OSB vann ESB sigur og er VG að linast!?

Það er vandalítið að fagna sigri í pólitík, það reynir fyrst á þegar orustur tapast.

Í nótt töpuðum við fullveldissinnar þessa lands einni orustunni og það kemur nú vel í ljós hvað ESB-samþykkt Framsóknarflokksins var afdrifarík. Sigmundur Davíð er varla vaknaður þegar hann byrjar að berja á VG að þeir verði nú líka að verða ESB sinnaðir.

Og það er því miður merki þess að Vinstri grænir muni gugni og svíkja bæði kjósendur sína og fullveldið fyrir ráðherrastóla. Ef það verður niðurstaðan skal ég viðurkenna að hafa kosið vitlaust, -þó ég viti ekki hvað ég hefði getað kosið annað!

En höfum eitt á hreinu, stríðið er ekki tapað þó að við höfum beðið lægri hlut í einni orustu. Ennþá benda allar tölur til að meirihluti þjóðarinnar vilji standa utan ESB og ekki leggja inn aðildarumsókn. Ég veit ekkert hvernig þeim þjóðhollu fullveldissinnum líður sem fyrir barnaskap kusu O og B lista í gær en þeir voru margir og mega skammast sín í dag.

Heiðvirt fólk setur ekki flokkshollustu ofar þjóðhollustu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þú hefur ærna ástæðu til að iðrast gjörða þinna í kjörklefanum. VG lætur efna til kosninga og eftir ægilegar hótanir, lygar og gjörningahríð verðum við dregnir á afturlöppunum inn í gin drekans.

Baldur Hermannsson, 26.4.2009 kl. 19:28

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er illt að treysta orðum þræla, eða þannig.

En stríðið er ekki tapað, það þarf aðeins að safna liði og leiða fram þau vopn sem duga. Upplýsa, upplýsa, upplýsa.

Fjölmiðlar hafa því miður gengið í lið með Samfylkingunni (5 fjölmiðlamenn í þingliði SF og hinir enn á vaktinni). Það merkir ekki að þeir einoki upplýsingamarkaðinn. 

Þurfum bara að gera betur. 

Ragnhildur Kolka, 26.4.2009 kl. 19:35

3 identicon

Held nú Bjarni minn að þú hafir ekki efni á að segja örðum að skammast sín, þvi þó ég voni fyrir þína hönd að VG standi við sín loforð þá leyfi ég mér svo sannarlega að efast um það. ÉG kaus ekki VG því ég hef enga trú á örðu en að þeir selji sig til hæstbjóðanda á kostnað þessa máls.

Hvað ég kaus, hvort það var X við eitthvað eða autt en annað mál en ég er nokkuð ánægð með mitt atkv , en það gæti ég ekki verið ef ég hefði kosið eins og þú lagðir til.

En það kemur í ljós fljótlega hvort það ert ekki bara þú sem verðir að skammast við sjálfan þig.

En svo getum við bara enn og aftur orðið sammála um að vera ósammála.

(IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 19:35

4 identicon

Bjarni mér finnst ósanngjarnt að þú setjir þetta upp þannig að ef einhver er fylgjandi ESB aðild er sá hinn sami föðurlandssvikari. Mér finnst þetta afar barnalegt, svipað og Bandaríkjaher gerir, .þe. ef þú ert ekki fylgjandi hernum hataru Bandaríkin.

Hvað er maður sem styður EES samninginn?

Hlynur Davíð Stefánsson (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 19:37

5 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Það er eins og allur vindur sé úr sjálfstæðissinnuðum þingmönnum sem kosnir voru í gær. Ég var nú búinn að benda þér á Bjarni að þú hefðir stigið feilspor með inngöngu í VG því bakvið tjöldin höfðu samningar náðst um áframhaldandi stjórn með Samfylkingunni. Það sem kemur mér á óvart er hve framsóknarmenn eru fljótir að hoppa um borð í ESB lestina og virðast nú gera allt til að þvinga VG til uppgjafar í þessu máli. Jafnframt verð ég að segja að ýmsir sjálfstæðismenn, sem kosnir voru á þing, tala með þeim hætti að það eru mikil vonbrigði. Fjölmiðlar stýra síðan dagskránni og umræðunni - og væntanlega niðurstöðunni. 

Við skulum samt vona að það sé ekki öll nótt úti enn.

Jón Baldur Lorange, 26.4.2009 kl. 19:43

6 Smámynd: Offari

Eftir að hafa hlustað á Steingrím í kvöld tel ég líklegt að þú hafir kosið gegn Esb.

Offari, 26.4.2009 kl. 20:01

7 Smámynd: Bjarni Harðarson

Jón Baldur, ég gekk ekki í VG, ég kaus þá og tilbúinn að viðurkenna mistök ef þeir gleypa esb en við offari lifum í voninni...

Bjarni Harðarson, 26.4.2009 kl. 20:16

8 Smámynd: halkatla

Þó að aðrir flokkar hafi hingað til selt sig grimmt og ódýrt útaf ýmsum bjánalegum málum, þá þýðir það ekki að VG sé að fara útí svoleiðis gamaldags spillingu og örþrifaráð. Slappið af og sjáið bara til, þeir VG frambjóðendur og kjósendur sem ég hef talað við vita alveg útá hvað ESB gengur og ég er sannfærð um að við förum ALDREI þar inn, sama hvað einhverjir furðufuglar láta sig dreyma um það. Upplýsingarnar eru til staðar og vitaðar og VG fólk veit svo sannarlega að aðildarviðræður myndu sanna í eitt skipti fyrir öll hver staða okkar gagnvart sambandinu er. Og hættið svo að dæma VG fyrir eitthvað sem þeir eiga enga sök á og tengjast ekki einu sinni. Það er aumkunarvert. Dæmið frekar ykkur sjálf því ég er viss um að mörg ykkar hafa kosið spilltustu flokkana einhverntímann í den, það þýðir að þið eigið að taka ábyrgð á ykkar þætti í hruninu, og hætta að baktala og jagast í saklausu og heiðarlegu fólki sem varaði við vitleysunni með mjög löngum fyrirvara! Td, ef þið hefðuð kosið VG seinast þá væri staðan í efnahagsmálum landsins okkar ekki svona vonlaus og glötuð, og þessi fáránleiki hefði aldrei átt sér stað... En það eru tímar vonar framundan fyrst að það er komin hér fram vinstristjórn með félagslegar áherslur og réttlæti í fyrirrúmi, og þ.a.a með góðu fólki (nokkrum)

halkatla, 26.4.2009 kl. 20:35

9 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Já, Steingrímur J. var fastur fyrir í kvöld í þessu máli. Sammála því.

Jón Baldur Lorange, 26.4.2009 kl. 20:39

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Steingrímur lét vígalega í kvöld, það er rétt, en þegar hann er búinn að sofa lætur hann allt eftir Jóhönnu.

Baldur Hermannsson, 26.4.2009 kl. 20:41

12 identicon

Áhættan af EU er engin - af því að:

Íslendingar, kjósendur og stjórnendur, hafa sýnt það og sannað að þeir valda hvorugir hlutverki sínu.

Kjósendur vegna þess að mikill meirihluti kaus aftur vanhæfu spilltu flokkana sem sinntu engum aðvörunum fyrir hrunið, e.t.v. vegna fjárframlaga frá bankaveldi sem setti þá sjálfa og landið á hausinn.

Höfum þó þá afsökun að skársti listinn dró sig út úr baráttunni of snemma.

Glúmur (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 21:56

13 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Bjarni þú stendur við þitt og það gott,Það mun maður einnig gera þegar á hólmin er komið/Ekkert ESB/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 26.4.2009 kl. 22:26

14 identicon

Af hverju ekki VG, X-D og X-B = fullveldisstjórn? X-B eru ekkert fylgjandi ESB skilyrðin þeirra benda til þess. Síðan hvenær hafa bændur viljað ESB?

Palli (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 22:43

15 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Fyrir alla þjóðholla Íslendinga hafa myndast góð tækifæri til að auka sjálfstæði og tækifæri einstaklinga sem verða til með náinni samvinnu frændþjóða og annarra lýðræðisríkja í álfunni okkar.

Óvild gegn Evrópusambandinu eða íslensk þjóðremba eru hvorugt gott vegarnesti inn í framtíðina. Kosningaúrslitin voru eins góð og orðið gat. Tveir möguleikar til stjórnarmyndunar og annar klárlega með aðildarviðræður á dagskrá sem fyrst.

Lýðræðið sigraði í þessu máli og merkilegt hvað evrópumálin komu inn af miklum þunga á síðustu fimm dögunum. VG hefur lýst því yfir að það vilji lýðræðislega lausn á málinu.

Því er það eðlilegt að þeir veiti aðildarviðræðum brautargengi þó þeir lýsi því yfir að miðað við allar forsendur sem þeir gefa sér um samning að þá muni þeir beita sér gegn aðild.

                        Með kærri kveðju,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 26.4.2009 kl. 22:49

16 identicon

Ja heyr á endemi!! Ætlar þessi VG dindill að segja öðrum að skammast sín fyrir afrekin í kjörklefanum! Sást þú ekki átrúnaðargoðið þitt í faðmlögum og strokum að hætti aftanítökumanna í sjónvarpinu í gær?...og með Össuri þeim sem selja myndi Ömmu sína eða Ömma sinn fyrir viskísnafs.VG mun samþykkja aðildarumsókn strax eins og þessir umræddu menn voru búnir að leggja drög í haust. Það sem verra er að það gera þeir ÁN SKILYRÐA AÐ HÆTTI SAMFYLKINGAR!

Ég er hreykinn af stórsigri hins þjóðholla flokks sem sett hefur það ströng skilyrði fyrir slíkum viðræðum að aldrei geta leitt til inngöngu!! Þá vil ég óska Framsóknarforystunni í Suðurkjördæmi til hamingju með frábæran árangur í kosningum.

Jón Ingi Gíslason (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 09:21

17 identicon

Bjarni:   Að sjálfsögðu kaus B og skammast mín ekkert fyrir. Hinsvegar skil ég ekki til hvers við eigum að sækja um aðild að Efrópusambandinu. Er ekki sagt að með EES samningnum höfum við fengið 80% af kostum þess.   Til hvers að fórna auðlindum þjóðarinnar og fullveldi  fyrir þessu 20%.

Ég held að þessi ímyndaði sigur Samfylkingar hafi stigið henni óþarflega mikið til höfuðs. Mér heyrðist Jóhanna vera tala um það í gærkvöldi að Íslendingar þyrftu að komast sem fyrst í Efrópusambandið svo þeir gætu fengið að vera með að semja um fiskveiðistjórnun þess. Þó Jóhanna telji að hennar tími sé komin,þá hefur hún enga heimild til að rústa auðlindum þjóðarinnar.     Bjarni þetta er gott í bili kanski meira seinna. 

                                   Með kveðju Gissur. 

Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 09:34

18 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gissur hittir naglann á höfuðið. Við höfum þegar gert "góð kaup" með því að fá "bestu" 80 prósentin af Evrópusamningum, og það án þess að fórna fullveldinu. Vilji menn innleiða hin 20 prósentin verður það dýrkeypt og mun aldrei geta talist góður bissness nema e.t.v. fyrir örfáa útvalda (elítuna).

En í allri umræðunni sem skapaðist um styrkveitingar til stjórnmálaflokka, afhverju hefur ekkert verið talað um alla (óbeinu) styrkina sem Samfylkingin fær frá ESB og þau óeðlilegu áhrif sem hún er undir frá systurflokkunum í Evrópu?

P.S. Baráttukveðjur Bjarni. Lengi Lifi fullveldið! ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 27.4.2009 kl. 09:56

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er því miður rétt hjá Gissuri. Hlægilegt þegar íslesnkir stjórnmálamenn tala digurbarkalega um að ganga í einhver bandalög of fara strax að ráðskast með stefnu þeirra. Meira að segja Bretar gnísta tönnum vegna þess að þeir fá engu ráðið um veiðarnar kringum Bretland.

Baldur Hermannsson, 27.4.2009 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband