Það sem aldrei getur gerst getur samt gerst aftur og aftur

Eitt skemmtilegasta orðtæki landsmanna hljómar svo:

Það sem aldrei hefur gerst getur alltaf gerst aftur.

Þetta eru auðvitað öfugmæli og kalla jafnt á kátínu og umhugsun. Sama á í raun og veru við það máltæki sem ég heyrði innan úr viðskiptalífinu nú í morgun að:

Það sem aldrei getur gerst getur samt gerst aftur og aftur!

Fyrir liðlega ári var gjaldþrot bankanna talið óhugsandi og samt varð það. Eftir að þeir voru farnir á hausinn töldu bókforleggjarar og fleiri sig samt örugga með það gæti aldrei gerst að sjálfur Eymundsson færi kollskít - en svo gerðist aftur það sem aldrei gat gerst...

Þá sögðu forleggjarar vísast, það var þá eins gott að við höfðum Bónus, þar fengum við þó greitt fyrir bækurnar! En nú er eins gott að muna að það sem aldrei getur gerst getur samt gerst aftur og aftur og aftur...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband