Höfðu Bretar rétt fyrir sér?

Bretar beittu íslenska þjóð miklu harðræði með því að setja hryðjuverkalög á ríkið allt og öll íslensk fyrirtæki. Við þær aðstæður vantaði mikið á að stjórnvöld sýndu þann myndugleika sem þjóðríki þarf að sýna gagnvart slíkum yfirgangi.

En getur það verið að framkoma íslenskra stjórnvalda hafi beinlínis kallað á þessa misbeitingu valds. Nú hafa komið fram mjög ákveðnar vísbendingar um að íslenskir fjármálafurstar hafi hreinlega látið greipar sópa um breskt sparifé í aðdragana þess að bankakerfið hér hrundi.

Ef grunsemdir slíkt athæfi vakna í öðrum vestrænum ríkjum eru hinir grunuðu kallaðir fyrir, jafnvel hnepptir í stofufangelsi eða gæsluvarðhald. Við sáum skýrt dæmi um það í málum hins Ameríska Madoffs fyrir nokkrum vikum og sömu vinnubrögð voru viðhöfð í Enron-svindlinu þar vestra sem margir hér þekkja af sjónvarpsmynd.

En hér á landi ber svo við að mörgum mánuðum eftir að bankar hrynja og grunsemdir vakna um stórfellt misferli þá eru helstu leikendur í því leikriti enn á sviðinu. Ýmist að selja þar banka til Lýbíu eða sýsla með sparisjóði sem þiggja ríkisstyrki. Það sem koma átt fram hratt og örugglega við yfirheyrslur berst okkur hægt og treglega í gegnum leka hér og leka þar í vanmáttugu batteríi. Og hinir meintu gerendur sem eiga bæði sjónvarpsstöð og dagblöð vinna að því nótt sem nýtan dag að telja fólki almenningi trú um að þetta sé allt skrök illviljaðra fjölmiðlamanna.

Fyrir Breskum stjórnvöldum hlýtur þessi hegðan að koma mönnum spánskt fyrir sjónir. Þegar við bætist að fólksfjöldi hér er mjög lítill og tengsl manna mikil þá getur verið að bresk stjórnvöld hafi álykta sem svo að íslenskum stjórnvöldum væri til þess trúandi að standa með og hylma yfir með þeim sem ráku banka eins og spilavíti. Stjórnvöld þar hafi talið sig geta treyst því að á litla Íslandi yrði gengið gegn þessum mönnum með sama hætti og til dæmis Bandaríkjastjórn gerir gagnvart fjárfestingafyrirtæki Maddoffs.

Bresk stjórnvöld hafa vafalaust aflað sér upplýsinga um hin nánu tengsl stjórnmála og viðskipta sem viðgengist hafa á Íslandi allan lýðveldistímann. Í þeim efnum er spilling meiri á Íslandi en almennt þekkist í vestrænum samfélögum. Hluti af henni kristallaðist margháttaðri í vörn íslenskra ráðherra fyrir útrásarvíkingunum sumarið 2008.

Nú þegar liðnir eru meira en 150 dagar frá setningu hryðjuverkalaganna og við lesum enn fréttir af umsvifum Kaupþingsmanna í Luxemburg þá læðist að mér ákveðinn efi um frammistöðu íslenskra stjórnvalda. Það meira að segja hvarflar að mér sú óskemmtilega hugsun að kannski hafi Bretar haft rétt við í þessu máli.

Ég ætla samt rétt að vona ekki!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Ég vil bara ítreka það sem ég hef áður sagt í mínu bloggi.

Það þarf að fara að ráðum Evu Joly og spara hvorki mannskap né peninga við að vinna málin til lykta.

Þar verður að komast á hreint hvar sök liggur og beita viðeigandi refsingum.

Ísleifur Gíslason, 12.3.2009 kl. 01:01

2 identicon

Bíngó Bjarni.

Misskilningur almennings á Íslandi hefur og er sá að "við" höfum verið sett á lista með hryðjuverkamönum.

Svo var ekki, breskum lögum um efnahagsleg hryðjuverk og peningaþvætti var beitt á banka.

Nákvæmlega það sama áttu íslensk stjórnvöld að gera, beita okkar eigin löggjöf varðandi peningaþvætti.

Ef það hefði verið gert strax þá væri sérstaki saksóknarinn með allar hillur fullar af gögnum frá aflandseyjum og þvílíku.

Komið hefði í ljós hvort einhverjir væru sekir um efnahagsbrot og hinir saklausu lausir við gróusögur.

En svo fór sem fór, Ísland í heild er núna metið af umheiminum sem fjárglæfraland sem enginn treystir.  

Þetta er víst það sem nefnt er vanhæfni eða landráð af gáleysi. 

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 07:15

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ekki einn um þessa tilfinningu Bjarni en marga grunaði þetta frá fyrsta degi enda gerast ekki svona hlutir án þess að mannlegar gjörðir komi þar verulega við sögu.

Arinbjörn Kúld, 12.3.2009 kl. 07:30

4 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Þegar Davíð bullaði í kastljósþættinum um að við borguðum ekki óráðsíuskuldir, hefði verið eðlilegt að hann hefði verið leiddur út í járnum.

Ragnar L Benediktsson, 12.3.2009 kl. 07:38

5 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Ég er nefnilega svolítið hrædd um að það sé meira á bak við þetta en við vitum (þ.e. stjórnvöld hér á landi).

Eins og þáverandi ríkisstjórn brást við, sýndum við bara aumingjaskap og dugleysi.

Ég vona að næsta ríkisstjórn geti sýnd manndóm og dug (efast þó)

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 12.3.2009 kl. 08:13

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég vísa til fyrra bloggs míns um Ísland-Enron. Aðdragandinn er svo sláandi líkur að mörgu leyti að enda þótt hafa skuli í heiðri að "enginn skuli álitinn sekur nema sekt hans sé sönnuð," þá byggist þessi setning á því að almennileg rannsókn fari fram.

Ef ekkert er gert til að sanna neitt, dettur botninn úr setningunni. Engir ættu að fagna almennilegri rannsókn meira en þeir sem hún beinist að.

Ómar Ragnarsson, 12.3.2009 kl. 08:24

7 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Það er nú rétt hjá þér Ómar, og lyktin er eftir því

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 12.3.2009 kl. 08:32

8 identicon

Vilhjálmur Bjarnason heldur því fram að 42 gráðugir einstaklingar hafi þurrausið alla sjóði á Íslandi og komið fyrir miklu fé í skattaskjólum. Reyndar liggar það orðið nokkuð ljóst fyrir að svo er. Það er ekki skrítið að þjóðinni sárni að ekki hefur verið hróflað við nokkrum af þessum glæpamönnum, enda eru þeir vafalaust allir/flestir dyggir og góðir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins og flokksbundnir þar.

Stefán (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 11:09

9 identicon

Með sömu heimild og Vítisenglum var meinuð landganga var hægt meina bankaeigendum og bankastjórum að yfirgefa landið - taka af þeim passana.

GlG (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 13:57

10 identicon

Þetta var góður punktur. Sjálfur er ég t.d. með sparnað í Sunlife eins og þúsundir íslendinga. Ætli það hefði nú ekki eitthvað heyrst ef einhverjir Breskir "City" guttar hefðu tæmt sjóðinn bara sisvona? "Helv. Bretar, skellum á þá alþjóðakæru o.s.frv."

Því miður virðist þetta bara vera svona. Atli Gíslason hefur nokkuð lengi nefnt tölur eins og nokkra tugi, og svo 30-50 manns. Og einhvern veginn sleppa þessir skunkar....enn.

Jón Logi (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband