Hvernig fengu menn háu styrkina?

Var að hlusta á viðtalið við Guðlaug Þór um stóru styrkina sem hann fékk og hefi heyrt varnarræður fleiri stjórnmálamanna í svipaðri stöðu. Það sem vekur mesta furðu mína er að enginn þessara svarar því hvernig menn fara að því að fá tugmilljóna styrki.

Sjálfur hefi ég farið í prófkjör og safnað fé til að standa straum að því. Hæsti styrkurinn sem ég fékk frá einum aðila voru 200 þúsund (Landsbankinn) og þannig er það algengast meðal venjulegra stjórnmálamanna.

Hákarlarnir í þessu eru ekki öfundsverðir - hvorki nú né þá því ég tel fullvíst að til að fá hálfar og heilar milljónir hafi þurft einhvað annað og meira að koma til en bara það að óskað væri eftir framlagi í kosningasjóð. Við þessir venjulegu skrifuðum bréf og fylgdum þeim eftir með símtali. 

Þetta er aðalatriði í styrkjaumræðunni - hvernig fór fólk að sem fékk Baug, bankana og alla hina til að afhenda sér milljónir á milljónir ofan. Hvað lét það eða lofaði í staðin. Þegar það hefur svarað því getum við talað um að búið sé að hreinsa andrúmsloftið og kannski eru skýringarnar svo rosalega, rosalega eðlilegar að það telur sér þá sætt áfram. En meðan þessari spurningu er ósvarað verður engin sátt, enginn friður og ekkert traust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bjarni.

Auðvitað eru allir íslenskir pólitíkusar í boði einhvers !

Það er ágætt að þú viðurkennir að hafa ekki staðið vaktina vegna þess að þú varst í boði Landsbankans !

Áttir þú að horfa sérstaklega framhjá ICESAVE  ?

JR (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 22:27

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Já, nú hefur Hreinn nokkur Loftsson - hinn strangheiðarlegi - komið út úr skápnum og viðurkennt stuðning við Gulla, með afar sérstökum formerkjum. 

Og ég sem setti Gulla í 2. sætið í síðasta prófkjöri !  - nú er alveg ljóst að ég mun aldrei styðja hann framar.  Hann á að segja af sér þingmennsku - STRAX !!

Sigurður Sigurðsson, 6.5.2010 kl. 08:22

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta er góður punktur hjá þér Bjarni, en er þessi spurning ekki heldur beinskeytt til að ætlast til að fréttamenn þori að spyrja hana? Hvað þá að pólitíkusar geti svarað henni. Einföld spurning kallar á einfalt svar, einfallt svar er versti óvinur pólitíkusins, þá er minni möguleiki að snúa sig út úr málinu seinna.

Gunnar Heiðarsson, 6.5.2010 kl. 10:15

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég hélt að styrkur væri styrkur burt séð frá krónutölunni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.5.2010 kl. 11:02

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þeir sem láta fé af hendi rakna til stjórmálamanns eða stjórnmálaafls til að taka þátt í "kostnaðinum við lýðræðið" hljóta að sjálfsögðu að gera þar öllum jafnt undir höfði; eða hvað?

Ég er í hópi þeirra sem velti vöngum yfir því af hverju sumir frambjóðendur eru mikilvægari lýðræðinu en aðrir svona í krónum reiknað!

Ætli þetta sé ekkert erfitt val?

Árni Gunnarsson, 6.5.2010 kl. 14:28

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Getur verið að menn séu mis gagnlegir gefandanum?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.5.2010 kl. 15:15

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ef einhver telur að hann geti borgað sérstaklega fyrir sitt einka-hagsmuna-hugðarefni (hvað sem það er ó-lýðræðislegt) þá eiga þjóðkjörnir menn og konur að mínu mati að hunsa slíkar mútu-pressur, og ekki seinna en strax!

Ef fólk var kosið vegna mútupressu en ekki vegna eigin hæfileika til að vinna fyrir þjóðina, þá eru þeir ekki að þjóna þjóðinni í heild sinni, né lýðræðinu!

Þetta er nú mín skoðun á mútu-auglýsinga-kosningum til alþingis!

Barnalegt? Líklega finnst klíku-kóngum og græðgis-svikurum það! Og það er ágætt að vera talinn barnalegur í þessum svika-frumskógi? Ég er stolt af að skilja ekki svikin .

Þessar mútur eru andlegt pressu-ofbeldi og hvet ég fólk til að brjótast út úr þessu styrkja-ófrelsi og skoðana-fangelsi!

Rétturinn er ekki þeirra sem styrktu með mútum, heldur þeirra sem voru lýðræðislega kosnir og eiga að stjórna landinu eftir bestu samvisku, með hag allra landsmanna að leiðarljósi!!! M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.5.2010 kl. 16:42

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Tilgáta þín er kannski ekki ólíklegri en aðrar sem upp í hugann koma Heimir.

Árni Gunnarsson, 6.5.2010 kl. 16:48

9 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Þetta hafa greinilega verið MERKILEGRI frambjóðendur en aðrir. Kannski gagnlegri?

Ævar Rafn Kjartansson, 6.5.2010 kl. 16:54

10 Smámynd: Auðun Gíslason

"There is no such thing as free lunch."  Það er ekkert sem heitir ókeypis málsverður!  Til þessara orða vitnuðu sumir Sjálfgræðiskálfarnir, þegar "styrkir" til Samfylkingarfólks voru til umræðu á sínum tíma.  Það sama hlýtur að gilda um FL Gulla og fl.  Stórgrósserar góðærisins hljóta að hafa álitið pólitíkusa sér misgagnlega og greitt þeim peninga í samræmi við það!  Á mannamáli heita það mútur, og með tilvísun til vísbendinga af ýmsu tagi má á mannamáli eru stórstyrkþegarnir mútuþegar og allir styrkþegarnir þjófsnautar.  Með þeim fyrirvara þó að þjófnaður sannist á gefendurna og sérstök greiðvirkni á styrkþegana!  Athyglisvert er að skoða í hvaða nefndum hæstu styrkþegar sátu hjá Reykjavíkurborg!  Í skipulagsnefnd og áttu auk þess aðkomu að stjórn OR!

Auðun Gíslason, 6.5.2010 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband