Hóxi sjálfur í furðuhillunni

... Endurskoðunarsinnarnir, afturhaldssama borgarastéttin og flokkar þeirra halda því hoxi.jpgfram, að fræðikenning okkar, marxisminn-lenínisminn, sé kredda, jarðfastur steingervingur... Marxisminn-lenínisminn er í raun eina fræðikenningin, sem býr yfir lífi og hreyfanleika. Það er vegna þess, að hann er fræðikenning verkalýðsstéttarinnar, framsæknustu stéttar þjóðfélagsins og þeirrar byltingasinnuðustu, sem hugsar á réttan hátt, framleiðir hin efnislegu verðmæti og er sístarfandi. ...

Á degi eins og þessum er ekkert betra en að hafa gaman af lífinu og teygja sig í furðuhilluna hér í Fornbókabúðinni sem geymir allskonar rarítet.

Til dæmis hið stórmerka rit Heimsvaldastefnan og byltingin 1. hluti eftir alþýðuleiðtogann Enver Hoxha, en rit þetta var þýtt yfir á íslensku 1980 og gefið út af Menningartengslum Albaníu og Íslands. Hoxha var einhverskonar pólitísk ofurhetja sem bauð öllum birginn, einangraði land sitt algerlega og henti andstæðingum sínum út um glugga ef þeir voru með múður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ekki gleyma því að á meðan stór hluti hetja hans, alþýða Albaníu, var 100 árum á eftir stéttarbræðrum sínum í kapitalísku ríkjunum í almennum lífsgæðum og réttindum, þá átti Hoxha gulli slegna listisnekkju. Gullni slegna í orðsins fyllstu merkingu, því meira að segja hurðahúnar og ásamt öðrum innréttingum voru úr gulli. Snerlar á klósettum og gott ef ekki sturtað niður með kampavíni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.9.2009 kl. 12:28

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sjálfur var ég Albaníu-kommi um svipað leyti og þessi bók kom út. Þá var Þorvaldur Þorvaldsson, nú í hagsmunasamtökum heimilanna og frambjóðandi VG í Rvk., formaður BSK (Baráttusamtök fyrir stofnun kommúnistaflokks)

Hann fór ófár ferðir til Albaníu og kom svo til baka uppnuminn að fræða okkur saklausa unglingana um fyrirmyndarríkið. Þeir höfðu ekki einu sinni fyrir því að setja upp "Potemkintjöld" fyrir hann.

Svona getur fólk verið blint

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.9.2009 kl. 12:33

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég er undrandi að sjá að til voru Albaníu-kommar á Íslandi. Það er einnig merkilegt að menn skuli hafa haft fyrir því að þýða heila bók eftir drusil-mennið Enver Hoxa.

Þegar maður íhugar þennan fáránleika, kemst maður ekki hjá að leiða hugann að þeim Íslendingum sem hafa þá hugsjón að landið verði lagt undir nýlenduveldi Evrópu. Þarna er á ferðinni sama heilabilunin.

Ef ESB-sinnar gæfu sé aðeins tíma til að hugleiða sögu Evrópu, þá myndu þeir átta sig á þeirri áhættu sem aðild að sambandinu fylgir, sérstaklega fyrir fámenna þjóð.

Þeir tala gjarnan um "lýðræðisþjóðir Evrópu" en gleyma að alræði hefur einkennt álfuna um 2500 ára skeið. Vestur-Evrópa hefur haft einhvers konar lýðræði í um 60 ár, en alræði ríkti um megin-hluta álfunnar þar til fyrir 20 árum.

Margir telja að vestrænt lýðræði sé brothætt og jafnvel blekking. Er ekki ástæða fyrir ESB-sinna að staldra við og íhuga hvort þetta sé rétt leið ? Einnig hefur réttilega verið bent á að núna sé ekki rétti tíminn til að hugleiða undirgefni, eða samvinnu við þessi ríki. Við erum í efnahagslegum sárum og hraðar breytingar eru að verða á skipulagi Evrópusambandsins.

Ef til of mikils mælst að ESB-sinnar sýni þjóðhollustu og láti komandi kynslóðir Íslendinga njóta þess vafa sem greinilega er um málið ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 25.9.2009 kl. 14:08

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Furðuhillan þín geymir greinilega líka einhvern óhugnað.

Ragnhildur Kolka, 25.9.2009 kl. 19:36

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ertugrul Osman sem er (var) síðasti afkomandi keisara Ottómanska heimsveldisins, Abdul Hamid II, dó í New York í gær.

Hvað tók við í Albaníu eftir 500 ár með honum og öfum hans? Jú, stutt lýðveldistímabil sem endaði í Mússólínskum valsi hinnar Hitlersku Nýju Evrópu og svo komst loks aðalritari kommúnistaflokks Albaníu að, en það var ljúfmenið Enver Hoxha (Einhver Ýxnar).

Svo hvað tekur við af þessum fyrrverandi glæsibarg öllum? Verður framkvæmdastjórn helfarar Armeníu, Tyrkjum, hleypt inn í nýja keisaraveldi Nýju Evrópu => Brussel & Co alias Barosso Kahn.

Hreint ótrúlegt hve mikið af hættulegum smitandi vírusum Evrópu hafa ratað alla leið til Reykjavíkur, sem þrátt fyrir allt er í Ameríku. Hvað veldur eiginlega?

Gunnar Rögnvaldsson, 25.9.2009 kl. 19:55

6 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Loftur og Ragnar:

Ég vil að þið skrifið greinar í takt við þessar athugasemdir og birtið þær í Morgunblaðinu - nú þegar þið ráðið yfir þeim ágæta fjölmiðli!

Þessi speki ykkar og samlíkingar verða að fleiri Íslendingum aðgengilegar. Ég vil að fólk sjái hvernig þið líkið ESB ýmist við Þýskaland nasismans eða Sovétríki Stalíns eða Albaníu Enver Hoxa!

Það styður okkur ESB-sinna ekkert meira en svona málefnalegur málflutningur - áfram á þessari braut! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 26.9.2009 kl. 10:14

7 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Guðbjörn, það eru mér fréttir að ég ráði yfir Morgunblaðinu. Þú hlýtur að vera óvenju vankaður í dag, ef þetta er skoðun þín. Hins vegar getur verið að ég fái núna inni með smávegis skrif og það mun ég notfæra mér. Ritstjóraskiptin gefa einnig vonir um að Jón Baldvin Hannibalsson verði ekki sami auðfúsugestur á síðum blaðsins og verið hefur.

 

Það kemur ekki á óvart, að Guðbjörn sér bara kost á Evrópusambandinu. Saga Evrópu er honum greinilega sem lokuð bók, eða dauft bergmál af óperum eftir Richard Wagner. Hægt er að fræða Guðbjörn um að hugmyndin um sameinaða Evrópu er gömul, þótt hugmyndin um Gosenland  Sossanna (Socialist United States of Europe) sé ekki nema frá 1946.

 

The Movement for the Socialist United States of Europe, whose President was André Philip, was born in Montrouge, near Paris, in June 1946, out of the will to create a Socialist Europe independent of the USA and of the USSR. It endeavoured to link up with the former internationalist tradition of the Socialist Parties, and its initial objective was to create a Socialist programme for a united Europe.

 
However, after the start of the Cold War, this ideological stance gradually gave way to a more cooperative approach, which led the movement to devote itself further to European integration. In 1947 it also changed its name to the Socialist Movement for the United States of Europe (MSEUE); this reflected its belief that Europe must first be created before the fight began for it to be Socialist.

Loftur Altice Þorsteinsson, 26.9.2009 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband