Bör Börsson í íslenskri pólitík

Það er svoldill Bör Börsson í okkur öllum en hvergi eins áþreifanlegur eins og hjá þeim sem sjá aulalega sveitamenn í hverju horni á Íslandi, sauðskinnskó á fótum allra fullveldissinna og vilja ofan í kaupið rífa niður allt sem gamalt er...

Sjá nánar í pistli á AMX


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég held að það sé nokkuð augljóst hver er Bör Börsson í Íslenskri pólitík, reyndar er orðið nokkuð langt síðan ég las þetta snilldarverk, en samt sem áður er aðeins EINN stjórnmálamaður sem uppfyllir ÖLL einkennin en það er Steingrímur Joð en Össur er kannski ekki alveg nógu og "sleipur" til að geta talist alveg "fullgildur".

Jóhann Elíasson, 23.7.2009 kl. 20:38

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þessi pistill þinn er snilld, og svo sannarlega er Bör júníor að finna í pólítiíkinni það er víst alveg ábyggilegt.

Enginn fellur hins vegar eins vel í hlutverkið og utanríkisráðherrann.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.7.2009 kl. 01:06

3 identicon

Bjarni, ég þekki söguna um Bör út og inn. Ég óska þér til hamingju með alveg snilldarlega og vel skrifaða skilgreiningu á sögunni og því hvernig má heimfæra hana á nútímann.  Það er ekki oft sem maður kemst í svona fína lesningu gegnum Mogga bloggið!

Jóna Burgess Hammer (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 12:19

4 Smámynd: Katrín

Himnasending á grámyglulegum degi...hafðu þökk fyrir að draga Bör Börsson aftur fram í dagsljósið...skyldulesning ætti hann að vera fyrir alla, konur sem kalla:)

Þetta er tær snilld:)D

Katrín, 24.7.2009 kl. 12:39

5 Smámynd: Haraldur Hansson

Stórskemmtileg lesning og vel smíðuð.

Í beinu framhaldi rakst ég svo á þessa frétt þar sem Ö. Börsson er kominn í heilan hring. Óttast að Hollendingar spyrni (stingi) við fótum. Það hefur örugglega ekkert með hið alls óskylda IceSave mál að gera. Slíkt hjal eru aðeins loftfimleikar til heimabrúks.

Haraldur Hansson, 24.7.2009 kl. 14:32

6 identicon

Takk fyrir góðann pistil. Ég sé alltaf mikinn Bör í Finni Ingólfssyni. Hann er nú einn af þessum útrásarvíkingum sem enn blæs nipður í hálsmálið á sínum flokksmönnum. þessir stjórnmálamenn sem komu bánkadólgunum til valda ættu að sæta rannsókn til að auðvelda okkur samninga við hollendinga og breta. Fyrr verður ekki tekið á okkur sem þjóð. Þjóð sem er skuldug upp fyrir haus getur ekki talað um að hún hafi völd yfir sínu. ÞÞ

ÞÞ (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 22:49

7 identicon

Ef ég man rétt þá snobbaði Bör um tíma fyrir þjóðernishyggju og reyndi sitt besta til að muna að Osló hét ekki lengur Kristjanía.  Áður hafði hann snobbað fyrir ropvatni og alþjóðlegum kapítalisma.

Bjarni Harðar er sjálfur höfðingjanum líkur.

Hann snobbar nú fyrir fornaldardýrkun og þjóðernisstefnu. 

Á unga aldri snobbaði hann fyrir Maóisma.  Eins og kunnugt er gerði Maó tilraun til að útrýma öllu gömlu úr kínveskri menningu.

Fyrir tölvupóstinn fræga snobbaði hann fyrir S-hóp, Davíð, Dóra og Gúrku-Guðna.  Hann fylkti sér í lið með arkítektum kvótans, einkvæðingar, Íraksstríðs og hrunsins.  Í þeirri fylkingu væri hann enn, sendandi nafnlausa tölvupósta ef einn þeirra hefði ekki klikkað.

Bör er fyrst og fremst tækifærissinni sem tekur oftrú á hluti með því markmiði að hagnast fjárhagslega og fá athygli.

Bjarni er fyrst og fremst tækifærissinni sem tekur oftrú á hluti með því markmiði að komast í fjölmiðla.

marco (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 11:58

8 Smámynd: Haraldur Haraldsson

"Oft hlær heimskur að hugsun sinni" En satt er það að það byr Bör Börsson víða/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 25.7.2009 kl. 15:54

9 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Takk kærlega fyrir að minna mig á Bör Börson - best ég lesi hann einu sinni enn!

Soffía Valdimarsdóttir, 25.7.2009 kl. 17:14

10 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

marco.

Hver ert þú ?

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.7.2009 kl. 01:41

11 identicon

Af hverju í ósköpunum viltu vita það kona góð? 

marco (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 10:18

12 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þegar þú gagnrýnir með þeim hætti sem þú gerir er lágmark að koma fram undir nafni.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.7.2009 kl. 02:12

13 identicon

Marco er Marco er Marco!!

marco (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband