Ólafur Arnarson undan sauðargærunni

Ólafur Arnarson sem ýmist titlar sig hagfræðing eða rithöfund er nú kominn undan sauðargærunni. Hann gengur nú fram af nokkurri einurð og ver útrásarvíkingana sem nú sitja í steininum enda lengi og kannski enn á launum hjá þeim.

Í bókinni Sofandi að feigðarósi (sem ég skrifaði um fyrir ári) upplýsir Ólafur að hann var fram að hruni sjálfur útrásarvíkingur, starfaði fyrir eitt af hinum kostulegu útrásarfyrirtækjum Jóns Ásgeirs og reynist Jóni og vinum hans trúr. Það er svoldið sætt. 

En það er ósmekklegt þegar menn skreyta sig titlum sem þeir standa illa undir, eðlilegast er að næst þegar Ólafur kemur fram í fjölmiðlum verði hann titlaður "Fyrrverandi útrásarvíkingur."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

"Eða talsmaður vafasamra viðskiptahátta"

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.5.2010 kl. 15:31

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Honum er ekki sjálfrátt aumingja manninum. Allur hans málflutningur einkennist af áráttu þráhyggju. Ég trúi ekki þeim sem saka hann um að vera leiguþý.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.5.2010 kl. 17:09

3 Smámynd: Flosi Kristjánsson

A Sheep in a Sheep's Clothing, var sagt um breskan stjórnmálamann á sínum tíma. Sá hinn sami hefði tekið undir með Ólafi Clausen, að það væri ekkert fyndið við að segja eins og ónefndur ritstjóri sagði um pólitískan andstæðing: "Það er ekki með sanngirni hægt að saka hann um að vera skemmtilegur"!!

Flosi Kristjánsson, 13.5.2010 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband