Í vornóttinni í miðsveitaröræfunum

Það er ekkert sem kemst í hálfkvisti við það að ganga einn inn í vornóttina, fótblautur og hugsandi með eggjabrauð og vindlapakkann sinn eftir sögustund með Halldóri bónda á Litla Fljóti.

IMG_0075Þegar komið er upp fyrir fjölskrúðugar mannvistarleifar Litla Fljóts taka við miðsveitaröræfin með sínum lækjarlontum, mýrisnípum, köngulóm og endalausum mýrarkeldum, þjóðsagnalegum örnefnum eins og Draugatjörninni í landi Kervatnsstaða, fjárhústóftinni hans Odds í Arnarholti og Stjánatóttinni sem ku kennd við Kristján Gottfreð vinnumann.

Á miðri leið verður í veginum stóð sem trúir því að ég eigi brauð en samlokurnar báðar eru búnar og ekki laust við að ég verði skömmustulegur yfir græðginni. En það gleymist hálftíma seinna yfir rjómaís hjá Sævari bónda og skáldkonunni hans í Arnarholti sem hlæjandi ekur mér til baka að mínum bíl í hlaðinu hjá Halldóri.

Meðan sólin kúrir sig augnablik ofan í Brúarárskörðunum...

(PS: En allt kostar, í dag hefi ég harðsperrur og er sem betur fer ekki kona nú á kvennahlaupsdaginn!)

IMG_0093

(PPS: Myndir: Litla-Fljótslækur, Draugatjörnin og Flókatjörn fjær, neðst Stjánatóttin í landi Kervastaða.)

IMG_0109

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Félagi Bjarni !

 "Með vindlapakkann sinn"

 " yfir rjómaís"

 Ekki er það nú gott !

 Getur verið að þú finnir fyrir þunglyndi ??! Algengur kvilli. Lýsir sér m.a. að menn fara einförum. !

 Reykja meir en venjulega - eta - og jafnvel drekka - í óhófi.

 Finna fyrir kvíða og spennu.

 Hætta að hafa ánægju af hlutum sem áður glöddu ( t.d. íþróttum, vinunum, kynlífi o.s.frv.!)

 Afleitt að þú skulir enn reykja - vel upplýstur um skaðsemi og líkkistunaglana - þú, " fjögurra barna umhverfisssinni, sveitamaður og kjaftaskur" !!

 Alverst þetta með " rjómaísinn"!

 Algjör KRANSÆÐASPRENGJA !

 Hjartasjúkdómar leggja fleiri Íslendinga í gröfina en nokkrir aðrir sjúkdómar.

 Taktu þig taki - félagi !

 Burt með vindlinga og rjómaísinn !

 Þú of hæfileikaríkur til að deyja ungur !

  Eða sem Rómverjar sögðu.: " Levenfit quod bene fertur onus"  !- Þ.e. "Njóttu lífsins og starfsins" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 16:23

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hvaða, hvaða smá smakk af lífsins lystisemdum hefur ekki drepið marga í gegnum aldirnar.

Þú hefur mitt leyfi fullt og óskorað til að borða ís og reykja vindla Bjarni minn ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 20.6.2009 kl. 17:15

3 Smámynd: Bjarni Harðarson

takk hrönn -ég dæi úr leiðindum ef ég þyrfti að hlýða reykfasistunum

Bjarni Harðarson, 20.6.2009 kl. 17:25

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Njóttu þangað til þú deyrð. Ef ekkert má er ekkert gaman að vera til og maður gæti eins verið dauður.

Villi Asgeirsson, 20.6.2009 kl. 20:43

5 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Skemmtilegur og sveitó texti hjá þér.

Já náttúran er hleypidómalaus og gerir ekki greinarmun á reykmönnum og reykfasistum. Syndurum og hreinlífum. Náttúran þekkir aðeins orsakir og afleiðingar.

Það er í fá skjól að venda undan afskiptasömum yfirráðarsjúklingum er virðast stefna að áhættulausu, fullkomnu himnaríki á jörð. Væntanlega má þar ekkert gerast ef komast á hjá því að raska ró og jafnvægi stöðugleika stöðnunarinnar..

En segðu mér nú eitt Bjarni. Var það rétt athugað hjá mér að VG sé í raun hin gamla Framsókn?

Spyr þig þar sem þú komst fram sem kjósandi VG í Nýja Mogganum.

Þorri Almennings Forni Loftski, 21.6.2009 kl. 02:52

6 identicon

Skemmtilegar myndir Bjarni.

Það eru ekki allir sem gefa stöðum í náttúrunni nafn þegar myndir eru settar á netið. Hlakka til að sjá meira af því.

Skúli (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband