ESB flokkurinn í lykilstöðu eftir kosningar

esb_fani2_nei_copy.jpgUm langt árabil hefur Sjálfstæðisflokkur haft heljartök á íslenskum stjórnmálum þar sem allir flokkar hafa komið að fótskör hans eftir kosningar og sagt, viltu vera memm. Nú bendir margt til að Samfylkingin verði í þessari stöðu á komandi kjörtímabili og geti þá valið þann sem best vill dansa í átt að ESB og fullveldisafsali. 

Ég fjalla meira um þetta í úttekt á flokkunum í nýrri grein á Smugunni um ESB klæki flokkanna.

http://www.smugan.is/pistlar/adsendar-greinar/nr/1117


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er að sjálfsögðu undir því komið, Bjarni, hvort þínu framboði og öðrum nýjum takist eða takist ekki að rjúfa eignarréttarsamstöðu stóru flokkanna um að halda sínum sínum heljartökum á kosningafyrirkomulaginu og yfirburðaaðstöðu sinni til að narra til sín kjósendur og hafa þannig full tök á Alþingi næstu fjögur árin.

5%-múrinn til að fá uppbótarþingmenn ... og annar múr, um 8–9% kjörfylgi í hverju kjördæmi, ásamt með hinni níðangurslegu skiptingu Reykjavíkur í tvö kjördæmi, eru aðal-ranglætis-vandinn við kosningafyrirkomulagið, en sá þriðji er ójafnt vægi atkvæða í þéttbýli og strjálbýli.

Hvað yfirburðaaðstöðu gömlu flokkanna varðar til að narra til sín kjósendur, þá felst hún einkum í á 4. hundrað milljóna króna sem Fimmflokkurinn fær úr vösum alls almennings (ójafnt þó, fer eftir stærð þeirra í þingmannafjölda frá kosningunum 2007), á meðan ný framboð fá ekkert! (nema eftir á, ef þau ná tilteknu lágmarki í kosningunum), og þar að auki eru þingflokkarnir fimm með 63 atvinnumenn í pólitík á háum launum (minnst 540.000+130.000 kr. á mán., líka þá mörgu mánuði sem þingið stendur ekki yfir!), en skv. Einari Mar Þórðarsyni í útvarpsþætti Hjálmars Sveinssonar rétt áðan munu nál. 80% núverandi þingmanna ætla sér að halda þingsæti sínu í kosningunum.

Þar fyrir utan eru gömlu flokkarnir með ríkulegar flokksskrifstofur og starfslið og tugi þúsunda manna á netfangaskrá, þannig að þeim gengur t.d. vel að fá sína 63 frambjóðendur + 63 varamenn á framboðslista + 30 til 40 sinnum fleiri meðmælendur (áskilda) heldur en þessa 63, þ.e. 1890 til 2520 manns yfir landið allt – sem er hins vegar þrautin þyngri fyrir glæný framboð að takast á við að fá eða safna saman. Forskotið og yfirburðirnir eru því hjá "the Establishment" eins og fyrri daginn, og þetta hefur Kerfið einnig tryggt sér með hinni ranglátu kosninga- og kjördæmaskipan, sem ég minntist á áðan. Hef ég skrifað ýtarlegar um þetta á eigin vefsíðum.

Það er til leið til að rjúfa þessa ranglátu yfirburðastöðu og forskot gömlu flokkanna, og það þarf að fara þá leið í stað þess að "fatta" þetta eftir á og fyllast gremju næstu fjögur árin vegna ólýðræðislegs stórbokka-kerfis og vegna þess hve við höfum verið heimsk að átta okkur ekki á þessu í tæka tíð.

Við ætlum að ræða þá leið, Bjarni.

Jón Valur Jensson, 28.2.2009 kl. 14:06

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

ÞRJÚ atriði enn, sem sýna, hvernig gömlu kerfisflokkarnir geta með bolabrögðum sínum reynt að tryggja sér endurkjör í fullum fyrri styrk:

1. Framboðin fá ójafnan tíma í Sjónvarpi til að kynna stefnu sína – flokkarnir með þingstyrk fá mun meiri tíma en hinir. Þetta forskot er þvílíkt, að það ætti a.m.k. ekki að bæta því ofan á að níðast á nýjum framboðum með ranglátum kosningareglum, sem geta auðveldlega látið atkvæði 15–20.000 manna í 3–4 flokkum falla dauð og ómerk.

2. Fjölmiðlar/dagblöð segja nú ójafnt fréttir af framboðunum og birtu t.d. engar fréttatilkynningar frá Borgarahreyfingunni um fundi hennar á fimmtudag né fréttir af honum, sbr. þessa vefgrein varaformanns Borgarahreyfingarinnar.

3. Skoðanakannanir, gjarnan kostaðar eða framkvæmdar af fjölmiðlum, hafa ekki boðið upp á að nefna nein ný framboð. En í þeim könnunum síðan í nóvember hafa þó tæpl. 40% til rúml. 50% aðspurðra ekki viljað svara! Þar í, meðal annars, liggur von þín, Bjarni.

Jón Valur Jensson, 28.2.2009 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband