Að bera ljós í trogum...

Það er að bera í bakkafullann lækinn að skrifa meira um grein sem nafni minn Benediktsson skrifaði ásamt Illuga Gunnarssyni í Morgunblaðið í síðustu viku. Daginn sem greinin birtist var efni hennar slegið upp á forsíðu og næstu daga síða eftir síðu lögð undir greinina í umfjöllun allra helstu fjölmiðla Sjálfstæðisflokksins. Má mál þetta því réttilega kallast stóra greinamálið og af því verða dregnar eftirtaldar niðurstöður sem hér eru af lítillæti birtar með lágstöfum og smáu letri og ég bið lesendur um að lesa þetta alls ekki upphátt: illugi_gunnarss

  • - halda mætti að ekki hafi áður verið skrifuð grein um pólitík eða þá að illugi sé kim il sung og bjarni sjálfur saparmurat niyazov endurborinn...
  • - fjölmiðlar í landinu eru orðnir komnir í sama far flokkapólitíkur og var fyrir 30 árum - og aðeins þeir sem eiga málgagn eru taldir með...
  • - sannaðist í moggaleiðara þar sem stóð að loksins skrifaði einhver þingmaður um það að í landinu væri efnahagsvandi,- les: þingmaður er sá einn sem er annaðhvort í samfylkingu eða sjálfstæðisflokki...
  • - þingmenn stjórnarandstöðu hafa frá síðasta vori skrifað um efnahagsvanda, vanda hlutafjármarkaðar og vanda sem stafar beint af alþjóðlegri fjármálakreppu...
  • - greinin þeirra félaga er góð en vantaði samt alveg útfærðar lausnir aðra en þá að leggja niður íbúðarlánasjóð sem er nú heimskugræðgi...
  • - allir vita að húsnæðismarkaðurinn er að dragast saman og aðgerð eins og sú að hreyfa við íbúðalánasjóði nú myndi bara auka þar á vandræði...
  • - og hverjum á að gefa ríkisábyrgðir þeirra lána sem nú eru útistandandi...
  • - hvorugur þeirra félaga þorir að tala um gjaldmiðilsvandann í landinu af ótta við að styðja með því trúarsöfnun ESB sinna....
  • - athyglisvert samt að í greininni er hvergi mælt með því að krónan verði áfram gjaldmiðill hagkerfisins heldur stjáklað um viðfangsefnið eins og köttur um heitan graut...
  • - það er þó greinilega ekki ótti við fráfarandi formann sjálfstæðisflokksins sem hrekur þá félaga lengur frá umræðunni því í greininni er í reynd hörð og óvægin gagnrýni á hávaxta- og verðbólgustefnu seðlabankans og niðurstaða þeirra félaga er náskyld niðurstöðu hrafns bragasonar sem sagði í vikunni að vandi dómaraskipana væri dómsmálaráðherrann en ekki reglurnar...
  • - vandi viðskiptalífsins er að mati þeirra illuga og bjarna seðlabankastjórinn en ekki sú stefna eða lög sem stjórnvöld setja bankanum...
  • - stjórnarandstaðan og viðskiptalíf gladdist með mogganum yfir greininni enda loksins lífsmark og einhverjir fóru að vonast eftir vitlegum umræðum innan stjórnarliðsins...
  • - en samfylkingin s+á fyrir því og tók að sér það hlutverk að rakka allt í greininni niður þannig að þjóðin og viðskiptalífið gátu þegar gleymt því að skrif þessi væru upphaf að einhverri efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar...
  • - ekkert í aðfinnslum samfylkingarinnar sneri að pólitískum áherslumun þessara flokka í efnahagsmálum,- þeir eru einfaldlega á móti því að liðsmenn úr sjálfstæðisflokki komi með ábendingar...
  • - sjálfstæðismenn launuðu fyrir sig daginn eftir í umræðu um orkufrumvarp össurar...bjarni_ben
  • - ergó; samfylkingin og sjálfstæðisflokkur ætla að deila með sér ráðherrastólunum og mynda þingmeirihluta gegn vantrausti á ríkisstjórnina en að öðru leyti leika bæði hlutverk stjórnar og stjórnarandstöðu.
  • - þetta er máske skynsamlegt ef stjórnmál ganga út á það eitt að halda fylgi - og skiptir engu þó að það sé fjandsamleg þjóðarhag á viðsjártímum. fylgið fyrst, flokkurinn svo og stóllinn ofar öllu...
  • - en aðallega er þetta merki um kjarkleysi þess sem er með svo stóran meirihluta þjóðarinnar bakvið sig að hann óttast að minnsta hreyfing geti hrist einn eða tvo út af gullvagninum...
  • - fyrr en seinna opinberast þetta þjóðinni í þeim þrengingum sem framundan eru og þá verður spurt,- af hverju gerði enginn neitt...
  • - og meðan ég ber hér í bakkafullann lækinn er verk starfsbræðra minna líkast vinnu bakkabræðra sem báru sól í trogum inn í gluggalausan bæ - þar sem allir sofa...

(Birt í 24 stundum sl. laugardag)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef ekkert að segja.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.3.2008 kl. 11:39

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

halda mætti að ekki hafi áður verið skrifuð grein um pólitík eða þá að illugi sé kim il sung og bjarni sjálfur saparmurat niyazov endurborinn...

las í hljóði, en hló upphátt

Brjánn Guðjónsson, 6.3.2008 kl. 16:48

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já Bjarni !!!!þetta eru mínir menn og ek vanda þeim ekki kveðjurnar!!!!!!/að leggja niður Ibuðarlánasjoð er barasta glæpur ef eftir gengur/þá held eg að þessi fokkur minn XD sé komin með 15% fylgi/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 6.3.2008 kl. 17:01

4 identicon

Ég lít svo á að vandinn sem við horfum á núna og á eftir að vaxa á næstu árum, sé fyrst og fremst vegna hagstjórnarmistaka síðustu 4 til 6 ára.

Engin hemill hefur verið á þenslu bankanna sem hafa mokað inn í landið gengdarlausu lánsfé. Nánast allt það fé sem lánað er út úr bönkunum kemur inn aftur og hægt er að lána það aftur, bindiskyldan er aðeins 2%. Ef fenginn er t.d. milljarður erlendis og lánaður út hérlendis, þá verður það að ca. 10 milljörðum þegar búið er að endurlána sömu peningana aftur og aftur.

Allur vöxtur hagkerfisins undanfarin ár hefur verið vegna útþenslu bankanna og þenslu hins opinbera sem hefur blásið út með sama hætti.

Líttu t.d. á þetta skrifað fyrir ári síðan.

Mynni einnig á greinar Ragnars Önundarsonar nokkur ár aftur í tímann. hann varaði allan tímann við þeirri stöðu sem nú er að koma upp.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband