Hverju hafnaði ÓRG...

Það væri gaman að lifa ef Ólafur Ragnar hefði með ákvörðun sinni ákveðið að Íslendingar borgi alls ekki Icesave. Og enn skemmtilegra ef það væri einfaldlega ákvörðun hvers og eins og hvort hann tæki þátt í að borga bankarán Björgólfsfeðga í Hollandi og Bretlandi. Því miður er þetta ekki reyndin.

Með ákvörðun sinni hefur Ólafur einfaldlega ákveðið að Íslendingar eigi að borga Icesave en borga upphæðina einhvernveginn öðruvísi. Hvað sem múgsefjun líður var fráleitt af forsetanum að undirskrifa fyrstu Icesave-lögin en hafna svo þessum lögum nú. Vitaskuld er Icesave óréttmæt krafa öflugra nýlenduvelda en það er barnaskapur að ætla að bjóða heiminum öllum birginn. Samskonar barnaskapur og var stundaður af útrásarvíkingunum sem hugðust leggja heiminn að fótum sér. ÓRG hefur kannski verið of lengi í félagsskap slíkra manna.

Hér leika menn sér blygðunarlaust að alþjóðlegum og fjárhagslegum hagsmunum Íslands til þess að slá pólitískar keilur og í þeim leik er enginn munur á Ólafi og talsmönnum stjórnarandstöðunnar. Það er ekki víst að það verði léttbærara fyrir okkur mæta afarkostum Breta og Hollendinga í næstu umferð.

Líkurnar á að þetta verði til þess að við fáum miklu léttbærari Icesave-samninga eru einfaldlega hverfandi. Verði svo tökum við því öll fagnandi en ég efa stórlega að þetta sé klókt útspil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gleðilegt á Bjarni.

 Þú hefur greinilega haft í svo mörgu að snúast, ekki síst í bókalestri að þú hefur ekki haft tíma til að sökkva þér niður í Æsseif og það er fyrirgefið.

Ef til vill eru þetta eru þær keilur sem heppilegt  er að slá til að fá frama í VG? 

Sigurður Þórðarson, 5.1.2010 kl. 18:03

2 identicon

Glaepapakkid í Spillingarflokknum og Framsóknarspillingunni eiga sök á thví hvernig stada íslendinga er í dag.

AUDVITAD Á SLATTI AF THESSUM GLAEPALÝD AD FÁ FANGELSISDÓMA.

Haddi Pé (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 18:17

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég held að með þessu skrefi hafi Íslendingar snúið aðeins vörn í sókn. Það hefur farið óendanlega í taugarnar á mér upp á síðkastið hvað við höfum átt að bugta okkur og beygja fyrir bretum og hollendingum! Nú eru þeir orðnir skelkaðir um að við ætlum ekki að borga og hugsanlega náum við betri samningum fyrir vikið.

Ennfremur legg ég til að landhelgin verið færð í 500 mílur. Bara til að ganga endanlega fram af bretum!

Hrönn Sigurðardóttir, 5.1.2010 kl. 19:06

4 identicon

Stóri misskilningurinn í þessu máli er einmitt að Ísland er með þessu ekki að neita að borga skuldbindingar sínar, eins og þú segir réttilega í pistli þínum, Bjarni.

Munurinn er hins vegar sá að fjölmiðlar erlendis hafa ekki hundsvit hvað þetta mál fjallar um, og eru að slá upp fyrirsögnum byggðar á vanþekkingu og misskilningi, og segja sífellt "Íslendingar neita að borga Icesave"....

Þarna vantar sterklega upplýsingarstreymi til erlendra aðila en ég hef lúmskan grun um að bæði núverandi ríkisstjórn Íslands ásamt þeim bresku og hollensku séu kerfisbundið að leggja okkar litlu þjóð í einelti, hin íslenska í þágu langþráðrar ESB-aðildar, en hinar erlendu í nafni fjárhagslegrar kúgunar...

Viskan (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 19:18

5 identicon

Sæll Bjarni og gleðilegt ár

 Það kom að því að ég er þér samála og ég er heldur ekki hissa á fyrstu viðbrögðum erlendis enda hefur það verið hægur vandi að túlka ummæli ýmsa hér heima þannig að við ættum bara ekki að borga þessa skuld en nú bregður svo við að allir sem talað er við í dag segja við borgum þetta að sjálfsögðu bara ekki eins og ríkisstjórnin hefur samið heldur einhvern vegin öðruvísi en svo kemur ekkert meira.

Viðar Magnússon (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 20:23

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þetta var dýrkeypt spaug hjá forsetanum og ekki einu sinni fyndið.

Það var náttúrulega fásinna í upphafi að kjósa pólitíkus sem forseta og ég vona að þjóðin hafi vit á að gera það aldrei aftur.

Anna Einarsdóttir, 5.1.2010 kl. 20:55

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Mér líkar vel viðhorf Hrannar.

Tökum slaginn alla leið og látum Breta finna til tevatnsins.

Ragnhildur Kolka, 5.1.2010 kl. 22:26

8 Smámynd: Haraldur Hansson

Vitaskuld er Icesave óréttmæt krafa öflugra nýlenduvelda en það er barnaskapur að ætla að bjóða heiminum öllum birginn.

Nú jæja, hvað er svona barnalegt við það?

Í samskiptum vestrænna lýðræðisríkja á 21. öld á enginn að þurfa að vera hræddur við að leita réttar síns. Við eigum að sjálfsögðu að greiða það sem okkur ber, að lögum. Úr því hefur ekki fengist skorið. Það er sjálfsagt að fara fram á það en láta ekki hnefaréttinn ráða endalaust.

Uppgjöf er aldrei góð lausn. Synjunin í dag er vonandi aðeins fyrsta skrefið í rétta átt. Jafnvel þótt það kosti e.t.v. mótlæti um stund.

Haraldur Hansson, 5.1.2010 kl. 23:52

9 identicon

Í samskiptum vestrænna lýðræðisríkja á 21. öld á enginn að þurfa að vera hræddur við að leita réttar síns.

642-357 (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 06:57

10 identicon

Það var náttúrulega fásinna í upphafi að kjósa pólitíkus sem forseta og ég vona að þjóðin hafi vit á að gera það aldrei aftur.

642-359 (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 06:58

11 identicon

Glaepapakkid í Spillingarflokknum og Framsóknarspillingunni eiga sök á thví hvernig stada íslendinga er í dag.

642-062 (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 06:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband