrædda bloggara og Varmársamtakagúru flæðir. Maður sem segist starfa við að endurvekja sálir. (svona eins og Jesú væntanlega)

Jón Steinar Ragnarsson, 29.11.2008 kl. 13:45

32 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já Bjarni til hamingju með bókin!!!!/Mikið afrek væri það ef okkur öllum tækist að skera niður  spillinguna,hún er mikið og alstaðar því miður/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 29.11.2008 kl. 14:01

33 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Gunnar Waage, það er greinilegt að Marco greyið á eitthvað mikið bágt    Kannski að hann hafi aldrei lært að skeina sig. Það er eitthvað mikið að hjá auma Marco.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 29.11.2008 kl. 14:04

34 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Hver segir að það verði sama landslag í næstu kostningum? sem væntanlega verða í vor. Það verða önnur gildi og ný markmið sem verað aðal málaflokkur kostningana.

Friðrik Björgvinsson, 29.11.2008 kl. 14:41

35 Smámynd: Þór Gunnlaugsson

Sæll Bjarni

Farðu vel að uppþvottavélinni þær geta nefnilega verið viðskotaillar ef ekki er farið varlega að þeim skal ég segja þér.

Fékk reynslu af því sjálfur þegar ég var búinn að horfa í 2 ár á andsk gatið í elhússamstæðunni fyrir uppþvottavél en enga vél og tuldraði oft um þetta við frúna sem gaf lítið út á slíkt enda ekkert mál að vaska upp í höndum fyrir 4 og aðeins lengur ef gesti bæri að garði he he.

Einn góðan veðurdag átti ég leið í ´vörumarkað að hitta kunningjaminn í öðrum erindagjörðum en að versla en sá þá súpertilboð á bestu vinkonu minni tilvonandi uppþvottavélinni og færði þetta á tal við vin minn þráann í frúnni við slíkum óþarfa grip en hann sagði hátt og snjallt ekkert mál kæri vinur við sláum bara af henni önnur 10% staðgreitt og ég sendi strákana með vélina heim á meðan frúin er í vinnunni og felum öll verksummerki og þetta hreyf.

Ekki tók frúin eftir uppfyllingunni í fyrrum gati á eldhúsinnréttingunni og hrósaði ég happi yfir því og hringdi svo siminn sem var til hennar og þar með gafst mér tækifæri á að skella uppvaskinu inn í nýju vinnukonuna mína smá slatta af uppþvottalegi og svo ýta á START.

Fréttir voru að byrja og hreiðrað um sig í stofunnu en Adam var ekki lengi í paradís því skyndilega slökknuðu öll ljós í húsinu því öryggjum sló út.  Hver andsk gengur nú á hugsaði ég og náði mér í vasaljós enda hávetur og dimmt en sá þá mér til skelfingar að vinkona min hafði dælt sápulöðri út á mitt eldhúsgólf og svipurinn á frúnni var eftir því og fátt um svör hjá mér sem hafði misst stoltið á vinkonu minni að eyðileggja kvöldið fyrir mér.

Hringt í nágrannann sem er rafvirki og eftir að ég lýsti eldhúsinu heyrði ég rokna hlátur í honum og síðan var hann mættur enn hlæjandi þótt mér fyndist þetta bara ekkert fyndið en hvað um það hann taldi betra að lesa leiðarvísa um ný eldhústæki áður en rokið væri í gangsetningu þeirra og var nú stoltið mitt af vinkonu minni alveg fokið út um gluggann og hef ég ekki átt við hana nein samskipti síðan og talið öruggara.

Jú maður reynir bara að gera sitt besta með bros á vöru eða hvað?

Þór Gunnlaugsson, 29.11.2008 kl. 16:01

36 identicon

Guðbjörg, það er nú aðeins á tyllidögum sem maður leyfir sér svona talsmáta

Jón Steinar mælir einnig vel þótt við séum ekki sammála um dollar

sandkassi (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 16:55

37 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Ég er með spurningu til þín Bjarni.  Var það ekki Framsóknarflokkurinn sem setti á verðtryggingu lána og kvótakerfið fræga?

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 29.11.2008 kl. 17:12

38 Smámynd: Karl Tómasson

Heill og sæll Bjarni og til hamingju með nýju bókina. Það er eftirsjá af þér af alþingi, litríkum og skemmtilegum pólitíkus.

Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 29.11.2008 kl. 18:07

39 identicon

Blesaður Bjarni H og tilhamingju með bókina eða reyfari ,mer finnst þetta vera kunnulegt alltsaman i þá sér staklega Þýska ævityrið og lokakaflinn en talandi um spillingu þá hefur hún vist minkað i þingflokki framsóknar,Hvar ætli dagbókin min sé.

ukall (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 19:51

40 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ég hef einhvers staðar áður rekist á smásálarleg skrif þessa Jóns Steinars og segi eins og áður að orðfæri hans virðist á svipuðu þroskastigi og aldurinn sem hann ber á myndinni.

Líkt og Heimir þá get ég lýst því yfir að ég hef kosið Samfylkinguna og stutt. Þar eru engir átthagafjötrar í formi einhverra hagsmuna. Heilbrigðasti vettvangur félagslega sinnaðs fólks, almennings, til að taka ákvarðanir í stjórnmálum.

Þar var vinna við stefnumörkun varðandi samvinnu þjóða í Evrópu eitt besta dæmið um góð vinnubrögð í flokksstarfi. Samfylkingin mótaði stefnuna strax 2001 sem að síðan var kosið um af flokksmönnum.

"Samfylkingin telur sjálfsagt og eðlilegt að framtíðarstaður Íslands sé í evrópsku samstarfi og að þar eigi Ísland að koma að borði á jafnréttisgrundvelli". Segir frá landsfundi það ár.

Líkt og Jón Baldvin bendir á í blaðagrein þessa dags, þá munu menn helst súta það í sögulegum úttektum framtíðar hvað lengi tókst að draga lappirnar í þessu máli.

Ábyrgðin liggur hjá þjóðrembum og pólitískum öflum sem viljað hafa fjötra þjóðina í kvótakerfum til lands og sjávar. Öflum sem tekist hefur að hindra lýðræðislegt uppgjör og þjóðarvilja. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 29.11.2008 kl. 22:24

41 identicon

jæja Gunnlaugur, þar sem að þú gefur þig út fyrir að vera á hærra þroskastigi en Jón Steinar.

kannske þú útskýrir fyrir okkur hvernig þú ætlar að fullnægja eftirfarandi og á hve mörgum árum, gaman væri að sjá hvort meint þroskastig þitt nær þessari hæð :

Maastricht skilyrðin:· 

     

Verðbólga sé ekki meira en 1½% meiri en í þeim þremur Evrópusambandslöndum sem hafa minnsta verðbólgu,

·      Að í eitt ár séu meðalnafnvextir á langtímabréfum að hámarki 2% hærri en í þeim þremur löndum Evrópusambandsins sem hafa lægsta verðbólgu,

·      Að viðkomandi land hafi verið í gengissamstarfi Evrópu ERM í að minnsta kosti tvö ár án gengisfellingar og innan vikmarka.

·      Að fjárlagahalli sé ekki meiri en 3% af VLF.

·      Heildarskuldir hins opinbera mega ekki vera meiri en 60% af VLF 

sandkassi (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 00:29

42 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Gef mig ekki út fyrir að vera á hærra þroskastigi en aðrir, en hef rétt til að ætla þeim smásálarlega eiginleika sem ná að koma inn í nokkura línu athugasemd setja fram í nokkrum línum eitthvað órökstutt drullukast á mig, félagasamtök og flokk. Sýnist hann vera senditík fyrir ógeðfelld hagsmunaöfl.

Þú verður að athuga að við erum lítið fjölmennari en meðalstór bær í miðevrópu. Þannig að þessi stöðugleikaskilyrði eiga ekki við. Jafnvel þó að við séum hér í "krónískum" rússíbana, þá verðum við ekki látin gjalda þess.

Gunnlaugur B Ólafsson, 30.11.2008 kl. 09:54

43 identicon

ok, sleppum stráknum út úr þessum jöfnum. En ég verð að biðja um að þú bendir mér á fordæmi fyrir eftirfarandi ályktun.

"Þú verður að athuga að við erum lítið fjölmennari en meðalstór bær í miðevrópu. Þannig að þessi stöðugleikaskilyrði eiga ekki við."

Ég heyri mikið af rökum sem þessum frá ESB sinnum. Vandamálið er þó að engin fordæmi er fyrir því að veittar séu undanþágur hjá ESB.

Nú er liðin sá tími sem við höfum haft til að hafa slíkar meintar undanþágur í flimtingum og gera úr þeim einhverjar breytur í útreykningum okkar sem eiga að miðast að því að bjarga þjóðinni frá mjög alvarlegri fátækt og þeirri mestu eymd sem hugsast getur.

Þá er ESB engin skamtímalausn. ESB veitir engin þrautavaralán og allt tal í þá veru er bull það einfaldlega er ekki þannig en bullið í Samfylkingarfólki um þessi mál er byggt á getgátum á getgátur ofan ofan á sannkallað fordæmisleysi og bull.

Allt svo að Solla geti haft betur í persónulegur stríði við sinn samstarfsflokk. Verði Samfylkingarfólki að góðu. Þeir eru búnir að gera ríkisstjórnina óstarfhæfa með teknókratísku powerspili út á gamlar mennaskólarökræður.

Á meðan fólk ornar sér yfir drausýn sinni um sameinað samfélag þjóða í Evrópu þá er íslenskur efnahagur á ljóshraða þessa stundina til helvítis og börnin okkar með.

Það væri nær að fólk færi að hugsa um hvar það ætlar að búa á næstunni og hvað það ætlar að borða.

Svona draumóramennska kallar á að viðkomandi sé vel í sveit settur og þurfi litlar áhyggjur að hafa af sér og sínum. Slíkir menn og konur er jú til. En Samfylkingarmenn verða að fara að átta sig á því að það er búið að plata ykkur.

Ekkert af loforðum Sollu standast de facto og þar er ekki hægt að eyða tíma í svoleyðislagað.

sandkassi (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 14:36

44 identicon

Gunnar!  "Ertu búinn að skeina þér" svarið er gáfulegra en þetta jarm.

marco (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 18:17

45 identicon

hehe

sandkassi (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband