Ráðherrar sem ráða bæði nútíð, framtíð - & FORTÍÐ!

S5000993Valdagírugustu mönnum mannkynssögunnar hefur yfirleitt ekki dugað að ráða öllu í nútíð og framtíð, - þeir detta fyrr eða síðar í þann fúapytt að reyna að ráða einnig fortíðinni. Endurskrifa söguna eftir eigin duttlungum og hagsmunum, þvert á staðreyndir. Farsinn um Grímseyjarferjuna er gott dæmi um raunalega barátta stjórnmálamanna sem þræta fyrir eigin gerðir og skella skollaeyrum við því sem öllum er þó augljóst.

Ómæld fjárveiting!

Eftir viðtal Þóris Guðmundssonar fréttamanns við Geir H. Haarde forsætisráðherra í hádeginu í dag verður að telja vonlítið að ráðamenn í Sjálfstæðisflokki gangist hjálparlaust við sannleikanum. Það er ótrúlegt að heyra sjálfan forsætisráðherra halda því fram þvert ofan í gögn að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hafi ekki vitað hvað fór fram og að ákvarðanir um málið hafi verið utan ráðuneytisins. Bréfið sem birt er hér á síðunni er samt úr skjalasafni Samgönguráðuneytis.

Margir í Sjálfstæðisflokki telja ef til vill að þeir búi nú við svo sterka stöðu að þeim komi það lítið við hvað er rétt og hvað er rangt. Þeir stjórnherrar hafa víst verið til sem ákveðið hafa það sjálfir og einir hvað telst satt og hvað ósatt. Getur það verið að slíkir tímar séu nú runnir upp á Íslandi með 80% ríkisstjórninni, fákeppni á fjölmiðlamarkaði og vaxandi andvaraleysi?

Í stuttu máli snýst Grímseyjarferjumálið sjálft fyrst og fremst um subbuskap þess valdhafa sem ekki telur sig lengur þurfa að fylgja almennum reglum. Veitt er ómæld og takmarkalaus fjárveiting til endurbóta á skipi sem sigla á milli Grímseyjar og lands án þess að slík fjárveiting eigi sér nokkra stoð í lögum. Við meðferð fjárlaga er hvergi gerð tilraun til að gera gerninginn löglegan með því að fá viðgerðirnar inn í fjárlög. Þar með komst ráðuneytið hjá því að málið færi hefðbundna leið í umfjöllun þingsins og öll framkvæmd málsins var með þeim endemum að í dag vill enginn kannast við ábyrgð af einstökum verkþáttum.

En stærst í þessu máli er hinn bleiki fíll afneitunarinnar. Sá dæmafái hroki að fjármálaráðherra, forsætisráðherra og tveir samgönguráðherrar skuli sammælast um að skrökva að þjóðinni og koma sök sem þeir Árni Mathisen og Sturla Böðvarsson eiga óskipta upp á embættismenn. Fyrst verkfræðing sem hvorugur þessara nennti þó að taka mark á og síðan vegamálastjóra sem þó gerði aldrei annað en að fara eftir bréflegum fyrirmælum í stórmerku bréfi frá 25. nóvember síðastliðnum - sem birt er hér í mynd á síðunni (smellið á myndina til að fá bréfið í stærri og læsilegri mynd.)

Yfirdráttur sem vöntun nemur! 

Í nefndu bréfi sem undirritað er af starfsmönnum fjármálaráðuneytis og vegamálastjóra er í fyrsta lagi ákveðið að nota megi ómælt ónotað vegagerðarfé í lagfæringar á Grímseyjarferju. Slík almenn heimild er langt umfram það sem réttlætanlegt getur talist og ekki í neinu samræmi við venjur eða góða stjórnsýslu. En út yfir tekur þó í lokasetningu bréfsins:

"Hafi Vegagerðin ekki svigrúm til þess að nýta ónotaðar fjárheimildir mun fjármálaráðuneytið heimila yfirdrátt sem þessari vöntun nemur."

Hvenær áður hefur ráðuneyti veitt ómælda heimild "sem vöntun nemur." Það vita það allir sem hafa snefil af þekkingu á stjórnsýslunni að það er útilokað að gerningur þessi sé gerður án vitundar ráðherra bæði í fjármálaráðuneyti og samgönguráðuneyti. Og það ennfremur algerlega ljóst að hér birtist mjög skýr brotavilji gagnvart íslenskri stjórnsýslu og gagnvart 40. grein Stjórnarskrárinnar og þar með eiðrof þeirra stjórnmálamanna sem að gerningi þessum standa en sitjandi alþingismenn gefa þingi og þjóð drengskaparheit um það að fylgja stjórnarskránni.

Eiðrof stjórnmálamanna

5-220

Fjármálaráðherra og þáverandi samgönguráðherra var í lófa lagið að standa að máli þessu meiri sóma og það var enginn sá ágreiningur eða erfiðleikar við samþykkt þess sem kölluðu á þau vítaverðu vinnubrögð sem viðhöfð voru. Allt málið er talandi dæmi um að allt vald spillir. Það gerspillir á löngum tíma eins og við sjáum af þætti Sjálfstæðisflokksins. Ráðherrar sem sitja í stólum feðra sinna áratugum saman hættir til að telja sig eiga ríkissjóð og mega kristjan_mollermeðhöndla og sniðganga Alþíngi að eigin geðþótta. Mega tala digurbarkalega við flokksbræður sína í blaðamannastétt og geta sagt stofnun á borð við Ríkisendurskoðun að halda munni,- enda er það forseti Alþingis sem er æðsti yfirboðari þeirrar stofnunar og heitir óvart Sturla Böðvarsson,- hvar skyldum við nú hafa heyrt það nafn áður!

En málið er líka dæmi um að vald getur í einstaka fágætum tilvikum spillt á raunalegum stuttum tíma eins og sést af grátbroslegum þætti núverandi samgönguráðherra, Kristjáns Möller.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mjög svo athyglisverð grein Bjarni /maður skammast sín fyrir að kjósa þessa menn,sem ekki viðurkenna mistök sín/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 2.9.2007 kl. 00:29

2 Smámynd: halkatla

halkatla, 2.9.2007 kl. 19:41

3 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Bravó Bjarni, svona á að gera þetta. Það er kominn tími til að menn axli ábyrgð gjörða sinna.

Heimir Eyvindarson, 2.9.2007 kl. 19:48

4 identicon

Já og söluna á VIS.  Það að heyra framsóknarmann tala um slæmt siðferði annara í pólitík og að völd gera menn siðblinda er svona einsog að hlusta á Árna Johnsen sverja af sér þjófnað!!

Björn (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 22:08

5 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Trúnaðarbrot?

Bjarni, ertu ekki að brjóta trúnað með að leka þessu á netið?  Hvað er svona slæmt í þessu bréfi?

Ef er eitthvað klúður í gangi er ábyrgðin þá ekki líka hjá Framsóknarflokknum sem var þá einnig í ríkisstjórn?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 2.9.2007 kl. 23:37

6 Smámynd: Bjarni Harðarson

þakka kommentin - ég keypti ekki vís og ekki heldur búnaðarbankann og það gerðu engir þeir menn sem voru á þeim tíma kjörnir til trúnaðarstarfa - mun annars fjalla aðeins um þann spillingarstimpil sem er á okkur framsóknarmönnum innan tíðar, - það alveg öruggt að margt leynist í þokunni!

Bjarni Harðarson, 2.9.2007 kl. 23:39

7 identicon

Ég held, Gísli Bergsveinn, að Sjálfstæðismenn eigi þetta mál einir og muni nú þurfa að svara fyrir það sjálfir og geti ekki lengur látið aðra axla ábyrgð á skítamálum fyrir sig.

Birkir (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 23:48

8 identicon

Hvar náðiru í skjalið og hvernig? Var því nokkuð laumað út úr einhverju ráðuneyti? Mundu svo að það eru ekki ráðherrarnir sem skrifa farsann. Farsann og fjölmiðlafárið skrifa fjölmiðlarnir sjálfir og þeir þingmenn sem telja sig geta veitt atkvæði á því að ata aðra stjórnmála menn auri.

Það má vel vera að einhverjir eigi þann aur sem stjórnarandstöðuþingmenn eru að kasta skilið en það sem ég sé í þessu skjali er tilraun manna að halda verkefninu gangandi. Það er nefninlega öruggt að ef verktakinn hefði hætt að fá peninga, þá stoppar verkið.

Það er nákvæmlega ekkert óvenjulegt við þetta mál. Þetta gerist einfaldlega alltaf þegar menn fara af stað með eitthvað verkefni án þess að skilgreina nákvæmlega hver niðurstaðann á að vera. Auðvitað hefðu menn átt að setjast niður fyrirfram og ákveða hvaða kröfur átti að gera til ferjunnar. Kröfurnar t.d. frá Grímseyingum eiga náttúrulega alls ekki að koma eftir á. Hefðu þær legið fyrir fyrirfram er t.d. mjög líklegt að þær forsendur sem skipatækniverkfræðingurinn sem skoðaði skipið í upphafi hefðu verð allt aðrar og hann hefði kanski aldrei mælt með því að skiptið yrði keypt.

Núna eiga menn einfaldlega að setjast niður og skoða hvað fór úrskeiðis. En ég fordæmi harkalega þá sem fara að nota gífuryrði eins og hneykslismál og hrópa á uppsögn. Verkefni á vegum hins opinbera fara oft fram úr fjárhagsáætlun. Það gerðist líka í tíð Framsóknarflokksins í ríkisstjórn og ekki sögðu menn af sér þá. Verkefni fara fram úr fjárhagsáætlun vegna þess að menn ákveða ekki í upphafi hver útkoman á að vera og kröfur koma fram eða breytast eftirá.

Jóhann P (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 23:50

9 identicon

Stundum er það skrítið að lesa athugasemdir manna,sérlega í þessu máli.

Það er bara gott mál ef Bjarni upplýsir um þetta skjal,hafa ber líka í huga að hann var ekki á þingi er þessar ákvarðanir voru teknar þótt eflaust hafi þáttur Framsóknar verið eitthver allavega sem samstarfsflokkur full ábyrgð.

Grímseyjingar að koma fram með sínar kröfur fyrr,á hvaða landi býr  viðkomandi,kröfur Grímseyjinga um aðbúnað á væntalegri ferju hafa legið fyrir frá því um árið 2000,en eftir kaupin sem ekki voru af þeim standard sem reiknað var með,voru þeir neyddir til að leggja fram sínar kröfur og eru þær miðaðar út frá búnaði Sæfara sem þjónað hefur dyggilega.

Staðreynd; það var keypt skip sem allir sem vit höfðu á vildu ekki og munaði um 100 milj á því verði sem ásættanlegt var og kostnaður allur miðaður við viðgerðir á ódýru svæði sem Íslendingar hafa verslað mikið við,fyrrum eigandi skipsins viðukennir í viðtali að viðhald skipsins hafi verið minna en ekki neitt,allt látið danka vél,bolur og siglingartæki.

Núverandi Samgönguráherra sem fór mikin fyrir kostnigar og notaði stór orð um þetta mál,reynir að klína þessu á ráðgefandi aðila,en hans ráð voru höfð að engu og kostaðaráættlun hans að engu höfð hvorki um kaup né viðgerðarstað.

Fyrrverandi ráðherra sem ábyrgðarmaður telur sig ekki vanhæfan til að fjalla um þessi mál sem Forseti alþingis,Fjármálaráðherra gefur út óútfylltan víxil fyrir vanskapnaðinum,og hinir samráðherrarnir loka þverrifunni með slaufu og þykjast ekkert vita.

Allt sem er dregið fram í dagsljósið í þessu máli er af hinu góða og ég persónulega tel Bjarna meiri mann og lofa góðu um komandi þingsetu hans.

Hverjir sitja í leiðindum vegna þessa máls,no 1 Grímseyjingar sem væntu þess að þeir sem hluti af okkar þjóð væntu sömu þjónustu og aðrir landsmenn en hafa ekki fengið annað en ásakanir,No 2 Ráðgefandi sérfræðingar sem lögðu fram ákveðið mat sem að engu er haft,en ásakaðir um að bera ábyrgð á vittleysunni engu að síður,no 3 þeir sem vilja draga fram hið rétta í málinu eru ásakaðir fyrir flokkadrætti og lýðskrum,er það ekki hluti af rökfræðinni að þegar og ef þú lendir í þrotum,að ata andstæðingin aur svo meginmálið gleymist,?????

Þakka þér Bjarni fyrir að birta þessar upplýsingar,það verður erfiðara fyrir þá sem ábyrgð bera að koma sér undan þessu,því meiri staðreyndir sem koma fram,því erfiðara að koma sér undan ábyrgð og það er löngu kominn tími á að aðrir en Guðmundur Árni axli ábyrgð,verst að Framsókn hafði engan frambærilegan kandidat í Rvk.  

S Þorsteinsson (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 02:17

10 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Sæll Bjarni. 

Þakka þér fyrir að koma með þetta upp á yfirborðið þetta er enn aug´ljósara hverjir bera ábyrgð á þessu máli.  Hlutur Árna Matt er rosalegur í þessu máli og það er ekki spurning.  Og hitt er annað Sturla Böðvarsson FORSETI ALÞINGIS OG HANDHAFI FORSETAVALDS er búin að ljúga opinberlega um þetta mál og á þara af leiðandi að segja af sér þingmennsku.

Einar Vignir Einarsson, 3.9.2007 kl. 07:22

11 Smámynd: Áddni

Mér þykir sérlega ólíklegt að nokkur segi af sér í þessu máli. Íslenskir stjórnmálamenn vita ekki hvað orðið ábyrgð þýðir, og hafa enga samvisku þegar að það kemur að almannafé. Gott hjá Bjarna að ljóstra upp um þetta með þessu skjali!

Hinsvegar er ég hræddur um að eftir 1-2 mánuði verði þetta mál komið undir feld aftur og allir hættir að tala um þetta, þannig er nú bara gullfiskaminni fjölmiðla, og skortur á þrautseygju almennings til að fylgja þessu enn frekar eftir.

Af hverju er Ísland að verða þannig að fólkið er hrætt við stjórnvöld, en ekki öfugt ?

Á þetta ekki að heita lýðræði ? 

Áddni, 3.9.2007 kl. 08:06

12 Smámynd: Haukur Nikulásson

Á Íslandi geta stjórnmálamenn logið og stolið blákalt án þess að það komi þeim í koll. Hér virðist ríkja svo mikill skortur á heiðarlegu fólki að dæmdir þjófar eru kosnir á þing til að fylla upp í illa launuð störfin á Alþingi. Eftir svoleiðis kosningar kemur manni ekkert á óvart lengur.

Þó svo að Bjarni eigi heiður skilinn fyrir að vilja hafa sannleikann að vopni er nú ljóst að hann verður útilokaður frá frekari gögnum. Þeir sem starfa með honum í þinginu munu einfaldlega hindra að viðkvæm gögn komi þar fram á nefndarfundum.

Þetta verður kaldur vetur hjá Bjarna Harðarsyni. Það er ekki nóg að þingmenn séu heiðarlegir, þeir þurfa líka hugrekki til að standa á meiningu sinni og taka áhættu.

Stjórnarþingmenn verða flestir í þagnarbindindi því það er ósamræmanlegt að gaspra um spillingu á sama tíma og þeir bíða eftir upphefð í pólitík.

Haukur Nikulásson, 3.9.2007 kl. 10:54

13 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Nafni minn 

Það er með þetta, eins og gömul fyllerí,  menn vilja gleyma þeim.

Annars, var það ekki núverandi Samgönguráðherra, sem fór mjög í ferjumálum fyrir sitt kjördæmi og var ekki á honum að heyra, að ekkert væri félögum hans of gott í þeim efnum?

Svo er ekki úr vegi, að minna svona í forbifarten á Héðinsfjarðagöngin.  Hvað eru tölurnar þar komnar í, í endurskoðaðri áætlun?

Heyrði á tal fugla sem flóu framhjá mér, að núverandi áætlun hljóði uppá 14 milljarða og þá Á EFTIR AÐ TAKA VEGINN um Héðinsfjörð inn í útreikningana.

Sunnudagsbíltúrar Siglfirðinga gerast nú dýrir okkur hinum.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 3.9.2007 kl. 11:14

14 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Það er ýmislegt sem verður að upplýsa í samgöngumálum landsmanna.

Héðinsfjarðargöng eru grátleg meðferð á almannafé á meðan enn eru ómalbikaðir kaflar og einbreiðar brýr á þjóðvegi 1 og úrræði vantar á hættulegustu vegaköflum landsins. Hvaða rök og hverra dugðu til að réttlæta þennan óskapnað?

Varðandi Grímseyjarferjuna, þá þarf að upplýsa hverjir tóku ákvörðun um að kaupa þennan ryðdall af þekktum fjárglæframanni á þessu verði?

Hvað samgöngur við Vestmannaeyjar varðar, þá væri gaman að sjá arðsemisútreiknga á háhraðaferjum eins og þeim sem Austal smíðar og ganga 30-50 hnúta. Er vitað hvort Herjólfsfarþegar eru ginnkeyptari fyrir því að fara hægt yfir að Bakka, eða hratt til Þorlákshafnar?

Sigurður Ingi Jónsson, 3.9.2007 kl. 13:44

15 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Ekki sá ég það fyrir að Héðinsfjarðargöng kæmust inn í þessa umræðu eða sjá menn eitthvað athugavert við samgöngur sem ekki liggja heim á hlað þeirra sjálfra.

Þar sem nú er orðið ljóst að breytingum á Grímseyjarferjunni var "handstýrt" til Hafnarfjarðar, leikur mér forvitni á að vita hvort tengsl séu milli Vélsmiðju Orms og Víglundar annars vegar og fjármálaráðherra eða flokks hans hins vegar.

Hreiðar Eiríksson, 9.9.2007 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband