Stjórnmálanna vegna

Ég ætla að vona að það hafi verið deilt um málefni í dag. Það hefur ennþá ekkert komið fram hvað það var sem tafði stjórnarmyndun í tvo daga en stjórnmálanna vegna ætla ég að vona að þann tíma hafi ekki bara verið togast á um keisarans skegg.

Það verður varla hægt að leyna okkur því eftir morgundaginn. Best að segja sem minnst í bili og ég óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar. Ekki veitir af. Langar svo að benda á ágæta grein Kristins H. Gunnarssonar um stjórnkerfið, http://www.kristinn.is/frettirpage.asp?ID=1265

Og að lokum. Klukkan tvö á morgun höldum við í Heimssýn reglubundinn sunnudagsfund. Að þessu sinni er umfjöllunarefnið ESB málin og nýja ríkisstjórnin og við fáum fulltrúa beggja stjórnarflokkanna til að mæta. Framsögu hafa tveir glæstir ungliðar, Anna Pála Sverrisdóttir frá Samfylkingu og Bryndís Halldórsdóttir frá Vinstri grænum. Fundurinn er á Kaffi Rót sem er mikið vinalegur staður í Hafnarstrætinu í Reykavík. Allir velkomnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Ekki veit ég hvað Kristinn er að fara með launakröfur þingmanna en eftir lesturinn fer hann töluvert úr öðru í annað, þingmenn hafi aðstoðarmenn til samræmis við ráðherra? á sú vinna sem fer fram í nefndum ekki að vera upplýsandi fyrir þingmanninn? er hann að tala af eiginn reynslu þegar hann var eyland það er skiljanlegt, það er efitt að vera einn á móti öllum en sjálfsagt meininginn í hans skrifum að þingmenn þurfi að leita sérfræði aðstoðar í ríkari mæli vegna flókinna mála.

Ég hef ætíð virt Kristinn fyrir að vera sjálfstæðann þingmann þó hann tilheyri flokki, sem hann hefur ekki hikað við að taka afstöðu á móti flokksáliti, það sýnir eða á að sýna ábyrgann þingmann ekki að vera sammála grúbbunni, hann hefur verið nokkuð áberandi fyrir þær sakir. Það þyrftu að vera 63 einstaklingar með sama viðhorf til starfsins, ekki hvernig hægt er að finna sér málamiðlanir fyrir eiginn hagsmuni en ekki heildarinnar.

Ég hef ætíð haft þá skoðun að það eigi að kjósa eftir einstaklingum en ekki flokkum, því um leið og flokkurinn er kosinn breytist það við settningu þingsins þannig að þingmaðurinn verður að fara eftir sinni sannfæringu en ekki flokksins. Eftir settninguna fær þingmaðurinn kjörbréf þannig að hann fær sæti á þinginu en ekki flokkurinn, þessi interpólun gengur ekki upp í mínum huga (eflaust er ég með of mikla rökhugsunn?).

Þingmenn eiga að vera þverskurður af þjóðinni, því fer það ætíð í taugarnar á mér þegar menn innan úr starfi flokkanna skjóta upp kollinum í prófkjörum og fljóta með kannski án þess að hafa nokkur tímann unnið eða verið í öðru en pólitík, það kalla ég atvinnupólitíkussa, byrja sem aðstoðarmenn færa sig svo uppá skaftið eða stíga fram í prófkjörum og hafa í og með fylgi vegna góðs gengis eða framkomu viðkomandi samstarfsmans eða konu. Ég vill ekki nefna neinn á nafn en þið getið eflaust fundið slíka aðila mjög fljótlega ef þið hugsið ykkur um í ca. 2.sek.

Kannski verður það mikið um að vera í heimspressunni á morgunn að einginn tekur eftir þessum atburði sem stjórnarmyndunin verður, því það gæti dregið til tíðinda á þessari krækju:

http://www.avo.alaska.edu/activity/index.php

Friðrik Björgvinsson, 31.1.2009 kl. 22:33

2 Smámynd: Ólafur Björnsson

Hvað hefðir þú gert í þessari stöðu Bjarni, varið minnihlutastjórn eða tekið til hendinni með frjálslyndum og íhaldi?

Ólafur Björnsson, 31.1.2009 kl. 23:32

3 Smámynd: Bjarni Harðarson

úr því spurt er - ég held að nú að ég hefði ekki sett mig upp á móti því að verja þessa stjórn falli. slík er nauðsyn á að hér sé einhver stjórn en ég hefi skömm á farsanum í kringum stjórnarmyndunina

Bjarni Harðarson, 1.2.2009 kl. 02:41

4 Smámynd: Bjarni Harðarson

ps - og ég er algerlega sammála friðriki með flokkana og þingmennina og þessvegna hefur kristinn h alltaf átt virðingu mína.

Bjarni Harðarson, 1.2.2009 kl. 02:43

5 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Sæll Bjarni.

Ég er sammála þér um þennan drátt á  stjórnarmynduninni. Greinin hans Kristins er fín, er þetta ekki í megininatriðum það sem fólk er að krefjast í dag ?

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 1.2.2009 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband