Hinn fullkomni og faglegi

Gylfi Magnússon er í vægast sagt þröngri stöðu og varla sætt lengur. Það athyglisverðasta í þessu er kuskið sem komið er á hinn faglega.

Átrúnaðarfólk á bírókrat hafa lengi trúað að það væri hægt að finna vammlausa fagmenn til að stjórna landinu í staðin fyrir hina mikið misheppnuðu stjórnmálamenn. Gylfi Magnússon var svoleiðis maður, hylltur í búsáhaldabyltingunni sem hinn faglegi gagnrýnandi og síðan lyft í ráðherrastól án þess að fara í nokkru sinni í gegnum nálarauga kosninga.

Það sem gerir stjórnmálamenn öðrum ófullkomnari í augum almennings er að fólk þekkir þá svo vel. Nú höfum við fengið að kynnast faglegum stjórnmálamanni og hvað gerist. Hann er þá ófullkominn líka og áhöld um að hann segi alltaf satt.

Vond þessi veröld.


mbl.is Upplýsti yfirmenn sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gæfuleysi Gylfa segir í sjálfu sér ekki neitt annað en það, að fleiri en stjórnmálamenn geta farið illa að ráðu sínu.

Vantraust á íslenskum stjórnmálamönnum stafar ekki af því að almenningur þekki þá svo vel. Hið algera vantraust er nýtilkomið. Í landinu hafa orðið atburðir sem réttilega hafa rúið tiltrú þjóðarinnar á stjórnmálaflokkunum og stjórnmálamönnum. Reyndar þannig að ekki finnast fordæmi fyrir öðru eins.

Við því þarf að bregðast. Skipa þarf utanþingsstjórn í landinu. Það hefði átt að gera í síðasta lagi daginn eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom út.

"Þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna eiga að hafa forgöngu um að setja saman ríkisstjórn sem skipuð er fólki sem ekki á sæti á Alþingi og stendur utan stjórnmálaflokka. Með öðrum orðum, koma á ríkisstjórn sem almenningur getur treyst og borið virðingu fyrir. Nóg er af trúverðugu fólki úti í samfélaginu en Alþingi býr við fordæmalaust vantraust. Það er bláköld staðreynd sem þingmenn verða að horfast í augu við. Rakið er að óska eftir því að þau sem sátu í rannsóknarnefnd Alþingis taki sæti í ríkisstjórn. Páll Hreinsson, Sigríður Benediktsdóttir og Tryggvi Gunnarsson hafa áunnið sér traust og virðingu almennings og þekkja ástand samfélagsins betur en flestir aðrir."

http://dagskammtur.wordpress.com/2010/04/28/eiga-%C3%BEau-engin-upporvandi-svor/

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 08:47

2 identicon

Hjörtur. Nú er Gylfi eini utanþingsráðherrann. Úr því að hann stendur höllum fæti, hvernig er þá hægt að álykta að þeir eigi allir að vera utanþings?

Doddi (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 08:56

3 identicon

Ég gleymdi því, að dómsmálaráðherra er einnig utanþings. En hún er einnig frekar völt í sessi, sýnist mér.

Doddi (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 09:29

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sveinn hinn Ungi, þú verður að fara rétt með Ragna Árnadóttir besti og virkasti ráðherra "ríkisstjórnar fólksins" er utanþingsráðherra.  Gylfi er "undantekningin sem sannar regluna"...................

Jóhann Elíasson, 12.8.2010 kl. 09:31

5 Smámynd: Einar Guðjónsson

Svo reyndist hann bara vera hugmyndalaus kennarasleikja og þegar upp er staðið þá laug hann sig inn í ríkisstjórn og hefur ekki umboð neinna nema greiningardeildar Landsbankans.

Einar Guðjónsson, 12.8.2010 kl. 10:59

6 identicon

"UNDANTEKNINGIN SEM SANNREYNIR REGLUNA"

Þessi málsháttur er alltof oft rangur!

Pétur Einarsson (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 11:00

7 identicon

Sveinn ungi. Ég vitna til fyrri athugasemdar minnar:

"Gæfuleysi Gylfa segir í sjálfu sér ekki neitt annað en það, að fleiri en stjórnmálamenn geta farið illa að ráði sínu."

Mikilvægast er að landið fá stjórn sem almenningur getur borið traust til. Ég útskýrði annars hugmynd mína að nokkru leyti hér:

http://dagskammtur.wordpress.com/2010/04/28/eiga-%C3%BEau-engin-upporvandi-svor/

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 11:30

8 identicon

Ertu að segja mér að það alvarlegasta sem Gylfi hefur gert er að segjast ekki hafa séð umrætt lögfræðiálit? Og ef hann hefði séð þetta lögfræðiálit, hverju hefði það breytt. Gylfi hefði aldrei farið að skýra almenningi eða alþingi frá því sem stóð í þessu álti áður en dómu hæsta réttar féll, enda ekki hans hlutverk að skera úr um lögmæti lána, þannig að ég sé ekki hvað málið er.

Er ekki verið að gera úlfvalda úr mýflugu?

Bjöggi (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 13:16

9 identicon

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 13:19

10 identicon

Eina sem ég veit að Gylfi hefur verið faglgur í öllum ákvörðunartökum sem ráðherra og það hefur farið í taugarnar á mörgum, sérstaklega stjórnarandstöðunni.

Bjöggi (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 13:22

11 Smámynd: Vendetta

"Gylfi er "undantekningin sem sannar regluna"................."

Jóhann, þessi málsháttur er rangur vegna rangrar þýðingar. Rétt þýðing er "undantekningin reynir á regluna" eða "undantekningin prófar regluna", sem er bein þýðing af upphaflegu latnesku útgáfunni "exemptio proba regula" enda þýðir probare á latínu að prófa, reyna á auk þess að þýða sanna. Á ensku breyttist merkingin á orðinu proven, sem á miðaldarensku þýddi bæði prófa og sanna, þannig að merking orðsons prove í nútímaensku er nær eingöngu notað í merkingunni að sanna, en hin merkingin, að prófa (to test the quality of) lifir áfram í málshættinum "the exemption proves the rule".

Þess vegna er það íslenzka þýðingin, sem virðist vera fengin úr ensku, sem er alröng og ætti að breyta í samræmi við það sem er undirstrikað hér fyrir ofan. Það er engin furða þótt margir hafi klórað sér í hausnum yfir þessum málshætti, eins og Pétur bendir á.

Vendetta, 12.8.2010 kl. 13:23

12 Smámynd: Auðun Gíslason

Mér finnst nú þetta mál ekki snúast um Gylfa greyið eingöngu!  Heldur alla ríkisstjórnina!  Hún hefur snúið baki við almenningi, sem kemur fram í aðgerðarleysinu fyrir heimilin og fjölskyldurnar í landinu!  Fjármálastofnanir eiga hug hennar allan.  Leyndarhyggjan veldur þessu fáti í kringum lögfræðiálitin.  Leyndarhyggjan veldur mörgu í Magma-málinu, t.d. að ekki mátti skipa Svein Margeirsson í nýju nefndina um málið.  Hér gengur allt á afturfótunum vegna leyndarhyggju og auðvaldsdekurs Samfylkingar-Blairistanna og Vg-ráðherrarnir taka fullan þátt í því án umboðs grasrótar flokksins.  Þarft þú ekki að endurskoða veru þína í Vg, Bjarni minn?

Auðun Gíslason, 12.8.2010 kl. 16:57

13 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góður pistill Bjarni.

Mikið rétt.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.8.2010 kl. 01:23

14 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ef þið hafið ekki tekið eftir því þá eru flest allir ráðherrar þessarar stórnar sem nú er við völd landráðamenn og vinna að því virðist skipulega gegn okkur almenningi með bankakerfinu og útrásarmafíunni!

Sigurður Haraldsson, 16.8.2010 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband