Ofbeldi í glundroða

Glundroðaástand eru kjöraðstæður fyrir ofbeldi hverskonar, ekki bara líkamlegt heldur alveg eins pólitískt. Ögmundur Jónasson hefur nú opinberað þá umræðu sem var í gangi í hruninu þar sem nokkrir af ASÍ forkólfunum vildu nota bankahrunið til að knýja á um ESB-inngöngu. Umsóknin sem kom svo hálfu ári seinna var angi af sama ofbeldi en það er önnur saga. Ögmundur kallar þetta réttilega ofbeldi og það er mikilvægt að taka ofbeldismenn úr umferð, jafnt í pólitík sem annarsstaðar.

Sjá nánar á nýjum og frábærum fréttavef um Evrópumál, www.evropuvaktin.is 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Algjörlega rétt og satt hjá ykkur Ögmundi.  Ofbeldi var það og ofbeldi skal það heita.  Og takk fyrir pistilinn. 

Elle_, 28.4.2010 kl. 11:56

2 Smámynd: Elle_

En það var líka SA.

Elle_, 28.4.2010 kl. 11:58

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eftir að hafa í áratugi fylgst með pólitískri umræðu og póitliskri þróun man ég ekki eftir þjóðinni jafn ráðvilltri sem nú. Staðfesta og einurð formanns V.g. í stjórnarandstöðu varð mér efni til aðdáunar og svo var um marga fleiri.

Flokkurinn hlaut góða kosningu fyrir tæpu ári og þjóðin var óviðbúin þegar í ljós kom að Steingrímur J. sló undan fyrir Samfylkingunni þegar á fyrstu dögum Alþingis. Hann stóð að því að fyrir Alþingi voru lögð í upphafi þau tvö mál sem mest höfðu sundrað fólki og knúði fram niðurstöður í þeim báðum í fullri óþökk meirihluta þjóðarinnar.

Mér er þessi snúningur Steingríms og það ofbeldi sem hann hefur sýnt óbreyttum liðsmönnum sínum sem og fulltrúum flokksins á Alþingi nánast ósklijanlegur og jafnframt ótrúlega heimskulegur.

Mér er til efs að dæmi séu um á Íslandi svo heiftarlegt dómgreindarleysi hjá pólitíksum forystumanni. Jafnframt eykst að sjálfsögðu athygli þjóðarinnar á Alþingismönnunum Ögmundi, Lilju M. Guðfríði Lilju og Ásmundi Einari.

Ennþá vantar þjóðina öflugt stjórnmálaafl sem hún treystir til að segja henni satt og bjóða nýja framtíðarsýn með breyttum áherslum á gildi.

Allur fjórflokkurinn er sammála um að hefja endurreisnina með óbreyttum áherslum. Allir eru á núlli.

Árni Gunnarsson, 28.4.2010 kl. 14:06

4 identicon

Sammála þessum pistli.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 15:00

5 Smámynd: Elle_

Ásmundur Einar Daðason og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir kusu bæði með Icesave, Árni.  Ekki vekur það traust stærri hluta landsmanna.  Og í ofanálag hringsnérist Guðfriður Lilja í Icesave-málinu nákvæmlega eins og Steingrímur J.  Sigfússon snérist á hvolf í öllu.  Kannski vinna þau 2 þannig frábærlega vel saman og ekki treysti ég þeim lengur.  Og að vísu engum sem kýs með Icesave-nauðunginni.  Hinsvegar tek ég fullkomlega undir það sem þú skrifar að ofan um Steingrím og stjórnmálaflokkana í heild. 

Og í no. 1 að ofan átti ég við að umsóknin inn í EU hafi verið ofbeldi.

Elle_, 28.4.2010 kl. 15:00

6 Smámynd: Gísli Ingvarsson

ESB umsókn ofbeldi? Skilgreiningar fara hér með orðið ofbeldi í víddir sem kannski hæfa ljóðagerð á menntaskólastigi. Ótrúlegt hvað óheilbrigð umræða er smitandi.

Öfugmæla umræða andstæðinga ESB er komin í hóp "Tea party" umræðunnar í Bandaríkjunum: Obama er Hitler endurborinn. Hann er sósíalisti, múslimur og ólöglegur innflytjandi. Umbætur á heilbrigðistryggingakerfinu Bandaríska er alræðisstefna.

Samtök þjóðlegra einangrunarsinna kallar sig Heimssýn. Það er öfugmæli. Umsókn að stækkun athafnafrelsis þjóðarinnar um 6 0000 mílur er ofbeldi, jafnvel þó þjóðinn BERI að kjósa um slíkan samning. Auðvitað er ég enginn áróðursmeistari og kann ekki lingóið til að blekkja fólk með bullfrösum og þykja það fínt en það er greinilegt að skapandi rithöfundar og stjórnmálamenn svífast einskis í þessum efnum. Viðurstyggilegur pólitískur talsmáti ættaður frá trúvillingum miðríkja bandaríkannna er að festa sig í sessi hérlendis í krafti "umræðunnar". Við þessu ber að vara.

Gísli Ingvarsson, 28.4.2010 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband