Hrun-flokkar sem hafa ekki svo mikið sem sagt sorrí

Orð Þórðar Friðjónssonar í Viðskiptablaðinu í dag (birt t.d. hér)  varpa enn skýrari mynd á þá skefjalausu spillingu sem hér átti sér stað við einkavæðingu ríkisbankanna.Spillingu sem við þáverandi stuðningsmenn þessara flokka hljótum að axla að einhverju leyti, að minnsta kosti með því að hugsa okkur tvisvar um héreftir. 

 

Bakvið þessa spillingu stóðu forystumenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Samfylkingin fékk svo að vera með í gegnum Baug og Glitni.

 

Kerfishrun Íslands voru ekki náttúruhamfarir heldur manngerð græðgi og spilling sem þrifust og áttu upphaf sitt í því að stjórnmálamenn kusu að útdeila sameiginlegum eigum þjóðarinnar til valinna vina sinna. 

 

Hrunflokkarnir hafa hvergi gert upp við kjósendur - ekki látið lítið að segja sorrí heldur benda á aðra og hver á annan og stundum útlendinga...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þórður þekkir spillinguna vel,frá mörgum hliðum.Meira að segja í hans fjöldskyldu(Þórðar),eða er fólk búið að gleyma.

Númi (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 21:03

2 identicon

Félagi Bjarni !

 Mikið lifandis skelfing er gott að verða vitur eftirá !

 Einkavæðing bankanna opnaði flóðgáttir auðs og græðgi - erlendar bankastofnanir knékrupu, svo þeir mættu lána Íslendingum fjármuni.

 Hverjir mótmæltu ?

 Þú ?

 Ég ?

 Þjóðin ?

 Nei, ónei, nær þjóðin öll dansaði með , tryllt af sælu !

 Hjá fleiri fjölskyldum en færri, voru tveir,þrír bílar fyrir utan híbýlin. Utanlandsferðir þrjár, fjórar á ári.

 Alsæla ríkti!

  Hverjir vöruðu við ?

 Þú ?

 Ég ?

 Þjóðin ?

 Nei, ónei, Íslendingar sögðu nær einum rómi: " Svo skal dansa" !

 Dansinn varð að hrunadansi - heillar þjóðar .

 Hver á að segja " sorrí"  við hvern ??

 Þú ?

Ég ?

 Þjóðin ?

 JÁ !

 Gleymum ekki hvað Rómverjar sögðu.: " Regnat populus" - þ.e. " LÝÐURINN STJÓRNAR" !!

 Þjóðin

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 23:42

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Bið þig fara afar varlega í að draga af þessu efni.

Kali þessa manns til Davíðs gæti þarna eitthvað haft með að gera.

Sagt var ,,Í freistingu gæt þín svo falli þér vel" sama á við um, að leggja mikinn trúnað á orð höfð um einstaklinga af hatursmönnum þeirra.

Minni á Höfuðsyndirnar Sjö mínu máli til stuðnings.

Með ljúfri kveðju

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 30.10.2009 kl. 12:16

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

sek bitur sekan,nema síður sé,við erum þvi miður sek flest,hinir saklausu eru komnir i stjórn er það ekki ????,og hvað skeður ,er ekki allt að komast i lag????Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 30.10.2009 kl. 13:20

5 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Þetta var aldrei sala á bönkunum - heldur einkavinnavæðing, enda er myndin af Finn Ingófssyni & Ólafi hjá Samskipum brosandi hringinn í kring auðvitað ógleymanleg, en þá hafði þeim verið úthlutað ekki bara Búnaðarbankanum heldur fengu þeir VÍS einnig úr Landsbankanum til sín.  Þeir mátu VÍS á 4 milljarða og seldu svo 6 mánuðum síðar á 24 milljarða "tær snild hjá þessum innmúruðu glæpamönnum - sorry - FL-okksmönnum.

Kerfishrun Íslands voru ekki náttúruhamfarir heldur af mannavöldum...!  Manngerð, í raun TAUMLAUS græðgi og spilling sem þrifust og áttu upphaf sitt í því að stjórnmálamenn kusu að útdeila sameiginlegum eigum þjóðarinnar til valinna vina sinna!  Já Halldór Ásgrímsson, Finnur Ingólfsson, Valgerður Bjarnadóttir og Davíð Oddsson fara svo sannarlega í sögubækurnar sem verstu stjórnmálamenn sögunnar, og ekki fær hún Solla stirða & Björgvin Sig, háa einkunn.  Þjóðar ógæfa hversu "spilta & lélega stjórnmálamenn þjóðin á..!"  Enda fór illa, þeir skilja eftir sig samfélag í rúst, en RÁNFUGLINN segir "við höfðum það gott í 20 ár.."- ótrúlegar lygar sem koma frá þessu siðblinda stjórnmálafólki.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 30.10.2009 kl. 14:07

6 identicon

Ef menn og flokkar telja sig ekki bera ábyrgð á hörmungunum heldur einhverjir aðrir, er einfaldlega út í hött að þeir fari að biðjast afsökunar eftir pöntun, fyrr en sekt þeirra er þykir sönnuð og dómur fallinn þar að lútandi. 

Þá eiga þeir að taka út sína refsingu eins og aðrir brotamenn.  Afsökunarbeiðnina hef ég nákvæmlega ekkert að gera með, enda tæki ég einfaldlega ekki við henni og verður þeim ekki til neins refsiafsláttar.  Eitthvað afsökunarvæl nokkura auðróna geta þeir troðið í skottið á sér.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 16:19

7 identicon

Jakob Þór ,hér ofar áttu ekki við Valgerði Sverrisdóttur en ekki Bjarnadóttur líkt og þú skrifar.

Númi (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 17:16

8 identicon

Þegar miðbæjaríhaldið, sem gumar stundum af því að í gamla daga hafi almenn menntun verið á hærra stigi en núna, vitnar í þjóðskáldin ætti það að sjá sóma sinn í að gera það rétt. Séra Matthías sagði: „Við freistingum gæt þín og falli þig ver.“

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband