Leið fyrir hægri ESB sinna

Kosningarnar nú munu snúast um margt og meðal annars ESB. Sanntrúaðir aðildarsinnar á hægri kantinum eru ósáttir við að hafa ekki komist lengra með Sjálfstæðisflokksins eins og sjá má á Fréttablaðsleiðurum Þorsteins Pálssonar. En framsóknarmaðurinn Friðrik Jónsson á ráð undir rifi hverju:

Evrópusinnað Sjálfstæðisfólk getur með atkvæði greitt Framsóknarflokknum þannig haft mun meiri áhrif á bæði hvernig ríkisstjórn verður mynduð hér á landi eftir kosningar og aukið verulega líkurnar á því að farið verði í aðildarviðræður við Evrópusambandið strax í kjölfar þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú sem sagt mælir með því fyrir fullveldissinna að kjósa Sjálfstæðisflokkinn frekar en Framsóknarflokkinn. Kannski er það rétt. Þó eru skilmálar Framsóknar frá flokksþinginu mjög eindregnir, enda kusu jafnvel fullveldissinnar þar (m.a. bændur og sjómenn) með þeirri flokkssamþykkt. Þar að auki er erfitt að treysta þeirri forystu sem nú leiðir Sjálfstæðisflokkinn. En greinilega urðu þó umskipti strax í lok landsfundar eða eftir hann, sbr. ummæli BB jr. í Kastljósinu með flokksleiðtogunum. Valhallarmenn sjá, að þeirra eigin kjósendur eru í yfirgnæfandi meiri hluta (3/4) ANDVÍGIR því, að við göngum inn í evrópska Tröllabandalagið. Og það eru góðar fréttir.

Jón Valur Jensson, 5.4.2009 kl. 13:47

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mér hugnast ekki láta eitt málefni af 10 000 ráða atkvæðum. Kannski munu Íslendingar einhvern tíma ganga í þetta bandalag en sá tími er ekki kominn. Og kannski mun bandalagið breytast. Það er mikill pirringur út um allt bandalagið og það hlýtur að hafa einhver áhrif.

Baldur Hermannsson, 5.4.2009 kl. 14:00

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Bjarni þú stendur þig vel,við erum mikið sammála þarna,mikið heldur vildi eg kjósa sjallann en Vinstri Græna því þeir vilja stólana og kjósa um að sæki um,það kannski vilja sjallarnir einnig en þeir eru ennþá rökfastari á að ganga ekki þarna inn*/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 5.4.2009 kl. 14:14

4 identicon

Félagi Bjarni !

 Væri ekki rétt að þú vektir athygli bænda vítt um landsins byggðir - með grein í Morgunblaðinu - á skrifum framsóknarmannsins Friðriks Jónssonar ?!

 Boð hans heiðskýr.: Atkvæði til Framsóknarflokksins - atkvæði að umsókn að ESB !

 Komist þessi boðskapur vel til skila hjá bændum, þá hæpið Framsókn nái 5% markinu í kosningunum !

 Mættu þá leggjast á bæn !

 Eða sem Rómverjar sögðu.: " Orate, fratres" ! - " Þ.e. " Leggjumst á bæn, bræður" !! 

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 14:18

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta er einfallt. Strax og þing kemur saman eftir kosningar þá leggur þingmaður fram þingáliktunartillögu um að sæka um ESB og þingmenn sem eru á þeirri skoðun leggja þessari tillögu lið og þá er þetta komið hver sem stjórnin verður.

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.4.2009 kl. 14:27

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

kannski þeir sem eingöngu hugsa um €vrópusambandið geta kosið frammara. fyrir okkur hin mun megn nálykt þess flokks forða okkur frá slíku glapræði.

Brjánn Guðjónsson, 5.4.2009 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband