Er Ísland í þínu liði?

Í pólitík undanfarinna áratuga höfum við vanist því að spila í liðum, líkt og á íþróttamóti. Míns er betri en þíns af því að hann er grænn og aldrei skal ég flokkinn minn svíkja. Þetta er vitaskuld ekki mjög málefnalegt en afar mannlegt.

Utan að frá höfum við horft til þess að munurinn á flokkunum er frekar smáskitlegur og allt meira og minna sem sami grautur í sömu skál. En nú eru runnir upp alvarlegri tímar, fyrir framtíð barna okkar og barnabarna um ókomnar aldir.

Fámennur hópur hefur um langt árabil unnið að því að koma fullveldi og frelsi Íslands fyrir kattarnef. Krafan um að Ísland tilheyri miðstýrðu stórríki Evrópu hefur aldrei verið háværari og aldrei eins líkleg til að verða að veruleika eins og nú í kjölfar bankakreppu.

S+O+B=ESB

Að baki þessari kröfu eru margskonar ástæður og þar vegur þyngst ótti margra ESB-sinna við að Ísland einangrist og valdi ekki því hlutverki að vera fullvalda í veröld hákarlanna. Slíkur hræðsluáróður á greiðari leið að mörgum nú eftir að EES-samningurinn hefur hrundið af stað keðjuverkun í peningalegu hruni meðal landsmanna. Í þessari vanmetakennd er klifað á áróðri gegn íslenskri krónu og íslenskri hagstjórn. Vill þá gjarnan gleymast að hin íslenska króna hefur leitt Ísland frá því að vera fátækastir allra yfir til þess að verða eitt ríkasta land í heimi og Ísland mun halda þeirri stöðu jafnvel þó Icesave reikningarnir kæmu á bök okkar af fullum þunga.

Þrátt fyrir þetta hafa þrír af þeim flokkum sem nú bjóða fram til þings sammælst um að farsælast sé fyrir Íslendinga að leggja fram umsókn til ESB um að þeir yfirtaki stjórn mála í landinu. Ekki þarf lengi að skima um heimspressuna til að sjá að Evrópusambandslöndin eru þau lönd þar sem hagvöxtur er hvað lakastur og vaxtabroddar fáir. Ef þessir þrír flokkar, Samfylking, Framsókn og Borgarahreyfing ná meirihluta á Alþingi er líklegt að efnt verði til skyndibrullaups um stjórnarsamstarf sem hefði fullveldisafsal og innlimun í ESB efst á blaði. Þrír flokkar, Sjálfstæðisflokkur, Frjálslyndur og VG hafa lýst yfir andstöðu við ESB aðild en eru þó mislausir í rásinni.

Fullveldi ofar flokkshollustu

Þó svo að marga taki sárt að yfirgefa sinn gamla flokk er ástæða til þess að hvetja alla þjóðholla Íslendinga til að gæta að sér á kjördag. Setjum hollustuna við fullveldið ofar flokkshollustu og verum viss um að vera í liði með Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ísland er í mínu liði og ESB líka.

X-Samfylking.

Pétur (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 10:25

2 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Já nákvæmlega. Ég er ansi hræddur um að ég muni brjóta odd af oflæti mínu í þetta sinn og setja X við S þó ég hafi nú skilað auðu frá því seint á síðustu öld.

Grétar Einarsson

PS. Bjarni má ég mæta með bókaklúbb sem er ég er í til að halda fund á kaffihúsinu þínu?

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 25.4.2009 kl. 10:47

3 identicon

X-B ER LAUSN Á VANDAMÁLI DAGSINS!!

1.ER MÓTFALLIN ESB SKV.SAMÞYKKT LANDSFUNDAR.

2.SEGIR SANNLEIKANN UM FJÁRMÁL ÞJóÐARINNAR og er með aðrar lausnir en skattpíningu og stóraukningu á ríksumsvifum.

3.ER ÆTÍÐ SÁ FLOKKUR SEM VIRÐIR ÞJÓÐLEG GILDI OG SKILUR MIKILVÆGI ÖFLUGRAR ATVINNU Á ÍSLANDI

GLEÐILEGAN KOSNINGADAG......(SENNILEGA ÞANN SÍÐASTA UM ÁRATUGASKEIÐ FYRIR ÞRIÐJUNG ÞJÓÐARINNAR SEM ER Á FÖRUM EFTIR ÞESSAR KOSNINGAR)

Jón Ingi Gislason (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 12:20

4 identicon

"....ótti margra ESB-sinna við að Ísland....valdi ekki því hlutverki að vera fullvalda..." Það blasir við!

Ísl. stjórnmálamenn standa berrassaðir og hafa gert landið gjaldþrota með sinni mútuþægni. Núverandi þingmenn ættu ekki að vera kjörgengir.

Myndi Elín ráða aftur hljómsveit sem hefði spilað verk hennar fölsk og farið öll út af í einu? 

Glúmur (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 13:37

5 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég ætla að vona að stjórn verði mynduð af S+O+B !

Sævar Einarsson, 26.4.2009 kl. 08:03

6 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Ég skora á alla fullveldissinna, hvar í flokki sem þeir standa, til að sameinast í baráttunni fyrir áframhaldandi sjálfstæði þjóðarinnar og gegn því að vera sett undir skrifræði Brüsselveldissins.

Ísleifur Gíslason, 26.4.2009 kl. 13:59

7 identicon

Ég er ekki VG-maður en ég kaus flokkinn eins og þú Bjarni, einkum til að leggja lóð gegn vægi ESB-sinna. Það er bersýnilegt að VG lendir í nokkuð erfiðri samningsstöðu. Ég óttast að VG fórni málum fyrir aðstöðuna, þau kusu að þegja að mestu um ESB til að rugga ekki stjórnarbátnum. ESB-andstaðan tapaði á því. En nú verður ekki lengur þagað. Við stefnum í ESB-stríð.

Þórarinn Hjartarson (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 14:21

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Veslings kjánarnir, horfðuð þið á Ögmund í sjónvarpinu áðan? Blekið ekki þurrt á kjörseðlunum og hann er strax búinn að svíkja ykkur. Ég veit að þið eruð menn með sómatilfinningu og því spyr ég: hvað segið þið núna?

Baldur Hermannsson, 26.4.2009 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband