Sem betur fer ekki óléttur

Hef verið hálfvegis undarlegur undanfarna daga. Byrjaði á fimmtudag með ógleði annað slagið, minnkandi löngun í kaffi og almennu náttúruleysi til kvenna. Bráði svo af mér þess í milli þannig að ég hafði eðlilegt sálarlíf og drakk kaffi lengst af. Eftir að hafa farið í huganum yfir helstu sjúkdómsgreiningar kom eiginlega bara ein til greina sem er ólétta. Kannski afleiðing af því að vera á leiðinni með að verða þingmaður Suðursveitar en þar í hreppi hafa jafnt konur sem karlar átt það til að taka léttasótt.

 

Mér var því eiginlega létt þegar þessi krankleiki svo braust út í gærkvöldi með háum hita og beinverkjum sem staðfesting á að ég væri þá bara með flensu sem hefði verið svona lengi að ná sér á strik. Nú hef ég sofið meira og minna í 20 tíma og er heldur að hjarna við en samt ekki meira en svo að ég skrifa ekki meira í bili. Verð til dæmis að frábiðja mér í bili að lesa yfir stefnuræðu Adda Kidda Gau sem hann flutti á landsfundi sínum og hefur verið vitnað til sem rasisma. En ég lofa að kíkja á hana um leið ég hef heilsu til og halda þá áfram að tala um innflytjendamál sem talsvert er bloggað um þessa dagana, m.a. útfrá kommenti mínu í gær.

 

Í bili verð ég að láta duga af vitrænni umræðu greinar sem hafa  verið í blöðum eftir mig síðustu daga, hendi inn einni í dag og annarri síðar…


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Kvitt kvitt

Josiha, 3.2.2007 kl. 21:14

2 identicon

Er hann ekki að koma í ljós þingmaðurinn sem þú ert búinn að bera í maganum öll þessi ár

Tómas (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 02:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband