Þeir áttu afmæli um daginn...

IMG_1830

magnus_thor_bjarnason.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Þeir áttu afmæli um daginn,
þeir áttu afmæli um daginn,

þeir áttu afmæli Magnús og Egill
þeir áttu afmæli um daginn...

 

Það var glatt á hjalla á Sólbakkanum yfir kvöldmatnum þar sem kjarnafjölskyldan söng fyrir miðbörnin mín tvö sem fagna nú 25 og 21 árs afmæli.

Ég man að þegar ég var á þessum aldri þá þóttu mér þrítugir menn ákaflega gamlir og nú er ég sjálfur að verða þrjátíu og tuttugu...

 

Rifjast þá upp sagan af því þegar ég byrjaði í háskóla eftir áratuga hlé. Það hefur líklega verið á öðru ári þessarar aldar og Egill vel skriðinn yfir fermingu.  Eftir fyrsta daginn í skólanum kom ég heim og eldaði ýsu eins og jafnan á mánudögum og montaði mig heil ósköp af þessum fyrsta skóladegi. Og hvort sem það var nú af geðvonsku yfir þessu monti eða yfir mataræðinu segir unglingurinn hálf fýlulega loksins þegar hann kemst að fyrir malanda föður síns og talaði af þeirri einlægni sem börn ein geta. 

- Hvað ert þú svo að fara í skóla og læra eitthvað og svo ferðu bara að drepast!

Og ég er enn að reyna að upphugsa eitthvað svar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hahaha...Til hamingju með strákana þína

Sigrún Jónsdóttir, 15.2.2009 kl. 21:38

2 identicon

Iss, strákurinn vissi nú lítt um hvað honum hraut af vörum, við þetta tækifæri, Bjarni minn sæll!

Skogh, hún mamma/stjúpa mín verður 85 í sumar og var friðlaus um síðustu helgi því hún hlakkaði svo til næsta morguns er hún færi út á gönguskíðin þarna austur í SKaftafellssýslum; fannfergi í holhönd. 

Svo er hún eins og landafjandi á öllum námskeiðum HÍ. Öllum sýningum fyrirlestrum og tónleikum....á

Nei Strákar þið eruð rétt að skríða af stað og ns hamingjuóskir... en hafið mín ráð samfara þeim óskum í tilefnis þessa. Skaddið nú hvorki hné né hrygg við að skreiðast um á oft torfærum ójöfnum þessa lífs.En smáhnykkur er þó í lagi.

Við erum alveg nógu mörg þarna í torfærunum í bili - og þar virðist alltaf hörgull á  ærlegum snyrtingum og þvottaaðstöðu; almennri og sértækri.

Iss, hananú og til hamingju.

Helga Ág. 

P.S. Þið hafið áreiðanlega enn nokkra tugi ára til að safna fyrir mannsæmandi útför - í norksum krónum eða sjóðum á Guernsey eða Jersey.

Alltaf sama umhyggjan

H. Ág.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 22:53

3 identicon

Til hamingju með drengina þín,

Guðbjörg Run (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 23:10

4 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Til hamingju Bjarni minn með strákana. Sendu þeim kærar kveðjur frá mér í tilefni dagsins. Kær kveðja úr Þorlákshöfninni.

Sigurlaug B. Gröndal, 15.2.2009 kl. 23:35

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahah

Hrönn Sigurðardóttir, 16.2.2009 kl. 00:02

6 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Minn kæri nafni.

Innilega til hamingju með drengina og allar aðrar Guðsgjafir, þér til handa.

við minnumst þeirra gjafa alldeilis ekki nógu oft.

Gerum þakkir því vísdómur Hans er mikill og sú ráðstöfun, að gefa okkur frjálsan vilja er óendanlega góð/vond, svona eftir því sem til tekst eins og gegnur.

Ég tel mig öngvu eldri en ég var vornæturnar góðu í Glaumbæ og horfi í gegnum sömu augun á umhverfið, að vísu með hjálp gleraugan núna en leyfi mér að gleyma aldrinum, þar til ða spegill verður á vegi mínum, þa´er ekki undan vikist.

Guð þinn geymi þig.

Miðbæjaríahldið

Bjarni Kjartansson, 16.2.2009 kl. 11:33

7 identicon

Það getur hreinlega ekki verið að þeir séu orðnir svona gamlir, mér finnst eins og það hafi verið í gær sem ég passaði þá kornunga á Eyrarbakka  Til hamingju með þá!!

Bestu kveðjur

Sandra Dís

Sandra Dís Hafþórsdóttir (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 12:48

8 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Bjarni minn til hamingju með strákana þína, myndar drengir. Við erum eins ung og við viljum vera. Alltaf ung í anda, það er nokkuð pottþétt.  

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 16.2.2009 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband