Lasinn og sæll...

Það hljómar eins og bilun að njóta þess að vera með kvefpest enda góð heilsa mikils virði. En þegar maður er alla jafna svo sæll að búa að góðri heilsu getur einn dagur undir sæng í mátulegri vesöld verið hvíld frá erli dagsins.

Ég hefði eiginlega átt að liggja í gær en þá var útgáfuteiti okkar Sigurðar fóts sem tókst afskaplega vel og var firna vel sótt. Kærar þakkir til ykkar allra sem mættuð. Í dag hefi ég svo legið undir sæng og lesið og dormað.Ef mér tekst að liggja þetta úr mér um helgina er ég sáttur, verra að þurfa að liggja á mánudag... eiginlega afleitt.

Í þessum heimi bókanna koma fyrir rangæskir hríshaldarar, örlyndar skaftfellskar konur, örvinglaðir kvennamenn og gufuruglaðar barflugur. Nú er ég farinn undir sængina aftur...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband