Gamla frænkan og sjóður 9

Heimsótti gamla frænku í dag sem var ern og skemmtileg sem fyrr og sagði mér í óspurðum fréttum að hún ætti fullt af peningum. Sem hún hafði ekki átt áður. Hún hafði einfaldlega náð að selja eign fyrir hrunið og fengið mjög gott verð.

En alveg fram að bankahruni var hún að verjast því stöðugt að setja ekki krónurnar sínar inn i sjóði, þar á meðal sjóð 9.

Einn þeirra sem lagði fastast að henni kom til hennar eftir hrun og bað hana forláts á að hafa ráðlagt henni svona vitleysu sem hún blessunarlega fór aldrei eftir. 

Afleiðingin; jú í fyrsta skipti á langri, já mjög langri ævi, sleppti hún því að kjósa íhaldið sitt í kosningunum núna í vor. Skyldi engan undra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Bjarni minn;  Var Sjóður 9 ekki einmitt einn af þeim sem var verndaður í hruninu ?  AMK fyrir suma.

Hvað sem því líður, þá átt þú þarna skynuga og góða gamla frænku  -eflaust bara eina af mörgum.

Gott að heyra að hún skyldi fylgja sinni eðlisávísun.  Betra að fleiri hefðu nú gert það.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 24.5.2009 kl. 01:06

2 identicon

Kaust þú ekki VG?

Sveinki (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 02:02

3 identicon

Nú og takkanum puttanum.

Tapaðir þarna góðu djobbi fyrir fingrafimi.

sveinki (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband