Sjá þeir ekki ljósið...

Mark Flanagan landsstjóri AGS á Íslandi kvað í vikunni upp með þá skoðun að kreppan á Íslandi væri grynnri og minni vegna þess að landið er með sinn eigin gjaldmiðil. Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar tók í sama streng. Þessu hafa efasemdarmenn um ESB aðild lengi haldið fram.

Össur Skarphéðinsson hafði fyrir nokkrum vikum áhyggjur af því að Jón landbúnaðarráðherra sæi ekki ljósið. Nú er greinilegt að það eru fleiri sem ekki sjá þetta ljós. Þeir einu sem hafa látið þá skoðun í ljósi síðustu daga að íslenska þjóðin eigi að ganga í ESB eru Belgar og örfáir belgingslegir menn sem gengu á dyr á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins.

Til gamans birti ég hér mynd sem Kristinn Ingvarsson ljósmyndari á Morgunblaðinu tók af tveimur mönnum að ráðslaga á flokksráðsfundi Vinstri grænna. Myndin er hreint listaverk þó mennirnir séu ekki smáfríðir. Það sama á við um þá og Flanagan, þeir hafa ekki séð ljósið.

bjarni_og_asmundur

 


mbl.is Erfiðara að bregðast við efnahagsáföllum með evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Það er greinilega ekki sama hvar hver kaupir gleraugun sín...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.6.2010 kl. 11:15

2 identicon

Félagi Bjarni !

 Laukrétt að þú og bóndinn ungi hafið blessunarlega ekki séð ljós Össurar og hans preláta - hinsvegar hafið þið séð kjarna málsins varðandi " 17.júní umsóknina".

 Þann sama kjarna hafa einnig - sem betur fer - um 70% landa ykkar séð.

 Og lengi getur smátt smækkað hjá ESB., liðinu.

 Matvælaverð.

 Verðmunur aðeins 4% hærra hjá okkur í samanburði við meðalverð 27 Evruþóða !

 Óþarfi að nefna að á Evrópuþinginu eru 736 þingmenn.

 Íslendingar fengju 4 sæti - eða 0,5% þingsæta !

 Og Össur og fylgilið fullyrðir að landið fengi "mikið vægi" !!

 "Nú skyldi ég hlæja væri ég ekki dauð" sagði kerling forðum

 Um ESB., trúboðið má hinsvegar segja sem Rómverjar forðum.: " Qui nescit dissimulare nescit vivere", þ.e. " Sá sem ekki kann að blekkja , kann vart heldur að lifa" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 15:05

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Mögnuð mynd af þér :)

Finnur Bárðarson, 30.6.2010 kl. 15:19

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

alveg sama hvar i flokki þú ert Bjarni/húmorinn er i lagi/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 30.6.2010 kl. 17:53

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það mættu fleiri taka sér Bjarna til fyrirmyndar, engin viðkvæmni fyrir sjálfum sér :)

Finnur Bárðarson, 30.6.2010 kl. 20:25

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það væru mikil mistök að ætla sér að taka upp Evru.

Ég bendi á eigin færslu:-

http://einarbb.blog.is/blog/einarbb/entry/1070350/

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.7.2010 kl. 01:28

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það vanta í þessa færslu hjá þér Bjarni Harðarson að ef við hefðum verið komin inn í ESB eins og til stóð á 10 áratugnum að gera í kjölfar EES samningsins.

Þá hefði kreppan ekki orðið nema svipur hjá sjón hér á landi og kjararýnunin nánast engin. Þetta er hin hliðin á þessum sama pening og sú sem með réttu á að snúa upp.

Þessi krónudýrkun er bara gamaldags raus sem æ færri trúa nú til dags.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.7.2010 kl. 03:48

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hómfríður - þessi fullyrðing þín er algerlega rakalaus. Hún kemur oft fram, en við værum í enn verri stöðu.

Við værum í svipaðri stöðu og Spánn - en bankakerfið þar er að hrynja svo bráðum verður staða Spánar nákvæmlega eins. Eins og hér, var þar bóluhagkerfi. Eins og hér, eru gríðarlega íþyngjandi skuldir á almenningi og fyrirtækjum, sem hafa orðið óbærilegar.

En, Spánn getur ekki fellt gengið - né getur Grikkland það, né getur Portúgal það.

Það gerir stöðu þeirra landa verri.+

-----------------------

Þar að auki hentar Evran okkur alls ekki sem gjaldmiðill eins og ég útskýri hérna:

http://einarbb.blog.is/blog/einarbb/entry/1070350/

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.7.2010 kl. 11:20

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég bendi fólki á grein Paul Krugman: http://krugman.blogs.nytimes.com/2010/06/30/the-icelandic-post-crisis-miracle/

En, Stiglitz sagði einnig að krónan væri að gera okkur meira gagn en ógang.

Svo nú hafa 2 nóbelsverðlaunahagar í hagfræði, tjáð sig og sagt krónuna vera okkur hagfellda.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.7.2010 kl. 14:53

10 identicon

Frú Hólmfríður er þó aðeins að reyna að bæta í bætifláka fyrir alla afleiki og rakaleysi ESB trúboðsins.

En húsmóðirin frá Hvammstanga hefur samt ekkert í þessa þekktu Nóbelsverlaunahafa hagfræðinnar þá Dr Stiglitz og Paul Krugman.

Sem báðir vara okkur við evru aðild og hæla krónunni sem mikilvægu verkfæri til að byggja upp heilbrigðan og öflugan efnahag að nýju.

En allur málatilbúnaður ESB trúboðsins stendur nú allur í björtu báli og þar stendur ekki steinn yfir steini.

Enginn furða að þjóðin hafi nú algerlega hafnað ESB trúboðinu og þeirra öfgafullu ESB trúarbrögðum.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 13:18

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég get bætt við hlekk á hann Stiglitz.

Hlustið á Stiglitz: Stiglitz í Háskóla Íslands, fyrirspurnartími ásamt öðrum hagfr.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.7.2010 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband