Sá á kvölina...

 ,,Boltinn er hjá Geir Haarde. Hann verður að höggva á hnútinn áður en flokkurinn skaðast meira," sagði sjálfstæðismaður við DV í morgun. geir_haarde

Klausan hér að ofan er úr ágætri frétt á dv.is. Þar er því haldið fram að Geir verði nú að stugga við Villa. Allir sjá að Vilhjálmur er á leið út úr pólitík og bítur nú í örvæntingu í borgarstjórnarborðið - en það gleymist að það eru fleiri sem bíta sig þar fasta með honum.

Mér segir svo hugur að hér endurspeglist fylkingaskipan í Sjálfstæðisflokki þar sem formaður flokksins, Guðlaugur Þór og einhverjir fleiri leggja nú að vonum allt sitt undir að Villi fái að sitja. Ef að hann þarf að fara á formaðurinn engan úr sínu liði í þessari mikilvægustu hreppsnefnd landsins og ekki er það nú gott.

Síst fyrir forsætisráðherra sem hefur ekki einu sinni sýnt að hann hafi styrka eða myndarlega stjórn á þeirri ríkisstjórn sem honum er falið að halda saman...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sjálfstektarflokkurinn er í frjálsu falli og nær framsókn bráðum í fylgi :)

Óskar Þorkelsson, 9.2.2008 kl. 16:47

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

"Liðið gleður auman segir máltækið",Ekki hættu Guðni þegar Form.Framsóknar sagðonum að hætta með sér!!!/,ÞAÐ ER EKKI SAMA jON OG SÉRA jON/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 9.2.2008 kl. 17:34

3 identicon

Jafnvel Halli gamli er farinn að draga úr loyalitetinu.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 20:22

4 Smámynd: Fjóla Æ.

Verður það ekki bara bráðum að Ingibjörg Sólrún og Geir H. Haarde setjist niður og gera Borgarstjórn?

Fjóla Æ., 9.2.2008 kl. 22:26

5 identicon

Sá á kvölina,Bjarni gleymdu ekki að þú ert framsóknarmaður,en þú átt völina.

Númi (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 00:27

6 Smámynd: Jóhann Hannó Jóhannsson

Auðvitað eiga framsóknarmenn svör við erfiðleikum annara flokka , hoknir af reynslu í skandölum og innbyrðis átökum hafa þeir skoðun þegar kemur að máli eins og þessu. 

Jóhann Hannó Jóhannsson, 10.2.2008 kl. 08:45

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

það er sól í reykjavík eftir dimma 100 daga og geir mun bregðast hárrét við þessu máli og leyða það lykta þannig að reykvíkingar þurfa ekki að hafa áhyggjur af stjórnun reykjavíkur, hún verður áfram í öruggum höndum sjálfstæðisflokksins

ekkert er betra en íhaldið

Óðinn Þórisson, 10.2.2008 kl. 11:56

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Nú hlakkar í (senn) horfinni Framsókn:-)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.2.2008 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband