Ábyrgð Seðlabankans og játning Davíðs

Fjölmiðlaumræðan um efnahagsmál er aðallega út úr öllu samhengi og þannig hefur þessi dagur aðallega farið í karp fjölmiðlamanna við Geir Haarde og fleiri um það hvort að Davíð hafi varað menn við. Sem við vitum alveg að hann gerði og það gerðu það margir aðrir. Við stjórnarandstöðunni gerðum það, Ragnar Önundarson gerði það og nafni hans Árnason. Jafnvel Þorvaldur Gylfason á síðustu metrunum.

Ábyrgð og ábyrgðarleysi Seðlabankans verður ekki metið eftir því hvort menn þar sögðu eitthvað á síðustu metrunum áður en bankarnir hrundu - þegar það var í raun og veru ekki hægt að bjarga þeim. Afglöp Seðlabankans liggja í hávaxtastefnu bankans og rörsýn á vita vonlaus verðbólgumarkmið.  Hágengisstefnan stuðlaði beinlínis að skuldasöfnun þjóðarinnar, veikingu framleiðsluatvinnuvega og líka því að bankarnir einkavæddu gætu gamblað meira en góðu hófi gengdi. Hágengisstefnan var drifin áfram af hávaxtastefnu og þó svo að þessi stefna hafi verið eldri Davíð í bankanum þá kepptist hann við að verja þessa alvarlegu vitleysu sem varð þjóðarbúinu dýrkeypt. Jöklabréfin eru skilgetið afkvæmi þessa.

Illt skal með illu út reka, sagði Davíð fyrir tæpum tveimur árum og var þá að verja þá reginfirru að halda uppi ofurháum vöxtum. Í reynd viðurkenndi karlinn þetta óbeint í Kastljósviðtalinu í gær þegar hann sagði að kannski hefði verið lögð of mikil áhersla á verðbólgumarkmiðin. En Sigmari - sem hefur oft verið betri -  brást bogalistin við að fylgja þeirri játningu eftir. Það er í þessari röngu 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Sammála Bjarni.  Afglöpin voru að viðurkenna ekki fyrir langa löngu að lítið hagkerfi eins og Ísland hefur enga burði til að halda úti eigin mynt og á miklu betur heima sem hluti af stærri heild.  Þannig er hagsmunum einstaklingana best borgið og stjórnmálamenn eiga að gæta hagsmuna fólksins en ekki fjallanna og fjarðanna.

G. Valdimar Valdemarsson, 25.2.2009 kl. 20:47

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Afglöpin finnst mér liggja líka í að afnema bindiskyldu bankanna og kannski ekki síst í græðgisvæðingunni sem núverandi seðlabankastjóri kom á koppinn!!

Hafa allir gleymt húrrahrópunum fyrir hinni stórkostlegu útrás sem núverandi seðlabankastjóri stóð fyrir á sínum tím?

Hrönn Sigurðardóttir, 25.2.2009 kl. 21:16

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gott hjá þér Hrönn, láttu þá heyra það

Sigrún Jónsdóttir, 25.2.2009 kl. 21:23

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Menn hafa margir komið fram og bent á þetta og það að Davíð hafi varið bankanna í fjölmiðlum síðastliðið sumar og haust.

Byrjum á fjölmiðlum. Sem Seðlabankastjóri, gat hann lagalega og ábyrgðarlega séð, gert nokkuð annað í fjölmiðlum en að hæla fjármálakerfinu og bönkum landsins? Nei. Því ef hann hefði gert eitthvað annað, þó að hann væri að segja sannleikan, þá væri hann beint að stuðla að vantrausti og þannig fellt bankana. Þannig að hann gerði nákvæmlega sama og allir Seðlabankastjórar í heiminum verða að gera. 

Varðandi vextina. Gat hann sem Seðlabankastjóri vikið bankanum frá settum lögum um Seðlabanka Íslands? Hann gat ekkert gert en að verja lögin og fylgja þeim eftir. Vaxtastefnan var ákveðin með lögum og var/er bara hægt að breyta með því að fella þessi lög úr gildi eða breyta þeim. 

En ef Davíð hefði gert eitthvað, reynt eitthvað síðastliðið sumar eða í hitteða fyrra. hefði einhver hlustað á hann? hefði hann ekki verið hrakinn þá úr embætti af fjölmiðlum og flokkum sem studdu og voru studdir af útrásarvíkingunum. svona svipað og þegar hann var í raun hrakinn út úr stjórnmálunum ef fjölmiðlamálið? 

Fannar frá Rifi, 25.2.2009 kl. 21:27

5 Smámynd: Bjarni Harðarson

Lífleg umræða og góð; ég sagði reyndar hvergi að ég teldi ekki hægt að halda úti gjaldmiðli þó ég haldi að það sé ekki hægt að halda úti mynt með allt annarri stýrivaxtaprósentu - og já Davíð varði útrásarvíkingana rétt eins og vinur hans bóndinn á Bessastöðum og já Fannar Davíð gat ákveðið að víkja frá verðbólgumarkmiðum fyrir stöðugleikamarkmiðum án þess að breyta lögum. Ekki reyna að halda því fram að hann hafi verið of hræddur til þess því það var hann ekki! -b.

Bjarni Harðarson, 25.2.2009 kl. 22:21

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

Gat Davíð virkilega, sem Seðlabankastjóri, ákveðið að víkja frá lögum um Seðlabanka Íslands? Þ.e.a.s. að hann og hinir bankastjórarnir getu í raun brotið lög um SÍ?

Það er stór munur á því að vilja gera eitthvað og svo fara að þeim lögum sem sett eru. ef hann hefði vikið frá verðbólgu markmiðum, hefði hann þá ekki í raun brotið lögin og orðið lögbrjótur?

Fannar frá Rifi, 25.2.2009 kl. 23:32

7 identicon

Alltaf er nú fróðlegt að hlusta á sannfærða sjálfsdýrkendur sem

treysta má til allra góðra verka:

Í kröggunum ýmsir kallar

koma hér nú um sinn

með áhyggjur sínar allar

inn í bankann minn.

Og rekja mér raunir í eyra

af ráninu frá því í haust

og það skaltu, þjóðin mín, heyra:

Ég þeirra er einasta traust.

Traustið skiptir öllu.

KE

Kristján Eiríksson (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 09:33

8 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Fyrsta grein laga 36/2001 um Seðlabankann segir:

1. gr. Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins. Um stjórn hans fer samkvæmt lögum þessum. Ríkissjóður ber ábyrgð á öllum skuldbindingum Seðlabankans.

Fyrsta setning þessarar greinar segir allt sem segja þarf um Seðlabankann. Þetta er ekki bara rekstrarlega sjálfstæð stofnun, heldur er peningastefna hans líka sjálfstæð, sem líka nefnist "torgreind peningastefna" (discretionary monetary policy). Þar með eru örlög hagkerfisins ráðin. Ekkert í mannlegu valdi getur komið í veg fyrir að þessi peningastefna lendi í hruni.

Menn ættu að hlusta eftir orðum alvöru sérfræðinga, en ekki þeirra hagfræðinga sem árum saman hafa verið á ríkis-spenanum og eru ennþá. Alvöru sérfræðingum ber saman um að "torgreind peningastefna" beri í sér dauðann. Þetta hefur til dæmis Gunnar Tómasson bent á í 25 ár.

Fínstilling seðlabankanna skapar alltaf ný og vaxandi vandamál, þar til ekkert verður við ráðið. Þetta vissi til dæmis Milton Friedman sem hataði seðlabankana. Fyrir smá og vanþróuð hagkerfi lagði hann eindreigið til, annað hvort Myntráð eða "hreint flot". Við "hreint flot" eru engin afskipti af fjármálmarkaðnum. Okkar kerfi fellur undir "dirty float", sem eins og áður segir ber í sér dauðann.

Loftur Altice Þorsteinsson, 26.2.2009 kl. 11:11

9 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Svo vitnað sé í erki--Krata

http://www.sedlabanki.is/?PageID=13&NewsID=1071

Eitthvað hlýtur hann að hafa að segja í orðræðu Samfóliða.

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 26.2.2009 kl. 14:08

10 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Bjarni, fróðleg upptaling hjá Jóni Sig.

Eru þetta ekki ofurmannleg verkefni, sem Seðlabankanum eru ætluð ? Það sem mér þótti nú hlægilegast var eftirfarandi:

Spárgerð um komandi verðbólguþróun er flókin vísindi.

Loftur Altice Þorsteinsson, 26.2.2009 kl. 16:43

11 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Hávaxtastefna Seðlabanka Íslands, keyrði okkur út á hafsauga.  Þess vegna m.a. sitjum við með Jöklabréfin svonefndu föst inni í bankakerfinu en innlausn þeirra myndu setja alla banka á hausinn aftur, hér á landi.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 26.2.2009 kl. 16:48

12 identicon

Í lögum um Seðlabanka (nr. 36 frá 2001) segir í 3. gr. "Meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að stuðla að stöðugu verðlagi"

Áherslan á verðbólgumarkmið var ekki uppátækiseðalbankastjóra. Hún var bundin í lög. Þeim gat Alþingi breytt en ekki bankastjórarnir.

Atli (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 19:56

13 identicon

Jaaháa- ljúft er að lesa hér alla þessa visku  og fá að njóta þekkingarforðans; komast að raun um hve margir eru vel að sé  og sannfærast, enn og aftur, um að nú sem ævinlega, fylgja téðir þættir þjóð vorri!

Enda er nú svo komiðo í lífi mínu  að því að ég ,  þakka opinberlega fyrir að eiga þótt í litlu sé, dulítið sameiginlegt með honum Sókratesi heitnum. Hann fann nefnilega svolítið til þess á köflum efri ára, hve hans sálarskjóða var létt er vegin var hvað visku og þekkingu snerti. Segja fróðir menn. Ekki hef ég nokkurt bolmagn né vitsmuni til að rengja þá.

Held að þetta hafi verið vænsti maður, þótt ekki hafi hann verið sveitungi minn né skyldmenni. Annars hef ég nú hvorki athugað það mál í Íslendingabók né heldur Forn-Grikkja.

Í eilífri náðinni til allra góðra verka fyrir Íslenskt samfélag.

Helga Ág.

Hér er svo mynd af okkur Sókratesi: og

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband