Franskt vor á Austurveginum - PORTE OUVERTE

Það er vorhátið okkar Árborgarbúa þessa dagana og vitaskuld tekur Sunnlenska bókakaffið þátt í því með frönskum degi á morgun, allan daginn frá klukkan 10. Það verða franskar kökur og franskar vöfflur, frönsk skáldakynning, frönsk ljóð og frönskumælandi búðarmær, franskir söngvar að kvöldi af vörum hinnar franskmenntuðu Hlínar Pétursdóttur og yfirleitt allt franskt,- en nei ekki franskir kossar, ekki í okkar boði allavega...

Meira um þessa hátíðarstemningu á morgun!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mér líst frábærlega vel á þetta!

Hrönn Sigurðardóttir, 21.5.2009 kl. 23:01

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Kem næst þegar ég á leið hjá!

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 21.5.2009 kl. 23:08

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Bjarni. Engir franskir kossar ?? hvurnig franskt er þetta þá?? Ég er alltaf á leiðinni en ljónin eru allsstaðar  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 21.5.2009 kl. 23:26

4 identicon

...frönskukunnátta búðarmærinnar er stórlega ýkt!

Elín Gunnlaugsdóttir (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 23:28

5 Smámynd: Jón Lárusson

Bara farinn að æfa ESB aðildina, veistu eitthvað sem við hin vitum ekki

Jón Lárusson, 21.5.2009 kl. 23:54

6 Smámynd: Ísleifur Gíslason

What about French letters ?

Ísleifur Gíslason, 22.5.2009 kl. 00:42

7 identicon

Þetta lýst mér á hjá ykkur bara virkileg heimsmenning hjá ykkur í höfuðstað Suðurlands og Bókakaffið lætur ekki sitt eftir liggja.  Svo eru menn að uppnefna þig einangrunarsinna Bjarni.

Ég held nú samt að þú sért meiri heimsmaður og jafnframt sannari íslendingur en margir þeir sem agnúast útí þig, þó svo auðvitað sértu líka sveitavargur af guðs náð. 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 01:21

8 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Sæll Bjarni. Las þetta einum degi of seint   En ég er á leiðinni pottþétt núna í sumar. Frábært framtak hjá þér að hafa Sunnlenska bókakaffið á  þjóðlegum nótum frá öðrum löndum, eins og t.d. Frakklandi.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 22.5.2009 kl. 08:35

9 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þetta líkar mér, Bjarni. Einmitt svona eigum við að umgangast aðrar þjóðir. Mæta þeim sem stoltir Árborgingar (Íslendingar) á jafnréttisgrundvelli. Brusselski hrærigrauturinn kemur í veg fyrir mótun einstaklingsins af sínu nærumhverfi og skilur aðeins eftir slettu á grautardiskinum, þ.e. einhverskonar gastronomiska Samfylkingu.

Það hljómar óendanlega meira heillandi að ganga til móts við franska menningu, franskan mat og franska músik heldur en brusselska teknokratíu. 

Það verður örugglega fullt út út dyrum hjá ykkur í allan dag. Vona mér takist að troðið mon petit pied þarna einhvers staðar inn.

Ragnhildur Kolka, 22.5.2009 kl. 09:38

10 identicon

Mér líst vel á þetta, kannski kem ég í kaupstaðinn og kíki á þig ;-)

Margret Annie Gudbergsdottir (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 09:46

11 identicon

Sæll gamli minn.

Sá eftir þér úr píolitíkinni, eins og þú vesit, en hef líklega haft rangt fyrir mér og segi bara Húrra fyrir þér og þinni frú.

Kv. frá Jóhönnu

hágé. 

Helgi Guðmundsson (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband