Á skrollinu um Icesave klukkan fjögur

Ég fjalla aðeins um Icesave málið í vikulegum pistli þætti á FM Suðurland 963 núna klukkan 16. Hægt að hlusta á hér http://www.963.is/. Þætti sem heitir einfaldlega Á skrollinu með Bjarna Harðarsyni.

Það sem ræður því að við tökum þessar skuldbindingar á okkur er aðkoma Alþjóða gjaldeyrissjóðsins inn í landið og ekkert annað. Ef við hefðum ekki heimilað sjóði þessum að yfirtaka í reynd öll samskipti okkar við erlend ríki þá eru engar líkur á að nokkur ríkisstjórn hefði samþykkt þessa nauðungarsamninga. Ekki nema þá meirihlutastjórn Samfylkingarinnar einnrar sem guð forði okkur frá að verði nokkurntíma.

En nánar semsagt á www.963.is núna og endurtekið klukkan 16 á sunnudag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Heill og sæll Bjarni

Þegar búið verður að innleiða persónukjör og þingræðið hefur verið endurreist, þá er að sjálfsögðu ekki þörf fyrir annan flokk en Samfylkinguna!!!

Hún er þá hin mikla móðir og kjölfesta sem endurspeglar vilja þjóðar. Hin heilbrigða lýðræðislega bogfimi verður þá stunduð innan flokks, en ekki milli flokka.

Þetta er yndisleg framtíðarsýn og ætti að vera auðvelt að sameinast um frekar en að vera endalaust í flokksátökum og leiðindum  Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 27.8.2009 kl. 18:53

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Gunnlaugur, þetta sögðu menn líka austur í Sovíet - og við vitum öll hvernig sú "framtíðarsýn" endaði

Kolbrún Hilmars, 28.8.2009 kl. 10:18

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Kolbrún, Þeir voru ekki með persónukjör á framboðslistum, þingræði eða einkenni heilbrigðs lýðræðis var það í USSR?

Ef slíkt þróast innan flokks og einstaklingar og hópar keppast um ítök og áhrif á lýðræðislegum forsendum, þá er ekki þörf fyrir nema einn flokk.

Síðan væri trúlega erfitt að koma í veg fyrir tilveru einhverrar snobbaraklíku sem teldi sig ofar öðrum, með blátt blóð í æðum.  Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 28.8.2009 kl. 22:51

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Gunnlaugur, ég stóðst ekki mátið að stríða þér.  Rússarnir tala nefnilega um Rossiya-matashka, eða Rússland-litlu mömmu.  Reyndar sannir þjóðernissinnar frekar en kommar.

En í sannleika sagt veit ég ekki hvort nokkurn tíma væri hægt að koma á jafnrétti og bræðralagi í mannlegu samfélagi - þeir frekustu og/eða ósvífnustu vilja alltaf tróna á toppnum og telja sig innihalda bláasta blóðið.

Kolbrún Hilmars, 29.8.2009 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband