Einkennilegt viðtal og undarlegt siðferði

DV er um margt einkennilegt blað og þrátt fyrir góða spretti þarf líka að taka efni þess með nokkrum fyrirvara.bjorgvin_dv.jpg

Nú áðan datt ég um viðtal  við nágranna minn hér úr Latínuhverfinu á Selfossi, Björgvin G. Sigurðsson þar sem blaðamaður hefur eftir honum að flokkurinn hafi lofað honum vinnu eftir afsögn. Þetta er fáránlegra en svo að ég trúi því upp á þann ágæta dreng Björgvin að hann hafi nokkru sinni sagt þetta. 

Flokkar eru einfaldlega ekki vinnumiðlanir og þó að þeir hafi í sukki og svínaríi fyrri ára leyft sér slíkt þá hefi ég miklar efasemdir um að nokkur flokksforysta telji sig geta hagað  sér með þessum hætti dag.

Verði viðtalið ekki borið til baka skuldar bæði Samfylkingin og Björgvin G. þjóð sinni skýringar á þeim þankagangi sem hér liggur að baki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Bjarni !

Hvað; sem upp á Björgvin, frá Skarði í Eystri- hrepp má klaga, vék hann þó sínu sæti, úr þinghús fjandanum, á dögunum - meira; en sagt verður um þau Jóhönnu - Össur og Kristján; hver, öll hafa setið, frá Maí lokum 2007, auk þeirra Steinunnar V. Óskarsdóttur - Helga Hjörvar (systursonar míns) og annarra MÚTU þega, -  þér; að segja.

Má vænta þess; að spillingar raftar, sem svika lýður þíns flokks, eins og Belzebub Norðursins; Steingrímur J. Sigfússon - hlaupastrákur hans, Björn Valur Gíslason, auk MÚTU þegans Árna Þórs Sigurðssonar, að ógleymdrei karl/kerlingunni, Atla Gíslasyni - að þetta illa stáss, komi til með að yfirgefa þingsali; jafnvel ?

Svo; nokkur dæma, séu tiltekin, úr þínum flokks fjanda, Bókhlöðu haldari góður.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, austur yfir fljót /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 17:53

2 Smámynd: Vendetta

Það er ekkert að marka það sem stendur í DV. Blaðasnáparnir þar eru frægir fyrir að skálda upp sögur og/eða leggja fólki orð í munn. Um daginn skálduðu þeir að Heiðari Má hefði verið hrint til að selja blaðið. Svo desperat eru þeir orðnir. Algjör aumingjaháttur.

Ég þekki fólk sem hefur neitað að tala við DV, en samt er birt ímyndað viðtal.  Það versta er þó þegar fólk er beinlínis rægt með lygum og þvættingi. Og lygarnar eru aldrei leiðréttar. Sorablaðamennska af verstu tegund.

Það sem þú gætir gert, Bjarni, er að tala sjálfur við Björgvin, úr því að þið þekkizt. Ég er viss um að hann segist aldrei hafa sagt það sem haft er eftir honum. Eða kannski alls ekki talað við DV yfirhöfuð.

Vendetta, 20.5.2010 kl. 20:57

3 identicon

Félagi Bjarni !

 " lofað honum vinnu",

 Er þér virkilega ekki kunnug 16.grein í lögum gamla Alþýðuflokksins ?

 Þar segir orðrétt.: " Nú losnar starf hjá hinu opinbera, skal þá tryggt, sé þess kostur, að félagar í Alþýðuflokknum fái starfið " .

 Breytingar orðið ?

 Varla. Líttu bara yfir allan þann fjölda sem ráðinn hefur verið í ráðuneytin -á síðustu misserum - án auglýsinga !

 Margt ákveðið bakvið læstar dyr. Gamla krataeðlið óbreytt, eða sem Rómverjar sögðu.: "Ianuis januis clausis" . , þ.e. " Bakvið læstar dyr" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 23:58

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sukk og svínarí viðgengst í öllum flokkum.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.5.2010 kl. 11:40

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Kratar eru óborganlegir.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.5.2010 kl. 12:51

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Bjarni. Mér hefur fundist Björgvin G. tryggur og traustur drengur.

Hinsvegar er ég ekki jafn örugg um Ingibjörgu sólrúnu Gísladóttur. Hún sveik Björgvin G. !00%! Setti alla sína ábyrgð á þennan góða dreng, sem hann átti ekki skilið!!! !

Ekki skrýtið að sú kona þurfi að gráta í fjölmiðla-upptökum frá flokks-fundum?

Það er full þörf á að kjósa persónur en ekki flokka? Því svona fara flokkar með heiðarlegt heiðarlegt fólk!

Hafðu það sem best Bjarni minn. Þú ert heill í gegn, og gull af manni, og það er meira virði en veraldlegt og fallvalt gull! M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.5.2010 kl. 15:35

7 identicon

Félagi Bjarni !

 ......" þú ert heill í gegn og gull af manni" !

 Ja hérna félagi -* þú ert vonandi í gegnumheilu hjónabandi.??!

 Engin þörf fyrir milligöngu Þórhallar félaga okkar Heimissonar ?? !

 Rómverjar hefðu kallað þessi skrif hennar Önnu :" Amor proximi" - þ.e. Ást á nágranna" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 16:48

8 Smámynd: Sigrún Óskars

ég get ekki séð betur en stjórnmálaflokkarnir séu ágætis vinnumiðlun

Sigrún Óskars, 23.5.2010 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband