Jarðýtustíllinn

Það er einhver jarðýtustíll yfir þessum ummælum Jóhönnu eins og Mogginn kýs að hafa þau yfir. Kannski sagði hún þetta allt öðru vísi. Í mínum huga er ekki aðalatriði að ryðja umhverfisverndarsjónarmiðum á Reykjanesi úr vegi og ég velti því fyrir mér hvernig umhverfissinnum á nesinu því líkar þetta. Sjálfur hefi ég alltaf verið efasemdarmaður um álver ofan í hesthúsahverfi Keflvíkinga en ef það má koma bæði línum og álveri fyrir þannig að skaplegt sé er lítið við þessu að segja. En er Jóhanna þá líka til í að borga fyrir Helguvíkurhöfnina, - ekki get ég séð að Árni Sigfússon geri það!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband