Guðlaugur aflaði styrkjanna, Steinarnir veittu þá

Gleðilega páska og ég biðst forláts á að skrifa pólitík á svo fallegum morgni.

En umræðan um Guðlaug Þór og Sjálfstæðisflokkinn yfirskyggði allt í hádegisfréttum og fær mig til að halda áfram.

Sjálfur hefi ég í áratugi rekið fyrirtæki sem safnað hefur peningum fyrir stjórnmálaflokka og margskonar málefni. Sá sem safnar styrkjunum talar við einhvern í viðkomandi fyrirtæki, oft millistjórnanda. Sá millistjórnandi ber erindið svo eftir atvikum upp við forstjóra, stjórn eða aðra sem fara með endanlegt ákvörðunarvald og er þá bara að vinna sína vinnu, ekki að afla styrkjanna.

Guðlaugur Þór bar því upphaflega við að hann hefði ekki safnað peningum heldur hefðu aðrir gert það. Þegar gengið var á flokkinn um það hverjir þessir aðrir séu þá var að lokum bent á tvo menn sem báðir heita Steini, annar er háttsettur hjá Landsbanka og hinn varaformaður stjórnar FL-group. Auðvitað öfluðu þessir menn ekki styrkjanna, þeir veittu þá. Sá sem talaði við þessa menn aflaði styrkjanna. Það hefur komið fram í fréttum að sá maður var Guðlaugur Þór Þórðarson.

Þegar REI málið kom fyrst upp var augljóst hverjum sem nennti að setja sig inn í það að þar var á ferðinni eitt ömurlegasta spillingar og mútumál íslenskra stjórnmála fyrr og síðar. Færa átti gjaldþrota auðjöfrum viðskiptaveldi í eigu almennings. Sjálfur lýsti ég þá yfir að allir þeir stjórnmálamenn sem að málinu komu ættu að segja af sér - og tók hattinn ofan fyrir þeim Sjálfstæðismönnum sem bundu enda á þessa spillingu inni í borgarstjórn Reykjavíkur. En nú fer sú virðing þverrandi ef flokkurinn í heild ætlar að feta í fótspor Ólafar Nordal þingkonu sem sagði hlæjandi í fréttatíma áðan að auðvitað væri allt í lagi með framboðslista flokksins í Reykjavík suður!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég var að bíða eftir því að einhver kæmi með þessa athugasemd sem liggur í augum uppi. Gleðilega páska!

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.4.2009 kl. 13:42

2 identicon

Það er undarlegt að nokk hvað menn geta fjallað um, rétt er að þessir styrkir voru mjög háir og á þeim tíma. En hvað með aðra flokka, allir flokkar fengu mun hærri styrki 2006 en bæði árin á eftir og undan hvað segir það. Jú einfaldlega þá notuðu allir flokkarnir tækifærið og söfnuðu styrkjum af meiri krafti en áður, jú það sama og flestir íslendingar gerðu um árið þegar skattlausa árið var og tekin var upp staðgreiðsla, þeir sem það gátu unnu meir þetta árið til að sleppa við skatta.

 

Hitt er ekki síður athyglisvert að enginn virðist hnjóta um þá staðreynd að flestir flokkarnir eru með neikvætt eigið fé, það er eiga ekki fyrir skuldum og samkvæmt reglum um lögaðila á Íslandi er lögbrot að reka fyrirtæki á þann hátt. Framkvæmdatjórar flokkana eru ábyrgir persónulega fyrir því að reka flokkana með neikvætt eigið fé.  ER ÞETTA EKKI SKOÐUNNAR VIRÐI.

 

Annað sem er nokkuð áhugavert að allir flokkar hafa á landsfundum sínum ályktað um jafnrétti þegna þjóðfélagsins og að allir eigi að vera jafnir. Af hverju gildir það ekki um atkvæðaréttin? Eru kjósendur á Norðurlandi meiri menn en þeir fyrir sunnan. Væri ekki rétt að setja þetta inn í stjórnarskránna. Það má kanski vonast eftir að stjórnlagaþing taki á þessu og setji landið í eitt kjördæmi þar sem allir eru jafnir. Þetta gæti stjórnlagaþingið gert og þarf ekki að spyrja alþingi eða flokka um samþykki. Stjórnarskráin er jú æðri kosningarlögum og þeim þyrfti þá að breyta til samræmis.

Ég sé ekki betur en að við getum endalaust gagnrýnt flokkana fyrir ýmislegt en en um sinn sitjum við uppi með flokkana og eigum við þá ekki líka að fjalla um mikilvæg atriði eins jafnrétti þegna landsins varðandi kosningarrétt.

Guðmundur (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 13:42

3 Smámynd: Sigurbjörn Svavarsson

Þessu fólki er ekki viðbjargandi. Ef þetta verður niðurstaðan að Guðlaugur haldi áfram, þá tekur hann Ólöfu blaðskellandi og flokkinn í rassskellingu þann 25 apríl.

Nú er ljóst að sjálfstæðismönnum vantar valkost í kosningunum, líklegt er að auðir seðlar og heimsitjandi (15%) umfram eðlilega kosningaþátttöku gefi vinstriflokkunum 10 þingmenn. 

Sigurbjörn Svavarsson, 12.4.2009 kl. 13:50

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ósköp barnaleg þessi árátta að koma öllu klúðri á örfáa menn. Hver trúir þessu bulli að einhverjir sárfáir einstaklingar hafi vitað um fjárreiður flokksins?

Enda er nú komið í ljós að Kjartan Gunnarsson vissi um alla þætti málsins allan tímann. Gat heldur ekki hjá því farið. En eru menn hættir að skammast sín fyrir að ljúga eins og þörfin krefur á hverjum tíma?

Svo vona ég að þú Bjarni hafir lesið spjallið við Sigurð Gísla í Fréttablaðinu í gær. Þetta er skyldulesning hverjum manni. Á samt von á því að mörgum reynist erfitt að ljúka þeim lestri því hann gengur nærri sálinni í mörgum þeirra sem hafa tamið sér réttar skoðanir á þjóðmálum.

Gleðilega páska!

Árni Gunnarsson, 12.4.2009 kl. 14:16

5 identicon

Þeir hljóta að kalla þetta "tæknileg mistök".

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 14:16

6 identicon

Nei, þeir vissu ekki neitt.  Þeir unnu bara þarna og voru bara þarna og af mannlegum og kannski tæknilegum mistökum samþykktu milljónir á milljónir ofan frá glæpabanka og glæpafyrirtæki.

EE elle (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 14:44

7 identicon

Þetta var ég þó að lesa núna:

"Staðreyndin er sú að Sjálfstæðismenn hafa viljað ganga lengra en flestir aðrir, við að útiloka áhrif stórfyrirtækja á stjórnmálalíf í landinu."

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/851723/

EE elle (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 15:21

8 identicon

Þetta er allt með ólíkindum og aldrei tekur neinn ábirgð? Auðvitað vissu menn um þetta. Hef aldrei verið spenntari en núna fyrir kosningum. Væri allt með feldu þurrkaðist íhaldið út af yfirborði jarðar.Ömurlegt mál .

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 16:38

9 identicon

Það verður spennandi að vita hvaða hausar fjúkja stórir eða smáir nú á næstu dögum hjá FL-okknum! En þeir sitja samt uppi með skítinn, hvað mikið sem flórinn verður mokaður!

alfreð guðmundsson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 17:32

10 identicon

Ljúfa Hallgerður !

 Þurrkast þá ekki einnig Samfylkingin út af yfirborði jarðar ??!

 Fengu þeir ekki 46 milljónir frá "einstaklingum og félögum" árið 2006 ?

 Fengu þeir ekki aðeins frá BAUGI - litlar 13 milljónir ?? ( Sem íhaldið fékk ekki !!)

 Fengu þeir ekki frá Actavis 3 milljónir  ( sem íhaldið fékk ekki! ?)

 Svona, svona Hallgerður mín.

 Þú veist að " draumalandið" er úti við sjóndeildarhring !

 Eftir 18 mestu hörmungarár þjóðarsögunnar, er sósialista Ísland í burðarliðnum !

 Halelúja ! - Hve lengi höfum við ekki beðið eftir þessari jarðnesku Paradís ?!

 Við íslenskir sósialistar, með dyggum stuðningi fjölmiðla - getum brátt glaðst yfir vel unnum störfum, og það með aðeins pottasleikjur sem vopn !

 Eða sem Rómverjar sögðu.: " Acti labores iucundi" - þ.e. " Ánægð með vel unnin störf" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 17:46

11 identicon

Manni finnst það nú fjandi einkennilegt, að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hafi séð "styrki" til flokksins aukast svo gríðarlega milli ára, án þess að "forvitnast" um ástæðuna og hvaðan þetta kæmi. Trúi ekki, að þeir sem þar sátu hafi ekki vitað af þessu!! Það er sömuleiðis magnað að "fullorðið" fólk skuli reyna að telja manni trú um að þessir "styrkir" tengist á engan hátt REI málinu! (How stupid do they think we are?).

Verð líka að nefna um leið, að það er heldur ekki allt of góð "lykt", af "styrk" Eykis til Framsóknarflokksins, ef litið er á húsnæðisleiguna sem samið var um við borgina, að frumkvæði Framsóknar skömmu seinna!

Snæbjörn Björnsson Birnir (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 18:51

12 identicon

Mér finnst þetta orðhengilsháttur hjá þér Bjarni. Guðlaugur hefur skýrt sína aðkomu að málinu. Hann leitaði til manna og bað þá um að afla fjár fyrir flokkinn og hafði ekki frekari afskipti af því máli. Þetta hefur hann sagt allan tímann og Steinarnir nú staðfest. Ef þín rök ganga út á að uphafsmaðurinn sé í raun sá sem aflaði styrkjanna þá hlýtur það undir öllum kringumstæðum (og í öllum flokkum)að vera formaður flokksins sem fer fram á að styrkja sé aflað.

Arnar Þórisson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 21:46

13 Smámynd: Gunni Tryggva

Mér er spurn, hver er hin almenna regla þegar kemur að styrkveitingum til þeirra sem fara fram í prófkjörslag, er litið á´það fé sem safnast sem þeirra eigið fé, eða verða viðkomandi að gera grein fyrir styrktarframlögum í sína sjóði? Það er ekki síður nauðsynlegt að vita hverjir standa á bakvið hina einstöku frambjóðendur ekki síður en flokka! Í þessu sambandi má alveg eins spyrja, hverjir styrktu t.d. Guðlaug Þór í prófkjöri síðast? Önnur spurning er þessi, geta þeir sem fram fara í prófkjör litið á það sem safnast í þeirra sjóði sem sitt eigið fé og þar af leiðandi kannski bara stungið afgangi í vasann ef einhver er í lokinn.

Gunni Tryggva, 12.4.2009 kl. 22:06

14 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hversu klúðurlegt er þetta? Tek undir orð þín, því svona blasir málið við!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.4.2009 kl. 23:19

15 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Samsæriskenningar eru á fullu Bjarni og þú tekur þátt i þeim,verði ykkur öllum að góðu/Gleðilega Páska og kveðjur Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 13.4.2009 kl. 12:20

16 Smámynd: ThoR-E

Þeir sem að þessu máli komu verða að bera ábyrgð. Annars mun FLokkurinn hljóta afhroð í kosningunum.

Ég hef heyrt að margir sjálfstæðismenn telja að Guðlaugur og Kjartan ættu báðir að segja af sér.

ThoR-E, 13.4.2009 kl. 17:00

17 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Hvað fendu svo minni spámenn prívat fyrir sín störf í sambandi við peningaöflun ? T.d Guðlaugur og Kjartan. Varðandi  útgjöld og tekjur flokkanna, ef ekki eru nægilegar tekjur finnst mér ekki réttlætanlegt að stofna til útgjalda umfram það sem til er, því þá er verið að reka apparatið með tapi sem varla er meiningin

Ragnar L Benediktsson, 13.4.2009 kl. 20:48

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sjálfstæðisflokkurinn er stilltur á tortímingu og er það vel!

Hrönn Sigurðardóttir, 13.4.2009 kl. 21:01

19 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég spái því að ef bókhald Samfylkingarinnar verður opnað lengra aftur í tímann, að þá komi í ljós að hún er óskilgetið barn Baugsveldisins. Auðvitað hafa þessir þrír flokkar gerst sekir um mútur og landsölu hér og það trúir því ekki nokkur maður að það séu einhver glöp örfárra manna.

Hitt er annað mál hvort þessir menn trúa því virkilega að þjóðin sé svo greindarskert að trúa þeim.

Opna meira, lengra aftur í myrkviði spillingarinnar.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.4.2009 kl. 21:19

20 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er svo vert að menn skoði þá staðreynd að margir þessara stórstyrkja, þótkki má svo gleyma að t aðgreindir séu eru frá fyritækjum og bönkum undir stjórn sömu manna. Sé tillit tekið til þess, þá er málið öllu hrikalegra og glæpsamlegra.

Ekki má svo gleyma að Inga Jóna Þórðardóttir, spúsa Geirs Harða, sat í stjórn FL group.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.4.2009 kl. 21:23

21 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Bjarni, þetta með milligöngumenn og veitendur er bara orðhengilsháttur hjá þér. Það er verið að klína því á Guðlaug Þór að hann hafi veitt þessum styrkjum viðtöku og farið fram á þessar upphæðir. Þér tekst það ekki með útúrsnúningum. Komdu þér upp úr sandkassanum.

Jón Steinar, þú ættir kannske að upplýsa okkur um það hvenær Inga Jóna sat í stjórn í FL-Grúpp og hvernig setu hennar var háttað þar. Nema það hafi ekki fylgt heimildavinnu þinni að komast að því. Svona vinnubrögð dæma sig sjálf. 

Annars held ég, Bjarni, að þér væri hollast að rifja upp hver aðkoma fyrrum flokssbróður þíns var að REI-málinu öllu saman. Það var fyrst með afskiptum hans, sem málið varð subbulegt. Enda sleit hann meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn til að geta haldið drullumallinu áfram með stuðningi afla innan Samfylkingarinnar.  Sem reyndar og sem betur fer "fokkaðist upp" hjá honum.

Höfum það samt á hreinu að það var fáránlegt hvernig flokkarnir beinlínis ofveiddu á styrkjamiðunum árið áður en "kvótinn" var settur á. Og þó Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið "aflahæztur" þá breytir það ekki því að það voru fleiri á veiðum. 30 milljónir er skaðvænlega mikið fé, en það eru 5 milljónir svo sem líka... jafnvel 1 milljón.

Margir sem nú hrópa hátt um "mútuþægni" sjáfstæðismanna þáðu nefnilega "mútur" sjálfir. Þetta er ekki bara spurning um hve háar upphæðirnar voru heldur hversu viljugir menn (karlar og konur) voru að þiggja þær. Ég er ekki kominn til með að fullyrða að Framsókn eða Samfó hefðu slegið hendinni á móti 30 millum. Auk þess sem það hefði nú orðið vandræðalegt fyrir Samfylkinguna hefði Sjálfstæðisflokkurinn ekki fengið neitt frá Baugi/FL en styrkirnir sem þeir þáðu hefðu samt komið upp á yfirborðið.

Emil Örn Kristjánsson, 14.4.2009 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband