...svo ráðskist þeir með fréttirnar!

Verð að leyfa fleirum að njóta þessa kveðskapar sem íhaldið hann bróðir minn heyrði jólaköttinn söngla á girðingarstaur í morgun. 

Það á að ríða rúv á slig
svo ráðskist þeir með fréttirnar
og eigi fyrir eina sig
allar kjaftastéttirnar.

Baugsmiðlarnir eignast auð
og áfram verða á rólunum
því nú er gamla gufan dauð
svo græða þeir á jólunum.

Það þarf að leita langt aftur í sögunni til að finna viðlíka siðleysi í viðskiptum eins og það sem okkur var opinberað í dag með hugmyndum Jóns Ásgeirs um að halda eignarhaldi 365 miðla og Moggans en henda skuldunum í okkur skattborgarana. Er aldrei komið nóg.

Kannski ekki nema von að menn láti sér detta í hug að nú sé rétti tíminn til að þjóðin öll fari til fógeta og gefi sig upp til gjaldþrotaskipta. Ömurlegast í þessu öllu er svo að á sama tíma er menntamálaráðherra að bollaleggja að slátra RÚV svo útrásarvíkingurinn hennar geti enn frekar styrkt stöðu sína...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bjarni.

Já flottur kveðskapur. Þetta sem þú nefnir í síðustu málsgreininni er einmitt sama og mér datt í hug í gær að kynnu að vera einu sönnu mótmæli þjóðarinnar þ.e að ganga til gjaldþrotaskipta.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.11.2008 kl. 23:48

2 identicon

Sumir menn stoppa aldrei ef möguleiki er á auði og völdum. Maðurinn gengur ekki fram af sjálfum sér meðan siðfræðin hittir hann aldrei

sandkassi (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 03:50

3 identicon

Gott að til þess að vita að Bjarni hafi áhyggjur af einokun á fjölmiðlamarkaði. 

Ef 365 falla þá er bara RÚV eftir væntanlega er það blautur draumur Bjarna Harðar og Framsóknar.  Bjarni horfir til fjalla á meðan þjóðin horfir allt annað enda sýnir fylgi flokksins það svart á hvítu.  Það mun ekki breytast  á meðan þeir Guðni, afturhaldsseggir og eingangrunarsinnar dauðans, ráða þar ríkjum.   Flokkurinn er OFF í allri umræðu og ekki stjórntækur.

Socrates (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 07:22

4 Smámynd: Anna S. Árnadóttir

Gott að fylgjast vel með núna...þetta er nákvæmlega sami leikurinn og Jón Ásgeir  ásamt Pálma Haralds og fleirum hefur leikið undanfarin ár...taka bestu bitana og skilja hitt eftir í varginn. Það að sjá þúsundir almennra borgara taka á sig skuldir þeirra hefur greinilega ekki valdið þeim áhyggjum eða andvökunóttum...kannski getur Kári ræktað í þá samviskugenið..

Anna S. Árnadóttir, 3.11.2008 kl. 09:34

5 identicon

Það verður að stöðva þessa menn Bjarni, það er þitt hlutverk í þinginu í dag.

Ég treysti því að þú sláir hvergi af.

sandkassi (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 11:52

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

sko Bjarni það verða einhverjir að eiga fjölmiðla,þeir eru ekki margir sem það vilja!!!þið eruð að saka ritstjóra og fréttamenn um hlutdrægni,með því að treista þeim ekki til að vera heiðarlegir!!!þú sem slíkur hlýtur að vita þetta/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 3.11.2008 kl. 16:36

7 identicon

Það kostar nú ekki mikið að gefa út blað, en ef þarf endilega að vera eitthvað rándýrt snobbrit þá þarf náttúrulega einhverja auðmenn til þess að reka þá.

Ég er því ekki sammála því að það þurfi "einhverjir" að eiga fjölmiðla. Við þurfum ekki svona menn.

sandkassi (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 17:27

8 identicon

365 Fjölm.

Allir dagar ársins nú

eru vígðir Baugi:

Ólafur Ragnar, Össur, frú

Ingibjörg af Haugi.

GlG (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband