Heim í heiðardalinn

Sigmund í Moggan 10. janúar 2006
Í kvöld er það Aratunga. Hversu oft sem ég fer upp í Tungur fylgir því alltaf ákveðin tilfinning sem togast milli þess að vera ljúf, stolt og skömmustuleg. Ljúf og stolt yfir þessari fóstru sem Tungurnar eru. Sár auðvitað yfir því sem Sigga Jóns kallaði einu sinni svik mín við heimasveitina. Í grein fyrir nokkrum árum sagði þessi mæta vinkona mín mér að hætta að skipta mér af þar efra enda hefði ég sofið hjá Árborgu í mörg ár. Vitandi vel að Siggu er því miður farið að standa alveg á sama hjá hverjum ég sef þá var sneiðin meistaralega orðuð og stundum held ég að okkur þessum burtfluttu sveitamönnum fylgi einhver draugur eftirsjár allt til enda. Eða hvað sagði ekki Stephan G.... Þótt þú langförull legðir o.s.frv. Stephan kallinn saknaði Skagafjarðar og ég oft og einatt Tungnanna þó ég sjái óljóst grilla í Tungnafjöllin hér út um kompugluggann minn.
En þetta er nú að verða meiri vellan hér á tölvuskjánum og sést kannski að ég er illa sofinn. Vona að það sjáist ekki í kvöld. Í gærkvöld var semsagt fyrsti sameiginlegi fundurinn haldinn á Flúðum og í kvöld er sá næsti og sá er í Aratungu, - byrjar klukkan 20:30 og á að enda tveimur tímum síðar. Guð láti gott á vita þar - það reynir mikið á fundastjórann sem verður Brynjar á Heiði. Miklu skiptir að hafa umræður snarpar og í kvöld held ég að það verði skorið svoldið á tímann sem menn hafa til að svara fyrirspurnum en hann var ómældur í gær...
Hef fengið margar kveðjur í dag í framhaldi af því að Sigmund teiknaði mig í Mogganum. Er sagt að þetta sé upphafið að því að vera alvöru stjórnmálamaður að vera orðinn viðfangsefni teiknarans góða. Hann hefur reyndar rissað mig einu sinni áður í tengslum við Draugasetrið en þessi mynd tekur þeirri langt fram þó ég láti nú alveg vera að kommentera á þá endaleysu að ég feti í fótspor Ómars Ragnarssonar. Það verður auðvitað aldrei!
Set svo hér inn nýja grein á eftir um virkjanamál og aðra um byggðamál á morgun. /-b

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GK

Fín mynd - flott prómó...

Bjallaðu á mig ef þig vantar einhverja aðstoð þessa dagana. Ég gæti verið nokkuð laus...

GK, 11.1.2007 kl. 00:13

2 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Já hún hefur alltaf verið orðheppin hún Sigríður frænka mín.

Gangi þér vel

Sigþrúður Harðardóttir

Sigþrúður Harðardóttir, 12.1.2007 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband