Að veifa jafnan röngu tré

Það er löng hefð fyrir þeirri vondu reglu á Íslandi að minnihlutinn skuli alltaf ráða og helst sá minnihluti sem hefur ranga skoðun.

Til áratuga réði Sjálfstæðisflokkurinn ríkjum í landinu þrátt fyrir að mikill minnihluti landsmanna væri tilbúinn til að fallast á skoðanir þess flokks og við súpum nú að nokkru seyðið af því ráðslagi. En af þeirri gullvægu reglu stjórnmálanna að lengi skuli vont versna var ákveðið að breyta til hér á landi um síðustu áramót þegar Sjálfstæðisflokkurinn ákvað í algeru ráðleysi sínu að afhenda Samfylkingunni kefli ráðsmennskunnar. Síðan hafa allir lotið þeirri reglu að kratar skuli ráða landi voru og verri reglu er líklega ekki hægt að innleiða landsmönnum enda sannast hér spakmæli Þórbergs heitins Þórðarsonar að kratinn er vissulega lægsta skepna jarðarinnar. ...

Sjá nánar pistil mill á AMX í vikunni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sæll félagi.  Ég hlustaði á þennan fína pistil hjá þér á fimmtudaginn.

Íslandi Allt!

Axel Þór Kolbeinsson, 18.7.2009 kl. 15:23

2 identicon

Þetta er okkar eina von í bættu þjóðfélagi. Þú sérð núna hvernig náhirðin ólmast í varaformanninum. sama náhirð ólmaðist í þér þegar þú varst þingmaður framsóknar. við þurfum hjálp til að losna út úr þessu. þþ

þþ (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 17:35

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það er mikill þungi og alvara í þessum skörpu orðum þínum Bjarni.

Glottið á Össuri er alveg fast á honum síðan hann þjösnaði þessu í gegn um þingið og skjóðunni með landráðaplagginu til Brussel.

Þetta mun breytast í martröð hjá honum. Við vinnum lokaorrustuna þó svo öllum lymskubrögðum og lygum verði beitt af landsöluliðinu.

Þjóðin mun sigra ESB elítuna !

Gunnlaugur I., 18.7.2009 kl. 18:07

4 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Stóryrðunum fjölgar greinilega í réttu hlutfalli við tapaðar orrustur.

Ingimundur Bergmann, 18.7.2009 kl. 19:26

5 identicon

Óttalegt kjaftaedi er thetta í thér Bjarni. Thú fretar úr thér órökstuddum stadhaefingum ótt og títt eins og grádugur einstaklingur rekur vid eftir ad hafa étid fimm djúpa diska fulla af baunasúpu.

Nei elsku kallinn minn...ég held thú aettir ad taka thér frí frá blogginu í mánud eda svo og íhuga thad ad leggja alveg nidur thessar illa yfirvegudu og algerlega órökstuddu faerslur thínar.

Med vinsemd og virdingu,

Goggi

Goggi (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 20:09

6 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Almenningi verður hratt ljóst að menn eru jafn marktækir og stóryrði þeirra og brigsl. - Stóryrði, svika- og landdráðabrigsl verða hratt eingöngu upplýsandi um það vesæla fólk sem ber þau fram af gnægð huga síns og hjarta.

Helgi Jóhann Hauksson, 18.7.2009 kl. 20:13

7 identicon

Sú þjóð…….. Sú þjóð sem löngum átti’ ekki’ í sig brauð en einatt bar þó reisn í fátækt sinni,skal efnum búin orðin þvílíkt gauðer öðrum bjóði sig að fótaskinni. Sú þjóð sem horuð ærið afhroð galtaf ofurheitri trú á frelsið dýra,hún býður lostug sama frelsi faltmeð fitustokkinn belg og galtarsvíra. Sú þjóð sem veit sér ekkert æðra marken aurasníkjur, sukk og fleðulæti, mun hljóta notuð herra sinna sparkog heykjast lágt í vergangsmanna sæti. Sú þjóð sem dottar dáðlaus, viljasljóog dillar þeim er ljúga, blekkja, svíkja,skal fyrr en varir hremmd í harða kló.Hægt er að festast, bágt mun úr að víkja! Jón Helgason, prófessor, Khöfn 1951. 

Helga Björk Magnúsar Grétudóttir (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 00:06

8 identicon

Bjarni.

Gott hvað þú ert fundvís á fyrirsagnir , sem enda sem öfugmæli um þig sjálfan !

,,Að veifa jafnan röngu tré"


JR (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 00:07

9 identicon

Mér sýnist þetta ætla að verða afkáralegasta atriði stjórnarinnar til þessa. Í ofanálag við ótrúlega afgreiðslu í þinginu, þá hlaðast nú upp óánægjuyfirlýsingar Tyrkja, Þjóðverja og fl. með umsókn Íslendinga.

Þvílíkt fiasko. Það hefur aldrei borgað sig fyrir menn að stjórna af óheilindum og sannast það á þessari stjórn sem er búin að vera.

sandkassi (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 00:35

10 identicon

" Stóryrðunum fjölgar greinilega í réttu hlutfalli við tapaðar orrustur."

Tjahh, orrustur tapast, en ekki endilega styrjöldin.

Ísland er ekki komið í ESB. ICE-SLAVE samkomulagið er ekki afgreitt, og það eitt, með fullkominni auðmýkt, skal afgreiðast til að ESB þjóðir sumar hverjar beiti ekki neitunarvaldi á Íslenska aðild. Það eru líka fleiri spil á borðinu, SUMAR ESB þjóðir vilja hér gjarnan fiskveiði og hafa fyrir margt löngu lýst því  yfir að neitun væri beitt á aðild nema....hvað!

Og....þessi stjórn getur svo sem sprungið ellegar hennar tími "farið" áður en við værum í hinum þyrnum stráða faðmi ESB.

Þau brosa breitt Jóhanna og Össur. Steingrímur lítur hins vegar út eins og eftir  að hafa étið eitthvað sem hann hafði ekki lyst á. Margfalt.

Það kann að vera að þau haldi að þetta "Blitzkrieg" sé þegar unnið, líkt og Nazistar forðum sumarið 1940. Nú á bara eftir að skrifa undir tilboð "foringjans" sem höfðaði til skynseminnar (appeal to reason).

Þeir atburðir urðu reyndar kveikjan að endanlegu sjálfstæði Íslendinga, sem "misstu" tengsl við herraþjóð sína Dani svo snemma sem í Apríl 1940. Eftirleiðis voru Íslendingar í raun sjálfstæð þjóð, þótt svo að hersetan hafi sett sitt mark á suma (SUMA!) hluti.

Það eru sumir sem læra af sögunni, þó svo að oft megi segja að það sem við lærum helst af sögunni sé það að við lærum EKKI af sögunni. En sagnamaðurinn Bjarni mun ekki láta þetta villa sér sýn!

Jón Logi (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 12:41

11 Smámynd: Arnar Guðmundsson

L´YÐRÆÐI ER EINA LAUSNUN

Arnar Guðmundsson, 21.7.2009 kl. 15:26

12 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Maður vill ekki veifa röngu tré,en kannski gert það annað slagið,en í ESB vill maður ekki,og missa sjálfstæðið,sem við börðumst fyrir/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 21.7.2009 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband