Ótrúlegt stjórnarsamstarf!

Hvernig ætli það sé eiginlega að vera fjármálaráðherra í viðræðum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Á sama tíma hrópa ráðherrar og framámenn Samfylkingingar, Ingibjörg, Össur og Ágúst Ólafur í sífellu, göngum IMF á hönd skilyrðislaust...

Nýjasta útspilið var hjá Ingibjörgu í morgun, IMF fyrst og svo ESB. Afhverju segir hún ekki bara hreint út, niður með Ísland?

Og nú vilja bretar samninga við Ísland. Ég vona að Geir hafi kjark til að bjóða þeim byrginn því staðan er öll okkar megin í dag - Bretar hafa skapað sér billjóna skaðabótaábyrgð gagnvart okkur og slíkt verður ekki útkljáð við samningaborð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér verður flökurt þegar ég sé að framsóknarmenn ásamt sjöllum ætla að firra sig allri ábyrgð.....

Nú er tími jakkakarla liðinn...þetta er búið hjá ykkur

Aldís Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 12:40

2 identicon

Aldís: Gubbaðu bara ef þér líður betur á eftir?

                      Gegnheill Framsóknarmaður.

Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 13:40

3 identicon

OMG - ÆL!!

Á hverju ætlarðu að lifa með krónu Matadorpeninginn þinn?

Fífl!

Og já þetta er dónakjaftur en svona þvaðri hæfir ekkert annað

AD (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 14:04

4 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Ég gef ekki alltof mikið fyrir í rausið í Ingijörgu og hennar nánustu. Enn minna fyrir skýringar og tillögur Péturs Blöndal. Svartipétur eins og ég kalla hann er einn af brennuvörgunum ásamt Dabba og Geirhaardi. Stígur á stokk og segir við eigum að leita lausna, en ekki leita að þeim sem kveiktu í. Það er ekki nema von, brennuvargarnir vilja síst af öllu láta finna sig. Sama gildir um þjófana sem eru sífellt spurðir um það hvort þeir hafi verið að stela. Auðvitað segja þeir nei.

Ragnar L Benediktsson, 13.10.2008 kl. 14:25

5 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Svo er það spurningin hvort ekki sé alveg eins gott og jafnvel betra að vera í EB heldur en undir duglausum ríkisstjórnum ? Það er ég næsta viss um að hvorki Danir né Svíar gengu í EB til að missa sjálfstæði sitt hvað þá heldur Írar eins og okkur er talið trú um af misvitrum ráðamönnum. Mín skoðun er að hagsmunir fárra skipti meira máli en hagsmunir okkar "fíflanna" en eitt er víst að ef við hefðum borið gæfu til að vera með evru sem gjaldmiðil þá byggjum við ekki við 15% verðbólgu og þá hefði gjaldmiðillinn ekki rýrnað um 50% eða meir.

Ragnar L Benediktsson, 13.10.2008 kl. 14:44

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Var það ekki í skjóli EES samkomulagsins sem prinsarnir okkar gátu leikið sér að aurum okkar og ábyrgðum? 

Á nú að láta kné fylgja kviði og hirða af okkur restina; sjálfstæðið og sjálfsvirðinguna?

Kolbrún Hilmars, 13.10.2008 kl. 15:03

7 identicon

Rétt hjá þér Bjarni, þetta er valla boðlegt.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 15:55

8 identicon

Þetta er ótrúleg uppá koma hjá Samfylkingunni, stjórnarandstaðan og þjóðin  öll eru að leggjast sameiginlega á árarnar, þá þurfa þessir einstaklingar að láta ljós sitt skína, en það ljós lýsir eingöngu dómgreindarskorti hjá Ingibjörgu og Ágústi.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 16:12

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ef menn lýsa því yfir að þeir hafi alls ekki í hyggju að borga það sem fengið er út, á krít en halda áfram að bera góssið út úr sjoppunni, hefur þá sá sem stoppaði úttektina bakað sér skaðabótaábyrgð?

Verða menn ekki að semja sig frá málinu samkvæmt þeirri stöðu sem uppi er?

Magnús Sigurðsson, 13.10.2008 kl. 16:35

10 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Kolbrún.

Það voru sjáæfstæðis-og frammsóknarmenn sem hleyptu stuttbuxna strákonum á beit. Það er á ábyrgð þessara tveggja flokka fyrst og síðast hvernig komið er. Þeir gættu ekki að því að setja reglur og önsuðu ekki varnaðarorðum þeirra sem bentu á hætturnar. Háskólinn sem ég gjarnan kalla Súpergaggó á Melonum hefur ungað út þessum fjármálasnillingum sem leitt hafa útrásina. Þetta kallaði einhver hagfræði andskotans! Ég segi ekki meir. Ég held að við séum betur sett í EB en undir stjórn samfylkingaríhaldsins, framsóknaríhaldsins ig bláu handarinnar.

Ragnar L Benediktsson, 13.10.2008 kl. 16:43

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ragnar, auðvitað var það barnaskapur hjá þáverandi þingmönnum að halda það að þetta frelsi yrði ekki misnotað og ég kann þeim þegjandi þörfina fyrir að skoða ekki hvort fara mætti framhjá EES reglunum og setja einhver skynsamleg takmörk og/eða ella neita að samþykkja þær. 

Samt er óþarfi að fara úr öskunni í eldinn!

Kolbrún Hilmars, 13.10.2008 kl. 17:16

12 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Sammála.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 13.10.2008 kl. 18:35

13 Smámynd: Guðmundur Björn

Það er nú bara þannig að Samfó hefur alltaf rekið sína pólitík í gegnum fjölmiðla með upphrópunum og fyrirsögnum. 

Þar er allavega ekki fólk sem hugsar lengra en nefið á sér.

Guðmundur Björn, 13.10.2008 kl. 20:09

14 identicon

Svo er það spurningin hvort ekki sé alveg eins gott og jafnvel betra að vera í EB heldur en undir duglausum ríkisstjórnum ?

Svo satt, Ragnar,svo satt.

En hitt er annað mál að það virðist vera sama hvaða kúkalabbar eru settir á þing, þeir fara allir bara að slappa af, tala nú ekki um ef þeir verða ráðherrar, þá geta þeir verið erlendis á dagpeningum.
Hvaða heilvita manni dettur í hug að fólk sem aldrei hefur snert almúgastörf sé fært um að stjórna landinu með LÝÐRÆÐI? Það veit ekki rassgat um hagi verkamanna fjölskyldna.

Það sem við nú horfum uppá verða annaðhvort fólksflótti ungra námsmanna og manna sem hafa reynt, í sakleysi sínu, að eignast þak yfir höfuðið, eða það sem verra er, fjöldasjálfsmorð skuldugra einstaklinga.

Og framsóknarmenn skulu ALDREI láta eins og þeir beri enga sök á óefnunum sem við erum komin í núna.

Fiskinn til fólksins og það strax. 

Svo vil ég skora á núverandi ríkisstjórn að annaðhvort hætta að draga lappirnar og lækka stýrivexti og reyna að gera eitthvað í málinu annað en að drekka kaffi og kjafta eða segja af sér hið snarasta.

Annars verður bylting. Já, bylting segi ég....

Diesel (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 21:25

15 identicon

Fyrir þá sem vilja fara inní IMF (Aðþjóðagjaldeyrissjóðinn) þá ættu þeir hið minnsta að kynna sér hvaða felst í björgunarpakkanum svonefnda.

Björgunarpakkinn heitir réttu nafni Structural Adjustment Progamme (SAP). Hann inniheldur eftirfarandi atriði: Privatizinng natural resourches, education, health care and other things. Devaluating of the currency, cut in vages.  Svo fátt eitt sé talið

Auðvelt er að googla þennan samning upp og hér er dæmi: verði hverjum að góðu við lesturinn. 

http://www.afdb.org/pls/portal/docs/PAGE/ADB_ADMIN_PG/DOCUMENTS/EVALUATIONREPORTS/EN_CAMEROON%20SAP%20II.PDF 

Tommi (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 21:52

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég var að lesa það   hérna    að fjórðungur ríkistjórnar Geirs Hilmar Haarde séu meðlimir í breska Verkamannaflokknum og lúti því leiðsögn Gordons Brown. Þar sannaðst hiðfornkveðna að erfitt er að þjóna tveimur herrum.

Sigurður Þórðarson, 13.10.2008 kl. 22:00

17 identicon

PIVATISING????????? Ónei! það má ekki gerast. Virkar ekki í svona fámennu þjóðfélagi!

anna (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 22:01

18 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þverpólitíska samstöðu þarf til þess að vernda það sem við eigum þó eftir.  

Forystumenn Samfylkingar eru enn við sitt ESB heygarðshorn en mér sýnist ljóst að ALLIR aðrir stjórnmálaflokkar gætu náð saman um að styðja og styrkja sjálfstæði Íslands.  Meira að segja forseti vor hefur dregið í land með sinn útrásarstuðning.

Hver getur, þorir og vill? 

Kolbrún Hilmars, 13.10.2008 kl. 22:17

19 identicon

Það sem fólk virðist ekki vera að átta sig á er að við erum orðin fiskveiðiþjóð aftur. Fiskveiðiþjóð og iðnaðarþjóð. Hér er ekki lengur nein undirstöðuatvinnugrein sem hefur hag af föstu gengi gagnvart mörkuðum í Evrópu.

Það tekur kannski tíma fyrir þetta að síast inn.

Menn átta sig líka illa á því að stöðugt gengi skiptir ekki máli ef maður á ekki peninga og til þess að eiga peninga þarf maður að afla þeirra.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 01:44

20 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Framsóknarflokkurinn ber mjög mikla ábyrgð á því sem komið er í samfélaginu. Hann var við stjórn þegar létt var á bindiskyldu og ríkisbankarnir einkavæddir.

Framsóknarflokkurinn átti meginþátt í að rokið var út í þessa bjartsýnisvirkun eystra sem allt bendir til að verði okkur dýrari og þyngri á skuldaklafanum en ætlað var. Mikil landeyðing er fyrirsjáanleg á Austurlandi vegna þess að drullan í lóninu kæfir gróður, þurr sallinn berst meðvindinum og eyðir gróðri annars staðar. Lagarfljót er skelfilegt á að líta. Bakkar þess eru ótraustir og gera má ráð fyrir mjög háum bótum. Allt veður þetta að skrifast á Framsóknarflokkinn sem bað um þennan ærulausasta kosningavíxil Íslandssögunnar.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 14.10.2008 kl. 16:47

21 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

það er allavega ljóst að það sem helst háir fyrirtækjum og einstaklingum í dag er helvítis krónan. þetta handónýta drasl sem á að heita gjaldmiðill og er jafn mikils virði og kúkur í laug.

Brjánn Guðjónsson, 14.10.2008 kl. 20:49

22 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Var Framsóknarflokkurinn ekki í ríkistjórn á undan þessari þ.e. fyrir 2 árum og sat í hvað 8 ár og gerðu þeir ekki neitt, jú þeir stóðu alveg eins mikið fyrir spilaborginni og aðrir og soltið meira.En oft er það með Framsóknarmenn að þeir vita ekki hvort þeir eru að koma eða fara og vita ekki hvað er vinstri eða hægri þeirra þægilegasta staða er að setja hausinn í sandinn því miður.Það þíðir ekki að tala þannig að menn hafi ekki komið nálægt þessu og að þessir menn skuli ekki reyna að koma með einhverjar lausnir en frá Framsókn kemur ekkert það má þó seigja um VG að þar hefur verið haldið fram í nokkur ár að halda að sér höndum og líka að formaður þeirra kemur fram með tillögur að lausnum og það er vel.Mér finnst Geir hafa staðið sig mjög vel í þessari miklu vinnu sem stendur yfir og reyna að bjarga því sem bjargað verður og sama má seigja um Samfylkinguna en því miður vantar einhverja skeleggasta stjórnmálamann sem er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir en vonandi kemur hún vel frá sínum veikindunum og tekur svo á þessum málum.Það er  líka gott samstarf í Ríkistjórn og er líklega þannig að það þíðir ekkert fyrir Framsóknarflokkinn að tala það í sundur.Í endann vil ég segja að formaður Framsóknar ætti frekar að takka þátt í Þorrablótum og árshátíðum en stjórnmálum.

Guðjón H Finnbogason, 14.10.2008 kl. 20:50

23 identicon

Er það rétt að framsóknarflokkurinn beri einhverja ábyrgð á þessari peningamálum hér á landi með því að selja bankana það held ég ekki það sá engin fyrir þessari kreppu í heiminum þegar bankarnir voru seldir það vita allir. Það er þessi Þingvallastjórn en hún vill kalla sig við þann helga stað okkar Íslendinga . Það er hennar klúður sem er að gerast hér á landi , það vita allir . Svo er með seðlabankann .Ríkistjórninn átti strax að reka Daðvíð úr seðlabankanum hann er búinn að tala of mikið sem fór í fjölmiðla erlendis , það kostaði að Kaupþing  að það var gjaldþrota bara út á ummælum hans svo virðist að Matthías fjármálaráðherra hafi talað við fjármálaráðherra Englands daginn áður .Hvað fór á milli þeirra það  veit engin . Burt með þessa ríkistjórn það vill þjóðin .

með kveðju Hannes Helgason

Hannes Helgason (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 22:22

24 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Í mínum huga eru valkostir núna við endurreisn íslensks fjármálaumhverfis tveir;

1) Að segja upp EES samningnum og koma upp ríkisstýrðum alþjóðlegum viðskiptum (t.d. síldar- og ullarvörusamningar við Rússa) til þess að hægt sé að viðhalda sjálfstæðri mynt og peningamálastefnu.

2) Að ganga í ESB og tryggja þannig sjálfstæði okkar og virkni innan Evrópskrar samvinnu. Slíkt skapar fólki og fyrirtækjum tækifæri. Þá myndast stöðugleiki sem er grundvöllur fyrir sölu á iðnaði og þjónustu milli landa.

Upptaka evru virðist vera niðurstaða af mikilli umræðu um æskilega breytingu á mynt, sem átt hefur sér stað síðastliðið ár.

Já, ábyrgð Framsóknarflokksins á þessari þróun er mikil. Græðgisvæðingin hófst með gjafakvótanum, sem er skilgetið afkvæmi flokksins.

Fiskinn til fólksins!!!    Mbk,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 15.10.2008 kl. 00:05

25 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Það er gott að fólk hafi skoðanir en sleggjudómar eru ekki skoðanir. Ísland þarf ekki að far inní ESB til að byggja landið upp að nýju, það tel ég ekki vera skynsamlegt að ræða það fyrir en eftir kannski 2 ár eða svo.

Fyrst ætlum við að klára að vinna og vanda okkur vel við það að vinna okkur út úr þessum fáránlegu vandamálum sem við erum í, í dag.

Síðan verður gerð úttekt á þeim sem eru ábyrgir, og það á ekki að blanda Alþingi inní það mál, þar eru allt of margir sekir í þessu máli. Það á ekki að leita eftri niðurstöðu sem allir flokkar geta sætt sig við, það á að gera þessa menn ábyrga sem eru ábyrgir og þeir eiga einfaldlega að fjúka um leið. Við höfum ekkert við þá inná Alþingi að gera. Hvaða stjórnaraðili sá þessa skyrslu og fannst hún of viðkvæm til að byrta hana?

Mér sýnist sumir af þessu mönnum vera farnir að huga að nýrri sókn, en bíddu Lífeyrissjóðirnir tóku einnig þátt í þessu og þeir eru ekki hólpnir þó þeir kaupi Kaupþing, þar eru nokkrir aðilar sem þurfa að svara nokkrum spurningum.

Ég hefði viljað nota þennan tímapunkt til að greiða út úr lífeyrissjóðunum og gera þá upp núna áður en þeir verða búnir að knésetja þá alveg.

Ég legg til að allir sjóðsfélagr fái sín réttindi greidd út úr sjóðunum. Sú ávöxtun sem orið hefur á heidareignum sjóðanna verði deilt út á milli sjóðsfélaganna.

Eftir þennan gjörning verður hver og einn að finna sínum ellilífeyrssparnaði farveg í framtíðinni. Sjóðirnir eru byggðir upp með greiðslum launafólks sem ekki er spurt hvað gert er við þeirra sparnað á nokkrum tímapunkti. Nú á að fara að fjárfesta í banka með sparnaðarpeningum almennings, ég segi nei takk. Leggja niður þessa sjóði og breyta þeim í þannig sjóði að hver og einn er ábyrgur fyrir sínu sparnaði, það er engin yfirstjórn með þeim sparnaði sem yfirleitt eru forkólfar úr atvinnulífinu og gæðingar inna stéttarfélaga launafólks.

Fólkið er aldrei spurt bara vaðið af stað og reynt að gera það sem líklega gefur mestu ávöxtunin (mestu áhættuna). Í þÝskalandi eru sjóðirnir skyldugir til að skila 3,5% ávöxtun og ef þeir ná ekki að mæta þeirri ávöxtun verða þeir að selja eignir til að uppfylla þessi skiyrði.

Því miður er samfylingin að reyna að ná fram sínum markmiðum í þessu átandi og mér finnst það mjög ósmekklegt, teljandi almenningi trú um að þá lagist allt, horfið í kringum ykkur þetta er að gerast allstaðar í heiminum einnig í EB löndunum. Þetta er bara bull og óþarfa flæking á málum, við þurfum að klára að vinna okkur út úr þessu og síðan verður Bastilludagur íslendinga, þá má megnið af eftirlitinu hverfa og enkavæðingarbrjálæðingarnri með í leikskólabandi, það má alveg fylgja nokkrum embættismönnum út um dyrnar í leiðinni, því ekki er ábyrgðin minni hjá þeim.

Fer þetta nú ekki að vera gott.

FB..

Friðrik Björgvinsson, 15.10.2008 kl. 00:35

26 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég verð að taka undir með Gunnlaugi.

Að segja upp EES samningnum og koma upp ríkisstýrðum alþjóðlegum viðskiptum (t.d. síldar- og ullarvörusamningar við Rússa) til þess að hægt sé að viðhalda sjálfstæðri mynt og peningamálastefnu.

ekki margt sem vantar upp á hér, nema kannski sjóvarpslaus fimmtudagskvöld og þurrir miðvikudagar. annars virðist annað vera að færast í gamla horfið. spurning hvort ekki megi endurreysa SÍS?

Brjánn Guðjónsson, 15.10.2008 kl. 01:41

27 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

...fara í sendiráð frænd- og vinaþjóða til að fá landvistarleyfi ... Sviptum einstaklinga sjálfstæði og frelsi til að tryggja að við séum "sjálfstæð þjóð". Stóra bullið Friðrik er að vera að ásaka fólk um eitthvað landráð eða voðalega hluti sem krefst þess að farið verði að "þjóðarvilja" um aðildarviðræður. Aftur og aftur vilja 30% þjóðarinnar taka frelsi og sjálfstæði af 70% þjóðarinnar. Skamm og svei ....   Mbk,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 15.10.2008 kl. 07:28

28 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ísland kemst varla mikið neðar svo Ingibjörg þarf ekki að hrópa það. Ég held að hún hefði getað stöðvað þessa vitleysu þegar seðlabankinn notaði fyrstu smugu til að sölsa undir sig banka( Glitnir)! Ef þeir hefðu veitt þrautarlánið værum við kannski betur sett?

Vilborg Traustadóttir, 15.10.2008 kl. 17:08

29 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Gunnlaugur: viltu ekki taka upp vaðmál og fiska sem grunneiningar myntar?

Mér finnst þú ættir að slækja um starf sem safnvörður á byggðasafni.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 15.10.2008 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband