Virðir kirkjan ekki grafarró

Nornaveiðar samtímans eiga til að ganga of langt. Þannig tel ég það algerlega utan alls velsæmis að taka nú upp að nýju ávirðingar sem fram komu á Ólaf heitinn Skúlason biskup.

Ekki að ég hafi þekkt Ólaf og ég var ekki í þessu félagi hans, þjóðkirkjunni, hvorkí í hans biskupstíð né síðar. En ég var eins og aðrir algerlega forviða að heyra ásakanir víðs vegar að um kynferðislega áreitni hans. Ef þetta voru réttmætar ásakanir þá var það mjög alvarlegt. Ef ásakanirnar voru ekki réttmætar þá er málið jafnvel ennþá alvarlegra því þá er hér á ferðinni slíkt mannorðsmorð sem er jafnvel þungbærara heldur en hitt.

Ég ætla ekki að setjast í dómarasæti þar um.

Meðan Ólafur var lífs var ekkert við því að segja að tekist væri á um þetta. Nú þegar hann er allur er aftur á móti fráleitt að vekja málið upp eins og það lítilsvirðir allt sem getur heitið eðlilegt í samskiptum manna. Ólafur fór ekki huldu höfðu lifandi og meint fórnarlömb hans höfðu alla möguleika meðan hann var meðal okkar.

Þetta mál minnir mig svolítið á Breiðavíkurumræðuna sem ég hefi aldrei skilið alveg til fulls. Þau mál voru ekki vakin upp að neinu ráði fyrr en forstöðumaðurinn þar var látinn en hann lifði áratugi eftir að heimilið í Breiðuvík var lagt niður.

Hlutverk kirkjunnar er ekki síst að virða grafarró og það má velta fyrir sér hvenær fjölmiðlabrennur samtímans eru komnar út í öfgar. Ég held að þær séu það þegar nýlátnir menn eru í sóttir til saka með þeim hætti sem hér á sér stað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Kirkjan, eins og hvaða fyrirtæki sem er, hefur vald til þess að setja eigin kröfur um framkomu og siði starfsmanna sinna.

Séu þeir lífs, eins og tilfellið er með Selfossprestinn, gerir sýknudómur málið að vísu erfiðara, en engu að síður hefur kirkjan með mál starfsmanns síns og samband hann við söfnuðinn að gera.

Ég skal nefna hliðstæðu:

Dóttir mín sagði af sér vegna óhapps, sem hent hefði getað hvaða fjölmiðlamann sem var. Það þekki ég vel og enginn okkar væri við störf ef sams konar óhapp hefði einhvern tíma hent okkur.

Hún gerði ekkert saknæmt og orðalagið: "...fengið einhvern til að kasta eggi..." sýnir að engin alvara var að baki orðum sem voru sögð í hálfkæringi á lokaðri rás án þess að vitað væri að útsending væri í gangi. Samhengið í samtalinu styður þetta eindregið.

Ef meining hefði verið að baki hjá henni hefði orðalag hennar verið: "...fengið einhverja til að kasta eggjum..."

Bloggaraheimurinn dæmdi hana samstundis en þegar hún brást skjótt við og sagði starfi sínu lausu brá svo við að þeir sem höfðu gengið fram harðast gegn henni og heimtað að hún yrði rekin sneru við blaðinu daginn eftir og gagnrýndu hana fyrir að hafa brugðist við á þann hátt sem hún gerði !

Ég rifja þetta upp til að sýna að fleira getur skipt máli en dómstólar og dómar þeirra.

Allt öðru máli gegnir um það þegar aðili málsins er ekki lengur á meðal lifenda eins og er í þessu biskupsmáli.

Þar með er þess engin kostur að leiða fram haldbæra sönnunargögn nema svo ólíklega vilji til að einhver ný og óyggjandi gögn komi fram.

Mér sýnist það mjög ólíklegt. Á sínum tíma fannst mér ekki hægt að komast nema að nema einni niðurstöðu varðandi þær tvær ákærur sem voru uppi í málinu:

Ákæra 1. Biskup er sekur. Nðurstaða: Sönnunargögn vantar og því skal hann talinn sýkn saka.

Ákæra 2. Sigrún Pálína er sek um rógburð og rangar sakargiftir. Niðurstaða: Sönnunargögn vantar og því skal hún talin sýkn saka.

Nú er að sjá hvernig þetta mál þróast. Ég mun halda mig við sömu niðurstöðu mína og ég komst að 1996 að sinni.

Ómar Ragnarsson, 27.5.2009 kl. 14:23

2 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Ólaf heitinn Skúlason biskup R.I.P.

Ísleifur Gíslason, 27.5.2009 kl. 14:26

3 identicon

Sko fyrir ekki svo mörgum árum.. og jafnvel í dag er ómögulegt að ná réttlæti þegar kirkjan brýtur af sér.

Núna eru breyttir tíma.. og mjög skiljanlegt að konurnar vilji réttlæti... það skiptir engu máli hvort meintur gerandi er undir grænni torfu eða ekki.

Haldbærar sannanir.. hér höfum við nokkrar konur sem vitna um þetta... eru þær að gera það að gamni sínu.
Voru stúlkurnar á Selfossi líka að bulla...

Bottom læn: Þessar konur höfðu enga möguleika að ná fram réttlæti á sínum tíma... það er afar mikilvægt að málið sé klárað... þeir sem hafna því eru að hafna mannréttindum, þeir eru að virða látinn einstakling meira en lifandi  manneskjur

Peace

DoctorE (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 14:34

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ég held að þetta sé hárrétt athugað hjá þér Bjarni. Málavextir eru þannig að það er ekki hægt að halda formlegu ferli til streitu. Stundum liggja deiluefni þannig að þau eru steindauð - í fleiri en einum skilningi.

Páll Vilhjálmsson, 27.5.2009 kl. 14:39

5 identicon

Almannarómur hafði lengi kjamsað á meintri kvensemi sr. Ólafs. Þetta var pínleg umræða fyrir Ólaf en Íslendingar eru yfirleitt ekki viðkvæmir fyrir þess háttar og því var presturinn ekki látinn gjalda þess. Ekki nema síður væri og hófst hann loks til biskups.

Eitt er kvensemi en annað og verra er ofbeldi. Þegar Sigrún Pálína kemur fram með alvarlegar ásakanir á hendur Ólafi er hún í raun kveðin í kútinn. Þetta mál var því ekki frágengið og því hlaut það að skjóta upp kollinum aftur.

Það er hörmulegt fyrir minningu Ólafs, sem var mætur maður, þótt breyskur væri, að þetta komi upp. Á hinn bóginn nær ekki neinni átt að kirkjan aftur og aftur hlaupi í afneitun vegna kynferðisbrota starfsmanna sinna og taki ekki á málum strax. Þetta eru svo afleiðingarnar.

Því er það í raun sök kirkjunnar að svona er komið ekki Sigrúnar Pálínu.

Prófessor Mambó (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 14:42

6 Smámynd: ThoR-E

Hann skírði mig nú á sínum tíma þessi fyrrv. biskup  ... *hrollur* ...

ég sé ekki fyrir mér að þessar konur hafi verið að ljúga upp á blásaklausan manninn. það finnst mér hæpið.

ThoR-E, 27.5.2009 kl. 14:49

7 identicon

 Ég sá viðtal við téða konu og ég gat ekki skilið að hún væri að fara fram á að málið gegn Ólafi yrði tekið upp á ný,  heldur það hvernig kirkjan sem stofnun tók á málinu á ´sinum tíma og því er hún að fara fram á afsökunnarbeiðni frá kirkjunni en ekki hinum látna.

Ég er kannski að misskilja þetta,  en fyrir mér eru þetta tvö ólík mál,  þ.e meint brot Ólafs og svo hitt hvernig kirkjan meðhöndlar sitt sóknarbarn í framhaldi af hinu málinu.

(IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 15:18

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Almannarómur (rógur) er eitt miskunnarlausasta pyndingartæki sem um getur. Þar eru menn sekir af handahófi, óhappi, misskilningi eða illgirni sem er algeng. Í ásökun um kynferðislega áreitni eða misnotkun er sönnunarbyrðin rík en sakleysið er jafnframt erfitt að sanna. Nokkuð sterkar vísbendingar eru um að konur með athyglisbresti komist í sviðsljósið með ásökunum um þetta viðkvæma umræðuefni og eldfima.

Þarna liggja kitkjunnar menn betur við höggi en aðrir því staða þeirra er viðkvæmari og ásökunin ein og sér getur skemmt framhald ævi og starfs fyrir vígðum manni meira en öðrum. Að lifa með slikt á bakinu er þungt áfall og þó tekur útyfir ef menn komast ekki frá þessu dauðir.

Þetta á kirkjan að skilja og móta reglur um viðbrögð. Sú stofnun á að hafa einurð til að takast á við erfiða umræðu og ljúka málum með sæmd fyrir báða málsaðila eftir því sem efni leyfa. Sú lausn í máli sr. Gunnars Björnssonar að skipa hann til starfa í sinni gömlu kirkjusókn á ný er svo vitlaus að hún má ekki vera í umræðunni. Prestur sem svo miklar deilur hafa risið út af getur ekki orðið sálusorgari á ný hjá söfnuðinum. Þar er traustið mikilvægara en flest annað. 

Árni Gunnarsson, 27.5.2009 kl. 15:40

9 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Er nokkuð verið að munnhöggvast við Ólaf?  Ég hef skilið málið þannig að konan vilji að stofnunin "Ríkiskirkjan" taki á þessu máli!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.5.2009 kl. 17:58

10 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Ekki ætla ég að setjast í dómarasæti yfir hr. Ólafi heitnum Skúlasyni.  En hvað sr. Gunnar varðar, þá er búið að sýkna hann bæði í héraði og hæstarétti.  Ef sóknarbörn hans vilja losna við hann, þá ættu þau að nota til þess réttar leiðir, en ekki þetta mál sem blóraböggul.

Sigríður Jósefsdóttir, 27.5.2009 kl. 18:37

11 identicon

Hvað á kirkjan svo sem að gera í þessu tiltekna máli?  Veita sr. Ólafi áminningu?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 18:41

12 identicon

Við skulum muna að"það var helvitið hann Brynjólfur sem sæddana"

Auðunn Aðalsteinn (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 20:54

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Býst við því að allir séu einhuga um að prelátar eiga ekki að káfa á stelpum því það er einfaldlega dónalegt. Hitt er staðreynd að margir karlmenn eru áráttu-káfarar og hreinlega ráða ekki við sig þótt bestu menn séu. Herra Ólafur, sá ljúfi sómamaður, virðist hafa verið einn slíkur. En það örlar hvergi á því að hann hafi verið á nokkurn hátt ofbeldissamur. Það er því ekki verið að ræða um kynferðisafbrot heldur dónaskap.

Ég endurtek það sem ég hef bent á annars staðar hér á blogginu: vinur minn átti eitt sinn erindi við þessa tilteknu konu sem á hér hlut að máli. Honum brá sökum þess hve ákaft hún daðraði við hann. Þeir voru tveir saman félagarnir og þegar þeir voru farnir út frá henni fór hann að minnast á þetta við hinn, og sá sagði honum að gleyma þessu, því þessi kona sendi svo hrikalega misvísandi skilaboð - karlmenn héldu undantekningarlaust að hún væri að reyna við þá þegar hún vildi aðeins vera kurteis og vingjarnleg.

Þessi vinur minn var alveg handviss um að Herra Ólafur hafi feilað á framkomu hennar. Kvensamur náungi, reyndur og til í tuskið - en þarna skjátlaðist honum og honum urðu á mistök.

Það er ferlega illa gert af þessari konu að rífa upp þetta mál núna. Er hún athyglissjúk? Ég man eftir viðtölum við hana í blöðum og af þeim að dæma var hún talsvert sködduð og dró ekki dul á það sjálf. Það verður að stöðva svona viðurstyggilega aðför að manni sem vissulega var breyskur en heiðursmaður þó.

Baldur Hermannsson, 27.5.2009 kl. 21:06

14 identicon

Sammála þér Bjarni. Í lögum er talað um andmælarétt. Taka verður mið að því að viðkomandi getur ekki borið hönd yfir höfuð sér en það myndi t.d. ekki gilda við lokaákvörðun kirkjunnar í máli sóknarprestsins okkar,  sem enn tilheyra þjóðkirkjunni.

Ragnar Ólafsson (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 22:06

15 identicon

Man bóksalinn eftir bókinni "Myndin af pabba - Saga Telmu" og hvort hún hafi verið gagnrýnd eða jafnvel fordæmd fyrir að sverta minningu föður síns?

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 23:25

16 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég fæ ekki séð að nein lausn sé fyrir konuna í þessu máli. Meintur misgjörðamaður verður ekki sóttur til saka í gröfina og ef 30 ár duga ekki til að færa henni frið, þá er lítið sem kirkjan getur gert. Fólk þarf að læra að lifa með því sem lífið hefur fært og setja punkt á eftir efninu.

Hvernig í ósköpunum á kirkjan að bæta Sigrúnu Pálínu þann miska sem hún telur sig hafa orðið fyrir? Varla hefur afsökunarbeiðni biskupsins, séra Karls Sigurbjörnssonar, frá í vor dugað til að veita henni hugarró. Orð biskups vöktu bara undrun og forvitni meðal fólks sem ekki hefur orðið fyrir óskilgreindum ávirðingum af hendi kirkjunnar þjóna. Og hvað eru líka kirkjunnar þjónar að níðast á konum og börnum? Vegna þess hve málið var sett fram á þokukenndan hátt virkuðu orð biskups eins og hann hafi farið blaðsíðuvillt í predikuninni og mundi fljótlega leiðrétta misskilninginn. En svo var ekki. Landsmenn sitja því uppi með þá óþægilegu tilfinningu að prestar leggi konur og börn í einelti eða eitthvað þaðan af verra. Kirkjan eigi hins vegar ekkert sökótt við karlmenn.

Það er einhver lausung í grunngildum kirkjunnar. Það er eins og hún hafi misst fótanna og skorti styrk til að taka á málum. Telji kirkjan sig seka um misgjörðir þá á hún að greina frá því skírt og skorinort. Ef hún getur það ekki er einfaldlega betra að halla sér á hitt eyrað og láta sem ekkert hafi gerst. 

Ragnhildur Kolka, 27.5.2009 kl. 23:36

17 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Það er greinilegt að hvorki Bjarni né Baldur hafa þekkingu eða reynslu af kynferðislegu ofbeldi.

Að segja að það að vera ásakaður um kynferðislega áreitni eða ofbeldi sé "jafnvel ennþá alvarlegra" en að verða fyrir raunverulegri kynferðislegri áreitni eða ofbeldi er furðuleg yfirlýsing og sýnir gríðarlegt skilningsleysi og þekkingarskort.

Að sama skapi er það engin afsökun fyrir kynferðisbroti að vera "áráttu-káfari" sem "ekki ræður við sig" að sögn. Upplifun þess sem fyrir verður er jafn slæm samt sem áður.

Svala Jónsdóttir, 27.5.2009 kl. 23:51

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Svala, sýndu nú af þér lágmarks skynsemi í þessari orðræðu. Þetta er viðkvæmt mál og varðar heiður látins dánumanns. Ólafur biskup hefur EKKI verið sakaður um kynferðisbrot heldur dónaskap. Ef þeir einir mættu ræða svona mál sem hafa sjálfir reynslu af kynferðislegu ofbeldi, eins og þú orðar það, þá ættu þolendur ekki að ræða málin opinberlega. En menn geta vel rætt um hluti sem þeir hafa ekki þurft að þola sjálfir.

Ég ítreka að ég er ekki að mæla káfi bót - það er hvimleitt fyrirbæri - en það er verið að gera hér úlfalda úr mýfluga. Það voru hér um árið, þegar þessi mál bar hæst, samtöl við umrædda konu í fjölmiðlum. Mig minnir sterklega að hún hafi þá greint frá misnotkun sem hún hafi orðið fyrir í bernsku. Kona sem hefur háskólamenntun í skyldum fræðum sagði mér þá að það væri fylgifiskur slíkra kvenna að þær sendu frá sér brengluð skilaboð til karlmanna. Þetta kemur allt heim og saman.

Ég tek undir með Kolku að ekki hafa viðbrögð Karls biskups orðið til að laga. Hann átti að vísa þessu erindi strax á bug.

Baldur Hermannsson, 28.5.2009 kl. 00:34

19 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Viðbrögð Karls biskups hafa ekki verið til að bæta málin, undir það tek ég.

Ég óska þess bara að einn dag fái herra Ólafur að hvíla í friði! 

Baldur Gautur Baldursson, 28.5.2009 kl. 07:39

20 identicon

Er það lágmarkskrafa, til að tjá sig um kynferðisbrotamál, að sá sem tjáir sig hafi sjálfur lent í kynferðisofbeldi?

Hér fyrir ofan lýsir fólk því aftur og aftur yfir að hinn eða þessi hafi greinilega aldrei lent í kynferðisofbeldi. Það kemur málinu nákvæmlega ekkert við.

Eða hvernig finndist fólki að útrásarvíkingar segðu, þegar þeir eru gagnrýndir "Þú hefur greinilega aldrei skortselt gjaldeyrisafleiðusamning" við viðmælandann...

Máni Atlason (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 12:43

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Máni, á sama hátt mætti enginn tjá sig um helförina nema honum hafi verið útrýmt í gasklefa.....

Baldur Hermannsson, 28.5.2009 kl. 13:05

22 identicon

Er þetta ekki spurningin um Jón og Séra Jón, þegar menn eru að taka afstöðu hvort um þetta mál er fjallað?

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 13:25

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Guðmundur, ég held ekki.

Baldur Hermannsson, 28.5.2009 kl. 13:30

24 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er ljóst að konurnar eru nú að fara fram gegn kirkjunni sem stofnun fyrir það hvað þær tóku illa á máli þeirra að þeirra áliti, ekki gegn Ólafi sjalfum. Ég man ekki betur en það væri heilmikil aðför að konunum þegar þær komu fram með ásakanir sínar og reynt að gera lítið úr mannkostum þeirra og trúverðugleika. Og enn er það reynt. Sagt er hreint úr að Þær standi fyrir nornaveiðum, raski grafarró og að framferði þeirra sé utan við alt velsæmi. Eins og Anna Bekovic bendir á sækja konurnar nú að kirkjunni sem stofnun. Fyrir að hafa ekki verið þeim skjól í máli sem var ósannað á hvorn vegin sem var, fyrir að hafa í reynd tekið afstöðu með öðrum aðilan um í stað þess að veita báðum aðilum stuðning úr því það var ekki á hennar valdi að skera úr um efnisatriði málsins. Þetta skilur séra Bjarni Karlsson. Um þetta snýst málið en ekki um  röskun á grafarró eða athyglissýki.

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.5.2009 kl. 14:02

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigurður, kirkjan sem stofnun hefur aldrei káfað á kvenmannsbelg. Herra Ólafur, sá öndvegismaður, var knúinn til að láta af störfum langt fyrir aldur fram. Bjarni Karlsson er tækifærissinni. Vonandi lætur hann líka af störfum langt fyrir aldur fram.

Baldur Hermannsson, 28.5.2009 kl. 14:14

26 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála þér Bjarni H.

Og hvaða dauðans bull er í ykkur Sveinbjörg/Bogga og Svala Jónsdóttir, talandi um að Bjarni hafi greinilega ekki orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þarf maður þess? Sveinbjörg segir:

"Stundum eru sárin svo djúp og skömmin svo mikil að þolandinn getur ekki sagt frá, fyrr en gerandinn er látinn".

Þetta er rangt hjá þér, hún tjáði sig um þetta í fjölmiðlum á sínum tíma og málið var látið niður falla. Og Svala Jónsdóttir er á sömu fáránlegu nótunum:

"Það er greinilegt að hvorki Bjarni né Baldur hafa þekkingu eða reynslu af kynferðislegu ofbeldi.  Að segja að það að vera ásakaður um kynferðislega áreitni eða ofbeldi sé "jafnvel ennþá alvarlegra" en að verða fyrir raunverulegri kynferðislegri áreitni eða ofbeldi er furðuleg yfirlýsing og sýnir gríðarlegt skilningsleysi og þekkingarskort".

Þá segi ég á móti: Það er greinlegt að Svala Jónsdóttir hefur aldrei verið sökuð um kynferðislegt ofbeldi og á því ekkert að tjá sig um þetta

Að vera sakaður um kynferðislegt ofbeldi, verandi saklaus af því, er mannorðsmorð. Þeim sem finnst það léttvægt, hafa greinilega ekkert mannorð að verja.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.5.2009 kl. 15:26

27 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gunnar: briljant athugasemd að austan

Baldur Hermannsson, 28.5.2009 kl. 15:43

28 identicon

Já mikil er umræðan. EN ég verð að taka undir þau orð að það er hreint og klárt mannorðsmorð fólgið í að ásaka menn opinberlega um kynferðislegt ofbeldi. "Fólk almennt" hefur ekki tilhneigingu til að gleyma slíku, jafnvel þótt menn hafi verið fundnir saklausir. Alltaf virðist lifa eftir orðrómur... alla ævi. "Það hlýtur nú eitthvað að hafa verið til í þessu fyrst...."

Nei, það HLÝTUR  ekki eitthvað að vera til í þessu.... jafnvel þótt stúlkur/konur hafi ákært. - Þess eru aukinheldur allmörg dæmi að stúlkur/konur hreinlega spinna upp svona "historíur" til mannorðsskaða meints brotamanns... OG um leið  til skaða á trúverðurgleika þeirra kvenna, sem verða fyrir kynferðislegri áreitni eða misnotkun Í RAUN.

Tvisvar hef ég tekið á móti einstaklingi beint úr slíkri misnotkun Málinu var að sjálfsögðu vísað í réttan farveg og viðkomandi fékk aðstoð. EN allt  var þetta þyngra en tárum tæki.

EN í Guðs bænum gefum dánum ró. .... og ástvinum þeirra. Þetta mál sem hér um ræðir verður ekki leyst í fjölmiðlum... á nokkurn hátt.

Helga Ág.

helga ágústsdóttir (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 16:52

29 identicon

Eins og hefur komið fram hér að ofan þá er Pálína að fara fram á að kirkjan biðji hana afsökunar ekki Ólafur. Það er mjög viðeigandi hjá henni að beina orðum sínum að kirkjunni vegna þess að þessi sama kirkja valdi að verja Ólaf á sínum tíma, en veitti Pálínu ekki skjól. Ólafur braut ekki á rétti Pálinu sem maðurinn Ólafur heldur braut hann á henni sem prestur kirkjunnar. Kirkjan ber ekki ábyrgð á manninum Ólafi heldur prestinum Ólafi og þess vegna beinir Pálína kröfu sinni um afsökun til kirkjunnar. Þetta er ekki flókið að skilja ef fólk vill.

Hvort Ólafur er lífs eða liðinn skiptir engu máli hér heldur það að stofnunin, kirkjan, varði hann á sínum tíma og stóð gegn Pálínu.

Kirkjan á enn eftir að gera upp við Pálinu og því fyrr sem hún gerir það því betra fyrir kirkjuna. Með því að draga lappirnar enn frekar í þessu máli gera yfirmenn kirkjunnar kirkjunni erfiðara fyrir með að vera trúverðug stofnun sem veitir skjól.

Við vorum margar sem sögðum okkur úr kirkjunni vegna skammarlegrar framkomu yfirmanna kirkjunnar við Pálinu og aðrar þær konur sem búa yfir sömu lífsreynslu og hún.

Helga (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 19:46

30 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...er ekki eina leiðin "að hvíla í friði" að allir séu sáttir við gerðir manns??

...að maðurinn (eða biskupinn) hafi innilega iðrast gjörða sinna og beðið fyrirgefningar? (en skýli sér ekki á bak við "stofnun" hvorki lífs né liðinn?)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.5.2009 kl. 19:58

31 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Um allan heim er verið að fletta ofan af starfsmönnum kristinnar kirkju og misgjörðum þeirra.Það eiga að sjálfsögðu að gilda sömu lög um presta og biskupa og aðra þegna þjóðfelagsins.Þjóðkirkjan brást í því að upplýsa málið og er með sérreglur sem þeim hefur tekist að nota til varnar starfsmönnum þjóðkirkjunnar.Það verður að sjálfsögðu að fella allar slíkar reglur úr gildi.Biskup íslands á að sjálfsögðu að biðja konurnar afsökunar á misgjörðum starfsmanna þjóðkirkjunnar látinna sem lifandi.Þeir sem eru að verja þær misgjörðir sem ég trúi að séu sannar eru ekki kristnir, frekar en Bjarni Harðarson

Sigurgeir Jónsson, 29.5.2009 kl. 00:55

32 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Ég verð nú að segja mitt álit á þessari umræðu. Mér finnst það hart hvernig látinn maður er varin og hvernig lifandi manneskja er rökkuð niður í svaðið. 

Nei, því miður var þetta mál ekki klárað þegar sr.Ólafur var lifandi en var það mistök sem þolandi gerði??

Mig minnir að hún hafi lagt hart á að þetta mál yrði rannsakað og leitt til lykta. 

En í staðin var hún hrakin úr landi með óhroður og skít fyrir að hafa komið fram og dottið það í hug að saka kirkjunnar mann um kynferðislegt áreiti.

Þetta mál er ljótt og það er slæmt að látinn maður fái ekki að hvíla í friði, en ég velti því fyrir mér afhverju það er?? 

Ég held, að ef við Íslendingar hefðum ekki verið svona dómhörð þegar þetta mál kom fyrst upp, þá væri búið að koma því í réttan farveg í stað þess að hrekja viðkomandi úr landi.

Ég ætla ekki að leggja mitt mat á það hvort konan er að segja satt eða ekki, en ég tel það hæpið að hún færi að garfa í þessu aftur nema að þetta sé rétt.

En ég er líka á móti því að konur saki mann um nauðgun ef það er svo ekki rétt.  Það auðveldar ekki þeim sem í raun verða fyrir þeim glæpi að kæra, fyrir utan það hvað það er erfitt að kæra þannig mál, fyrir þolanda.

Mér finnst mikilvægara að þær konur sem urðu fyrir kynferðislegri áreittni sr. Ólafs, fái sín mál viðurkennd og mannorð þeirra hreinsuð til að þær geti LIFAÐ í friði svo ekki sé meira sagt.

Kirkjan og sr. Ólafur, hefðu átt að ganga frá þessu máli á meðan hann var lifandi. Það er þeirra vandi, ekki kvennana.  

Ég skil bara ekki hvernig Kirkjan og sr. Ólafur, gátu starfað saman án þess að þetta mál kæmi til lykta??? Alveg ómögulega.

Þetta er mikil ásökun og vert er um að fyrir hvern þann mann sem fyrir henni verður að hið sanna komi í ljós.  Því menn sem verða ranglega fyrir þessari ásökun, hafa rétt á að kæra viðkomandi fyrir rógburð og mannorðsmorð.

Svo að réttlætið fái fram að ganga, þurfa málsatvik að vera á hreinu.

Mistökin í þessu máli, að mínu mati, er Kirkjunar sem stofnun og atvinnuveitanda og sr. Ólafs, að klára ekki málið á meðan það var.  Í stað þess að hrekja vandamálið í burtu (sópa því undir teppið).  

Það er vel þekkt að þegar vandamálum er sópað undir teppið, að þau komi alltaf upp aftur þegar teppið er fært eða viðrað.

Reiði þjónar engum tilgangi, ekki fordómar heldur.  Við þurfum öll að vera tilbúin að viðurkenna að mistök voru gerð og þau þurfi að leiðrétta.  Fyrir alla málsaðila.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 29.5.2009 kl. 10:18

33 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kristín, ég var á Íslandi þegar þetta mál var í algleymingi. Ég man ekki eftir neinum ofsóknum á hendur þessari konu og sá vitnisburður um einelti sem hún gaf í sjónvarpinu í gær fannst mér reistur á hæpnum forsendum: menn á jeppum að parkera fyrir utan húsið hennar! Bar eiginlega keim af vænisýki.

Hins vegar man ég eftir offorslegum árásum í garð Ólafs biskups, gegndarlausu slúðri og uppspuna. Fjölmiðlar margendurtóku tuggurnar og hver hatursmaðurinn af öðrum steig fram til að hella úr skálum reiði sinnar. Ólafur biskup gafst fljótlega upp og lét hrekjast úr embætti.

Ég endurtek svo í áttugasta skipti: menn eiga ekki að káfa á annarra manna konum, hvað þá stelpuskjátum, það er rakinn dónaskapur - en ekki kynferðisafbrot.

Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 10:31

34 identicon

Ég er ekki að líkja neinum við neinn en hvað finnst þér þá Bjarni um þá útreið sem Hitler, Stalín og þitt gamla goð Maó hafa fengið eftir dauða sinn?  Eiga þeir ekki skilið grafarró? 

Er nóg að geispa golunni til þess að halda í mannorðið?  Eiga flækjurnar í sálarlífi fórnarlamba ekki meiri rétt á lausn en slepjan í kringum látna ofbeldismenn á rétt á viðgangi?

marco (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 10:52

35 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Ég er ekki sammála þér Baldur um að káf á konum og stúlkum sé bara dónaskapur. 

Það er kynferðistlegt og á ekki að viðgangast nema með leyfi viðkomandi og ef ekki er það skýlaust brot á frelsi þess sem fyrir því verður. 

Og því refsivert.

Ég man eftir því að það var konum að kenna að þeim var nauðgað, því fatnaðurinn sem þær báru "bauð upp á það"

Þú ert kannski sammála þeirri slepju líka???

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 29.5.2009 kl. 11:39

36 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kristín, vertu svo væn að gera mér ekki upp skoðanir.

Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 11:51

37 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Það eru spurningarmerki á eftir spurningunni.

Svo ég hef varla verið að gera þér upp skoðanir, heldur eingöngu að spyrja þig álits.

Hvað veit maður????

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 29.5.2009 kl. 11:58

38 identicon

Ég veit það eitt að ef þetta væri trésmiður, verkamaður sem gerð'i þetta, þá væruð þið alveg á því að klára málið alla leið.
Falski flugmiðinn til himna enn einu sinni... og Je$ú$pil
Kristið siðgæði folks, feast on it

DoctorE (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 13:35

39 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Málið er einfalt kirkjan biðjist afsökunar þá er málið frá, mér finst það mjög ótrúlegt að konan sé að rifja upp þetta mál ef ekkert er til í því, eftir allan þennan tíma,hún þarf að fá frið á sálini það er mjög eðlilegt.

Eyjólfur G Svavarsson, 29.5.2009 kl. 18:12

40 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já Eyjólfur!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.5.2009 kl. 20:17

41 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þessi framkoma er sögulegur arfur frá því þegar valdið, veraldlegt sem andlegt, kom beint frá guði skv. opinberu kenningunni og ótrúlegasta hyski laðaðist því að þeirri aðstöðu og algjöra valdi eins og skítaflugur á mykjuhaug. Þá var alveg pólitískt korrekt að misnota kvenfólk kynferðislega, það var bara hluti almennrar kúgunar þessa valdaapparats. Hver veit hvað raunverulega er að marka ættartölur Íslendinga? Það þarf ekki nema einn prestur að koma inn á 800 árum og ættartalan er tóm lygi.

Það er náttúrlega erfitt fyrir kirkjuna að höndla þessar sögulegu staðreyndir núna enda er hún með heilan her á milljarðalaunum hjá hinu opinbera í kringum einhverja himneska vitleysu og draugasögur og aðrar þjóðsögur sem þola alls enga umræðu.

Baldur Fjölnisson, 29.5.2009 kl. 21:46

42 identicon

Má kannski taka þann pól í hæðina að Bjarni telji konurnar vera undir grænni torfu líka... að geimgaldrakarlastofnun ríkisins sé bara stikkfrí.
Stundum held ég að Bjarni sé laumu krissi :)

DoctorE (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 01:20

43 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Við þurfum ávallt að skoða þessa hluti sem aðra í sögulegu ljósi og nota valdahórur sem segja okkur að pæla ekki í hinu liðnu heldur horfa ávallt fram á veginn - aðeins sem gagnvísa.

Baldur Fjölnisson, 30.5.2009 kl. 01:39

44 identicon

Grafarró einhvers perra sem liggur dáin og grafin virðist skipta menn meira máli en sálarlíf kvenna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti.

Svo finnst mér sjálfsagt að kirkjan biðji þessar konur afsökunar, svona eins og Jóhanna bað Breiðavíkurdrengina afsökunar. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 16:01

45 identicon

Kirkjan á að borga skaðabætur... það versta er að það eru íslendingar sem þurfa að borga... kirkjan lifir ekki á gudda og sússa, aldrei hefur neitt komið frá geimgaldrakarlinum ógurlega sem er pabbi sjálfs sín.. án peninga er kirkjan ekkert, zero, null, 0.
Kirkjur eru svik, 100% svik; Magnað að fólk sjái þetta ekki.. bara vegna lyga um endalaust líf í lúxus, crazy

DoctorE (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 16:20

46 identicon

Baldur skrifar: "Ég endurtek svo í áttugasta skipti: menn eiga ekki að káfa á annarra manna konum, hvað þá stelpuskjátum, það er rakinn dónaskapur - en ekki kynferðisafbrot."

Annarra manna konum? Hvað með þær sem eru ekki "annarra manna"?

Er það ekki kynferðislegt áreiti að káfa á konum, gegn vilja þeirra?

Bara dónaskapur!?

Þetta er dálagleg lögskýring.

Afturhaldi þínu er ekki viðbrugðið.

Jóhann (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 18:32

47 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Það er óhuggulegt að skynja hér hversu margir karkyns kommentarar telja MANNORÐSmorð alvarlegra en SÁLARmorð.

Ekki er að undra að ekkert skuli ganga að koma á jöfnun af neinu tagi á okkar fagra Fróni.

xxx

Fía litla

Soffía Valdimarsdóttir, 31.5.2009 kl. 11:52

48 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta var sálar-sjálfsmorð. Þessi kona er þekkt af dufli og daðri. Þegar máli hennar var vísað frá, þá stóð hún eftir að sjálfsögðu með vopn sem hafði snúist í höndum hennar. Nú vill hún uppreist æru á kostnað látins manns sem ekki getur borið hönd fyrir höfuð sér.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.5.2009 kl. 16:04

49 Smámynd: ThoR-E

Gunnar:

En allar hinar konurnar?

Eru þær líka þekktar af dufli og daðri.

Ég tel ekki vera forsendur fyrir því að hægt sé að vísa þessu máli frá vegna hegðunar einnar konunar fyrir eða eftir að meint brot átti sér stað.

Og Gunnar, "maðurinn látni" hefur reyndar heilt kirkjubákn til að verja sig. Alveg eins og þegar málið kom fyrst fram. Áhrif kirkjunnar eru meiri en margir halda.

Í dag er málið öðruvísi að því leyti að fleiri konur hafa komið fram og vitnað að maðurinn hafi leitað á þær kynferðislega og brotið á þeim.

ThoR-E, 31.5.2009 kl. 16:29

50 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hin tiltekna kona (konur) hefur stóra hjörð af fólki eins og ykkur til að ráðast á æru hins látna manns. Kirkjan, eins og aðrar stofnanir þjóðfélagsins, eru skotmark fólks af ýmsum ástæðum. Við hljótum að gera þær kröfur að allir séu jafnir fyrir lögum. Þið viljið hefja ykkur upp fyrir þau.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.6.2009 kl. 00:46

51 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Gunnar Th. nú hefur mitt álit á þér alveg drukknað í þínum eigin skít!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 1.6.2009 kl. 01:48

52 identicon

Gunnar Th.

Þú leyfir öllum að rýna í hyldýpi sálar þinnar og þar er greinilega eitt og annað að finna.

Ég segi ekki meir.

marco (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 00:06

53 Smámynd: Haraldur Haraldsson

"forðast skaltu þá, fíflsku grein framliðins manns að lasta bein"/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 2.6.2009 kl. 23:32

54 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Jöfn fyrir lögum my ass. Hvað ef þessi siðlausa valdamaskína hefur raðað sínum aftaníossum í apparatið sem á að dæma eftir lögunum? Og hvaðan koma lögin? Hverjir kostuðu þá sem gúmmístimpluðu þau lög?

Baldur Fjölnisson, 3.6.2009 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband