Til hamingju íslenska þjóð

Kratabelgur og ESB-sinni, stálgreindur stórvinur minn Egill Helgason skrifar um 17. júní  á bloggi sínu:

Ég veit að margir spyrja sig hvernig í ósköpunum eigi að halda upp á hann, nú þegar mestallt traust er á bak og burt í samfélaginu.

Það langar engan að hlusta á innantómt ræðupíp.

Ef til vill fer fólk í bæinn og horfir bara hissa hvað á annað?

Ég er að vísu sammála þessu með ræðupípið og ekki ætla ég að gera minni sál þann grikk að hlusta á forsætisráðherra þetta árið. En íslensk þjóð getur horft með stolti yfir farinn veg þó svo að við höfum lent utan vega rétt á síðustu metrunum. Í því slysi fórst enginn og því ekki er hægt að laga.

Verum þess minnug að við erum að halda upp á afmæli manns sem fæddist 1811 í einu fátækasta ríki heims, kúgaðri Dananýlendu þar sem allar tilraunir til endurreisnar og uppbyggingar strönduðu á áhugaleysi og fjarlægð valdhafa suður við Eyrarsund.

Síðan við fórum að ráða okkur málum að nokkru sjálf og nutum endurreisnar íslenskra þjóðernisrómantíkera eins og Jóns Sigurðssonar og Jónasar Hallgrímssonar hefur okkur fleygt fram í efnalegum og menningarlegum efnum.

Áföll liðinna missera hafa fært okkur 20 ár aftur í tímann, gerum ekki lítið úr því, en samt erum við ein ríkasta þjóð heims og þar sem okkur hefur verið sjálfrátt hefur okkur farnast frekar vel. Þar sem við höfum falið útlendingum stjórn mála í landinu, s.s. með AGS og EES hefur okkur farnast illa.

Til hamingju með daginn íslenska þjóð og látum ekki bölsýni í kratabullum tala úr okkur kjarkinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Jamm, enda ekki á bölsýnina bætandi, m.v. þennan texta.

Ingimundur Bergmann, 17.6.2009 kl. 11:30

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Innilega sammála þér, Bjarni, bloggaði á svipuðum nótum í morgun og til að forðast endurtekningar, þá vísa ég á það hér

Ingimundur, viðvaranir eru ekki það sama og bölsýni.

Axel Jóhann Axelsson, 17.6.2009 kl. 11:41

3 Smámynd: Offari

Það er víst glæný sjálfstæðisbarátta í gangi hjá þessari þjóð. Sú byggist að mestu leit á þeirri trú að við séum ekki fær um að bjarga okkur sjálf. Forsetisráðherrann er líka á þeirri skoðun en ég skil bara þá ekki hversvegna hún var að bjóða sig fram í starf sem hún getur ekki sinnt.

Til hamingji með daginn Bjarni og ég er þér sammála að við getum náð okkur upp úr þessum erfiðleikum ef við stöndum saman. En stefnuskrá Esb áróðursmeistarana er að sundra okkur.

Offari, 17.6.2009 kl. 12:13

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Bjarni. Þetta er einmitt dagurinn sem ætti að brýna okkur í baráttu fyrir fullveldinu til framtíðar. Það er samt einhvernvegin þannig að fólk virðist alltof oft bara sammála síðasta ræðumanni og fer í hringi í þessari umræðu um ESB. Þó eru nokkrir sem eru skeleggir í umræðunni og þar má nefna Ingva Hrafn á ÍNN og svo eru Framsóknarmenn að sækja í sig veðrið núna. Vona að þú eigir góðan dag Bjarni. Sjálf tók ég daginn eldsnemma með öllu mínu "hyski" og ruddist inn á bróðir minn sem er 50 ára í dag. Bestu kveðjur Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 17.6.2009 kl. 12:28

5 identicon

Félagi Bjarni !

 Snjöll skrif!

 " Samt erum við ein ríkasta þjóð heims" - Hárrétt !

 Hverjir hafa stjórnað málum þjóðarinnar lengst af síðastliðin 65 ár ??

 Síðustu 18 ár - mestu uppgangs og velmegunarár í sögu þjóðar. ( Þar til heimskreppan sótti að.)

 Hverjir voru í brúnni þessu 18 ár ?

 Hver var lengstum skipstjórinn ?

 Í dag - 17. júní * er krafa Samfylkingarinnar.: " Ísland undir yfirþjóðlegt vald.

 Sjávarauðlindir þjóðarinnar verði stjórnað af býantsnögurum í Brussel !

 Gleymum ekki í dag, að ESB., valdið lagðist á sveif með Bretum & Hollendingum til að knýja fram pólitíska lausn á Icesave deilunni.

 Hverjum glymur klukka ( bjalla !) Samfylkingarinnar í dag ?

 Við megum ALDREI skrifa á óútfylltan víxil !

 Fram til baráttu Sjálfstæðismenn - í bestu merkingu þess orð !

 Munum, að ein mistök leiða til fleirri - eða sem Rómverjar sögðu.: "Abyssus abyssum invocat" - þ.e. " Ein mistök leiða til fleirri" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 12:34

6 identicon

Alveg innilega sammála þér Bjarni, þetta var vel orðað og á góðu mannamáli Kv að austan

(IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 15:23

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Kalli Sveinss. Á ég að trúa því að þú sért enn einn af liðsmönnum "Flokksins" sem stendur í þeirri trú að íslenskt samfélag væri enn á steinaldarstigi ef forystu Sjálfstæðisflokksins hefði ekki notið við?

Kannski svona ámóta og að halda því fram að þjóðin væri ennþá ólæs og óskrifandi ef Jónas frá Hriflu hefði ekki orðið menntamálráðherra!

Árni Gunnarsson, 17.6.2009 kl. 15:37

8 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Áfram Ísland - Ekkert ESB - Enga IceSlave samninga!

Ísleifur Gíslason, 17.6.2009 kl. 21:16

9 Smámynd: Steinunn  Friðriksdóttir

Já segðu það fjölskyldunum sem eru á hausnum, búin að fá útburðartilkynningu  og hafa í ekkert hús að venda. Takk kærlega fyrir að stjórna landinu mínu svona vel.

Steinunn Friðriksdóttir, 17.6.2009 kl. 21:20

10 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sæll Bjarni  Það var stór feill hjá þér að hlusta ekki á forsætisráðherrann. Hún fór á kostum og var skemmtilegt nok á sömu nótum og þjóðhátíðarósk em ég setti á alnetið skömmu áður. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 17.6.2009 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband