Á ég nokkuð að kjósa mig...

Prófkjörsbaráttan er orðin löng og suma dagana finn ég þreytuna taka mig. Þá efast ég um að það sé nokkuð vit í þessu hjá mér. Að ég eigi eitthvað til að standa undir þeim væntingum sem kjósendur gera, raunhæfum og óraunhæfum. En þetta er foraðið sem ég lagði í og úr þessu get ég bara ekkert í þessu gert. Ekki nema þá bara að sleppa því að kjósa mig sjálfur, því vissulega vigtar hvert atkvæði og kannski verður þetta allt á eins atkvæðis mun. Hver veit?
En grínlaust þá dettur mér stundum í hug að þetta eigi eftir að verða strembið hvernig sem fer. 
Góð vinkona mín kom í heimsókn á kosningaskrifstofuna í dag og spurði mig í einlægni hvort ég væri tilbúinn til að tapa ef svo færi. Ég sagðist vera það, eða vona það. Man varla hverju ég svaraði en hef auðvitað oft hugsað þetta. Og hugsað hvernig ég bregðist í raun og veru við. Það er eiginlega svipað og hugsa hvort maður verði lífhræddur,- sem maður veit svosem ekkert um nema til þess komi. Það er ótrúlega margt sem mig langar til að gera við minn tíma og ég held þessvegna að ég komist yfir það að tapa þessari baráttu. Og þá er það bara hitt. Hvernig fer ef ég vinn? Ég held að það verði nefnilega líka strembið. Erfitt uppbyggingastarf í flokki sem hefur dalað. Erfiðar málamiðlanir gagnvart hlutum sem maður er ekkert endilega 100% sammála. Og svo það erfiðasta af öllu. Að standa undir væntingum.
Og þegar ég hugsa það held ég að það fyrsta í því sé að ég kjósi mig bara sjálfur og stefni ótrauður áfram. Allt annað væri að bregðast stuðningsmönnum. Veit líka að útsofinn og hvíldur er ég fullur af bjartsýni og vilja til að halda áfram.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara taka góðan endasprett á kosningabaráttuna, vinna þessar kosningar og drífa sig á þing.  Þetta eru bara nokkrir dagar sem eru eftir, þú verður bara að láta þig hafa það.

Máni (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 10:54

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ef ég man rétt áttum við skemmtilegt samtal á flugvellinum í Alicante fyrir nokkrum árum. Ég man líka að mér leist vel á þig. Ég veit ekki hvern fjandann þú átt að vera að gera í Framsóknarflokknum og er tilbúinn að taka við þér ef hlutirnir gera sig ekki hjá maddömunni! Gangi þér samt vel!

Haukur Nikulásson, 19.1.2007 kl. 12:39

3 identicon

nei - auðvitað er ég ekkert að gefast upp heldur þvert á móti - tvíogþríelfdur síðustu dægrin... /-b.

bjarnihardar (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 13:41

4 identicon

Ég skal sleppa því fyrir þig :)

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 15:00

5 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Hafðu engar áhyggjur af þessu prófkjöri, framsóknarmenn fá ekki mann á þing hvað þá tvo á Suðurlandi

Ágúst Dalkvist, 19.1.2007 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband