Alþingi virkar ekki...

Vinstri sinnaðar fréttastofur hafa staðið á öndinni í dag yfir að Alþingi virki bara ekki. Ríkisstjórnin er búin að samþykkja frumvarp og svo kemur þingmaður og stoppar málið bara af því að hann hefur sannfæringu. Þetta er alveg hræðilegt og svona er Alþingi orðið óstarfhæft...

Eða hvað? Ef að það er rétt að Alþingi sé færiband fyrir framkvæmdavaldið þá er alveg rétt að það virkaði ekki sem skyldi í dag. En í raun og veru er þetta hinn mesti misskilningur og það er ekkert sem segir að það geri neitt til að hinkra aðeins með þetta dæmalausa Seðlabankamál. Yfirleitt þegar ráðherrar lenda á innsoginu yfir að þeir  verði að ná einhverju í gegnum þingið fyrir háttatíma þá er einmitt ástæða til að þingið staldri við. 

Í þessu tilviki þá breytir engu hvort að Davíð situr í Seðlabankanum vikunni lengur eða skemur. Seta hans þar er nú öll orðin frekar fyndin því Alþingi er að mestu leyti valdalaust eftir tilkomu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. En auðvitað liggur Samfylkingu á og það mikið einkanlega til þess að Davíð fari nú fyrr úr stólnum en Jóhanna - en fyrir þjóðina er það hégómi og skiptir meiru að lög séu skikkanlega gerð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Hann Höskuldur virkaði nú ekki sannfærandi í Kastljósinu.. fjósaspillingarfnykurinn streymdi frá honum í viðtalinu...

Óskar Þorkelsson, 23.2.2009 kl. 20:40

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég var að enda við að horfa á Kastljósið og þótt mér Höskuldur flytja mál sitt með ágætum.  Hann kom og stóð fyrir máli sínu, sem er meira en hægt er að segja um stjórnarþingmennina, sem afþökkuðu að koma í Kastljósið og standa fyrir máli sínu.

G. Tómas Gunnarsson, 23.2.2009 kl. 22:44

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Algjörlega sammála þér Bjarni!

Ég minni á skipulagt málþóf stjórnarandstöðunnar í umræðu um frumvarp til vatnalaga fyrir nokkrum árum. Þar voru Vinstri græn í forystu í málþófinu og Samfylkingin tók einnig þátt í hringavitleysunni.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar héldu nokkurra klukkustunda þar sem minnstur hluti ræðutímans fór í að ræða efnisatriði málsins. Stjórnarandstöðuþingmenn mættu með bókasöfn sín í ræðustól og lásu upp úr þeim. Síðan eyddu þeir tíma í að lesa upp úr umsögnum ummálið, lesa blaðagreinar og endurtaka þvaðrið hvorir úr öðrum!

Þetta kölluðuð vinstri flokkarnir málefnalega umræðu, umræðustjórnmál o.s.frv. Ég fann þessa tilvitnun á veg Ungra Vinstri Grænna (http://www.vinstri.is/default.asp?a_id=1638):

Þar var sjónum beint frá mikilvægi þess að skoðanir minnihlutans eigi sem greiðastan aðgang að eyrum meirihlutans. Þess í stað var einblínt á málþóf. En málþóf - sem er afar sjaldgæft - er jafnframt mikilvægt aðhaldstæki minnihlutaflokka í þingstörfum víða um heim. Lýðræði snýst sem sé ekki eingöngu um að framkvæma vilja meirihlutans, heldur líka um að koma í veg fyrir að minnihlutinn sé kúgaður.

Gaman að reka ofan í vinstra liðið bullið frá liðnum árum og þetta er aðeins byrjunin! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 23.2.2009 kl. 23:12

4 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Bjarni ég vill leiðrétta þig með fréttastofurnar, þær eru ekki vinstrisinnaðar þær hafa bara aldrei séð lýðræðið virka eða þinglýðræði áður.

Málþófið var vopn sem gripið var til vegna færibanda-ráðherra-valdníðslu-afgreiðslu-þinmála.

Mér hugnast ekki hallinn sem VG er að taka nú þegar nálgast kosningar, ég hefði talið farsælast fyrir þá að halda sig við Persónukjörið, efnahagsmálin og sleppa þessum jafnréttismálum í ljósi aðstæðna sem við erum í á þessari lífsinsbaráttu braut, það skiptir meira máli að fólk hafi vinnu og geti séð fjölskyldunni farborða en hver vaskar upp og hver ekki, jafnrétti er ekki bara kvennabarátta það er líka jafnrétti til að komast af í þessu landi með töluverðum myndugleika, þetta á jafnt við um konur og karla.

Mér fannst alveg taka steininn úr þegar persónukjör gat ekki farið fram þar sem réttur kvenna var ekki tryggður, hvað er persónukjör? það er kosning um þá aðila sem kjósandinn kýs að kjósa ekki eftir sérstakri formúlu, það eru heftar kosninga og mjög ólýðræðislegar, ef þú mátt ekki krossa við þrjár konur í 1-3sæti eða þrjá karla í 1-3 sæti nema að setja inn eina konu á milli.

Þetta sjá allir að er bara bull og sýnir neikvæðan vilja til að koma á þessu stóra framfaraskrefi í lýðræðisátt.

Ég vill taka það fram að ég er ekki fordómafullur einstaklingur en allar sérreglur um kosningar eru til að minnka líkurnar á því að núverandi valdhafar missi af þessum sikursætu völdum, sem þeir hafa gjörsamlega klúðrað hjálparlaust og nú eiga þeir að sýna það að þeir taki ábyrgð á sýnum gjörðum og fari brott úr stjórnmálum, allir saman og hver og einn.

Friðrik Björgvinsson, 23.2.2009 kl. 23:33

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það er gott að hafa sannfæringu, en ef að hún felst í því að láta bíða eftir athugasemdum frá Evrópusambandinu sem að ekki tengjast þessu frumvarpi, þá er þetta bara ljótur leikur. Þetta er búið að margræða í þingflokkum og fínpússa, þannig að útspilið var óvænt og snérist um minna en ekki neitt.

Gunnlaugur B Ólafsson, 23.2.2009 kl. 23:43

6 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Ég var eiginlega fullviss, og sagði það að eitthvað ætti eftir að koma frá Framsóknarþingmönnum þegar ný stjórn var mynduð og Framsókn fékk að fljóta með fram að kosningum. Við vitum líka að það er stutt í kosningar og þetta er sniðugt spil hjá Framsókn. Eða hvað finnst ykkur ?  Svona eru vinnubrögðin hjá mínum fyrrverandi flokki, enda ekki að neinu sem ég ákvað að yfirgefa flokkinn. Svo er bara að bíða og sjá hver kosningarloforðin verða hjá þeim 

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 23.2.2009 kl. 23:56

7 Smámynd: Stefanía

Er þetta ekki alveg með ólíkindum ?

Þegar loksins einhver hefur eigin skoðun á þingi, verður allt vitlaust honum ætlað að vilja standa í vegi fyrir að þingstörf gangi eðlilega fyrir sig, þvílíkt...og þetta líka nauðsynjamálið.

Tek fram, að ég er ekki Framsóknarmanneskja,  hef aldrei verið og verð sennilega aldrei. Mér bara blöskrar.

Stefanía, 24.2.2009 kl. 00:20

8 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það var kostulegt að fylgjast með Kastljósinu og sjá hvernig Sigmar endurtók í sífellu, brúnaþungur, að Höskuldur hefði lamað þingið með háttalagi sínu! 

Ég ætla bara að vona að þingmenn gera meira í því að hafa SKOÐUN, en kannski er ráðherraræðið komið til að vera, þegar fréttamenn taka þá þingmenn á beinið sem voga sér að hafa sjálfstæða hugsun og telja að sá hinn sami hljóti að vera á mála hjá einhverjum öðrum en kjósendum. 

Benedikt Halldórsson, 24.2.2009 kl. 00:34

9 Smámynd: Dunni

Af hverju hleypti  Höskuldur málinu í gegnum aðra umræðu og samþykkti það í raun í viðskptanefnd fyrir helgi, ef hann tafði málið vegna sannfæringar sinnar á mánudegi.

 Það hljóta að vera svolítið langar í honum leiðslurnar fyrst það tekur hann svo langan tíma að komast að sannfæringu sinni. 

Dunni, 24.2.2009 kl. 06:44

10 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Af hverju er ekki öllum fjandanum sama um þetta seðlabankafrumvarp ? Hérna er tengill á ágætt plagg þar sem verið er að fjalla um hluti sem skipta máli í dag,

Guðmundur Jónsson, 24.2.2009 kl. 08:43

11 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Guðmundur ég vill bara benda þér á að lífeyrissjóðir eru í eigu almennings ekki ríkisins, þetta er hlutur sem ég get bara ekki séð að séu í umsjón eða til ráðstöfunar ríkistjórnar Íslands, þetta eru fjármunir í eigu almennings sem á að vera þeirra ellilífeyrir en ekki sem varasjóður ríkissjóðs, það er stór munur þar á.

Ef þetta er varasjóður ríkisins þá eru skatta álögur verulega eða töluvert hærri en opinberartölur segja, það gegnur ekki upp að lífeyrisjóðir séu teknir fjárnámi af hinu opinbera í hvert skipti sem illa gegnur, en sé svo ástæða til að upphefja sjálfan sig á tillidögum með því að segja hve vel þeir séu uppbyggðir, það er mikil þversögn í þessu og ég yrði alls ekki sáttur við að minn sparnaður verði notaður til að greiða úr bulli útrásarvíkingana og fyrrverandi stjórnvalda, það yrði enn eitt ránið sem við verðum að stöðva sem allra fyrst, það eru einfaldlega ekki til fjármunir í landinu og því fyrr sem við áttum okkur á því gæti mögulega verið hægt að finna lausnir á þessum vandamálum.

Friðrik Björgvinsson, 24.2.2009 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband