Hættulegir Evrópusinnar

Evrópusambandið hefur nú ákveðið að innleiða með valdboði að ofan stjórnarskrá þá sem þegnar sambandsins hafa áður hafnað í almennri atkvæðagreiðslu og sýnir nú heiminum nýja mynd af lýðræðisviðhorfum sínum. Það sem áður hét stjórnarskrá heitir nú Lissabonsamningar. voting

Við fyrri samrunasamninga sína hefur sá háttur verið hafður á í sambandi þessu að láta kjósendur greiða atkvæði aftur og aftur þar til samþykki fengist líkt og við þekkjum hér á landi við sameiningu sveitarfélaga og er mikil og raunaleg nauðgun á lýðræði.

Lýðræðinu pakkað saman

Nú bregður svo við í Evrópu að hið miðstýrða Brusselbákn á sér ekki lengur möguleika á að sigra í atkvæðagreiðslum og kommisarar þess sjá að hversu oft sem síðasta stjórnarskrá yrði keyrð í gegnum þjóðaratkvæði yrðu svör þjóðanna alltaf nei. Þjóðirnar í Evrópu eru orðnar ríkjasamrunanum andvígar. Því er brugðið á það ráð að búta pólitískar ákvarðanir stjórnarskrárinnar niður í nokkra smærri samninga og þröngva þeim svo til samþykkis meðal þjóðríkjanna án atkvæðagreiðslu.

Eiríkur Bergmann talsmaður Evrópusamtakanna sem ötulast hefur barist fyrir málstað ES á Íslandi, staðfesti þessa túlkun atburða í viðtali í Silfri Egils um helgina. Efnislegar breytingar sem voru í stjórnarskránni eru margar ef ekki flestar í Lissabonsamningunum, sagði Eiríkur orðrétt í samtali við Egil en taldi það ómark því hinir „symbólsku" væru það ekki. Þetta ku þættir eins og innleiðing á eirikur_bergmannEvrópudegi sem sérstökum hátíðisdegi, Evrópufána og „vísan í sameiginleg einkenni."

 

Ónotahrollur

Það fór um mig ónotahrollur undir þessum útskýringum evrópusinnans. Kannski því að kenna að ég hefi verið að lesa bókina Skáldalíf um ritsnillingana Þórberg og Gunnar sem báðir voru þó miklir hugsjónaglópar í pólitík. Annar trúði staðfastlega á Stalín og hinn var um tíma svag fyrir Hitler. Báðir bjuggu við þá vöntun að þurfa að trúa á eitthvað það í pólitíkinni sem er manninum stærra og meira, eitthvað symbólískt, guðlegt og yfirmannlegt. Hjá heilbrigðu fólki tilheyrir symbólismi trúarbrögðum og miðaldafræði.

Svoldið svipað þessari vöntun er í gangi hjá æstustu talsmönnum Evrópuvitleysunnar. Einhver upphafning og síðan er talað í gátum sem enginn skilur um verðmæti sem enginn veit almennilega hver eru, - launhelgum.

Það er mikill munur á slíkum launhelgum í stjórnmálum og heilbrigðum skoðunum og hugsjónum. Skýrast í þessum mun er vitaskuld að hugsjónir er hægt að útskýra í einföldu og auðskildu máli. Hinar pólitísku launhelgar og allur yfirmannlegur háloftamígur einkennist aftur á móti af óskiljanlegri og upphafinni orðræðu.

Staðlausir trúarórar

Dæmi um þessar yfirmannlegu gátur og staðleysur í málflutningi eru fullyrðingar um að enginn viti lengur hvað orðið fullveldi þýðir! Að umræða um Evrópumál þurfi að þroskast (=andstæðinarnir eru óþroskuð fífl)! Að efnahagsframfarir undanfarinna ára á Íslandi séu bara allar vegna EES-samningsins!!! Að Evrópusamruninn sé söguleg nauðsyn (sem er ómerkileg forlagatrú)! Að evran muni koma, hvað sem dauðlegir stjórnmálamenn segi!

Nauðhyggjan er hér stór þáttur. Sömu fullvissu báru gömlu kommarnir í brjósti og snillingur þeirra Jóhannes úr Kötlum orti austur í Hveragerði,- „Sovét Ísland hvenær kemur þú." Ekki hvort, heldur bara hvenær! stalin_victory

Það er útaf nauðhyggjunni og upphafningunni sem menn leyfa sér að láta fólk kjósa aftur og aftur eða þegar það dugar ekki afnema kosningaréttinn. Hinar upphöfnu skoðanir eru hafnar yfir allt sem heitir lýðræði og skoðun hinna upphöfnu manna er einfaldlega sú eina og sú rétta.

Ég ætla ekki að fullyrða að í Evrópuórunum felist ógn sem sambærileg er ógnum hinna gömlu alræðisherra, Stalíns og Hitlers. En ég held að hugsandi fólk eigi alltaf að vera á varðbergi þegar stjórnmálamenn fara að slá um sig með symbólisma og öðru sem ekki verður skilið jarðlegum skilningi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þörf og góð samantekt sem ég þakka fyrir.

Þetta er mál sem þarf greinilega að gaumgæfa áður en við verðum kaffærð ómeðvitað.

Gleðileg jól!

Árni Gunnarsson, 23.12.2007 kl. 12:34

2 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Gleðileg jólin til þín og þinnar fjölskyldu

Hallgrímur Óli Helgason, 23.12.2007 kl. 15:34

3 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

<p>Alltaf verð ég fyrir vonbrigðum með röksemdafærslu þeirra sem vilja líkja saman Evrópusambandinu og Kommunisma - því Evrópusambandið er ein helsta ástæða þess hversu frjáls markaðurinn er í mestum parti Evrópu, enda beið Austur-Evrópa í röð eftir að fá að ganga þar inn eftir að Sóvíet féll. Frjáls markaður þýðir meira frelsi fyrir fólkið í landinu, og ef markaðurinn er orðinn stærri en landið, þá er landið farið að deila því fullveldi að fá að stýra honum með öðrum aðilum á þeim sameiginlega markaði. Það þýðir samt ekki valdsviptingu fyrir aðra en þá sem vilja hneppa þjóð sína í fjötra með vondum takmörkunum eða bjánalögum eins og fjölmiðlalögin sem hefðu aldrei staðist fyrir evrópurétti.</p>

<p>Mér finnst t.d. skipanir héraðs- og hæstaréttardómara á Íslandi sýna ágætlega afhverju við þurfum að taka þátt í einhverskonar samstarfi sem takmarkar hversu mikið ríkið getur misboðið íbúum sínum. Ég hef svipaða skoðun á gjaldeyrismálum; að ríkið sé að níðast á okkur með óábyrgri efnahagsstjórn og noti flotgengiskrónu sem ventil til þess að velta kostnaðinum yfir á heimilin í formi verðbolgu og verðtryggingar - frábærlega nýtt fullveldi það.</p>

<p>Ég sem mikill Evrópusambandssinni horfi ekki á þá sem eru andstæðir aðild sem &#39;óþroskuð fífl&#39; einsog þú virðist halda; auðviðað á maður að óttast miðstýrt apparat sem vill fá þjóðsöng og fána - málið er samt að þegar maður metur kosti þess að ganga í ESB á móti þeim göllum sem núverandi "fullveldi" veitir okkur í formi hæstu vaxta og matarverðs í heimi, þá verður maður flótt Evrópusinni! Leiðinlegt hvað Guðnaarmur Framsóknarflokksins virðist ætla verða íhaldssamur - það verður áhugavert að sjá hvernig Valgerðar armurinn nær að spila úr því.</p>

<p>Jólakveðja frá heilaþvegnum krata!</p>

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 23.12.2007 kl. 17:43

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Gleðileg jol til ykkar/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 23.12.2007 kl. 17:48

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Evrópusambandið hefur í reynd ekkert með fríverzlun á milli landa að gera. Stefnt er að því að breyta sambandinu í eitt ríki og að innri markaður þess verði einmitt það, innri markaður þessa ríkis. Síðan eru háir tollar gagnvart aðilum sem standa utan þessa verðandi ríkis nema sérstaklega sé samið um annað.

Og viltu tala um spillingu? Viltu tala um ýmsa þá sem sitja í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins? Eins og t.d. Peter Mandelson sem þurfti tvisvar að segja af sér ráðherraembætti í Bretlandi en situr nú í mun valdameira embætti í framkvæmdastjórninni? Viltu tala um mál Mörtu Andreasen? Viltu tala um Santer-framkvæmdastjórnina? Viltu tala um þá staðreynd að reikningar Evrópusambandsins hafa ekki verið samþykktir af endurskoðendum þess í 13 ár í röð? Viltu tala um að stofnun Ecrópusambandsins, sem ætlað er að berjast gegn spillingu OLAF, hefur sjálf verið sökuð um spillingu? O.s.frv.

Það eru vissulega háir vextir á Íslandi sem eru afleiðing mikillar uppsveiflu undanfarinna ára hér á landi. Að sama skapi eru lægri vextir á evrusvæðinu fyrst og fremst afleiðing efnahagslægðar víða innan þess á undanförnum árum með litlum hagvexti og miklu atvinnuleysi. Hátt matarverð er vissulega raunin hér á landi en líka mun hærri laun en víðast hvar í nágrannalöndunum. Það verður að setja hlutina í samhengi Jónas minn í stað þess að reyna að blekkja fólk sem því að segja aðeins frá hinni hliðinni.

Lengi lifi frjálst og fullvalda Ísland!
 

Hjörtur J. Guðmundsson, 23.12.2007 kl. 19:36

6 identicon

Í Evrópusambandið höfum við ekkert að gera.Gleðileg Jólin Bjarni.

Jensen (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 23:54

7 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Grundvallarmunur á stórveldinu Evrópu og Sovét er að með samruna Evrópu hafa milljónir einstaklinga fengið aukin mannréttindi og margskonar lögbundin réttindi um áhrif og aðgang að mótun samfélagsins, en í Sovét voru lýðréttindin tekin af fólkinu og það sett undir hæl og ótta herveldis. Íslendingar, einstaklingar á Selfossi og í Mosfellsbæ geta haft margvísleg áhrif í stjórnsýslu og skipulagsmálum, sem þeir höfðu ekki áður. Flest af slíkum reglum og lögum eru tekin inn sem hluti af EES og ber að fagna. Evrópusambandið hefur gengt miklu hlutverki í að tryggja frið í Evrópu síðastliðin 50 ár, en Sovét tók hvert landið á eftir öðru með herveldi. Þetta er því í heildina nokkuð ósanngjörn samlíking.

...En aðalatriðið var og er að óska þér og þínum gleðilegra jóla...

Gunnlaugur B Ólafsson, 24.12.2007 kl. 00:27

8 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Gleðileg jól, Bjarni og haltu áfram að vera þú sjálfur á komandi ári.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.12.2007 kl. 01:13

9 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já það er áberandi að fólk skuli vera ánægt með landið sitt, ekki er nú langt síðan við fengum sjálfstæðið. Ég er á að það er ekki bara Evrópusambandið sem við eigum að hugsa vel um og ræða ofan í kjölinn með einhverja aðild að, heldur það að nú þegar hafa erlend áhrif eytt miklu af einkennum Íslendinga, samfélagið er að sumu leyti sundurlausara hvað "íslenskt" varðar og að öðru ekki. Allskyns hagræðingar í nafni erlendrar réttrúnaðarpólitíkur gera alveg hugsanlega meiri og varanlegri skemmdir en við áttum okkur á. Kannski vantar eðlilega stefnu með hvar sé eðlilegt að draga línurnar. Veit ekki, en góð pæling hjá þér, Bjarni.

Ólafur Þórðarson, 24.12.2007 kl. 05:26

10 Smámynd: Þórbergur Torfason

Góður pistill hjá þér Bjarni.

Gleðilega brundtíð þarna vestur á flatneskjunni. Kveðja úr StórSuðursveit

Þórbergur Torfason, 24.12.2007 kl. 08:59

11 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Hjörtur; Hvað meinaru að Evrópusambandið hafi ekkert með fríverslun að gera? Það eru frjáls viðskipti innan þessara landa vegna Evrópusambandsins. Talandi um að setja hlutina ekki í samhengi. Háir vextir hér eru ekki vegna uppsveiflu, það eru lönd innan Evrópusambandsins sem hafa haft meiri hagvöxt allan síðastliðinn áratug en við, en eru samt að njóta mun lægri vaxta og mataverðs. Ég er ekki að blekkja neinn, og mér finnst mjög ljótt af þér að vera væna mig um það - kostir þess að ganga inn í Evrópusambandið eru bara svona augljósir.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 24.12.2007 kl. 09:24

12 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég þekki nú af reynslu fjölskyldu minnar, sem ólm vildi losna við kommúnismann og vill nú ólm komast inn í ES...hversu fjarstæðukennd þessi samlíking er!

...en innilega GLEÐILEG JÓL

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.12.2007 kl. 11:22

13 Smámynd: Gísli Hjálmar

 

Ég vil óska þér og þínum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. Jafnframt þakka ég skemmtileg bloggviðkynni á árinu sem er að líða ...

kv, GHs

Gísli Hjálmar , 24.12.2007 kl. 11:39

14 Smámynd: Magnús Jónsson

Jónas: grein Barna fjallar að meginhluta um þá aðferð að ef stjórnmálmönnum líkar ekki útkoma úr þjóðaratkvæði, þá er því sem fellt var af þjóðunum laumað inn í formi reglugerðar eða samkomulags?, ég bara trúi því ekki að þú teljir það lýðræðislega starfshætti, segjum að dómari dæmdi þig til dauða eða sýknu, og skjóti málinu í þjóðaratkvæði, þjóðin ákveður að sýkna þig með sínum atkvæðum, dómaranum mislíkar niðurstaðan og lætur kjósa 4 sinum, alltaf fer á sömu leið þjóðin sýknar, dómarinn ógildir kosninguna og dæmir þig til dauða, er það ekki í lagi þín vegna fyrst Evrópupólitíkusar meiga túlka þjóðaratkvæði þannig að fólkið sé bara að kjósa tóma vitleysu.   

Magnús Jónsson, 24.12.2007 kl. 11:58

15 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Gleðileg jól.

Þorkell Sigurjónsson, 24.12.2007 kl. 12:42

16 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Jónas:
Ef frívelzun á milli ríkja væri málið væri fríverzlunarbandalag eins og EFTA nóg. Fríverzlun innan Evrópusambandsins er aðeins liður í því að skapa hið verðandi eina ríki.

Vissulega eru til undantekningar innan Evrópusambandsins þar sem efnahagsmálin hafa verið að mörgu leyti í ágætis málum. Það er þó fyrst og síðast vegna umbóta heimafyrir sem kemur sambandinu lítið eða ekkert við. Eins og t.d. á Írlandi. Ef Evrópusambandið væri eins æðislegt og sumir reyna að halda fram væri slíkt væntanlega regla en heyrði ekki til undantekninga.

Ææ, var ég vondur við þig? ;)

Kostir Sovétríkjanna voru líka augljósir í augum sannfærðra kommúnista. 

Hjörtur J. Guðmundsson, 25.12.2007 kl. 02:12

17 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Já, og gleðileg jól Bjarni minn :)

Hjörtur J. Guðmundsson, 25.12.2007 kl. 02:16

18 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Hjörtur; Írland fór frá því að verða eitt fátækasta ríki Evrópu til þess að verða eitt ríkasta, og stærsti parturinn var það að hætta að versla nær aðeins við Bretland í það að fá alt Evrópusambandið sem heimamarkað! Þetta var útaf inngöngu í Evrópusambandið, og einmitt þennan stóra fjálsa markað sem fylgir því - það er því út í hött að tala um þetta sem óháða hluti eins og þú gerir. Styrkir Evópusambandsins voru notaðir til að styrkja innviði hagkerfisins, sérstaklega með því að dæla þeim inn í menntakerfið. Þetta sýnir bara styrk Evrópusambandsins; þeir "micromanagera" ekki, heldur leyfir Írlandi að ákveða hvernig það ætlar að byggja upp efnahag sinn. Það sama gerðist í Finnlandi þegar það missti Sóvíet sem stærsta markaðinn sinn. Það er því rétt; Evrópusambandið gerði þetta ekki, en það er fáranlegt að reyna halda því fram að þetta hafi verið geranlegt án Evrópusambandsins.

.

Magnús; Lissabon sáttmálinn er ekki nema 15% af þeim greinum sem voru í svokallaðri Stjórnarskrá - og þessi sáttmáli er til að reyna koma Evrópusambandinu í það horf að það fúnkeri með 27 eða fleiri lönd, þar sem núverandi fyrirkomulag gerir ekki ráð fyrir að aðildarlöndin séu svona mörg. Skrýtið hvernig andstæðingar Evrópusambandsins gagnrýna það fyrir að vera þunglamalegt og gamaldags í einni setningu, og gagnrýna svo allar breytingar á stjórnkerfi þess í þeirri næstu - en þeim verður hvort sem er aldrei gert til geðs þar sem þeir eru á móti Evrópskri samvinnu af einhverjum prinsipástæðum sem ég mun aldrei skilja.

.

Gleðileg Jól þeir sem nenna að lesa þetta :)

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 25.12.2007 kl. 14:25

19 identicon

Óska þér og þínum gleðilegra jóla

Jóla kveðja frá Auði og Rúnari

Rúnar Eiríksson (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 15:20

20 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Mjög góð grein félagi Bjarni! Óska þér svo gleðilegra

þjóðlegra og kristinna jóla sem ég fjalla aðeins um í

dag, JÓLADAG.....

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 25.12.2007 kl. 16:25

21 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Jónas:
Þetta hefði svo sannarlega verið hægt án Evrópusambandsins. það mætti stundum halda að þú teldir sambandið sjá til þess að hnötturinn snerist.

Ófáir forystumenn Evrópusambandsins og aðrir hafa sagt beint út að vel yri 90% stjórnarskrárinnar séu í nýju stjórnarskránni.

Stjórnarskráin mun fyrst og fremst auka mjög mistýringuna innan Evrópusambandsins á kostnað aðildarríkjanna, einkum þeirra minni með afnámi neitunarvalds á fjölda sviða. Það kallast á fallegri brusselísku að einfalda ákvörðunartökuna innan sambandsins. Formaðurinn þinn, Andrés Pétursson, viðurkenndi það einmitt í Morgunblaðinu 8. júní 2005 að án stjórnarskrárinnar yrði Evrópusambandið minna miðstýrt og sveigjanleiki innan þess meiri. Sagði hann að það ætti að þýða að sambandið væri meira aðlaðandi fyrir Íslendinga án stjórnarskrárinnar en með hana. Auk þess taldi hann möguleika okkar í samningaviðræðum við Evrópusambandið meiri án stjórnarskrárinnar.

Hjörtur J. Guðmundsson, 25.12.2007 kl. 17:30

22 Smámynd: Magnús Jónsson

Jónas: Lissabon samningurinn er ígildi stjórnarskrár, það er einfaldlega bull hjá þér að aðeins 15% af stjórnarkránni margfelldu séu í samningnum, það lætur næri að 90%+ séu þar, það er hreinlega verið að afnema lýðræði í Evrópusambandinu, því íbúarnir fá ekki að kjósa um þetta.

Magnús Jónsson, 25.12.2007 kl. 20:05

23 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Magnús og Hjörtur; Stjórnarskráin er 448 greinar, en Lissabon sáttmálinn 70, og hingað til í Evrópuumræðunni þá hefur það tíðkast hjá ykkur Heimsýnarmönnum að meta ekki hversu umfangsmiklar greinar eru heldur aðeins finna einfalda prósentutölu - sem er 15% í þessu tilfelli, en er 6,5% þegar kemur að hversum miklum hluta Ísland er í ESB (að ykkar sögn). Það er því fáranlegt af ykkur að fara halda því fram að 90%+ sé nærri lagi þarna, þegar við sem erum fylgjandi Evrópusambands aðild fáum ekki að segja 90%+ þegar kemur að því hvað Ísland hefur tekið upp stóran hluta laga Evrópusambandsins, þrátt fyrir að öll fyrirtæk landsins, starfsmenn þeirra i og nær allir ráðherrar landsins séu að starfa innan fulls lagaramma Evrópusambandsins.

.

Alltaf jafn leiðinlegt að þurfa að lesa svona bjánakomment, eins og að maður haldi að heimurinn snúist ekki án ESB, þegar maður er að reyna vera í vitrænni umræðu Hjörtur. Þú vænir alltaf aðra um að vera heilaþvegna eða bara að segja hálfan sannleika, en af öllu því sem ég hef lesið frá þér þá hefur voðalega fátt af því staðist mikla skoðun (sbr. allt ruglið frá ykkur Heimsýnarmönnum þegar kemur að Íslenskum sjávarútvegi og ESB). Fengu allir ungir hægrimenn handbók um smjörklípuaðferðina í skóinn?

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 25.12.2007 kl. 22:25

24 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Halldór Ásgrímsson spáði því fyrir nokkrum árum að Íslendingar yrðu búnir að sækja um aðild að Evrópusambandinu fyrir 2015.því miður er ég hræddur um að þessi spá hans rætist.Skellurinn sem er framundan í efnahagsmálum með hruni krónunnar, ef ekki verður haldið áfram stóriðjuframkvæmdum,verður slíkur með tilheyrandi atvinnuleysi, peningaleysi almennings og píningu vegna verðtryggingar, en vissulega stöðugleika í einhvern tíma,að allur almenningur mun krefjast þess að allt verði gert til að komast inn í Evrópusambandið.Það verður ekkert hlustað á einverja sem verða hræddir vegna sjávarútvegsins,eða einhverja sem elska fjósalykt vegna þess að hún sé þjóðleg né einhverja sem finnst þeir lifa á tímum Sturlunga.En kannski tekst Bjarna Harðarsyni að koma í veg fyrir Evrópusambandsaðild með því að koma með einhverjar tillögur sem geta bjargað fjárhag íslendinga.Ég hef ekki séð þær tillögur frá honum ennþá þann tíma sem hann hefur setið á þingi.Hann og fleiri heldur að við getum tekið upp evru eða dollar án þess að ganga í Evrópusambandið eða Bandaríkin.Ef við tökum upp gjaldmiðil annars lands, án þess að hafa aðgang að gjaldmiðli þess í gegnum seðlabanka, þá verðum við að kaupa gjaldmiðilinn.Á því höfum við ekki efni ,nema Bjarni Harðarson geri kraftaverk.Eða Guðni.

Sigurgeir Jónsson, 25.12.2007 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband