Baráttan gegn fátæktinni

Baráttan gegn fátæktinni en brýnni nú en nokkru sinni áður. Í stað hennar hafa þrýstihópar og stjórnmálamenn staðið fyrir skaki um að ríkið gefi öllum pening með flötum niðurfærslum skulda. Þá yrði ríkum gefið mest og þeir fátækustu jafn fátækir og áður.

Harpa Njáls kommenterar á velferðarkerfið á Íslandi og hefur mikið til síns máls. Það er ólíðandi að stór hópur fólks eigi varla til hnífs og skeiðar og þurfi að standa í biðröðum hjálparsamtaka eftir matargjöfum.

Ein leiðin út úr þessum vanda er að efla stórlega velferðarkerfið en eitt og sér dugar það ekki. Það ekki síður mikilvægt að hækka lægstu laun sem eru í dag 150 þúsund krónur. Það segir sig sjálft að velferðarkerfið hlýtur alltaf að yfirbjóða slíka launataxta og þá er allt kerfið lent í alvarlegum vítahring. Þessi vítahringur og vaxandi fjöldi fátækra í landinu er stærsta pólitíska verkefni okkar daga. Þar þurfa ríki, þing, og sveitarfélög að taka höndum saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það urðu náttúruhamfarir. Ekki ósvipað jarðskjálfta. Ekki ósvipað jarðskjálftanum á suðurlandi fyrir tveimur árum. Fengu þá menn "gefins" úr viðlagasjóði? Og þá hinir ríku mest?

Nei, þetta tjón verður að bæta að hætti trygginga.

Marat (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 11:13

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sammála þér Bjarni. „Velferðarkerfið“ á Íslandi byggist á forsendum frjálshyggjunnar en ekki þeim sjónarmiðum sem uppi eru á hinum Norðurlöndunum.

Þegar Harpa sendi frá sér bók sína „Fátækt á Íslandi“ er sagt að Davíð hafi látið sér fátt um finnast og kvað þennan höfund ekki vera til. Nú er sá sami Davíð fólginn í einni sprungunni við Rauðavatn sem hann varaði svo eftirminnilega við fyrir 28 árum með hræðsluáróðri sínum. Spurning er hvenær sá tími upprennur þá enginn maður innan vébanda $jálfstæðisflokksins vill kannast við fallinn foringja sinn.

Nú vill reykjavíkuríhaldið bera stórfé í gólfáhugamenn meðan sífellt fleiri þurfa að sækja sér opinberrar aðstoðar í formi matgjafa.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 8.4.2010 kl. 12:10

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Bjarni!  Ég hlustaði á Hörpu á RÚV.  Hafi ég skilið hana rétt, þá er fátækt á Íslandi einfaldlega afleiðing af pólitískri stefnumótun nákvæmlega einsog sífelldur peningaskortur í heilbrigðiskerfinu.  Í eina tíð urðu allir stjórnmálaflokkar sammála um að "aðvitað" þyrfti að spara   (skera niður) í heilbrigðsiskerfinu.  Öfugt við Skandínava, sem forða þjóðfélagshópum með lágar tekjur frá fátækt, höfum við samþykkt fátæktina með þögn og aðgerðarleysi!  Við höfum ekki beitt skattakerfinu til tekjujöfnunar!  Það er til marks um áhugaleysið hér á landi um þessi mál, að ég þurfti að leita að bloggfærslum um málið. Þín færsla og færsla Björgvins Guðmundssonar eru einu færslunarnar sem ég ég fann um málið!  Fréttir af þessu máli er ekki að finna á Smugunni.  Vinstrigrænir bloggarar eru áhugalausir um málið!  Hvað segir það okkur?  Jú, sá flokkur er lika búinn að samþykkja ástandið!  Meirihluti svokallaðra jafnaðarmanna á íslandi hefur ekki hugmynd um hvað jafnaðarstefna er, og hefur heldur ekki áhuga á að vita það!  Sósialistar eru vandfundnir og undir sömu sök seldir!  Hér ríkir Thatcher-ismi:  Markaðurinn sér um fátæklingana!  Og stjórnmálaelítan er öll sammála um að hafa það þannig!  Fátæktin er ekki hennar mál, heldur mál góðgerðafúsra kellinga!

Auðun Gíslason, 8.4.2010 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband