Góð grein hjá Ragnhildi Kolka

Ragnhildur Kolka skrifar þarfa ádrepu um miðborg Reykjavíkur í Moggann í gær. Skynhelgin og endileysan sem oft og einatt einkennir umræður um íslenskt skemmtanalíf er hreinlega óþolandi. Auðvitað verður fólk hífað af að drekka áfengi og auðvitað heyrist eitthvað þar sem margir koma saman.

En það er ekkert meira en við má búast og við má búa eins og Ragnhildur rökstyður svo vel í grein sinni. Hún býr í miðborginni og er held ég áreiðanlega komin af því skeiði lífsins að vera sjálf  á djamminu allar nætur!

Það er eins og það gleymist stundum að umburðarlyndi er dyggð sem við megum vel temja okkur í auknum mæli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er engin dyggð að umbera út af fyrir sig með velþóknun drykkjulæti og drykkjuhávaða. Það er bara alls engin dyggð. Það er hreinlega óþolandi að drukkið fólk eigi að hafa meiri rétt heldur en sofandi fólk á heimilum sínum hvar sem það býr.

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.5.2010 kl. 12:20

2 identicon

Bjarni, farðu niður í bæ svona um 5 leytið á sunnudagsmorgni,. Ógeðsðlegt!!

itg (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband