Alvarleg mistök og afsögn

Ágætu lesendur

Í gærkvöldi urðu mér á alvarleg mistök og vitaskuld hljóp hér pólitískur hiti með mig í gönur.

Ég hef af þeirri ástæðu ákveðið að segja af mér þingmennsku enda hefur það ævinlega verið bjargföst sannfæring mín að menn eigi alltaf að axla ábyrgð á eigin gerðum.

Um leið og ég kveð stuttan og viðburðaríkan þingferil óska ég samstarfsfólki mínu á þingi og í Framsóknarflokki allra heilla.

Ákvörðun þessa hefi ég tilkynnt formanni Framsóknarflokksins og skrifstofustjóra Alþingis.

Virðingarfyllst

Bjarni Harðarson, bóksali


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju Bjarni Þú ert maður af meiru og mættu fleiri taka sig þér til fyrirmyndar.

Benedikt Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 10:04

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hvaða dauðans della er þetta! Það er EKKERT í þessu bréfi sem ekki er satt

Klaufalegt, asnalegt osftv ........en Valgerður ætti að hafa séð sóma sinn í því að snáfa fyrir löngu

Ég er engin sérstakur aðdáandi þinn.. en ég heyrði fyrirspurnina þína í þinginu í gær... fyrsti þingmaðurinn sem þorir að spyrja út í baktjaldamakk eiginkvenna og eiginmanna ráðherrana.

Heiða B. Heiðars, 11.11.2008 kl. 10:05

3 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Stórmannleg ákvörðun hjá þér Bjarni. 

Vona að þú verðir ekki eini Íslendingurinn sem þurfi að axla ábyrgð. En það væri nú nokkuð íslenskt.

Microsoft Outlook er öflugt samskiptaforrit.

Sigurpáll Ingibergsson, 11.11.2008 kl. 10:05

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Maður missir andann.

Þetta er svo óíslenskt.

Gott hjá þér Bjarni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.11.2008 kl. 10:05

5 identicon

Gott fordæmi Bjarni og bréfið sem þú vildir að fengi athygli er hverju orði sannara... nú beinast spjótin að Valgerði hvort að hún axli pólitíska ábyrgð og segi af sér.

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 10:09

6 identicon

Þarna fór besti Frammarinn. Mér finnst nú flokkssystir þín bera meiri ábyrgð og hún á að segja afsér ekki þú.

Ég held að það sé nauðsynlegt að flokksmenn geti gagnrýnt það sem gert er í flokknum en betra hefði verið að gera það með afgerandi hætti

Ásta (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 10:10

7 Smámynd: Skákfélagið Goðinn

Já, það ættu fleiri að fara að þínu fordæmi. Gangi þér vel. Sammála Heiðu. Allt satt og rétt í bréfinu.

Er einhver alvöru Framsóknar maður eftir ?

Skákfélagið Goðinn, 11.11.2008 kl. 10:10

8 identicon

Er Bjarni ekki búinn að setja ný viðmið í íslenskum stjórnmálum með þessari ákvörðun sinni, tekinni á nóinu eins og sagt er?

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 10:12

9 identicon

Er það svona sem framsóknarmenn gera hlutina.  

Er þetta ekki dæmigerð "smjörklípa" af augljósustu gerð? 

Bíddu..... en hvað með Valgerði?

hún kann ekki einu sinni að skammast sín!

... (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 10:12

10 Smámynd: Bergur Thorberg

Það verða öllum á mistök Bjarni minn. Ísland er ekki í vandræðum út af þér, hreint ekki. Aðrir menn ættu taka þig til fyrirmyndar. Stórmannlegt af þér eigi að síður. Gangi þér vel í framtíð. B.kv.

Bergur Thorberg, 11.11.2008 kl. 10:12

11 identicon

stend upp og klappa..

magnús halldórsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 10:13

12 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Af hverju er gott hjá honum að segja af sér? Má hann ekki segja satt um kerlingarfífl...ég meina álftina?

Það er allt öfugsnúið á þessu landi

Fólk segir af sér fyrir að segja sannleikann en þeir sem ljúga og svíkja sitja sem fastast!

Heiða B. Heiðars, 11.11.2008 kl. 10:13

13 identicon

Ja hérna. Stjórnmálamaður sem axlar ábyrgð og segir af sér! Þetta er bara hreinlega ótrúlegt. Þú átt virðingu mína alla og ég verð að segja að ég sé eftir þér úr Framsóknarflokknum þótt ég geti sjálf ekki bendlað flokkhollustu mína við neinn ákveðinn flokk (nema auðvitað alla flokkana NEMA Sjálfstæðissflokkinn sem hefur alltaf verið flokkurinn sem ég vissi að ég myndi ALDREI kjósa).

Gangi þér allt í haginn!

P.S. Ég er sammála hinum á undan mér - Valgerður ætti líka að axla ábyrgð því að ekkert í þessu bréfi þínu er ósatt.

Bellatrix (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 10:16

14 identicon

Tekur undir með öðrum sem hér rita að þetta sé öðrum til eftirbreytni.  Þú ert maður meiri fyrir að ganga fram fyrir skjöldu og axla ábyrgð.  Það er alltof sjaldséður hlutur í okkar þjóðfélagi.

Annars held ég að þessir menn fyrir norðan hafi raðað sönnun orðum á blað og þú átt þakkir skilið fyrir að minna okkur almenning á hver það eru sem bera ábyrgð á stöðu Íslands.

Ólafur Gylfason (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 10:17

15 Smámynd: Heimir Tómasson

Heill þér Bjarni. Þú ert einn fárra sem að veist í hverju ábyrgð er fólgin. Góður. Það er eftirsjá að þér.

Heimir Tómasson, 11.11.2008 kl. 10:17

16 Smámynd: Gísli Tryggvason

Stórmannlegt og rétt af þér, Bjarni; það reyndi ekki einu sinni á þessa kenningu: http://neytendatalsmadur.blog.is/blog/neytendatalsmadur/entry/703896/ Það var skemmtilegt að kynnast þér og vonandi verður þar framhald á.

Gísli Tryggvason, 11.11.2008 kl. 10:20

17 identicon

Vá hvað þú ert mikil hetja. Farið hefur fé betra segi ég bara.

Bjarki (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 10:21

18 identicon

Sæll Bjarni

Þetta voru vissulega klaufaleg mistök og ég fagna því að þú skulir axla ábyrgð gjörða þinna. Þú ert tvímælalaust maður að meiri fyrir vikið og það ber að virða. Allavega geri ég það.

Því verður hinsvegar ekki neitað að allt sem í þessu bréfi stóð virðist vera satt og rétt og getur Valgerður ekki fríað sig ábyrgð á því hvernig er fyrir okkur Íslendingum komið í dag.

Ég skora því hér með á Valgerði Sverrisdóttur að fara að fordæmi þínu og segja af sér þingmennsku án tafar.

Einnig mætu fleiri þingmenn og ráðherrar líta sér nær og íhuga stöðu sína alvarlega.

Baráttukveðja.

Gísli

Gísli G. Bjarnason (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 10:21

19 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Tek ofan fyrir þér.....það eru fleirri sem mættu taka þig til fyrirmyndar........

Fanney Björg Karlsdóttir, 11.11.2008 kl. 10:22

20 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég geri mér fulla grein fyrir því Sigurbjörg. Mér finnst þetta samt ekki tilefni til afsagnar... Mér finnst þetta miklu heldur tilefni til umræðu um störf Valgerðar!

Svo vogar hún að segja að "það myndi ég gera"..þ.e. segja af sér væri hún í sporum Bjarna!

Hún hefur skrilljón ástæður til að segja af og ég hvet hana til að gera það strax.

Afsökunarbeiðni á aðferðarfræðina hefði verið fullnæg í þessu tilfelli!

Og ég endurtek...er ekki og hef aldrei verið aðdáandi Framsóknarflokksins né Bjarna Harðar

Heiða B. Heiðars, 11.11.2008 kl. 10:23

21 identicon

Hvað eru margir framsóknarmenn af þessum 15 sem hafa commentað við þessa færslu? skil ekki að þið beinið spjótum ykkar að eigin flokkum, svona fólk fyrirfinnst í öllum flokkum.

Soffía (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 10:24

22 Smámynd: Lýður Pálsson

Æ hvað ég er sár fyrir þína hönd. Kær kveðja.

Lýður Pálsson, 11.11.2008 kl. 10:24

23 Smámynd: Sævar Einarsson

Bjarni, þú ert hetja í mínum augum, þú axlar ábyrgð ! annað en hinar lufsurnar !!! og ég er sammála þeim sem segja að Valgerður Sverrisdóttir eigi að fara að þínu fordæmi og segja af sér líka. Reyndar finnst mér þú vera að axla ábyrgð fyrir hana og það er ekki réttlátt, það er hún sem á að víkja, ekki þú !

Sævar Einarsson, 11.11.2008 kl. 10:24

24 identicon

Sæll Bjarni, ég er langt frá því að vera skoðanabróðir þinn en ég tek hattinn ofan fyrir þér með þessari ákvörðun.  Þú ert maður af meiru að taka ábyrgði og segja af þér.  Það verður ekki af þér tekið.
kv,Helgi

Helgi (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 10:24

25 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Þeir eru fáir Íslendingarnir sem setið hafa á Alþingi og hafa sýnt þá djörfung að axla siðferðilega ábyrgð á gjörðum sínum eða þegar hliðarspor er tekið frá flokksaganum.  Vona að þú verðir ekki eini alþingismaðurinn sem þurfi að axla ábyrgð.  

Gangi þér allt í haginn, bb

Baldur Gautur Baldursson, 11.11.2008 kl. 10:26

26 identicon

Ég get ekki orða bundist. Alvöru maður sem tekur ábyrgð á mistökum sínum. Þetta er virkilega hressandi á tímum þaulsetninna seðlabandastjóra. Takk fyrir og það verður spennandi að sjá þig áfram í pólítík síðar.

Elísabet Þorsteinsdóttir
óbreyttur kjósandi

Elísabet Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 10:27

27 Smámynd: Sævar Einarsson

Þú gast sagt "þetta voru tæknileg mistök" og setið áfram, en svoleiðis gerir fólk ekki sem er sjálfum sér samkvæmt.

Sævar Einarsson, 11.11.2008 kl. 10:27

28 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Til hamingju með þessa ákvörðun, þú gætir verið fyrirmynd margra hvað hana varðar, það er ekki spurning.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 11.11.2008 kl. 10:27

29 Smámynd: Þór Gunnlaugsson

Sæll Bjarni

Ég verð að segja það hreint út að svona stórmennska og trúfesta í skilningi orðanna"að taka ábyrgð gerða sinna"mætti vera öðrum þörf ábending en ég hef fulla trú á að þú munir aftur birtast í þingsölum með nýja forystu sem þú munt safna saman og gamla genginu verður sópað af borðinu.

Gangi þér allt í haginn

Þór Gunnlaugsson, 11.11.2008 kl. 10:27

30 identicon

Allir ráðamenn þjóðarinnar sem stóðu í þessum málum með bankana undanfarin 8 ár hafa misst mitt umboð og ættu því að segja af sér og sanna sig aftur í grasrótarvinnu. Þú ert ekki í þeim hóp og átt að endurskoða þessa fljótfærni þína.

Þorgeir (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 10:27

31 identicon

Bjarni minn, ef þú værir stærsta vandamál í íslenskri pólitík værum við í góðum málum. Sá ekki ástæðu að þú þyrfir að segja af þér fyrir þetta en þú ert maður að meiru.

Vona að fleiri taki þig til fyrirmyndar, þar á meðal Valgerður flokksystir þín auk allra hinna sem hafa komið Íslandi í þá skelfilegu stöðu sem blasir við okkur í dag. ÁFRAM BJARNI.

Sif (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 10:28

32 Smámynd: Sævar Einarsson

Eða sagt "ekki minnist ég þess að hafa sent þetta bréf" það er voða vinsælt að segja það hjá ráðamönnum, eða koma algerlega af fjöllum.

Sævar Einarsson, 11.11.2008 kl. 10:29

33 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Vísa til bloggs míns í tilefni fréttarinnar, hvar ég fer yfir efni Valgerðar að afsögn sinni.

Ekki leggja af vopnin gegn ESB helsinu.

Miðbæjaríhaldið

virðir afstöðu og ákvörðun nafna síns en vill vona, að hann komi tvíefldur sem pólitískur uppvakningur í næsta slag við ESB þursa.

Bjarni Kjartansson, 11.11.2008 kl. 10:29

34 identicon

Ég er ekki framsóknarmaður og enginn aðdáandi þinn.

En þú ert einn af fáu þingmönnum og forystumönnum í sögu þjóðarinnar sem axlar ábyrgð á gjörðum sínum. Það mættu fleiri taka þetta til fyrirmyndar.

En þú getur verið rólegur, Íslendingar eru fljótir að gleyma og þú gætir verið orðinn formaður Framsóknarflokksins fyrir næstu kosningar....

Ísland er að mínu mati ógeðslega spillt land og við þurfum ekki að leita langt til að sjá dæmi þess. Hvað er td Árni Johnsen að gera á þingi.... Hvernig gat hann komist aftur á þing.... það var spilltum félögum hans að þakka sem sáu til þess þegar forsetinn skrapp úr landi.

Þú gerðir mistök en axlaðir ábyrgð á þeim. Þú ert meiri maður fyrir vikið.

Gangi þér vel.

Hörður (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 10:30

35 identicon

Þetta er hetjudáð, sem aðrir ættu að taka sér til eftirbreytni. Öllum verða á mistök. Imprað var á bankasölumálum og aðkomu Valgerðar  að þeim, á fundinum, s.l. laugardag í Iðnó og voru svör hennar við spurningum, sem beint var að henni, hjákátleg enda gat Valgerður ekkert varið sig og hreinlega hlegið af tilsvörum hennar.

Gangi þér vel.

FRIÐJÓN STEINARSSON (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 10:30

36 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Hárrétt ákvörðun hjá þér að viðkenna mistök þín og axla ábyrgðina.  Það mættu margir kollegar þínir taka sér til fyrirmyndar.

Öllum verða á mistök.  Það er mannsbragur að horfast í augu við þau og hafa kjark til að viðurkenna þau og taka afleiðingunum.  

Þú ert því maður af meiri.

Sveinn Ingi Lýðsson, 11.11.2008 kl. 10:31

37 Smámynd: Anna Svavarsdóttir

Þetta var ekki það sem við þurftum núna.  Klaufaskapur við að senda tölvupóst verður til að þú segir af þér.  Ef að það er refsing í samræmi við brotið hvernig á þá að refsa öllum hinu liðinu sem situr sem fastast og reynir að sannfæra okkur um að mistökin sem þau gerðu hafi verið kórrétt.

Anna Svavarsdóttir, 11.11.2008 kl. 10:31

38 identicon

Sæll Meistari

 Stend upp og klappa fyrir þér, ef fleiri stjórnmálamenn tækju þig til fyrirmyndar væri lífið á klakkanum miklu betra!

Steindór Þórarinsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 10:31

39 Smámynd: Sævar Einarsson

Þú átt að smella þér í Frjálslynda flokkinn ! þar muntu blómstra og þá fengir þú mitt atkvæði !

Sævar Einarsson, 11.11.2008 kl. 10:31

40 Smámynd: Sigurður Hrellir

Til hamingju Bjarni. Þetta er eitthvað það skynsamlegasta sem frá Framsóknarmönnum hefur komið í áraraðir og gott fordæmi fyrir ríkisstjórnina.

Sigurður Hrellir, 11.11.2008 kl. 10:32

41 identicon

Ég tek ofan fyrir þér en ég hefði viljað sjá þig áfram í baráttunni.

Kv. Finnbogi Vikar

Finnbogi Vikar (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 10:32

42 Smámynd: Guðjón Jónsson

Stórmannlegt af þér. Þú ert til fyrirmyndar.

Guðjón Jónsson, 11.11.2008 kl. 10:33

43 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Bjarni, þú ert til fyrirmyndar... ég stend líka upp og klappa.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.11.2008 kl. 10:33

44 identicon

Bjarni þú hefur það á samviskunni að breyta mér í framsóknarmann. Því ég mun kjósa þig ef þú ferð fram í næstu kosningum.

Ingólfur Júlíusson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 10:34

45 identicon

Ég held ég hafi einfaldlega ekki upplifað það áður að Alþingismaður segi af sér þingmennsku fyrir mistök, hvað þá vítaverð afbrot.

Ég kýs ekki flokkinn þinn. Mun líklega aldrei gera það. En þú ert meiri maður en margir aðrir sem sitja Alþingi nú og átt hrós skilið. Það mætti segja að þú sért að brjóta nýtt blað í sögu Alþingis og er eilítil skömm að því, þó að hún sé alls ekki þín.

Gangi þér allt í haginn í framtíðini. Alltaf leiðinlegt þegar manni verða á mistök sem valda krossgötum í lífinu en þú ert þó betri maður fyrir vikið.

Askur (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 10:34

46 Smámynd: Jónas Jónasson

TIl hamingju!

Takmarkalaust, þögult rými heldur á allri náttúrunni í fanginu. Þér líka.

"Eckhart Tolle"

Jónas Jónasson, 11.11.2008 kl. 10:35

47 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Mér sýnist nú Framsóknarmenn vera einu stjórnmálamennirnir hér á land sem taka ábyrgð. Halldór Ásgrímsson axlaði ábyrgð fyrir lélegt gengi framsóknar, Jón Sigurðsson axlaði ábyrgð vegna lélegs gengis þingkosningum(sem mér þykir nú vera að axla of mikla ábyrgð enda hann var nú ekki búinn að sitja lengi kallinn og maður hefði nú eiginlega viljað sjá hann aftur í formannsstólnum), Björn Ingi axlar ábyrgð vegna REI málsins og núna Bjarna Harðarsson vegna þessa tölvupósta.

Verð nú að viðurkenna að ég sé kannski minnst eftir þér Bjarni, mér líkar ágætlega við þig, en stefna þín Evrópumálum er gjaldþrota og glórulaus. En ég vona að þú munir eiga afturkoma í þingmennsku en þá sem breyttur og betri maður, eldheitur ESB sinni.

Jón Gunnar Bjarkan, 11.11.2008 kl. 10:36

48 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér þykir þetta sorgleg niðurstaða og finnst sem spillingarelítan hafi sigrað eina ferðina enn. Það er Valgerður sem á að víkja og efni bréfsins að vera til umræðu.  Þú gerðir þegnskyldu þína þótt á klaufalegan hátt væri.  Þú ert góður drengur og eg ber meiri respekt fyrir þér en ella að hafa staðið með samvisku þinni innan flokksins, það er fágætara en hvítir hrafnar.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2008 kl. 10:37

49 Smámynd: Dunni

Þetta var sterkur leikur hjá þér Bjarni.  Margir þingmenn og ráðherrar væru menn að meiri ef þeir öxluðu ábyrgðina af embættisafglöpum sínum á sama hátt og þú.

Óska þér og fjölskyldu þinni alls hins besta í framtíðinni og vonast til að  heyra meira frá þér á bókabúðarblogginu.

Kveðja

Guðni Þ. Ölversson

Dunni, 11.11.2008 kl. 10:37

50 identicon

Réttasta ákvörðunin - og sú eina kannski - í stöðunni.  Tek hattinn ofan fyrir þér !

K (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 10:37

51 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Noh! Þar kom að því. Ég og Viðar Helgi sammála!

Heiða B. Heiðars, 11.11.2008 kl. 10:37

52 Smámynd: Guðrún Pálína Karlsdóttir

Já þú ert hetja.Vona að fleiri fylgi þínu fordæmi.Baráttu kveðjur

Guðrún Pálína Karlsdóttir, 11.11.2008 kl. 10:37

53 identicon

Mjög stórmannlegt af þér Bjarni og ég tel þig mann að meiru að axla ábyrgð á mistökum þínum.Það mættu aðrar mannleysur á þinginu við Austurvöll taka þig sér til fyrirmyndar.Það er mikill skortur á því að menn axli ábyrgð á gjörðum sínum hérlendis.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 10:37

54 identicon

Aðdragandinn var vondur,nafnlaust bréf eitthvað. En innihaldið? ef helmingurinn þó ekki meira er sannur á hún þá ekki að taka pokann sinn? Og það fyrir langa löngu. Ég ber mikla virðingu fyrir þér, vont að missa þig jafnvel þó þú sért framsóknarmaður. Demmmm

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 10:39

55 identicon

Baráttukveðjur, Bjarni minn. Þú sýnir gott fordæmi þó margir ættu að víkja frekar en þú. Sýnir bara að ég mat þig rétt frá upphafi.

Upp með nefið:)

edda (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 10:39

56 Smámynd: Júlíus Valsson

Tek ofan hattinn fyrir þér Bjarni. Sjáumst í bókarkaffinu góða á Selfossi! Þar er stemningin mun betri en við Austurvöll.

Júlíus Valsson, 11.11.2008 kl. 10:41

57 Smámynd: 365

Það er helvíti hart að missa djobbið vegna þess að stutt er á Enter.  En þú ert maður að meiri.  Kem í kaffi.

365, 11.11.2008 kl. 10:44

58 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kæri bloggvinur ,eg bara vona að þessi ákvörðun sem þú tekur sjálfur,og ert kannski maður af meiri,verði ekki til þess að þú hættir að vera virkur á  blogginu,hefði heldur viljað sjá þig berjast áfram,og að Valgerður víki af þingi/ baráttukveðjur /Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 11.11.2008 kl. 10:47

59 identicon

Nú verð ég að segja mig úr Framsóknarflokknum ekkert þar að hafa lengur

Góðar kveðjur til þín og þinna Rósa

Rósa Traustadóttir (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 10:47

60 identicon

Takk Bjarni fyrir farið á dögunum.

Takk samt meira fyrir þessu snaggaralegu viðbrögð í ljótum leik.

Þetta þarf að vera tónninn í Nýja Íslandi.

Sjáumst á Austurvelli á laugardaginn kl. 15.

Áfram Ísland!

Sesselja T. (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 10:49

61 identicon

Sæll Bjarni. Þó svo að þú sért maður af meiri að taka afleiðingum gerða þinna þá ertu samt að gera mörgum samflokksmönnum þínum sem og mörgum kjósanda þinna og  mörgum íslendingnum óleik með afsögn af þingi. Þó svo Valgerður segi að þú eigir aað gera upp hug þinn, hvað ber henni þá að gera. Þannig er nú að Guðni hefur verið uppáhalds sjórnmálamaður minn um langan tíma og ekki hefur þú skemmt það með þinni stuttu veru í pólitík. Því segi ég við þig eins og Valgerður gerðu upp hug þinn og þá á annan hátt en Valgerður ætlast til, ef ekki þá skulum við stofna annan stjórnmálaflokk þar sem íhaldsmennskan ræður ekki ríkjum með Valgerði í farabroddi. Kveðja frá okkur Tóta og Kötu Gróu. 

Þórarinn V. Guðnason (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 10:49

62 Smámynd: Guðmundur Bogason

Sæll Bjarni

Þú hefur hingað til verið eina ástæða þess að ég les það sem frá framsóknarmönnum kemur.  Það væri mun betra ef þú værir um kyrrt og hreinsaðir til í flokknum.  En það er líklega of seint að draga afsögnina til baka.  

Guðmundur Bogason, 11.11.2008 kl. 10:52

63 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það fer ekki milli mála Bjarni að þú gerðir alvarlegt bú bú, svo vægt sé til orða tekið. En ég held að þú sért of fljótur á þér að segja af þér þingmennskunni. Hver var skaðinn?

Valgerður Sverrisdótti er margfalt skaðlegri en þú í störfum sínum. Þó að við kippum burt þætti hennar í bankasölunum gleymist mér ekki að hún sem utanríkisráðherra bar ábyrgð á skaða upp á minnst milljarð króna upp á varnarsvæðinu með klúðri sínu í eignaumsýslu.

Mín skoðun er sú að þér hefði verið nóg að sýna auðmýkt, biðja Valgerði og þjóðina afsökunar og lofa að læra af þessum mistökum. Þessi mistök voru sannarlega ljót en ekki dauðasök.

Reyndar má segja að með þessu móti geturðu átt endurkomu með því að axla raunverulega ábyrgð. 

Haukur Nikulásson, 11.11.2008 kl. 10:53

64 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Harma afsögn þina Bjarni en geri mér grein fyrir að það er rétt hjá þér að gera þetta. Skora á þig að halda vökunni í ESB málunum það er styttra til næstu kosninga en margur heldur og málefni þjóðarinnar verða alltaf mikilvægustu mál okkar. Hlakka til að sjá þig koma aftur tvíelfdan og reynslunni ríkari.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 11.11.2008 kl. 10:59

65 Smámynd: Ingimar Eydal

Maður að meiri og mættu fleiri taka sér það til fyrirmyndar ekki síst Sjálfstæðismenn og Samfylkingarfólk sem hafa náð nýjum hæðum í ráðaleysi og foringjahollustu. Meira að segja er búið að þagga niður í Ágústi Ólafi og þá þegir restinn.  Framsóknarmenn þora þó ennþá að opna munninn.  Ekki má gleyma því þó að samningur sem Íslendingar skrifuðu undir um EES kvað á um sölu bankana þannig að Valgerður gerði ekki annað en það sem samningur kvað á um og það sem Sjálfstæðismenn knúðu á um.

En Sjálfstæðisflokkurinn sleppur alltaf billega við alla gagnrýni.

Það er eftirsjá að Bjarna, en með þessum vinnubrögðum dæmdi hann sig sjálfur úr leik.  Þá er bara að vona að hinir sjái einnig að sér.

Ingimar Eydal, 11.11.2008 kl. 10:59

66 Smámynd: Rannveig H

Það mættu margir taka þig til fyrirmyndar,að axla sín skinn gerir þig að flottum manni. Sagan fer með þér og sagan verður góð.Sagan fer líka með Valgerði og það er ekki góð saga eins og tíundað var í  bréfinu góða..

Rannveig H, 11.11.2008 kl. 10:59

67 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Afleitt að missa svo góðan málsvara þeirra gilda sem þú stendur fyrir af alþingi. Vona að flokkurinn þinn beri gæfu til að snúa sér aftur til þeirra ágætu hugsjónar sem þú hefur varið, oft við illan leik.

Hins vegar er ekki hægt annað en virða ákvörðun þína og ég tek undir með þeim sem benda á að þú sért að axla ábyrgð á meðan fólk með miklu meira á samviskunni situr sem fastast í alls konar valdastöðum. Það er ekki bara umhugsunarefni heldur stóralvarlegt mál.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.11.2008 kl. 11:01

68 Smámynd: Þórlaug Ágústsdóttir

Gott hjá þér Bjarni og sterkur pólitískur leikur.

Þótt þú sért farinn af þingi náðirðu að lengja pólitískan líftíma þinn til muna með þessum mótleik og styrkja stöðu þína meðal almennra flokksmanna. Það eru augljós vatnaskil í pólitíkinni þessa dagana og þeir sem taka ábyrgð munu standa uppi sem sigurvegarar, sama í hvaða flokki þeir eru.

Þú hefur vaxið í mínum augum, ert orðinn næstum því kjósanlegur.
Næstum því ;-)

Þórlaug Ágústsdóttir, 11.11.2008 kl. 11:01

69 identicon

Þú hefðir svo auðveldlega getað gert eins og lenska er í pólítík í dag. Logið, afsakað þig, bent á aðra eða bara þagað þar til moldviðrið gengur yfir. Með þessum gjörningi þínum vona ég að þú hafir gefið tóninn í íslenskum stjórnmálum framtíðar. Heill sé þér Bjarni og gangi þér vel. Þið hin og þá sérstaklega Valgerður Sverrisdóttir: Skamm!!

Alfons (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 11:06

70 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þú segir af þér vegna mistaka.

En þeir sem hafa framið afglöp sitja sem fastast. Tek ofan fyrir þér. Gangi þér vel.

Hólmdís Hjartardóttir, 11.11.2008 kl. 11:08

71 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mér þykir leitt hvernig fór Bjarni, en þú hefur þá sýnt í dag að þú ert eini heiðarlegi  (fyrrverandi) þingmaður þessa lands.. 

Ég á ekki vona á öðru en að þú verðir kominn aftur á þing fljótlega.. kosninar verða haldnar bráðlega svo kannski var þetta bara snjallt move hjá þér  

Óskar Þorkelsson, 11.11.2008 kl. 11:08

72 identicon

Það má segja að það sé sárt að það skuli ekki vera ritstjórn á efni  sem sett er inn á síður blaðana, til að stoppa svona augljós mistök. Þú varst með þeim fáu sem voru með einhverju viti á þinginu, þannig að þín verður saknað Bjarni.

Hugsjónarmaður,  enda af landsbyggðinni komin. Þú ert töff..... Gangi þér vel utan þings.

Sigga Bára (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 11:08

73 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Bjarni minn.  Þegar Framsóknarflokkurinn er að nálgast siðferðilegt og hugmyndafræðilegt gjaldþrot má maður búast við "Nýja Framsóknarflokkinum"?

Stuðningskveðjur úr Hveragerði.

Axel Þór Kolbeinsson, 11.11.2008 kl. 11:11

74 identicon

Sæll Bjarni, þú átt ómælda samúð mína fyrir að missa þig í hita leiksins.  Ég dáist að þér fyrir að axla þína ábyrgð og finnst miður að þeir sem meiri ábyrgð hafa og stærri handvammir á samviskunni skuli ekki hafa gengið á undan með góðu fordæmi.

Þetta er ekki spurning um bréfið sjálft, heldur hvernig þú ætlaðir að koma því á framfæri.

það verður eftirsjá að þér á þingi. Óska þér og þínum alls hins besta og bjartrar framtíðar, fylgist áfram með þér á blogginu.

þín bloggvinkona   Ninna

Guðrún Jónína Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 11:12

75 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Góð kveðja til þín.

Sigurður Sveinsson, 11.11.2008 kl. 11:13

76 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Eg harma afsögn þína Bjarni . . .

. . . og óska þér hins besta.

Þarna fór góður maður burt af Alþingi.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 11.11.2008 kl. 11:14

78 Smámynd: Kellan

Gott hjá þér - fleirri ættu að taka þig til fyrirmyndir og segja af sér þingmennsku og öðrum ábyrgðarstöðum -og því fyrr því betra !!

Kellan, 11.11.2008 kl. 11:20

79 identicon

Hann sat skelfingu lostinn við skjáinn

því skotist nú hafð út í bláinn

Bréfið atarna sem bændurnir skáðu

þegar baráttu lífs fyrir framsókn þeir háðu

Bjarni kveður og brott hann gengur

en búkonan Valgerður hún situr lengur

og enn blæðir flokknum í fári

en núna úr vitlausu sári

o (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 11:21

80 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hárrétt ákvörðun Bjarni í errfiðri stöðu. Þetta gerir það að verkum að þú átt afturkvæmt í pólitík.

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.11.2008 kl. 11:21

81 identicon

Þú gerðir það eina sem hægt var að gera í stöðunni. Alveg sama hvað Valgerður hefur gert og hvað stóð í bréfinu, þá gerir maður ekki það sem þú gerðir og reynir svo að afsaka sig og segja að þetta hafi verið grín.

Ég held að þinn pólitíski ferill sé á enda runninn og það aður en hann hófst.

benni (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 11:23

82 identicon


Reyndar finnst mér að allir þingmenn og ráðherrar eigi að sýna gott fordæmi, koma fram og segja: Já við erum klúðrarar og þöngulhausar og hættum því algerlega í stjórnmálum til þess að bjarga því sem verður bjargað á íslandi.
Vandamálið er að íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki vit né siðferði til þess að gera þetta, sorglegt.

DoctorE (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 11:26

83 identicon

Endurskoðaðu þetta Bjarni. Please.

Guðmundur (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 11:30

84 identicon

Sæll Bjarni,

Þarna gefuru þeim langt nef, í ljósi alls sem á undan er gengið er nánast hlæjilegt að segja af sér fyrir þessi mistök en algjörlega frábært hjá þér. Það hefur ekki þurft neitt gáfnaljós til að sjá og það fyrir löngu að það hefur ekki verið hægt að starfa í pólitík á Íslandi nema tala þátt í sukkinu. Mér fannst alltaf synd að sjá á eftir þér þarna inn þú ert alltof skemmtilegur til að standa í löngu vonlausu verki sem er að reyna að hafa áhrif til góðra verka í stjórnmálasukkinu á Íslandi.  Hlakka til að heyra í þér á jólaföstunni

Katrín Hvolhreppi hinum forna (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 11:40

85 Smámynd: Halla Signý Kristjánsdóttir

Sæll Bjarni

já ,þetta finnst mér mjög leitt, sjáum eftir góðum framsóknarþingmanni, og þú ert meiri maður fyrir vikið, þér varð á mistök, og sýnir að eplið í framsóknarflokkun verður fyrir skemmdum innanfrá og ekki séð fyrir því þrátt fyrir afsökunarbeiðni því meinið liggur dýpra.

Als ekki gott.

Halla Signý Kristjánsdóttir, 11.11.2008 kl. 11:41

86 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Eftir lesturinn hér að ofan spyr ég:  ,,af hverju sagðirðu af þér þingmennsku"?

Var það af því að lenda í einhverju rugli með póstinn?

Var það vegna erfiðrar stöðu innan Framsóknarflokksins - eftir einhvern óþekktarpóst?

.... nei, það hlýtur að hafa verið vegna þess ásetnings að fara þá leið sem alþingismaður að nota aðstoðarmann þinn, sem almenningur greiðir laun fyrir, til fremur snautlegra verka.

Að því sögðu og þar sem ég veit betur, trúi ég því að hér hafi verið um hvatvísi að ræða af þinni hálfu.

Ég vona að þetta sé samt ekki almenna vinnureglan - þótt ég óttist það.

Eftir að hafa lesið umsagnir hér að ofan velti ég fyrir mér þeim grafalvarlega siðferðisbresti sem leikur þjóðina svo grátt.  

Er í lagi að viðhafa svona vinnubrögð?  Þurftirðu kannski ekkert að segja af þér?

Ég er afar þakklát Bjarni að þú skulir vera ábyrgari en margur maðurinn hér inni á síðunnu, sem fannst bara hreinn óþarfi að þú segðir af þér störfum þínum vegna þessa máls.

Finnst fólki virkilega allt í lagi að nota aðstoðarmenn þingmanna til þess að standa í slíkum verkum sem þeir  hafa orðið uppvísir að? .....  sitja í aðstöðu sinni að búa til nafnlaus netföng? 

Hefur trúverðugleiki annarra þingmanna og annarra aðstoðarmanna ekki verið rýrður með slíkum vinnubrögðum?

Þjóðin hefur þurft að brýna þingmenn til vinnu þessa dagana, aldrei hefur tilefnið verið jafn mikið hér á landi - tiltrú almennings á löggjafarvaldinu minnkar með degi hverjum og nú fáum við staðfest hvaða starfa þeir hafa fyrir höndum þessa dagana.

Þetta mál hefur aðeins aukið vantraust í þjóðfélagi sem misst hefur allt - þjóðfélagi sem á ekki lengur neina sjálfsmynd!

Ekki ætla ég að þakka þér fyrir að sýna siðferðilega ábyrgð - það er eitthvað sem á að vera eðlilegt - en sem persónu þakka ég þér af alhug með að standa með sjálfum þér og sannfæringu þinni.

Vertu velkomin í baráttuna fyrir ,,Bættu Íslandi"

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 11.11.2008 kl. 11:47

87 Smámynd: Jonni

Það er skrýtið land þar sem menn eru gerðir að hetjum fyrir að viðurkenna mistök. Það ætti að vera eðlilegt mál. Þetta segir okkur kannski hvert við erum komin. Það er ekki nokkur vafi á því að Bjarni gerði hrikaleg mistök með þessu ætlaða launsátri sínu. Það er bara rétt og eðlilegt að hann segi af sér þingmennsku í kjölfarið, því ekki er hægt að líða svona vinnubrögð á Alþingi. Það er skömm af þessu.

Þó svo Bjarni fái prik fyrir að viðurkenna það er hann engin hetja fyrir vikið. Hvers konar hetjur vill þessi þjóð eiga sér; afbrotamenn sem viðurkenna að þeir hafi framið afbrot, eða menn sem fremja hetjudáðir?

Jonni, 11.11.2008 kl. 11:49

88 Smámynd: Theódór Norðkvist

Spurning hvort þú hefðir ekki bara átt að segja þig úr Framsóknarflokknum og sitja áfram á þingi utan flokka.

Það varð trúnaðarbrestur á milli þín og flokksins, ekki milli þín og þjóðarinnar.

Theódór Norðkvist, 11.11.2008 kl. 11:49

89 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Bjarni, ég álít þig mann að meiri að segja af þér í þessari stöðu, og aðrir mættu heldur betur taka það til fyrirmyndar. Hinsvegar kemur óneitanlega upp eftirfarandi spurning: Hefðirðu nokkuð sagt af þér ef þú hefðir ekki óvart ljóstrað upp um sjálfan þig með þessum vægast sagt klaufalega hætti?

Og hvað með Finn Ingólfsson, hvers vegna kemur þú ekki líka á framfæri gagnrýni á hans hlut í einkavæðingunni? Nú ætti að skapast tækifæri til þess, fyrst þú ert hvort eð er hættur... Þú færð samt prik fyrir að vega að ál-norninni henni Valgerði!

Við ættum kannski bara að stofna nýjan flokk til höfuðs þeim ríkjandi öflum sem búin eru að spilla okkar gömlu flokkum, Bjarni! ;)

Bestu kveðjur.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.11.2008 kl. 11:51

90 identicon

Sæll

Komdu til baka. Þú átt að vera á þingi.

Kv.

Sveinbjörn - hægrimaður

Sveinbjörn (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 11:52

91 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Bjarni,

ég hef ekki alltaf verið sammála þér enda erum við ekki í sama flokk en ég verð að viðurkenna að ég dauðsé eftir þér úr pólitíkinni og vona að þetta brotthvarf sé bara tímabundið.

Ef grannt er skoðað er nákvæmlega ekkert í bréfi Skagfirðinganna sem þú hefðir ekki getað verið fullsæmdur af að skrifa undir.  Mistök þín fólust í að gera málið tortryggilegt með því að koma ekki fram undir nafni sem var algjör óþarfi. Þannig varð leyndin (formið) yfirgnæfandi í samanburði við efnið.  

Góður samsæriskenningasmiður myndi kannski segja að þarna væri verið að færa Valgerði samúðarfylgi.

Láttu að þér kveða í umræðunni og hafðu það sem best.

Sigurður Þórðarson, 11.11.2008 kl. 11:57

92 Smámynd: Fríða Eyland

Gott hjá þér

Fríða Eyland, 11.11.2008 kl. 12:05

93 identicon

Ja hérna, Bjarni.

Þú ýtir á enter og dauðrotar eigin stjórnmálaferil - og boðar upphaf á endalokum framsóknarflokksins.  Þitt líf er undarlegur örlagavefur.

Nú óttast ég um Guðna formann okkar því nú er brestur í vörnum hans og sóknin slakari.  Þú nefnilega sagðir ekki aðeins af þér þingmennsku þú afsagðir einnig stuðning við hann með þessu bráðræði, stuðning sem hann bráðvantaði frá bardagamanni.

Drengskaparmaðurinn sem þú ert hefur orðið peðið sem loksins mun hreinsa nýkapitalista veiruna sem Halldór Ásgrímsson sýkti framsóknarflokkinn með.  Veiru sem varð að banvænum sjúkdómi og stöðvast ekki fyrr en með dauða sjúklingsins.  Ja hérna, þú varðst maðurinn til þess að hefja dauðastríð flokksins.  Ég er svoleiðis standandi bit.  Á öðru átti ég von.  Ég satt að segja var að vonast til að þú yrðir einn þeirra sem læknaðir pláguna sem eiturpilla Halldórs olli - en nú ertu bara farinn heim yfirbugaður af sjálfum þér?

Þið munið auðvitað báðir tveir Guðni og þú sitja á friðarstóli á Selfossi reynslunni ríkari í framtíðinni - og rifja upp gömlu dagana í bóksalaspjallinu.  Þegar aðrir segja:  Árið sem Hekla gaus, munt þú segja:  Árið sem ég sagði af mér - í miðri herför!

Jamm, illa er komið fyrir einkavæddu gamla Íslandi - vegvísirinn, sem siðferðið á að vera, er týndur.  Halldór Ásgrímsson týndi honum í kvótakerfinu og einkavæðingunni.

En fannst þér, í einlægni, þessi strákslega delluaðgerð þín svo alvarleg að þú værir ekki hæfur til þess að þjóna Íslandi frekar?  Ekki sagði Matti Bjarna af sér þegar hann greiddi atkvæði fyrir Árna Jonhsen á Alþingi, sem var sami stráksskapurinn.

Hugsaðu upp á nýtt maður!  Og næst þegar þú hefst handa sýndu þá meiri þrautseigju og kjark - það er að segja ef þú býrð yfir hugsjónum um betra Ísland.  Afsögn þín lýsir nefnilega frekar uppgjöf en djörfung.  Bréfið til Valgerðar er nefnilega gott og átti erindi í fjölmiðla - ha?  Skagfirsku bændurnir eiga heiður skilið fyrir það - nema þeir telji sig þurfa að afsegja sig frá lífinu vegna þess - eins og sumir!

Vegni þér sem best.  Það er missir af þér af Alþingi og skarð fyrir skildi í framsókn en hetjur halda áfram, hinir halda til búa sinna.

Pétur Einarsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 12:16

94 identicon

Mikil eftirsjá í þér og fyrir framsóknarflokkinn.  En þú ert maður meiri eftir þetta. Það væri ekki mikið eftir að Ráðherrum ef þeir myndu axla ábyrgð.

Eyþór Rúnar (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 12:24

95 Smámynd: gudni.is

Kæri Bjarni.

Ég harma mjög afsögn þína og þetta óþægilega mál í heild sinni. Það er ferlegt að missa út svona frábæran Framsóknarmann eins og þig. Við máttum helst ekki við því í Framsóknarflokknum. En ég tek svo sannarlega ofan fyrir þér fyrir að axla ábyrgð gjörða þinna og gangast við afleiðingunum.

Gangi þér allt í haginn.

XB kveðja,
Guðni Þorbjörnsson

gudni.is, 11.11.2008 kl. 12:27

96 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Sæll Bjarni

Vona að þú hafir með þessu komið skilaboðum til þeirra sem sitja sem fastastþrátt fyrir að mistök þeirra séu tröllaukin miðað við þín. Held að þú eigir að bjóða sjálfstætt fram næst og láta kjósendur dæma. Enda passaðir þú ekkert inn í þennan hugmyndagjaldþrota flokk.

bestu framtíðaróskir. 

Ævar Rafn Kjartansson, 11.11.2008 kl. 12:37

97 identicon

Það má taka ofan fyrir þér Bjarni. Nú ert þú í sama flokki og Þórólfur Árnason.

Mikið vildi ég óska að þeir sem bera stóru ábyrgðina axli hana, en eins og í dæmi Þórólfs er það líklega borin von

Anna Soffía Óskarsdóttir

Anna Soffía Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 12:46

98 identicon

Gott hjá þér Bjarni að segja af þér og sýna pólitískt hugrekki.  Winston Churchill sagði "It has never given me indigestion to eat my own words".    Þetta breytir ekki þeirri staðreynd að Álvers- og útrásarkvendið er með þessa stóru ábyrgð og ætti að segja af sér ekki seinna en í gær.  Hún tilheyrir leifunum af Halldórs og Finns vængnum.  Þeir tveir eru mennirnir sem eyðilögðu Framsóknarflokkinn fyrst og síðan landið okkar.

Þór (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 12:56

99 identicon

Til hamingju með þetta Bjarni minn og ég er hjartanlega sammála öllu sem í bréfinu stendur.

Heiðrún Dóra Eyvindardóttir (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 12:59

100 identicon

Gangi þér vel Bjarni.

Henrý (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 13:01

101 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Ég verð bara að votta þér virðingu mína.  Þar sem ég er búin að ráðast hér inn og koma skoðunum mínum á framfæri.  Ég verð að viðurkenna að ég fékk smá áfall þegar ég heyrði þetta, því skemmtilegri þingmaður hefur sjaldan sést né heyrst til.  Ég er ekki framsóknarmaður meira í átt Samfylkingar eða Vg en það er gaman að hlusta á þig.  Ég hef aldrei áður hlustað á Framsóknarmann (fyrir utan tendapabba) svo þú hefur náð fleiri eyrum en nokkur Framsóknarmaðurinn. 

Ég tek undir með öðrum sem hér hafa ritað, þú ert með siðferði sem fleiri þingmenn ættu að taka sér til fyrirmyndar.

En þú hættir ekki að blogga, vona ég þar sem gaman er að kíkja hér inn og fylgjast með umræðunni.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 11.11.2008 kl. 13:01

102 identicon

Sæll Bjarni. Ég er ekki framsóknarkona en það breytir ekki því að yfirleitt hef ég haft gaman af því að hlusta á þig. Þú klikkaðir í gær og þú tekur ábyrgð á því. Það mættu ýmsir taka þig til fyrirmyndar í stað þess að móast við fram í rauðan dauðann með engilásjónu og svarta samvisku. Það er stykur manna að viðukenna mistök sín og taka ábyrgð á þeim. Bestu kveðjur að norðan, Margrét R  

Margrét Ríkarðsdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 13:03

103 identicon

Það að taka ábyrgð á gjörðum sínum er stórmanlegt, eitthvað sem er jafn sjaldgæft og Geirfugl hér á Íslandi. Ég hef sjaldan verið sammála þér en mér finnst synd að sjá þig fara þar sem það eru ekki margir á þingi sem standa fastir við sanfæringu sína.

En ég verð að spyrja, kom þrýstingur frá flokknum út af þessu?

Með góðri kveðju. Hannes Þórisson.

Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 13:09

104 Smámynd: Jón Halldór Eiríksson

Hef fylgst með þér lengi Bjarni og þó ég sé algjörlega ósammála þér í mörgu og sérstaklega Evrópumálum þá hefur þú verið ötull í umræðunni og látið að þér kveða.  

Er ekki viss hvort er meira viðeigandi að óska þér til hamingju með þessa ákvörðun eða votta þér samúð.

Held að margir fyrrv. vinnufélagar þínir eigi stærra syndaregistur en þú og ættu að segja af sér á undan þér.   Finnst hálf súrealískt á þessum tímum að loksins þegar einhver axlar ábyrgð þá sé það fyrir launsátur í innanflokksdeilum... ja, ætli annað eins hafi ekki gerst á hinu háa alþingi.

Nú er lag fyrir þig að stofna flokk sem er  andsnúinn inngöngu í ESB.   Það vantar þann valkost fyrir fólk.   Samfylking er með en aðrir flokkar vita ekkert í hvorn fótinn þeir eiga að stíga.   Fólk þarf skýra valkosti.

Gangi þér vel!

Jón Halldór Eiríksson, 11.11.2008 kl. 13:10

105 identicon

Fattar enginn hérna að hinn raunverulegi kjósandi er kominn með nóg af þessum Framsóknarmönnum sem eru í forsvari fyrir flokkinn í dag!

Það er frábært að Bjarni sé farinn. Guðni á að vera næstur og Valgerður strax á eftir honum.

Það væri góð  byrjun á uppbyggingarstarfi á flokknum sem er komin tími á og tæki sjálfsagt flokkinn úr þeim 5 eða 6% sem hann mælist í  í dag.

BJ (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 13:21

106 identicon

Er fólk alveg að ganga af göflunum?  Það sem þú gerðir er algert siðleysi, að vega svona að fólki úr launsátri!  Láta aðstoðarmann og einfeldning vinna fyrir sig skítverkin!  Þú ert því miður siðlaus með öllu, og ert búinn að tapa öllum trúverðugleika, og ættir aldrei að koma að neinum verkum fyrir almenning framar. 

Þú ert ekki hetja fyrir að segja af þér þingmennsku, þú áttir engann annan kost!

Þú varst önugur bóksali áður en þú fórst á þing, og getur nú væntanlega snúið þér aftur að sömu iðju.

Eitt lítið atkvæði. (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 13:23

107 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Sæll Bjarni.

Þú gerðir rétt í að segja af þér. Ég ætla ekki að segja að það hafi verið stórmannlegt af þér, vegna þess að mér finnst það ekki nema sjálfsagt að menn taki ábyrgð á sínum gjörðum. Engu að síður er það til marks um kjark þinn að þú skulir taka þessa ákvörðun. Ég vildi óska að fleiri hefðu til að bera slíkan kjark.

Hafðu það sem allra best.

Heimir Eyvindarson, 11.11.2008 kl. 13:34

108 Smámynd: Héðinn Björnsson

Mér finnst missir af þér á þingi Bjarni og er ég hræddur um að það fari illa fyrir flokknum þínum ef spillingarliðið er að ná stjórn á honum. Vona að þér farnist vel í því sem þú nú tekur þér fyrir hendur og vona að þúhaldir áfram að styðja við bakið á þeirri fjöldahreyfingu sem nú er að myndast gegn spillingaröflunum.

Héðinn Björnsson, 11.11.2008 kl. 13:35

109 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég man ekki betur en að Össur Skarphéðinsson hafi lent í einhverju "veseni" með tölvupóstinn, fyrir nokkrum árum og hann sat sem fastast.  Ég get ekki með nokkru móti að Bjarni hafi þurft að segja af sér.  Sé þetta afsagnarsök þá ættu ansi margir að vera búnir að segja af sér.

Jóhann Elíasson, 11.11.2008 kl. 13:37

110 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Gangi þér allt í haginn Bjarni!

Gunnlaugur B Ólafsson, 11.11.2008 kl. 13:42

111 identicon

Ekki þekki ég þig, og þau kynni sem ég hef af þér er lestur pistla þinna inn á blogginu. Ég er ekki frammari - en mér fynnst reynar margir þingmenn meiga horfa til þín í dag og sjá sóma sinn í því að taka ábyrgð á mun stærri og alvarlegri afglöpum en þú framdir (ef einhver eru)  Jú þú áttir kannski að koma strax undir nafni og get ég verið þér sammála að gera þetta á laun voru mistök, en svona upplýsingar verða bara allar að koma fram í dagsljósið ef það á að reyna að halda einhverju áfram. 

Gangi þér sem best í framtíðinni

Þorbjörn Ólafsson

Þorbjörn Ólafsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 13:48

112 identicon

Sakna þín af þinginu Bjarni, þú hefur verið einn af allfof fáum skemmtilegum mönnum þar.  Ásta.

Ásta Einarsdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 13:59

113 Smámynd: Baldvin Jónsson

Já Bjarni minn, virkilega gladdi það mitt litla hjarta að sjá að enn er til siðferði í þingheimum. Árás þín á Valgerði með þessum hætti er vissulega rætin og skiljanlega áttu ekki að sitja áfram í því ljósi. Heiðarleg gagnrýni á störf Valgerðar hefði verið að einfaldlega koma fram sjálfur og ræða þetta. Það á að vera almennt viðurkennt að þingmenn geti verið ósammála og ósáttir við framferði hvors annars.

Þingmenn verða að búa við það traust þjóðarinnar að þeir hafi siðferði. Eg óttast þó að það sé ekki harla algengt innan veggja hins háa Alþingis.

Þetta mál er því miður bara enn eitt sýnishornið af því að þessi flokka-framboðs leið er risaeðla sem þarf að jarða. Hér segir þú af þér Bjarni væntanlega að miklu leyti vegna þess að innri barátta í flokknum fann þarna veikan blett á þér og nýtti sér til hins ítrasta.

Hefðir þú setið á þingi sem óháður en ekki sem FRAMSÓKNARmaður, hefðirðu auðveldlega getað stigið fram og gagnrýnt Valgerði opinberlega og opinskátt fyrir hennar störf.

Þvílíkur akkilesarhæll er nú þessi flokkspólitík.

Baldvin Jónsson, 11.11.2008 kl. 14:07

114 Smámynd: Einar Helgi Aðalbjörnsson

Sæll Bjarni

Menn verða að hugsa lengra en að ýta á enter takkann. En þegar menn eru komnir inn á þá braut sem þú fórst í gær er ekkert annað í stöðunni en að hætta.

Einar H

Einar Helgi Aðalbjörnsson, 11.11.2008 kl. 14:11

115 identicon

Þó ég telji mig ekki vera framsóknarkonu þá er ég Eyrbekkingur og mér finnst við eiga töluvert í þér Bjarni ég segi bara gangi þér allt í haginn og ég veit að framsóknarflokkurinn tapar miklu að hafa þig ekki áfram á þingi.

Emma Eiríksdóttir Eyrarbakka (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 14:21

116 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Bjarni. Framundan er mikil uppstokkun í íslenzkum stjórn-
málum. Bæði vegna bankahruns og ekki síst vegna Evrópamála,
sem hafa gjörsamlega klofið Framsóknarflokkinn.

Trúi því að fram komi brátt ÞJÓÐLEGUR stjórnmálaflokkur eins og
Framsókn var í upphafi. Skora á þig að taka þátt í því að stofna
slíkan stjórnmálaflokk.  Styð þá hugmynd ásamt fjölda annara
þjóðlega sinnaðra manna úr öðrum flokkum..

Vísa annars í blogg mitt um ákvörðun þína..

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.11.2008 kl. 14:22

117 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Segi bara eins og Hólmdís Hjartardóttir hér fyrir ofan:

Þú segir af þér vegna mistaka.

En þeir sem hafa framið afglöp sitja sem fastast. Tek ofan fyrir þér.

Þú kemur bara aftur sterkur í vor með sérframboð. 

Marinó Már Marinósson, 11.11.2008 kl. 14:28

118 identicon

Sæll Bjarni.

Það er staðreynd að mesta mein íslenskrar þjóðar er að  stjórnmálamenn landsins telja að flokkshagsmunir séu mun mikilvægari en þjóðarhagsmunir.   Nú er tími kominn til að ríkistjórn þessa lands fylgi nú fordæmi þínu og axli ábyrgð og segi af sér og taki stjórn Seðlabankans með sér. Hagsmunir þjóðarinnar eru að veði.

 Ástæðan fyrir afsögn þinni eru svo smávægilegir miðað við gjörðir þeirra sem nú eru við völd. 

Valgerður Sverrisdóttir á náttúrulega ekki að sitja á þingi eftir "afrek" hennar sem bankamálaráðherra í síðustu ríkistjórn.

Guðjón Halldór Miðtúni Hvolhrepp hinum forna (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 14:32

119 Smámynd: Snorri Sturluson

Ég vildi óska þess að það væru fleiri stjórnmálamenn eins og þú. En það er vandinn við stjórnmál, flestir sem endast í þeim eru valdagráðugir egóistar.

Bestu kveðjur og vegni þér vel.

Snorri Sturluson.

Snorri Sturluson, 11.11.2008 kl. 14:34

120 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

En þú ert einn af fáu þingmönnum og forystumönnum í sögu þjóðarinnar sem axlar ábyrgð á gjörðum sínum. Það mættu fleiri taka þetta til fyrirmyndar.Ástæðan fyrir afsögn þinni eru svo smávægilegir miðað við gjörðir þeirra sem nú eru við völd. 

Gangi þér vel.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 11.11.2008 kl. 14:50

121 identicon

Ég virði þig fyrir að axla ábyrgð. En aftur á móti fagna ég því að þú sért hættur á Alþingi, ekki þinn staður að vera á þar sem þú veist ekki alltaf hvernig á að koma fram og haga sér. Dæmi: silfur egils þegar þú sagðir að Mikael Torfason ætti ekki að fá að eiga börn, eitthvað það barnalegasta sem sagt hefur verið og fáranleg framkoma. Hef aldrei "fýlað" þig eftir það.

Gangi þér vel

 Fannar Eðvaldsson

Fannar Eðvaldsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 14:55

122 identicon

Tel að þú hafir ekki þurft að segja af þér Bjarni,sannleikurinn um hana Valgerði Sverrisdóttur á eftir að koma fram,ef einhver hefði átt að segja af sér er það Valgerður Sverrisdóttir,hennar tími er löngu liðinn.

Jenzen (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 14:58

123 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Vont að missa heiðarlega menn af þingi. Gott væri ef Valgerður segði af sér. Hún hefur margt vont á samviskunni. Valgerður var einn af forsprökkum þess að eyðileggja innviði velferðarkerfisins.

Hún ásamt fleirum sem ég ætla ekki að telja upp hér eiga sök á því hvernig komið er.

Bjarni þú hefðir bara átt að senda póstinn til fjölmiðla undir nafni.

EF ÞAÐ ER EITTHVAÐ SEM GETUR BJARGAÐ OKKUR ÚT ÚR ÞESSUM SKÍT ÞÁ ER ÞAÐ HREINSKIPTNI.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.11.2008 kl. 15:06

124 identicon

Sæll Bjarni, þetta er stórmannlegt af þér og öðrum til eftirbreytni.

Siggi Kalla (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 15:09

125 identicon

Þú gerðir rétt en á rangan hátt. Þú ert sterkari fyrir vikið. Gott fordæmi. Gangi þér vel.

P.s. Nú eru margir hræddir við að detta af völtum stólunum.

Elisabet (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 15:18

126 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Þetta er dapurt mál Bjarni og olli vonbrigðum. Þú tekur hins vegar á því af ábyrgð, sýnir gott fordæmi og það er vel. Það geta allir gert ljót mistök en það sem skiptir meiru máli er hvernig maður bregst við eftir á og hvort maður læri af þeim. Vonandi hefur þessi atburður þau áhrif að heiðarleiki og ábyrgðarkennd eykst í íslenskri pólitík. Bestu kveðjur.

Kristbjörg Þórisdóttir, 11.11.2008 kl. 15:43

127 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

"Life is a bitch and Valgerður too !"  Skil þig vel Bjarni.  Þetta eru "nasty" tímar og erfitt að vera ekki smá "nasty" sjálfur !  En hér hefur bóksali hengt sig fyrir lúðasmiði "helfararinnar" !  Nefni engin nöfn nema : Geir, Davíð, búinn að nefna Valgerði og þarf maður að nefna fleiri......maður má ekki persónugera vandann !  maður verður að passa sig....gæti verið einhver frændi manns !

Máni Ragnar Svansson, 11.11.2008 kl. 15:55

128 identicon

 Komdu sæll Bjarni Harðarson
 
Ég er ekki framsóknarmaður, en mér finnst samt missir af manni eins og þér á Alþingi, manni sem hefur sannfæringu og þorir að standa fyrir máli þínu. Þú sýnir líka með afsögn þinni úr hverju þú ert gerður, og átt virðingu skilið fyrir það.
 
En Valgerður Sverrisdóttir mætti taka þig til fyrirmyndar og fylgja fordæmi þínu.
 
Því miður virðist Framsóknarflokkurinn vera fljótur að gleyma og fría sjálfan sig af 12 ára þáttöku í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum, og þeim ákvörðunum sem teknar voru tengt bönkunum og sölu á þeim og öðrum málum tengt útrásaræðinu. Þeir eiga algjörlega sinn þátt í því sem við stöndum frammi fyrir í dag. Munu þeir / þau sem voru ráðherrar í þeirri ríkisstjórn axla ábyrgð?
 
En mig langar að koma að einu í viðbót áður en ég kveð.
Mér hefur sýnst á greinum þínum að kristin trú eigi ekki mikið upp á pallborðið hjá þér. En mig langar samt að hvetja þig til að skoða heimildarmynd um tilurð Evrópusambandssins, sem hefur verið sýnd í endursýningu í oktober og nóvember á sjónvarpsstöðinni Omega.
 
 Þú getur líka hringt í Omega í síma 5800700 og pantað CD.
 
Ég er meðvitaður um að margt er umdeilt sem er sýnt á Omega, og er sjálfur allsekki sammála þeim um margt, en inn á milli eru góðir dagskráliðir eins og þættir með Billy Graham og 700 Club svo eitthvað sé nefnt.
 
Láttu ekki fordóma (ef þeir eru til staðar) gagnvart kristinni trú,hyndra þig í að sjá kjarnann í þessarri heimildamynd.
 
Ég sá þennan þátt sjálfur á Omega og taldi hann eiga erindi til þeirra sem láta sig hag lands og þjóðar varða. - Ekki síst í allri þeirru Evrópuumræðu sem nú er
 
Þessi heimildaþáttur um Evrópusambandið veitir sláandi og hreint út sagt ótrúlegar upplýsingar um tilurð EU og ég get bara sagt að sjón er sögu ríkari. Það er ekki gefið að allt standist nákvæmlega sem haldið er fram, en heildarmyndin talar sýnu máli. Og það eru klárar heimildir sem hægt er að fá staðfestar.
Læt þér eftir að ransaka sannleiksgildi heimildaþáttarins, og hvað sé rétt og hvað ekki.

Eitt er víst að það er full ástæða til að gefa landsmönnum tækifæri á að fá upplýsingar um Evrópusambandið frá helst erlendum hlutlausum sérfræðingum, sem eru tilbúnir að fjalla um staðreyndir en ekki áróður, eins og Samfylkingin og og fleiri hafa stundað. Þjóðin þarf upplýsingar og opnar umræður. Áður en farið er út í þjóðaratkvæðisgreyðslu!
 
Sá sem gerir þessa heimildamynd heitir David Hathaway og er með heimasíðuna www.propheticvision.org
 
Hér kemur  smá samantekt um þennann mann:
David Hathaway – Founder and President of Eurovision Mission to Europe, Editorial Director of Prophetic Vision magazine – is an International Evangelist who has ministered worldwide for more than 50 years. Today he reaches millions through his Live-TV evangelism in Russia, Siberia, Ukraine and Europe and through his weekly worldwide Power of Faith TV broadcasts.
 
His 2004 Russian Easter TV broadcast was viewed by 10 million in 7 broadcast regions. In 2005, he held the largest crusade in Europe, reaching over 101 million in Russia, 50 million in Ukraine, and 7 million in China. Today the broadcasts are even more effective – in 2006 a free-phone call centre was introduced to enable the viewers to freely respond to the broadcasts – in the first nine months over 100,000 people had telephoned! During the 2007 Russian Christmas a special celebration was broadcast – 46,106 people responded by phone – with 95% repenting.
 
In 2007 we signed a 12 month TV contract to broadcast the evangelism on Das Vierte (the equivalent of UK Channel 4) in Germany, Austria and Switzerland on secular TV. As a direct result of these programmes, CNBC Europe – one of the world’s largest business and news broadcasters – approved our Gospel programmes for broadcast. The programmes are shown in three languages – English, Russian, and German.
 
Watch a 7 minute extract from David's biographical documentary 'Through the Iron Curtain' (windows media 9): Dial-Up 56k / Broadband 256k
 
Gangi þér vel í því sem þú tekur þér fyrir hendur
Kv. Örn

Örn Leó Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 16:00

129 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Bjarni nú er bara popp og kók í kvöld og góð mynd til að horfa á

Lifðu heill

Máni Ragnar Svansson, 11.11.2008 kl. 16:05

130 Smámynd: Sigurður Hólmar Karlsson

Mikill maður ertu Bjarni minn

Það mættu margir taka þig til fyrirmyndar.

kveðja 

Siggi

Sigurður Hólmar Karlsson, 11.11.2008 kl. 16:12

131 Smámynd: Margrét Annie Guðbergsdóttir

Ég er nú ekki sátt við afsögn þína Bjarni minni. Ertu gott fordæmi fyrir hverja? Það er búið að rústa Íslandi eins og það leggur sig, og þú þarft að segja af þér. Hvaða bull er þetta eiginlega. Ég held að Valgerður, Davíð og Geir eiga að segja af sér. Ekki þú. Þetta eru nú bara smámunir  það sem þú gerðir miðað við fólkið hér að ofan. Jæja, ég hélt mér í framsóknarflokknum út af þér. En nú segi ég mig sko úr honum. Þar féll síðasta vígið. Gangi þér allt í haginn Bjarni minn. Ég veit að þú finnur þér eitthvað annað að gera.

Þín vinkona,

Margrét Annie

Margrét Annie Guðbergsdóttir, 11.11.2008 kl. 16:14

132 identicon

Er ekki stór munur á mistökum og ásetning!

BJ (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 16:16

133 identicon

Gamli minn.....

Er ekki heldur drastísk ákvörðun að segja af sér í ljósi þess að Valgerður hefur gert miklu verri hluti en þennan...... og hún situr sem fastast???

Spyr sá sem ekki veit 

Nói Blomsterberg (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 16:28

134 identicon

Ekki ertu hetja fyrir þetta, hafðir bara rétt svo nógar gáfur til að vita að þér er ekki statt í stjórnmálum, ekki útaf mistökum, heldur að þarna opinberaðist persóna þín!

Árni Halldórsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 16:28

135 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Ég leit á þetta atvik sem smávægileg mistök og hálfgert grín og gæfi ekki tilefni til afsagnar.

Ég lít svo á fyrst þú ákvaðst að axla ábyrgð á þessu slysalega atviki þínu að það verði því miður ekki dreginn lærdómur af því á þeim vinnustað sem þú ert að yfirgefa.

ps. Nú hefur þú tækifæri til að bjóða þig fram á nýjan leik í næstu kosningum, allavega veit þjóðin að hér fer maður sem axlar ábyrgð

Ekki hætta að blogga :)

Icerock

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 11.11.2008 kl. 16:36

136 identicon

Mér finnst þetta soldið findið. Það er fólk þarna(þinginu), sem er búið að leiða ísland langleiðina í glötun, og getur engan vegin skilið að þau þau eru þrjótarnir og eiga að segja af sér. Svo ýtir þú á einn vitlausan takk, þetta var næstum því eins og að ýta óvart á "Stóra rauða takkan", og þú ert búin að segja af þér eftir nokkra klukkutíma. 

Þú ert líklegast eini þingmaðurinn sem ég er ánægður með í dag.  Ég held að þú getir alveg reynt aftur í næstu kosningum.

Bjöggi (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 16:52

137 identicon

Meeeeeee þvílíkt jarm. Auðvitað áttir þú að segja af þér. Ekki vegna þess að þú hafir viljað klekkja á Valgerði (það er í góðu lagi mín vegna) heldur vegna ræfilsháttarins að geta ekki gert það í eigin nafni. Ég verð nú líka að spyrja; er þetta það sem aðstoðarmennirnir eru notaðir til, að vinna skítverk fyrir þingmennina? Aðstoðarmennirnir sem við skattgreiðendur borgum fyrir! Agalegt að það skuli vera hrósvert að segja af sér eftir svona framferði því það ætti að vera sjálfsögð regla.

Ásvaldur Friðriksson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 16:55

138 Smámynd: halkatla

halkatla, 11.11.2008 kl. 16:57

139 identicon

Sæll Bjarni.

Það verður ekki nokkur eftirsjá af þér. Eða eins og sagt er good riddance.

Ekki hef ég samúð með Valgerði en sá sem er eins óþverralegur og þú ert á ekki að sitja á því alþingi sem setja skal lög í landinu. Þér hefði verið nær að senda þetta skeyti undir nafni og halda þeim heiðri sem einhverjir kunna að halda að þú hafir haft. Í versta falli er það sérlega ósmekklegt að reyna að draga fjöður yfir ósómann og kalla það bara eitt grín. Megir þú hafa langvarandi skömm af þessu.

Ólafur

Ólafur Tr. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 17:00

140 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fyrirgefðu Bjarni að ég skuli leggja orð í belg aftur.

Ég virði þína ákvörðun þó ég sé  ekki sammála henni. 

Það er búið að leggja landið í rúst og enginn axlar ábyrgð . 

Svo koma þessi klaufamistök. Er þetta ekki súrealistíst? Bréfið er undirritað af tveimur sómamönnum og það hefði mátt líta á það sem borgaralega skyldu að koma því á framfæri en flokksmenn geta orðið meðvirkir, þó þeir séu strangheiðarlegir.

Sigurður Þórðarson, 11.11.2008 kl. 17:01

141 identicon

    Þott þu hafir sagt af þer ert þu maður sem eg myndi aldrei hafa nein viðskipti við. Þu ert þannig innrættur. Vega ur launsatri hefur aldrei þott stormannlegt a islandi. Þu ert jafn omerkilegur og þu varst i gær.

Hörður Mar Karlsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 17:01

142 Smámynd: Sigurður Jóhann

Það að eini stjórnmálamaðurinn sem segir af sér í því ástandi sem er á Íslandi í dag skuli gera það vegna sannleikans er svo íslensk! Við eigum enga framtíð á meðan pólitíkin er svona á Íslandi,,, og Valgerður situr áfram!

Sigurður Jóhann, 11.11.2008 kl. 17:01

143 Smámynd: Iceguy

Sæll Bjarni

Sunnlendingar geta verið stoltir í dag að eiga svona son

Iceguy, 11.11.2008 kl. 17:04

144 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það væri betur að menn eins og fhármálaráðherra og viðskiptaráðherra sem bera ábyrgð á efnahagsástandi (eigum við að segja efnahagsóstandi) segðu af sér.

Seðlabankastjórnin og fjármálaeftirlitið sömuleiðis en nei það eru bara keyptir lífverðir og brynvarðir bílar svo þeir geti setið áfram. Svo það sé hagt að verja þá og fyrir hverjum? Okkur, fólkinu í landinu sem er búið að lítilsvirða og arðræna.

Gangi þér vel í bóksölunni!

Vilborg Traustadóttir, 11.11.2008 kl. 17:06

145 Smámynd: Ólafur Gunnarsson

BJ, það er verið að tala um heiðarleika hér en ekki mistök eða ásetning. Bjarni ég tek ofan fyrir þér, ég var farin að halda að það væri ekki til ábyrgur maður á þingi og vona ég að aðrir þing og ráðamenn taki þig til fyrirmyndar, og taki þeir til sín sem eiga. Bjarni, gangi þér og þínum allt í haginn í framtíðinni það er enginn fullkomin en þú átt eftir að koma sterkur til baka.

Ólafur Gunnarsson, 11.11.2008 kl. 17:08

146 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta var neyðarlegt, get ekki neitað því.  Engu að síður finnst mér nú eiginlega að "sendiboðinn" sé gerður ábyrgur, í þessu tilfelli þú.  Vona bara að bréf bændanna í Skagafirði verði ekki útundan í umræðunni sem eflaust á eftir að skapast í kringum það að þingmaður axli ábyrgð!

Kannski verðum við samherjar aftur Bjarni minn, en það verður ekki í Framsóknarflokknum.....sá flokkur er illa laskaður eftir allt spillingarliðið, sem kunni á "lekakerfið".

Bestu kveðjur til þín og þinna Bjarni minn, þú sýnir gott fordæmi.

Sigrún Jónsdóttir, 11.11.2008 kl. 17:10

147 identicon

wanker

sigtryggur (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 17:13

148 identicon

Ég skil ekki af hverju þú birtir ekki bara bréfið á þinni eigin heimasíðu og sagt sem var að þér hefði borist það með ósk um birtingu, það hefði skilað sér í alla fjölmiðla þannig.  Meiri árangur, önnur niðurstaða.

Leiðinlegasti fylgifiskur pólitíkur, sá ömurlegasti, eru bakstungurnar.  Það virðist eina leiðin til frama í pólitík.  

Orðatiltækið ,,að vera pólitískur í samskiptum" þýðir ekkert annað á mannamáli en það að sá sem er pólitískur í samskiptum er sá sem kann að segja já við alla, vera sammála öllum, þykjast virða alla og láta alla ,,finna" að á þá sé hlustað.  Í því felst að menn þurfa sífellt að leika tveim skjöldum.  Að geta brosað framan í hvern sem er og þykjast vera vinur hans, en snúa sér svo við og vera hjartanlega sammála næsta manni um að hinn sé algert fífl.  Og svona sitt á hvað, segja í sífellu eitt en meina (og segja bakvið tjöldin) annað.

Það er pólitík, að vera pólitískur. 

Kjartan (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 17:21

149 identicon

Gott að vera laus við þig úr starfi, ekki veit ég hvað fólk sér við þig, talaðir þú um að afnema "fractional reserve" kerfi bankana? nei, talaður þú um að lækka launaskatta? nei. Talaðir þú yfir höfuð um einhverjar jákvæðar breytingar fyrir fólkið í landinu? nei.

Pétur Guðnason (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 17:38

150 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Kæri vinur !

Allir gera einhverntíman mistök en fæstir viðurkenna þau og axla á þeim ábyrgð

Þú axlar þína ábyrgð og það mættu svo sannarlega fleiri gera. Gangi þér sem best í leik og starfi

Gylfi Björgvinsson, 11.11.2008 kl. 17:54

151 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þótt alltaf hafi ég gaman að hvernig þú setur fram þín viðhorf, þótt ég sé ekki endilega alltaf sammála þeim.

téð bréf þurfti að koma fram. skiljanlega gastu ekki gert það í eigin nafni.

vissulega klaufaleg mistök, en mistök eru mannleg. þú axlaðir þína ábyrgð og þegar upp er staðið minnist fólk þess frekar en hver ástæðan var.

það er mannlegt að gera mistök, en virðingarvert þegar menn viðurkenna þau og eru ábyrgir gerða sinna. það greinir menn frá mannleysum.

Brjánn Guðjónsson, 11.11.2008 kl. 18:49

152 Smámynd: Heidi Strand

Sæll Bjarni.
Ég óska þér alls gott í framtíðinni.
Ég skrifaði þetta á bloggið hennar Láru Hönnu:

Þetta var tæknileg mistök hjá Bjarna og enginn hlaut skaði af eins á eftir gerðum fyrrverandi ráðherra Valgerður og þarf ekki að segja meira um það. Við sjáum afleiðingar allt í kringum okkur.
Bjarni gerði rétt með að axla ábyrg Það og er gott fordæmi fyrir aðra.
Konur hafa verið mikið fyrir því að kjósa konur, en Valgerður er gott dæmi um það að það skiptir ekki máli hvort það er kona eða karl sem stjórnar en það gerir manngerðin.

Í morgun hugsaði ég um máltæki að allar ferðir hefst með einu litlu skrefi.

Heidi Strand, 11.11.2008 kl. 18:49

153 identicon

Virðing. Og það mikið af henni.

Halldór Eldjárn (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 19:37

154 identicon

Sæll Bjarni.

Ég get ekki tjáð mig um efni bréfsins sem var upphaf alls þessa þar sem ég hef ekki séð það. En mér finnst það virðingarvert að segja af sér vegna svona mistaka. Ég er nú sammála nokkrum hér sem hafa sagt að þú hefðir bara átt að setja þetta fram í eigin nafni, hefði örugglega verið allt i lagi.

Sumir rægja þig hér á síðunni og það að halda því inni en eyða því ekki þykir mér bera vott um heiðarleika og að vilja láta allt koma fram.

Gangi þér allt í haginn félagi.

Óðinn Burkni (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 20:01

155 identicon

Gangi þér vel

og ekki hætta í stjórnmálum

Kolbeinn (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 20:17

156 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Heill og sæll Bjarni

Ég verð að segja og endurtaka að menn sem viðurkenna sín mistök eru metnir sem menn og sýna öðru fólki að þeir eru vandir að virðingu sinni, taki það til sín sem eiga það. Einn Hollenskur málsháttur: "Margur heldur sjálfan sig."

Við sjáum til í vor hvort það verði ekki breyting á innraskipulagi flokksins. Bjarni þú gefst ekki upp því það eru menn eins og þú sem við þurfum á að halda sem sjá lengra en að hreiðra um sig í þægilegu guluni, vertu áfram sá sem þorir að fara á móti straumnum og trúr þinni sannfæringu.

Mér finnst þessi atburðarás sýna ákefð og árverkni við að koma sínum skoðunum og meiningum á framfæri. Það má skoða nýtt afl ef það verða kannski kosningar í febrúar, þá gæti komið annað hljóð í Valgerði.

Friðrik Björgvinsson, 11.11.2008 kl. 21:26

157 identicon

Takk fyrir þetta Bjarni. Tími skilminga er liðinn. Þar viðhafðir þú frávik frá smþykktum reglum - rautt spjald fyrir það. Tími spjótanna fer að renna upp og þá verða smávægileg mistök mun afdrifaríkari. Þitt besta veganesti inn í þann tíma er að hafa sýnt að óþol þitt er mikið gagnvart sammannlegu eðli að leitast við að verja rangan gjörning/málstað. Þú gefur lífinu lit og eflaust nýja eftir þessa reynslu. Gangi þér allt í haginn.

Einar Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 21:33

158 identicon

Blessaður Bjarni...

Langaði aðeins til að votta þér virðingu mína og samhug...fyrir og eftir afsögn af þingi.

Ég hef reyndar aldrei og mun allra síst úr þessu, taka upp á því að kjósa Framsóknarflokkinn, en einu vil ég þó koma til skila...þar missti framsókn út af þingi sinn eina almennilega manna !!!

Betra hefði nú verið að þú hefðir setið þar áfram og Valgerður sest upp á kústinn og svifið á braut...

Þú átt mína einlægu virðing og hafi þér orðið á í messunni með því að reyna að koma sannleikanum til skila til þjóðarinnar...ja, þá er ég hrædd um að við séum nokkuð mörg  siðblind...

Dagmar Guðrún Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 22:02

159 identicon

Bjarni þú ert maðurinn, en Valgerður er þéttvaxinn blendingur á við Bush og enn verra. Maður með viti gerir hluti rétt. En maður er óviti ef maður fer á bakvið orð sín. Og þú ert maður með viti, þar af leiðandi kann ég að meta þig. Styð þig 100%.

Elli (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 22:41

160 Smámynd: sterlends

Það hefði reyndar verið frábært ef þú hefðir komist upp með þetta og nornin hún Valgerður hefði bara farið aftur í sveitina að mjólka beljur. Mér er alveg slétt sama hvað verður um Framsóknarflokkinn, en þú ert samt alveg ágætur. En það er eitt sem þú þarft að vita og það er að Framsóknarflokkurinn er eins og andskotans drullupyttur. Valdagráðugt skítapakk, sem gengur ekki í svona dvergríki. 95% af þjóðinni vill að flokkurinn verði aflagður, sem er skiljanlegt vegna sögu flokksins. Þýðir ekkert að vera að stofna heilan stjórnmálaflokk kringum beljurnar á Brúnastöðum og hundinn hans Guðna sem nennir ekki að hreyfa á sér rassgatið...

Gangi þér vel í bókabúðinni

sterlends, 11.11.2008 kl. 22:52

161 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Kær kveðja úr Tjarnabyggð. Gangi þér vel Bjarni.

Eyþór Laxdal Arnalds, 11.11.2008 kl. 23:37

162 identicon

Guði sé lof að einhver í Framsókn þorði að segja satt. Jafn vel þótt óvart væri. Takk Bjarni!

Það væri óskandi að þingmenn annarra flokka sem eiga jafna aðild að klúðrinu, gerist jafn sekir og Bjarni, það er að segja frá: Komi fram fyrir skjöldu og opinberi syndir þær sem þeirra flokkar fela fyrir almenningi.

Hvenær ætlar stjórnin öll að víkja? Hvernig getur hún rannsakað eigin klúður og flokkanna, sem eru þarna enn. Er Bjarni eini heiðarlegi maðurinn á þingi?

Þurfum við ekki að víkja þessu liði frá og reyna að fremsta megni að skipa rannsókn sem er ópólitísk og ekki skyld bankamönnum og útrásarvíkingum.

 Framsókn hefur gert nægan óskunda, eins og verk Valgerðar sem undirlægju Davíðs og có bera glöggt vitni.

Þeim mun fyrr sem sannleikurinn kemur í ljós, þeim mun fyrr munum við rísa sem þjóð undan þessari spillingu og  endurheimta fyrri virðingu þjóða, og okkar góða en glataða nafn.

  Sjaldan hafa jafn fáir gert svo mikið til að stela öllu, bæði peningum,  orðspori, heiðri, sjálfsvirðingu, og jafnvel frelsi. Frá svo mörgum.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 01:21

163 Smámynd: Gísli Kristjánsson

 Hafðu þakkir fyrir þá ákvörðun þína að bera ábyrgð á því sem þú gerir rangt. Einlaæg ósk mín er sú að fleiri axli sína ábyrgð.

Verðir þú á lista í næstu kosningum mun ég kjósa þig vegna þess að þú hefur sýnt svo ekki verður umvillst að þú axlar þína ábyrgð ólíkt örðum stjórnmála mönnum og konum.

 Guð blessi þig og þína

kv. Gísli Kristjánsson

Gísli Kristjánsson, 12.11.2008 kl. 07:04

164 identicon

Ég tel þig hafa gert hið eina rétta, mjög erfið ákvörðun en rétt.

Vona að aðrir taki þig til fyrirmyndar, menn sem hafa valdið meiri usla en þekkst hefur.

Gangi þér allt í haginn!

Eva Ó. (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 20:48

165 identicon

Sæll Bjarni.

Ef bréfið hefði komist nafnlaust til fréttamiðla, hefðirðu þá viðurkennt sök þína og sagt af þér? Eða á hvaða mistökum segist þú vera að "axla ábyrgð"?

Dæmigerður stjórnmálamaður!

Kv..Sigurður Örn

Sigurður Örn Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 22:42

166 Smámynd: Eiríkur Guðmundsson

Ég ætla aðeins að segja það þú gerðir réttan hlut, þrátt fyrir það að margir ættu frekar að segja af sér en þú eins og staðan er í dag. 

Ég er líka sammála heimi eyvindarsyni að það er þó kannski ekki hægt að kalla þetta stórmannalegt af þér, þar sem að menn eiga að bera ábyrgð á gjörðum sínu. Það segir kannski meira um íslenskt samfélag en margt annað að fólk skuli nota þessa lýsingu.

Sævarinn sagði að þú ættir að koma til okkar í Frjálslynda flokkinn, þar er í það minnsta ekki verið að hneigja sig fyrir evrópusambandinu eins og í þínum flokki. Það sem meira er, þá held ég að þar sé samstaða um að við höfum ekkert þangað að gera eins og staðan er í dag.

Að lokum vil ég óska þér velfarnaðar í því sem þú tekur þér fyrir hendur, bókabúðin og þar með bókaunnendur á suðurlandi munu þó njóta þessara mistaka þinna, og aldrei að vita nema að maður kíki í búðina til þín. Bókabúðir eru góður staður til að fara á.  

Eiríkur Guðmundsson, 12.11.2008 kl. 23:15

167 Smámynd: corvus corax

Ég er ekki samherji þinn í pólitík, frekar andstæðingur. En ég hef alltaf haldið svolítið upp á þig sem skondinn fír og ágætisþingmann. Það væri betra að aðrir flokkar hefðu nokkra svona Bjarna Harðar innan sinna vébanda en þeir bera ekki gæfu til þess. Og varðandi Valgerði, mér finnst að þú hefðir átt að hækka í tign innan flokksins í stað þess að segja af þér. Í bréfinu atarna var hvergi máli hallað og hefði mátt koma þar meira fram af "afrekum" Valgerðar. Hún mundi hins vegar aldrei segja af sér hvaða afglöp sem hún annars yrði sek um. Sumir hafa nefnilega ekkert siðferðisþrek og eru slegnir svo mikilli siðblindu að skrattinn mætti skammast sín.

corvus corax, 13.11.2008 kl. 22:44

168 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Bjarni, sendu Agli Helgasyni bréf og láttu hann bjóða þér í viðtal, bæði í Silfur Egils og Kiljuna.

Gangi þér vel!

Benedikt Halldórsson, 14.11.2008 kl. 06:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband