Undarleg umræða um bófa

Það er vægast sagt undarleg umræðan nú á aðventunni um Bónus annarsvegar og Werne Holding Björgólfs Thors hinsvegar. Mér dettur í hug að einhver jólaandi sé að brengla dómgreind manna. Það nær vitaskuld ekki nokkurri átt að menn sem stundað hafa hvítflibbaglæpi í þeim mæli að hagkerfið er í sárum næstu áratugina haldi áfram í viðskiptum og það í skjóli stjórnvalda.

Steingrímur J. segir að við verðum að takast á við þetta á forsendum réttarríkisins og vitaskuld á að taka á brotum þessara manna á þeim forsendum. En pólitískar ívilnanir í skattakerfinu geta engan vegin komið til greina fyrr en þau mál eru öll að baki og breytir þá engu þó einhverjir sjái eftir gagnaveri sem ekki er einu sinni orðið að veruleika.

Með því að stjórnvöld setji þau skilyrði að Björgólfur Thor fari út úr verkefninu er líka langlíklegast að við tryggjum framgang þess - eða hvernig halda menn að framgangur þess verði yfirhöfuð þegar rannsóknarskýrslur hafa sett forsvarsmann fyrirtækisins á sakamannabekk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr á heyr ofan.

Össi.

Örn Johnson ´67 (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 20:29

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er nú svo brennd. Ég mundi tortryggja það alla leið þótt Björgólfur Thor hyrfi úr verkefninu.

Er nokkuð mál að fá menn til að leppa fyrir sig þar frekar en annarsstaðar?

Hrönn Sigurðardóttir, 21.12.2009 kl. 20:32

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þykir mér nú siðferðisþrek félaga Steingríms allnokkuð farið að bilast ef hann getur ekki beðið eftir skýrslu rannsóknarnefndar og hugsanlegum ábyrgðum helstu gerendanna í hruninu

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.12.2009 kl. 02:51

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Athygliverðgrein eftir Margeir um bankaumhverfið.

Afar beinskeytt, þó svo frá manni sem er í samkeppni við bankana, komi.

Líklega hittir hann naglann á höfuðið, þegar hann segir meðeigendur ríkis og lífeyrissjóða, vera upp til hópa  hrægamma og vogunarsjóði, sem hyggja á skjótfenginn gróða.  Einnig er upplýsandi hvernig farið hefur verið á svig um reglur um bankastarfsemi hvað varðar bókfærslu hjá Saga kapital.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 22.12.2009 kl. 08:32

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

þetta hugtak um bófa er nú  soltið vátækt og á viða við/en það eru að koma jól og við höldum þau heilög sem trúa,kannski ekki Bjarni bóksali og fl. einnig bloggvinur minn!!! en samt: gleðileg jól !!!!!

Haraldur Haraldsson, 22.12.2009 kl. 12:04

6 identicon

Félagi Bjarni !

 "Þegar rannsóknarskýrslur hafa sett ráðamenn  fyrirtækisins á sakamannabekk " . - Sakamannabekkur, ergo Björgúlfur Thor.

 Nú er komið að okkur fávísum að leita ráða hjá FORSETA  ASÍ., sjálfum meistara Gylfa.

 Sá frómi drengur var spurður um endurkaup á "Högum" hjá manninum sem  " aðeins" skuldar - eitt þúsund milljarða - þ.e. Jóni Ásgeir.

Þá higstaði góði Gylfi - já, fékk nær í hálsinn !!

  Getur verið að "Samfylkingar-hjartað" hjá  forsetanum  hafi tekið aukaslag þegar spurt var um Baugsdrenginn ?? !!

 Ekki segja okkur fáfróðum - og illa upplýstum - að ennþá sé munur á Jóni og Séra Jóni ?? !!

 Fjárinn hafi það, en kannski er bara rétt sem Rómverjar sögðu.: "Non semper ea sunt quae videntur" - þ.e. " Hlutirnir eru ekki alltaf eins og þeir líta út fyrir að vera" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 21:14

7 identicon

nice work on your site i like the way you are working, its really awesome.

70-554 (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 04:21

8 identicon

I like your post its quite informative and i love to visit you again as you have done a wonderful job. i love to bookmark this site and would send it to other friends to read it and visit it to get upto date and quite interesting information

70-553 (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 04:22

9 identicon

Bjarni Harðarson, fyrrverandi þingmaður og núverandi bóksali á Selfossi, segir undarlegt að menn sem hafi stundað viðskipti þannig að hagkerfið verði í sárum næstu árin haldi áfram í viðskiptum í skjóli stjórnvalda og nefnir þar Bónus og Werne Holding Björgólfs Thors.

mcts 70-536 (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 04:23

10 identicon

Bjarni segir að með því skilyrði sem stjórnvöld setji að Björgólfur Thor fari út úr verkefninu er langlíklegast að framganur þess verði tryggður. „... eða hvernig halda menn að framgangur þess verði yfirhöfuð þegar rannsóknarskýrslur hafa sett forsvarsmann fyrirtækisins á sakamannabekk.

70-528 latest dumps (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 04:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband