Leynivopnið er candífloss...

Hátt í þúsund manns mættu á útihátíð Framsóknar á gamla Hafnarplaninu á Selfossi, borðuðu 400 vöfflur, 500 pylsur og óteljandi íspinna og candífloss. Aðsóknin í gær var ekki alveg eins góð en þá var sambærileg hátíð í Reykjanesbæ. Mestu réði að þar viðraði ekki vel en hér á Selfossi fengum við við sól og íslenskan vorþyt. Myndin hér til hliðar er af okkur Guðna á skrafi undir dagskránni í img_4313_stdReykjanesbæ og ekki annað að gera en að beygja sig hvor að öðrum enda yfirgnæfði frábær söngur Harasystra bæði regn og vind og fékk mann til gleyma því hvað veðrið var hryssingslegt!Skemmtilegt var svo í dag að hafa hið fornfræga íhaldsplan Hafnarkaupfélagsins undir. Hér stigu á stokk Íma tröllastelpa, Harasystur, Hljómsveitin Vein og frambjóðandinn Fjóla Ólafsdóttir og voru hvert öðru betra. Ég fann kannski mest til mín að horfa á son minn 14 ára syngja af lífi og sál en grunar samt að leynivopn samkomunnar og það sem laðaði flestar fjölskyldur að hafi verið kandíflossvélin sem þau Bryndís Gunnlaugs, Haukur Gíslason og fleiri stýrðu af mikilli fagmennsku. Allan daginn var standandi röð við þessa vél alveg út að götu og undir lokin var vafamál hvort var sykursætara, kandíflosspinnarnir eða peysan hjá Hauki sem var orðinn bleik á litinn af sykurtjásum,- sbr. mynd!img_4405_std

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn ein biðröðin handa Samfylkingunni að útrýma? Davíð: " Þar sem eitthvað er ókeypis, þar er biðröð"

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 23:46

2 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Eigi freistar mín kandíflossið. En ef það væri nú sviðasulta ...

Hlynur Þór Magnússon, 7.5.2007 kl. 10:08

3 Smámynd: Þórbergur Torfason

Góður Hlynur. Fyrir framsókn er fínt að nota kandíflossið það límir saman talfærin. ´

Áfram framsókn úr flokknum ekkert stopp!!

Þórbergur Torfason, 7.5.2007 kl. 22:43

4 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Gaman að þessu, bregður lit á kosningavorið.

Ester Sveinbjarnardóttir, 8.5.2007 kl. 07:44

5 identicon

Takk fyrir mig, þetta var vel heppnaður dagur.

Fríður Esther (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 11:54

6 identicon

Hefði ekki verið betra að vinna eitthvað í tannverndarmálum barna og unglinga heldur en að freista þeirra með Kandíflossi? Spyr sá sem aldrei neitt veit.  Hm, hver er summan af þremur og fjórum?

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband