Nýtt REI ævintýri siglir í gegn í sinnuleysi

Erlendir auðmenn hafa nú samasem eignast auðlindir Reykjanesskagans við ótrúlegt sinnuleysi landsmanna. Ríkissjóður er vissulega tómur en það er engu að síður sorglegt að sjá stórkostlegar auðlindir hverfa með þessum hætti úr íslenskum yfirráðum.

Ég er enginn undantekning í því að vera seinn til að láta í mér heyra. Flest erum við löngu orðin dofin fyrir stórtíðindum en það er einmitt við þær aðstæður sem auðvelt er að taka okkur í bólinu. Reyndar finnst mér eins og VG hafi ályktað gegn því að þetta fyrirtæki Magma energy fengi að kaupa í Hitaveitu Suðurnesja en það hefur greinilega mátt sín lítils gagnvart tómahljóðinu sem nú er í ríkiskassanum...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Erum við ennþá að sofna á verðinum!!!!/Kveðja/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 31.8.2009 kl. 23:07

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég er búin að garga mig hása um þetta í tvo mánuði. Kíktu til mín, Bjarni.

Svo held ég að tómahljóðið í ríkiskassanum hafi minnst með þetta að gera. Að minnsta kosti er til fjármagn í ýmislegt annað.

Skítalyktin af þessu máli er yfirþyrmandi.

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.9.2009 kl. 00:06

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta er bara byrjunin. Áður en varir verða allar auðlindir þjóðarinnar komnar í eigu útlendinga.

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.9.2009 kl. 00:19

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bjarni.

Ég ræddi þetta á dögunum, það er furðulegt ef menn ætla að láta þetta ganga svona fyrir sig þegjandi og hljóðalaust.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.9.2009 kl. 01:15

5 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Sælt veri fólkið. Bjarni mælir af mikilli speki. Ausýnilega erum við sofandi þjóð. en bendi á ragnarb.blog.is

mbk Ragnar

Ragnar L Benediktsson, 1.9.2009 kl. 07:08

6 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Bjarni, það er fnykur af þessu máli.

Eiður Svanberg Guðnason, 1.9.2009 kl. 08:02

7 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Segja mér fróðir menn í ,,fjármálaheiminum" að ekki ætli þessi ,,frómi" Kanadamaður að voga sínum sjóðum í þessi kaup, heldur standi þarna að baki svonefndur S Hópur, ásamt og með Geir Magnússyni og fleirum.  Allti í gegnum útibú í NY sem áður var í eigu Glitnis en svo kvað vera, að S-Menn ráði því sem þeir vilji innan hins nýja Íslandsbanka.

Sel þó ekki við dýrara verði en fékk.

miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 1.9.2009 kl. 08:33

8 identicon

Er þetta ekki allt í samræmi við "The Shock Doctrine"? Sú held ég að sé raunin.

Grútur (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband