Mikið væri gott að trúa Mogganum...

Mikið væri nú gott að trúa Mogganum og stjórnarandstöðunni þegar kemur að Icesave.

Að Íslendingar geti gert miklu betri samninga um Icesave.

Að Alþingi geti einfaldlega sagt hvað eigi að standa í samningunum sem íslenska ríkisstjórnin fari svo og segi Bretum og Hollendingum -  sem væntanlega hneigja sig fyrir hinum göfugu eyjaskeggjum.

Að Steingrímur J. hafi vitaskuld sett illviljaða og lata kjána í samninganefndina og allir aðrir geti búið til betri samninganefndir og fengið betri niðurstöðu. 

Að það sé ekkert því til fyrirstöðu að fella nú Icesave og hleypa þar með stjórnarandstöðunni að samningaborðinu. Sömu flokkum og sköpuðu það ástand sem nú er unnið úr. Sjálfstæðisflokknum sem talar út og suður í málinu og lagði sjálfur drög að Icesave-samningum sem voru sínu verri en þeir vondu samningar sem nú liggja fyrir.

En mikil má Moggatrúin þá vera!

Morgunblaðið talar um vondan dag í sögu þingsins verði Icesave samþykkt. Það er enginn vafi á að þetta eru vondar skuldbindingar en það benda allar staðreyndir til að þetta sé samt það besta sem hægt er að gera í stöðunni. Það var möguleiki að taka fast á málinu í upphafi og neita að borga skuldir sem enda eru ekki okkar sem þjóðar heldur orðnar til vegna fárra fjárglæframanna. Þeim möguleika var klúðrað af ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks og það er miður. Þá voru lögð drög að þeirri leið sem núverandi ríkisstjórn hefur ekki getað snúið frá nema valda þjóðinni enn þungbærari skaða en orðinn er.

Einn svartasti dagurinn í sögu þjóðarinnar hin seinni er þegar Alþingi var blekkt til að samþykkja skuldsetta yfirtöku á ríkisbönkunum. Þar og í EES samstarfinu liggur grunnur að ófarnaði þjóðarinnar nú og þeir sem að því verki stóðu hafa fráleitt gert hreint fyrir sínum dyrum. 

Þess í stað draga Mogginn og hans þingmenn fram að Ingibjörg Sólrún segi nú að kannski hafi hún nú ekki alveg meint þetta svona þegar hún var í embætti. Þetta eru hreint merkilega ómerkileg rök og mætti halda að Mogginn telji grínlaust að Icesave samningaviðræðurnar séu milli stjórnar- og stjórnarandstöðu. Reyndin er að þetta eru samningaviðræður við ríkisstjórnir sem beina trítilóðri reiði sinni að íslensku samninganefndinni og gæfu miklu meira en lítið fyrir hvað Ingibjörgu Sólrúnu finnst eftir á að hún hafi meint...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætla bara að segja að mér þykir voða vænt um þig Bjarni minn en við munum ekki sjá sama ljósið í þessu máli, ég skil hvað þú meinar en er bara hreint ekki sammála þér og við það situr, nenni ekki að rökræða það hér yfir netið. Vona bara að þið eigið gleðilega jólarest með von um farsælt á komandi ári.

(IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 14:40

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég get tekið undir margt- ef ekki bara flest í þessum pistli þínum Bjarni enda þótt ég hafi núna fyrir svosem tveimur mjöltum skrifað á mitt blogg pistil með öðru sjónarhorni að nokkru. Vandinn er mestur í upplýsingaskortinum þar sem sérfræðingunum ber ekki saman í neinu efni. Þetta er ómerkilegur málflutningur og engum bjóðandi þegar hagsmunir þjóðarinnar eru í húfi.

Árni Gunnarsson, 28.12.2009 kl. 14:43

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ég hef nú bara á tilfinningunni að þú viljir fá nafnið þitt meitlað í steininn með öllum þeim fíflum á Alþingi sem ætla að koma þessari skuld á mig, börnin mín og alla þjóðina.

Ég bara trúi því ekki að ég sé að lesa þetta eftir þig - bara trúi því ekki Bjarni !!!

Sigurður Sigurðsson, 28.12.2009 kl. 14:44

4 Smámynd: Offari

Ég trúi öllum þeim sem eru andstæðingar Esb.

Offari, 28.12.2009 kl. 14:44

5 identicon

Hefði verið hægt að gera verri samning?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 14:56

6 identicon

Tja.

Það eru nú fleiri.  Eins og til dæmis gamlar erlendar lögmannsstofur, og aðrir lögfróðir innlendir menn sem eru meira og minna hjartanlega sammmála mogganum.

Þegar því er bætt við ætti að gefa trúnni séns.  Jafnvel þó fólki sé illa við moggan, sem þrátt fyrir allt er nær eini fjölmiðillinn sem skrifar af gagnrýni um málið.

Það er furðulegt að þú sért svona hrifin af Steingrími og Svavari.  Eða svo illa við moggann að þú sért sjálfkrafa á móti.  Það er synd.  

Ég flyt sennilega úr landi, og á ekki börn hér heldur.  En mér er samt ekki sama! 

Jón Ásgeir (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 15:01

7 identicon

Sæll Bjarni, nú erum við ekki sammála gamli sveitungi.

Þó svo að ég geti að nokkru leyti skilið röksemdir þínar sem vissulega er fótur fyrir.

Þá er þetta mál orðið þannig að það er ekki nokkur leið fyrir Alþingi Íslendinga en að hafna þessum óskapnaði.

Ég veit að það getur orðið mjög erfitt fyrst á eftir og all kyns yfirgangur og hótanir verða í gangi.

En ég veit það að við munum hvorugir gráta það að eitt af afleiðingunum verður sjálfsagt það Össuri og hans skósveinum verður ekki hleypt að samningaborði ESB elítunnar.

Nei ég hef ekki þá þrælslund til að bera að geta samþykkt það að þessir nauðasamningar verði samþykktir á Alþingi okkar.

Fyrr vil ég vera barinn þræll sem býr með frelsisþrá í brjósti, en feitur þjónn þessara nýlenduvelda og ESB- kúgunarinnar.

FELLUM ICESAVE !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 15:02

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Bjarni. Það er þannig með mig að ég hef tilhneigingu til að trúa Mogganum í þessu efni sem um er ritað og rætt. Mér finnst eðlilegra nú en nokkru sinni áður að synja ríkisábyrgðinni þar sem á þessum tíma hafa komið fram fleiri og fleiri rök sem hníga í þá átt að okkur beri ekki að borga.  Eins er kreppan ekki að bíta eins fast og menn ráðgerðu þegar holskeflan hékk yfir hausamótunum á okkur en það hefur eflaust haft áhrif í upphafi á samningsmenn og þá sem samþykktu þann gjörning.

Lítið finnst mér þýða að tuða út af EES sem við höfum notið góðs af, í eins mörg ár, þó segja megi að það sem gallað er í því regluverki sé að bitna á okkur núna. Ef ekki hefðu verið hér brjálaðir menn sem tóku völdin og fóru í útrás væri þetta ákvæði laganna ekki að bögga okkur neitt að gagni.

Málið er að sækja útrásarvíkingana og rukka þá með viðeigandi hætti og draga umsókn um aðild að ESB til baka. Ætli það myndi ekki breyta einhverju um Icesave þrýstinginn.

En Bjarni minn góður. Nú eru jólin og þeir sem eru ekki á Þingi ættu að njóta þeirra í stað þess að erga sig yfir gangi mála þar.

Gleðilega jólarest. Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 28.12.2009 kl. 15:04

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Sömu flokkum og sköpuðu það ástand sem nú er unnið úr."

Á þessu hamra andstæðingar Sjálfstæðisflokksins.

Voru það Sjálfstæðismenn sem stofnuðu til Icesave? Nei, auðvitað ekki. Það var fyrirtæki í einkaeigu sem gerði það og engin kvartaði yfir því. Þvert á móti þótti þetta svo snjallt að eftir var tekið víða um heim.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.12.2009 kl. 15:17

10 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Fólkið í landinu sem byggir þetta land er einskis virt, það skal bæði missa það sem að það átti og svo skal það þræla upp i skuldir GLÆPAMANNANNA.... SEM ALLIR GANGA LAUSIR OG ERU Á KAFI Í ÓSÓMANUM

Bjarni líttu í kringum þig maður

Jón Snæbjörnsson, 28.12.2009 kl. 15:27

11 identicon

Það er bara ALLTOF marg óljóst og óskýrt í kringum þetta Icesave. Við getum bara ekki samþykkt samning sem skuldbindur okkur til að greiða einhverja ótilgreinda upphæð (og við erum að tala um hundruð milljarða!) í einhvern ótilgreindan tíma!  Enginn skrifar undir þannig samning. Þú myndir aldrei gera það persónulega og ekki ég heldur. Af hverju að gera það fyrir hönd þjóðar sem nú þegar á í alltof miklum vandræðum? 

Sumir segja að lánshæfismat okkar versni samþykkjum við ekki Icesave. Hvernig getur staða okkar orðið betri við það að taka á okkur enn frekari fjárhagsskuldbindingar? SKuldbindingar sem efast er um að þjóðin ráði við?

Það sem hangir á helv... spýtunni frægu er að ef við samþykkjum ekki þá fáum við ekki að fara í ESB!  .... og só what?  Leyfum börnum okkar að njóta vafans. Verri samningur en nú liggur fyrir mun aldrei verða lagður á borðið.  Við verðum að fella þetta rugl.

Soffía (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 16:00

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þér er ekki viðbjargandi, Bjarni Harðarson.

Mikið er ég feginn, að þú situr ekki á Alþingi.

Þér er hér með hafnað sem bloggvini mínum.

Jón Valur Jensson, 28.12.2009 kl. 16:06

13 Smámynd: Haraldur Baldursson

Er þetta ekki bara of mikið hangikjöt sem veldur þessari færslu Bjarni ? Ég er afskaplega ósammála þessum skrifum þínum og uppstilling þín á sekt og sögu minna meira á mann fastan í fjórflokka-dansinum en leiðandi afl innan Fullveldissinna. Hér boðar þú órétt...Rétt skal rétt vera.

Haraldur Baldursson, 28.12.2009 kl. 16:06

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Varðandi það hvernig að ISG eru allt í einu komin/dregin inní málið - þá verð ég að viðurkenna að ég skil ekki alveg punktinn.  Hvað er málið ?  Er ISG að segja að "við þurfum ekki að borga"  og allt sé bara í gúddí eða hvað ?

En varðandi það að kenna EES um - eigi sammála.

Það er miklu frekar því um að kenna hvernig íslendingar nálguðust EES samstarfið.  Þeir litu ekki á það sem samstarf og samvinnu.  Nei miklu frekar  litu þeir þannig á að þeir væru að fara út til að sigra heiminn !  Að engar skuldbindingar fylgdu.  Bara ætti að hirða ávinninginn og ef illa færi - þá ætti einfaldlega að flýgja norður í ballarhaf !

Það er þarna sem dæmið klikkar.  Klikkar hugarfarslega. 

(Auk þess sem óstjórnarfyrirkomulag og óreiðuháttur sjalla undanfarna áratugi er megin sökudólgurinn auðvitað)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.12.2009 kl. 16:12

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jón Valur... heldurðu að Bjarni líti á þetta sem refsingu?

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.12.2009 kl. 16:14

16 Smámynd: Offari

Nú er spurning hvort við eigum öll að taka Bjarna útaf bloggvinalistanum fyrst hann trúir ekki mogganum.

Offari, 28.12.2009 kl. 17:03

17 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Gunnar. Jón Valur er fyrir löngu búinn að varpa mér út í yztu myrkur og mér líður eiginlega betur á eftir.

Sæmundur Bjarnason, 28.12.2009 kl. 17:07

18 identicon

Bjarni þér hefur ekki hlotnast meiri heiður í bloggheimum síðan þú komst inn á "hitlista" Framsóknarflokksins sem óvinur flokksins fyrir sl. kosningar nú þegar öfgabrjálæðingurinn Jón Valur Jensson hefur sagt skilið við þig sem bloggvin.

Annars frábær pistill hjá þér að vanda og hverju orði sannari.

Fyrrum Sjalli (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 17:12

19 identicon

Bjarni fær nú áfram að vera bloggvinur minn, þó það væri ekki nema fyrir hversu góður penni hann er og andstöðu hans við ESB.  Hins vegar er leiðtogi L-listans sáluga að slá feilhögg í þessum pistli, og ber vitni um pólitískan snúning á dansgólfi fjórflokksins.  Ég óttast að týndi sonur fjórflokksins sé kominn á ný í föðurhús. 

Gunnar Kristinn Þórðarson (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 17:17

20 Smámynd: Haraldur Hansson

Það frumvarp sem nú er til afgreiðslu er ekki um ríkisábyrgð vegna IceSave. Alþingi samþykkti lög um ríkisábyrgð á liðnu sumri.

Þetta nýja frumvarp snýst um allt annað, þ.e. að skemma lögin frá því í sumar og veikja varnir Íslands. Tilgangurinn er að halda lífi í Samfylkingunni.

Hvernig hægt er að styðja slíkan ófögnuð er ofar mínum skilningi. Að leggja þungar klyfjar á komandi kynslóðir og rýra lífskjör næstu áratugina til þess eins að halda lífi í flokki sem er ekki alvöru flokkur. Flokki sem glímir við málefnaskort og yfirvofandi leiðtogakreppu. Flokki sem er tilbúinn til að selja ömmu sín fyrir evrur.  

Verði þetta vonda frumvarp að lögum er líf Samfylkingarinnar dýru verði keypt. Hún er ekki þess virði.

Haraldur Hansson, 28.12.2009 kl. 17:24

21 Smámynd: Gunnlaugur I.

Heyr, heyr !

Haraldur Hansson, hittir hér naglann á höfuðið sem oft áður.

Samfylkinginn er ekki þess virði að þessum nauðungarsamningum verði dengt yfir þjóðina og komandi kynslóðir.

Gunnlaugur I., 28.12.2009 kl. 17:37

22 Smámynd: Margrét Annie Guðbergsdóttir

Bjarni minn, veit ekki alveg hvað er að  hjá þér í pólitíkinni þessa daga, er alveg gjörsamlega ósamála þér í þessu máli. Er ekki tilbúin að setja elsku landið mitt á hausinn, sem mun gerast  ef Icesave verður samþykkt. Mér þykir vænna um þetta land en ég geri mér sjálf grein fyrir. En þér????

Margrét Annie Guðbergsdóttir, 28.12.2009 kl. 19:09

23 Smámynd: hilmar  jónsson

Tek undir þennan psitil hjá þér Bjarni.

Þú færð mikið kompliment með höfnun Jóns Vals..

hilmar jónsson, 28.12.2009 kl. 19:22

24 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég er sammála þér Bjarni.

Við höfum enga góða kosti í stöðunni en ég tel, að þessi sé sá illskársti. 

Anna Einarsdóttir, 28.12.2009 kl. 19:40

25 identicon

Fyrsta sinn sem ég er sammála þér, líklegast á ævinni, gott mál.

Steingrímur Þórhallsson (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 20:24

26 identicon

Vandinn er svo ekki síður kjósendur eins og þessi Margrét Annie sem hér tjáir sig að ofan sem heldur að með því að hafna IceSlave skuldaklafa Sjálfstæðisflokksins sé þjóðinni bara borgið eins og hendi væri veifað. Svona síast lygaáróðurinn inn í heila þeirra takmörkuðu og þeir trúa því að best sé að halda áfram að kjósa Sjálfstæðisflokkinn sinn. Gera sér ekki grein fyrir því að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa talað um að það skuli semja um IceSlave, en lýðskrumið allt saman gengur einmitt úr á að fólk haldi hið gagnstæða, því þessir hrunaflokkar vilja svo sannarlega semja - bara ekki þennan samning!!!

Stundum held ég að kjósendur eigi bara skilið þann viðbjóð sem þeir hafa kallað yfir sig sl. 20 eða svo.

Fyrrum Sjalli (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 20:49

27 identicon

www.amx.is
"Smáfuglunum þótti ekki endilega nauðsynlegt fyrir Bjarna Harðarson að segja af sér þingmennsku fyrir Framsóknarflokkinn og Sunnlendinga, eftir að hann lagði á ráðin um að gera Valgerði Sverrisdóttur, flokkssystur sinni, grikk.

Bjarni stofnaði eigin flokk, sem mátti sín einskis.

Bjarni lýsti stuðningi við vinstri-græna, af því að þeir væru á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Fyrsta sem vinstri-grænir gerðu að kosningum loknum var að ýta Íslandi undir hramminn á Brussel-liðinu.

Bjarni styður Icesave-afarkostina, af því að hann hefur svo mikla tröllatrú á dómgreind Steingríms J.

Smáfuglarnir ætla ekki að treysta á dómgreind Bjarna í Icesave-málinu."

http://www.amx.is/fuglahvisl/12900/

Hermann (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 21:16

28 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Nei, Bjarni. Þú hefðir betur haldið þig við fífilbrekkuna. Þar hafðirðu þó skjól.

Að væna aðra um að tala út og suður er ekki viðeigandi eftir að þú lést Steingrím Joð fallera þig. Mér fannst það ekki gáfulegt þá og enn síður núna, því nú virðistu gengin í björg.

Að tuggast sí og æ á að gengið hafi verið frá þessum samningum í fyrra er fráleitt. Þótt einhverjir embættismenn setji sitt "John Henry" undir eitthvert plagg skuldbindur engan. Viljayfirlýsingar eru ekkert annað en viljayfirlýsingar. Jafnvel þótt ráðherrar skrifi undir þær. Ef þær væru bindandi samningar, Þá væri nú þegar komið álver á Bakka og stóriðja hefði verið starfandi í minnst tuttugu ár á Keilisnesi og Reyðarfirði. Þú veist líklega betur en ég hve margar viljayfirlýsingar hafa verið undirritaðar vegna þessara vonarframkvæmda. Ef ekki þá getur nýskipaður stjórnarformaður Íslandsbanka frætt þig um það.

Ef þú ert að leita þér að átyllu til að ganga endanlega inn í faðm Steingríms joð, þá er það alveg óþarfi. Það hefur lengi verið trú Framsóknarmanna að séu þeir nógu gáfaðir þá taki kommarnir við þeim. En þú átyllu, þú þarft bara að halda áfram að trúa ruglinu í STJ, Vg mun þá taka við þér án allra fyrirvara.

Hversu gáfulegt sem það nú er.

Ragnhildur Kolka, 28.12.2009 kl. 22:51

29 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Setningin í næst síðustu málsgrein á að vera "En þú þarft enga átyllu", .......

Ragnhildur Kolka, 28.12.2009 kl. 22:54

30 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Sammála m0rgu þarna Bjarni. Ótrúlegt þykir mér enn hvaða fólk vill meina að við höfum mörg tromp á hendi - afhverju notuðu menn þau þá ekki á sínum tíma? Afhverju leystu samfulkingin og Íhaldið ekki öll þessi mál eins og hendi væri veifaðp fyrst þetta er allt svona ljúft? Þetta eru svakalegar skuldir sem hellt er yfir okkur hér og þar en en eru allir þeir er voru við mjaltavélarnar þegar þetta allt gerðist á sínum stað.

Staða okkar er aum.

Gísli Foster Hjartarson, 28.12.2009 kl. 23:07

31 identicon

Þá þætti öllum afar aum staða í deilum að mótaðilinn leggur allt undir til að málið fari ekki eðlilegar dómstólaleiðir.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 23:36

32 Smámynd: Billi bilaði

"...Voru það Sjálfstæðismenn sem stofnuðu til Icesave? Nei, auðvitað ekki. Það var fyrirtæki í einkaeigu sem gerði það og engin kvartaði yfir því. Þvert á móti þótti þetta svo snjallt að eftir var tekið víða um heim.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.12.2009 kl. 15:17 "

Já, Gunnar, og þú veist það ósköp vel. Þeir sem stofnuðu IceSave, voru, eru, og verða Sjálfstæðisflokksmenn. Mikil er blinda ykkar nýðingstrúarfólks.

Billi bilaði, 29.12.2009 kl. 00:47

33 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Haaaaa... er Sjálfstæðisflokkurinn ábyrgur fyrir gjörðum kjósenda sinna?

Billegt hjá Billa sem ber nafn með rentu

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.12.2009 kl. 01:22

34 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Steingrímur J. Sigfússon setti fyrrum formann Alþýðubandalagsins Svavar Gestsson í samninganefndina, og sá hinn sami kom heim með ónýtan samning, var það trúverðugt ferli í þínum huga ?

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.12.2009 kl. 01:44

35 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Flottur pistill hjá þér kæri félagi! Sammála öllu nema niðurlaginu um að rót vanda megi rekja til EES. Það er nú eins og að kenna brennivíninu um áfengissýkina.

Sammála Ómari Bjarka um að við höfðum ekki rétta hugarfarið eða þroska í að nýta þetta tækifæri skynsamlega.

Áttuðum okkur ekki á að þetta væri vettvangur samvinnu og samstarfs, en ekki farvegur þeirrar viðleitni að komast yfir sem mest af fjármagni, húsnæði og fyrirtækjum á sem skemmstum tíma. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 29.12.2009 kl. 02:11

36 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gunnlaugur B. Ólafsson gengur sínar villigötur. Víst var það laukrétt, að rót vanda mætti rekja til EES – og til Jóns Baldvins. Það skiptir ekki nokkru máli, hvaða flokki Landsbankamenn tilheyrðu, það skuldbatt ekki flokk þeirra, nema mútur kæmu til. En gerðu þær það? Og fóru þær þá ekki líka til Samfylkingarinnar? Og var ekki bankamálaráðherrann núverandi þingflokksformaður Samfylkingar? Og var ekki ektavinur Jóns Baldvins, fyrrverandi Alþýðuflokks-ráðherrann Jón Sigurðsson, lykilmaður í FME og Seðlabankanum, maðurinn sem auglýsti gæði og öryggi Icesave óspart í glansmyndabæklingi Landsbankans handa Hollendingum? Nýtur hann ekki ennþá tiltrúar Jóhönnu og Össurar með nýlegum embættaveitingum hans, nú síðast orðinn formaður bankastjórnar Íslandsbanka?!

Svo er þetta laukrétt hjá Ragnhildi Kolka – og hjá Ásbirni Óttarssyni í kvöld – að tveir embættismenn geta ekki skuldbundið heilt land, heila þjóð. Þeir höfðu ekkert vald til þess, slíkt vald tilheyrir Alþingi einu samkvæmt stjórnarskrá.

Svo féll október-minnisblað þetta til Hollendinganna úr gildi með Brussel-viðmiða-samkomulaginu í nóvember, það viðurkenndu sjálfir Hollendingar þar með, og það játaði jafnvel Össur í þinginu í kvöld, í andsvörum til Ásbjarnar Óttarssonar. Þið getið því gleymt þessum minnismiða, kjánar sem haldið að hann hafi eitthvert skuldbindandi gildi. Össur sagði meira að segja í kvöld, að sumir ráðherrarnir hafi ekkert vitað af þessu minnisblaði (hvað þá þingmenn!).

Vesalings Bjarni á afar bágt. Ekki verður hún greiðfær hans pólitíska leið úr þessu, það verður honum samfelld sorgarganga að reyna að ná þingsæti á vegum Vinstri grænna. Hann er ekki skárri maður en Atli Gíslason.

PS. Mér gæti ekki verið minna sama um álit Hilmars Jónssonar á mér – hann er sannarlega ekki til fyrirmyndar í skrifum sínum. Og hver tekur mark á þeim níðhöggi, sem kallar sig "fyrrum Sjalla", manni sem hefur ekki þor til að birta sitt eigið nafn?

Jón Valur Jensson, 29.12.2009 kl. 02:35

37 Smámynd: Jón Valur Jensson

Meira sama – vildi ég sagt hafa!

Jón Valur Jensson, 29.12.2009 kl. 02:37

38 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Fróðlegt að sjá hvernig Jón Valur tætist hér um á Guðs vegum og reisir níðstangir um aðra hverja persónu, en útskýrir ekkert afhverju samvinna innan EES eða ESB hefur einungis hér á landi leitt til bankahruns og spilaborg í verðbréfaviðskiptum. Þarna réði græðgisvæðing í bland við oflæti. Hvorutveggja vel fóstruð og skilgetin akvæmi Sjálfstæðisflokksins.

Gunnlaugur B Ólafsson, 29.12.2009 kl. 03:19

39 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Valur Jón í vísdómsfeld
vopni beitti slyngur.
Bloggvini ég bætti á eld
kvað bestur Íslendingur.

Sæmundur Bjarnason, 29.12.2009 kl. 03:49

40 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gunnlaugur, eru þetta ekki rökþrot sem birtast í þessu hjá þér?

Það var ekkert trúarlegt né Guðs nafn misnotað í mínu innleggi.

Sundurliðaðar röksemdir mínar um gildislausa minnisblaðið (MoU) til Hollendinga, voru þær þér um megn?

Hins vegar kann ég vel að meta rétt og létt kveðna vísu Sæmundar.

Jón Valur Jensson, 29.12.2009 kl. 04:09

41 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Hjartanlega sammála þessum pistli ... Mikið er nú skondið að sjá viðbrögð Jóns Vals við honum.

Brynjar Jóhannsson, 29.12.2009 kl. 06:24

42 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skondið að hneykslast á Icesave-stefnu Bjarna Harðarsonar ... ?!

Jón Valur Jensson, 29.12.2009 kl. 10:38

43 identicon

Sammála þessum pistli.

Hvernig er það, er ekki hægt að skrúfa niður í þessum trúarnötter hér að ofan?

Arnþór Jón Þorvarðsson (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 11:37

44 identicon

Sammála flestu í pistli þínum Bjarni. Ofstækisfulli guðsmaðurinn mætti alveg missa sín í bloggheimum. Held að enginn myndi sakna hans. Löngu hætt að nenna að lesa ruglið í honum.

Ína (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 12:50

45 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Alveg er það með ólíkindum og satt að segja afar ógeðfelt að ráðist sé á Jón Val hér fyrir skoðanir sínar og að blanda trúarskoðunum hans í alls óskylt mál.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.12.2009 kl. 13:43

46 Smámynd: Jón Valur Jensson

Enn bólar ekkert á gagnrökum ykkar! En því fer fjarri, að ég hafi gengið of langt í að tengja Icesave- og Landsbankamenn við Samfylkinguna. Ótalin var sú staðreynd, að Samfylkingin fekk stóra styrki frá fyrirtækjum Björgólfsfeðga, sömuleiðis Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sem nú situr í stóli forseta Alþingis (sem einn varaforseta þess) og var af flokki sínum sett yfir þingnefnd, sem á að fjalla um – eða kannski breiða yfir – niðurstöður sérstakrar, faglegrar rannsóknarnefndar þingsins (undir formennsku Páls Hreinssonar) um aðkomu þingmanna og ráðherra að því sem leiddi til bankahrunsins.

Er þessu fólki í alvöru treystandi til að annast þessi mál? Og er það ekki komið í ljós í fréttum í dag, að gagnrýni mín á þessari vefsíðu og í gær á skipan Jóns Sigurðssonar í formannsstól í bankastjórn Íslandsbanka (sem frétt birtist ekki um í Mbl. fyrr en í gær, s. 4) var fjarri því að vera einhver sérvizka í mér, því að þetta mál var sérstakt frétta- og gagnrýnisefni í hádegisfréttum Rúv í dag, og var Steingrímur þar á fullu að reyna að þvo hendur sínar af því að bera nokkra ábyrgð á þessari tilnefningu Jóns, þótt hann taki þar sæti sem fulltrúi ríkisins! Ég hjó reyndar eftir því, að Steingrímur bar í sömu fréttum lof á störf Jón í Fjármálaeftirlitinu. En sem stjórnarformaður þess gaf hann út gæðavottorð um íslenzku bankana, traustverðugleik þeirra og um Icesave-reikningana í Hollandi í maí 2008. Þetta var í sérhefti frá Landsbankanum, Moment, prentuðu í Odda og undir ritstjórn Róberts Róbertssonar, með þetta aðalefni: ‘Icesave launched in the Netherlands’ (Icesave ýtt úr vör í Hollandi). Bankastjórarnir Sigurjón og Halldór eiga þar inngangsorð á bls. 2, en strax á bls. 3–4 er viðtalið við Jón Sigurðsson, undir fyrirsögninni: ‘Finances of the Icelandic banks are basically sound’. Sjá nánar hér í grein minni 15. janúar 2009: Geir Haarde gerir lítið úr vandanum, skuldunum og ábyrgðinni í viðtali á Stöð 2; en látum ekki narrast! – Eðalkratinn Jón Sigurðsson, stjórnarformaður FME, mælti með Icesave við Hollendinga!

Jón Valur Jensson, 29.12.2009 kl. 14:04

47 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það er mjög verðugt hlutverk Gunnar ef þú vilt vinna að geðfeldari samskiptum einstaklinga á moggabloggi. Það er nefnilega sitthvað að hafa mismunandi skoðanir og ganga fram af nokkurri virðingu gagnvart viðmælandanum.

Jón Valur Jensson blandar saman í sinni lífsafstöðu trú og stjórnmálum enda virðist hann hafa stofnað "kristin stjórnmálasamtök" http://krist.blog.is/blog/krist/ Maður fær á tilfinninguna að þetta gefi honum umboð til að dæma lifandi og dauða.

"Þér er ekki viðbjargandi Bjarni Harðarson" og "Gunnlaugur B Ólafsson gengur sínar villigötur" sem fyrstu setningar í svari eru fullar af yfirlæti og dómhörku. Eins og hann einn sjái stóra sannleikann og geti reynt að "bjarga" þeim sem að er á "villigötum".

Ég ber enga óvild til JVJ. Það verða allir að hafa rétt til að syngja sinn söng, en þarna er eitthvað sem að hann má íhuga.

Gunnlaugur B Ólafsson, 29.12.2009 kl. 14:27

48 identicon

Get a life Gunnar.

Jónas hraunar yfir þá sem eru ekki skoðanabræður hans og kallar þá landráðamenn, sem eru mjög alvarlegar ásakanir. Svo mér gæti ekki verið meira sama um það þótt menn "ráðist" á Jón Val hér.

Arnþór Jón Þorvarðsson (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 14:32

49 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ósköp eigið þið bágt, greyin mín. Eru þessi orð svo hörð: "Þér er ekki viðbjargandi Bjarni Harðarson" og "Gunnlaugur B Ólafsson gengur sínar villigötur"? Það síðarnefnda er staðreynd, eins og ég rökstuddi (án svars frá ykkur), en á ég að skrökva? Er það ykkar hugmynd um að það að vera trúr, kristinn maður? – En það fyrrnefnda skilst vitaskuld af samhenginu og fjallar vitaskuld ekki um andlega velferð Bjarna í þeim efnum, sem meira máli skipta en öll pólitík.

Þá hef ég ekki útdeilt hugtakinu 'landráðamenn' um aðra en þá fáu, sem verðskulda það, en yfirleitt gert það því einungis, að ég bendi á skýrt brot tiltekinna manna með tilteknu athæfi sem brýtur í bága við ákvæði landráðabálks hegningarlaganna frá 1940.

Þið kjósið að fussa og býsnast, en takizt ennþá ekki á við rök mín!

Jón Valur Jensson, 29.12.2009 kl. 15:22

50 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þar sem þú ert ekki dómari Jón Valur, getur þú ekki ákveðið hér og nú hverjir verðskulda að kallast landráðamenn.  Þú getur hins vegar sagt hvað þér finnst.  

Anna Einarsdóttir, 29.12.2009 kl. 15:45

51 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, þetta er ekki spurning um tilfinningu, Anna. Ég get vel haft mína rökstuddu skoðun á málinu, þótt ég telji mig ekki dómara. Ég hef ekki kastað hugtakinu landráðamaður fram ósparlega, í einhverri óljósri, loðinni merkingu, heldur um tiltekið, ákveðið athæfi, t.d. Össurar, sem brýtur í bága við ákveðnar og orðrétt tilgreindar lagagreinar, sem svo vill til, að tilheyra nefndum landráðabálki, sbr. hér: Er stjórnin sek um landráð? – Þakka þér annars fyrir tækifærið til að gera þetta ljósara en ella í hugum lesenda.

Jón Valur Jensson, 29.12.2009 kl. 16:08

52 identicon

Jón Valur Jensson,

þér hefur verið ítrekað bennt á að leita þér hjálpar. Það er gert í mesta bróðerni og umhyggju fyrir andlegri heilsu þinni. Farðu nú að hlusta á þessi vinsamlegu tilmæli. 

Fyrrum Sjalli (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 17:31

53 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvað kallast svona "röksemd" þessa feimna innleggjara, Bjarni?

Argumentum ad hominem, ekki satt, eða bara skítkast?

Þannig sýna menn gjarnan fram á eigin rökþrot.

Jón Valur Jensson, 29.12.2009 kl. 17:54

54 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þetta er ekki einkaskoðun Moggans, ég hef verið á þessari skoðun frá upphafi og það komur Mogganum ekki baun við

Víðir Benediktsson, 29.12.2009 kl. 21:03

55 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Eftir að hafa lesið pistilinn þinn, sem mér finnst góður eins og endnanær, kemur mér á óvart að enginn skuli minnast á 300 milljarðana sem skotið var inn í Seðlabankann korteri fyrir gjaldþrot. Þar er rót meinsemdarinnar. Bestu kveðjur úr Grundarfirði og ég óska þér og fjölskyldu þinni gleðilegs nýs árs með von um betri tíð.

Þráinn Jökull Elísson, 30.12.2009 kl. 17:57

56 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Þetta átti náttúrlega að vera endranær.

Þráinn Jökull Elísson, 30.12.2009 kl. 17:58

57 identicon

Heyra í hrunafólkinu, það kann ekki einu sinni að skammast sín.

Valsól (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 17:05

58 identicon

Á hvaða leið ert þú, Bjarni? Þú skrifar eins og maður sem eltir ruglaðan áttavita. Framsóknarmaður gengur í VG af því að eitthvað gerðist á skrifstofunni. Ekki í ESB en borgum Ísklafann. Fylgjum Steingrími í björgin en forðumst hann samt. Styðjum bændur en drepum þá samt (fellum niður styrki segir Samfó sem ræður för). Er þessi áttaviti frá einhverjum ákveðnum framleiðanda?

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 05:20

59 identicon

Gaman var að geta gerst áskrifandi á ný að Morgunblaðinu þegar Davíð varð ritstjóri. Blaðið er að hressast undir stjórn hans. Reykjavíkurbréf, leiðarar og Staksteinar vekja alls staðar athygli. Morgunblaðið er líka eini fjölmiðillinn sem reynir stundum að kafa undir yfirborð hlutanna.

mcts 70-536 dumps (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 04:35

60 identicon

Alveg er það með ólíkindum og satt að segja afar ógeðfelt að ráðist sé á Jón Val hér fyrir skoðanir sínar og að blanda trúarskoðunum hans í alls óskylt mál.

70-448 dumps (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 04:36

61 identicon

Your site is really nice especially this article is very informative. All the articles are very informative and increase my knowledge a lot. Well this site plays a very important role in improve of our new generation Good job.... keep it up

70-432 exam (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 04:37

62 identicon

Valur Jón í vísdómsfeld
vopni beitti slyngur.
Bloggvini ég bætti á eld
kvað bestur Íslendingur.

70-291 exam (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 04:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband